Hrefna Harðardóttir sýnir myndverkið TENGJA á Café Karólínu

tengja.jpg

 

Myndverkið TENGJA samanstendur af tólf ljósmyndum af konum búsettum við Eyjafjörð og eru allar virkar í menningarlífi Akureyrar. 

Myndirnar eru svart/hvítar með einum lit, þar sem við á og eru þær rammaðar inn af efnisvafningum sem er tilvísun í menningu kvenna. Myndirnar voru sérstaklega gerðar fyrir sýningu á Café Karólínu en Karólína þessi var nefnd eftir gisti- og veitingahúsinu Caroline Rest, sem þýskfæddur Ameríkani að nafni George Schrader rak á þessum slóðum skömmu eftir fyrri aldamót og kenndi í höfuð móður sinnar. 


Hver kona valdi sér einn hlut sem tengist þeim á einn eða annan hátt, eitthvað sem þeim þykir vænt um eða hafa fundið, verið gefið eða haft áhrif á þær. Konurnar tengjast einnig bæði innávið og útávið sem vinkonur, frænkur, mæðgur, vinnufélagar, kollegar, kórfélagar og sem sterkir og litríkir einstaklingar í sínu umhverfi. Einnig kemur úr ljósmyndabók af sýningunni og getur fólk pantað hana hjá Hrefnu.

 

Konurnar eru : 

Arna Guðný Valsdóttir

Guðrún Hallfríður (Hadda) Bjarnadóttir

Hjördís Frímann

Hildur María Hansdóttir

Hrafnhildur Vigfúsdóttir

Guðrún Pálína Guðmundsdóttir

Kristín Þóra Kjartansdóttir

Linda Ólafsdóttir

Þorbjörg Ásgeirsdóttir

Valdís Viðarsdóttir

María Jóna Jónsdóttir

Sigrún Höskuldsdóttir

 

 

Hrefna Harðardóttir stundaði nám á myndlistarbraut MA (stúdent 1989) og útskrifaðist frá Leirlistardeild MHÍ eftir nám árin 1992-95  og lauk B.Ed kennaranámi frá Listaháskóla Íslands 2007.

Hún hefur sótt mörg námskeið í grafík, ljósmyndun og leirlist í Frakklandi, Ítalíu, Ungverjalandi, Danmörku og Englandi og haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum víða um land og erlendis. Hún er félagi í Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Myndlistarfélaginu og Leirlistarfélagi Íslands. Hrefna starfar á eigin verkstæði í Listagilinu Akureyri. 

 

Hrefna Harðardóttir

 

TENGJA

 

03.07.10 - 06.08.10

 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

 

 

 

Nánari upplýsingar veitir Hrefna í síma 862 5640 eða tölvupósti: hrefnah@simnet.is

Einnig á heimasíðu Hrefnu: http://www.simnet.is/hrefnah

 

 

Sýningin stendur til föstudagsins 6. ágúst og allir eru velkomnir.

 

Café Karólína er opin frá kl. 17 og fram eftir nóttu alla daga nema laugardaga þá er opið frá kl. 15.

 

Næstu sýningar á Café Karólínu:

07.08.10 - 03.09.10                  Arnþrúður Dagsdóttir

04.09.10 - 01.10.10                  Margrét Buhl                  

06.11.10 - 03.12.10                  Guðrún Hadda Bjarnadóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband