Færsluflokkur: Bækur

Sigrún Guðmundsdóttir opnar sýningu í Flóru

arora 

 

Sigrún Guðmundsdóttir

Nætur(b)rölt

10. ágúst - 28. september 2013

Opnun laugardaginn 10. ágúst kl. 14

Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168


http://floraflora.is

https://www.facebook.com/flora.akureyri

https://www.facebook.com/events/1405164826365683


Laugardaginn 10. ágúst kl. 14 opnar Sigrún Guðmundsdóttir sýningu sem nefnist „Nætur(b)rölt” í Flóru í Hafnarstræti 90 á Akureyri. 

 

Á opnuninni mun Sigrún kynna bók sína sem ber sama titil, en hugtök verka hennar endurspeglast á ákveðinn hátt í sögunni.

Bókin samanstendur af örsögum og hugrenningum sem saman mynda eina smásögu. Við fylgjum sögupersónunni eftir yfir eina nótt á flakki á milli hugarheima og staða.


Sigrún Guðmundsdóttir býr og starfar í Hollandi. Hún lauk myndlistarnámi frá AKI í Enschede árið 2008 en var einnig í skiptinámi í School of the Museum of Fine Arts í Boston. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum í Hollandi og sýningin í Flóru er hennar sjöunda einkasýning. 


Upplýsingar um Sigrúnu og verk hennar má finna á heimasíðunni www.sigrungudmundsdottir.com 

 

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru mánudaga til föstudaga kl. 11-18 og laugardaga kl. 13-16 og stendur til laugardagsins 28. september 2013. 


Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.

sigrun1


Sýningu Hlyns Hallssonar í Kartöflugeymslunni að ljúka

loveyouall
 

 

Hlynur Hallsson

Sýning - Ausstellung - Exhibition

08.06. - 12.07. 2013

Kartöflugeymslan, Kaupvangsstræti 29, 600 Akureyri


Nú líður að lokum sýningar Hlyns Hallssonar í Kartöflugeymslunni í Listagilinu á Akureyri. Síðasti sýningardagur er föstudagurinn 12. júlí og sýningin er opin daglega kl. 14-16. Á sýningunni gefur að líta verk frá síðustu 13 árum ásamt nýjum verkum. Þetta eru ljósmynda- textaverk, spreyverk, prent og eitt bókverk.


Hlynur vinnur gjanan með aðstæður, texta, innsetningar, ljósmyndir, gjörninga og hvað eina, allt eftir því sem hentar í hverju tilfelli. Hversdagslegir atburðir eins og sundferðir, fjallganga eða verslunarleiðangur geta verið efniviður í verkum hans en einnig landmæri, samskipti fólks og viðhorf okkar. 


Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á heimsíðunni hallsson.de og einnig á bloggsíðunni hlynur.is


Kartöflugeymslan er lítill sýningarsalur sem er rekin í húsnæði arkitektastofunnar Kollgátu kollgata.is

Sýningin verður opin alla virka daga til föstudagsins 12. júlí 2013, frá kl. 14-16. 

Nánari upplýsingar um sýninguna veitir Hlynur í síma 659 4744.


Hlynur Hallsson opnar sýningu í Kartöflugeymslunni

hlynur.arnar 

 

Hlynur Hallsson

Sýning - Ausstellung - Exhibition

08.06. - 12.07. 2013

Kartöflugeymslan, Kaupvangsstræti 29, 600 Akureyri


Hlynur Hallsson opnar sýninguna Sýning - Ausstellung - Exhibition í Kartöflugeymslunni efst í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 8. júní kl. 15. Sýningin er nokkurskonar yfirlitssýning á verkum frá síðustu 10 árum ásamt nýjum verkum. Þetta eru ljósmynda- textaverk, spreyverk, prent og fleira auk þess sem ný bók kemur út í tilefni sýningarinnar.


Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf. Hann hefur verið nokkuð iðinn við að setja upp sýningar og nú tekur hann þátt í sýningum í firstlines gallery og Halle50 í München.  Hlynur gaf út bókina MYNDIR - BILDER - PICTURES árið 2011 með 33 ljósmynda- textaverkum. Hann hefur einnig verið sýningarstjóri fjölda sýninga eins og TEXT sem sett var upp hjá Kuckei+Kuckei í Berlín haustið 2011. Hann var einnig meðal stofnenda Verksmiðjunnar á Hjalteyri þar sem settar hafa verið upp sýningar síðustu ár. Hlynur er listrænn ráðgjafi hjá Flóru á Akureyri.


Hlynur hlaut verðlaun Kunstverein Hannover 1997, verðlaun ungra myndlistarmanna í Neðra-Saxlandi 2001 og verðlaun Sparda Bank árið 2006. Hann hefur nokkrum sinnum hlotið starfslaun myndlistarmanna og var bæjarlistarmaður Akureyrar árið 2005. Hlynur vinnur með aðstæður, texta, innsetningar, ljósmyndir, gjörninga og hvað eina, allt eftir því sem hentar í hverju tilfelli. Hversdagslegir atburðir eins og sundferðir, fjallganga eða verslunarleiðangur geta verið efniviður í verkum hans en einnig landmæri, samskipti fólks og viðhorf okkar. Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á heimsíðunni hallsson.de og einnig á bloggsíðunni hlynur.is

 

Kartöflugeymslan er lítill sýningarsalur sem er rekin í húsnæði arkitektastofunnar Kollgátu. http://www.kollgata.is

 

Sýningin verður opin alla virka daga til föstudagsins 12. júlí 2013, frá kl. 14-16.

Myndir:  Arnar Ómarsson af verkinu "Þetta er München - Das ist München - This is Munich", firstlines gallery, München, 2013. Og mynd af http://www.kollgata.is

kartoflugeymslan 


Kynning á myndlistartímaritinu Kiosk í Verksmiðjunni á Hjalteyri

AFFICHE 

 

KIOSK

http://www.kiosk.clementineroy.com/

http://www.de-lart.org/asso/kiosk.html

Verksmiðjan á Hjalteyri / 8.06. - 23.06.2013 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri  http://www.verksmidjan.blogspot.com
Kynning á Kiosk laugardaginn 8. júní kl. 17:00 / Frá 8 . júní opið  alla daga í Verksmiðjunni kl: 14:00 -17:00. 

Laugardaginn 8. júní kl. 17 :00 fer fram kynning á myndlistartímaritinu Kiosk í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Kiosk er útgáfuverkefni listafólks sem listakonan Clémentine Roy fór af stað með árið 2009.

« KIOSK er samstarfsverkefni tveggja. Samtal, Ping – pong tölvupóstar. Skipti á upplýsingum, myndum, teikningum, textum í heilann mánuð. 

Útgáfan DEL’ART  tekur þátt í verkefninu og sér um þann hluta þess sem kemur út á prenti. 

50 tölublöð hafa komið út á netinu og af þeim hafa 14 komið út í prentaðri útgáfu.


Yfirstandandi í Verksmiðjunni er sýningin RE – MEMBER  - ICELAND/SOUVENUS – DE – SI – LOIN og lýkur henni 23. júní.


Koma listamanna og sýningar eru styrktar af, Menningarráði Eyþings og Ásprenti en bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCP games, Bústólpi og Hörgársveit.


Nánari upplýsingar veitir Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com   verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og  í síma: 4611450  og 6927450.  


 
Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð
http://www.verksmidjan.blogspot.com
https://www.facebook.com/pages/Verksmi%C3%B0jan-%C3%A1-Hjalteyri/92671772828

 



Gunnhildur Þórðardóttir opnar sýningu í Flóru og gefur út ljóðabók

gunnhildur_1195308.jpg

Gunnhildur Þórðardóttir
Minningar í kössum/Boxed Memories
30. mars - 4. maí 2013
Opnun laugardaginn 30. mars kl. 14
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri

Laugardaginn 30. mars kl. 14 opnar Gunnhildur Þórðardóttir sýningu sem nefnist „Minningar í kössum/Boxed Memories” í Flóru í Hafnarstræti 90 á Akureyri.

Á sýningunni eru ný verk, textaverk, innsetning og skúlptúrar sem fjalla um minningar en við geymum minningar oft í eins konar hólfum í heilanum sem við getum lokað og opnað. Minningar sem slíkar eru ekki endilega áreiðanlegar heimildir en þær hafa eitthvað með fortíðina að gera og mynda heild í huga manns. Minningar fólks eru eins konar vitneskja um liðna atburði oft sveipaðar fortíðarþrá. Á sýningunni verður hægt að létta af hjarta sínu eða að taka þátt í listaverkinu með því að skrifa niður nafnlausar minningar og setja í kassa. Listaverk Gunnhildar fjalla oft um heimspekileg fyrirbæri en í listaverkum sínum túlkar hún vangaveltur sínar um lífið og tilveruna. Í tilefni alþjóðlegs dags ljóðsins 21. mars sl. gefur Gunnhildur út ljóðabókina Blóðsteina/Bloodstones og verður hún fáanleg í Flóru.

Gunnhildur lauk BA (Honours) í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama skóla árið 2006. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar meðal annars Fráhvörf í SÍM salnum og sýninguna Losun í sal Íslenskrar grafíkur á síðasta ári auk þess að taka þátt í samsýningum í 002 gallerí og í myndbandsgjörningi í Tate Britain einnig í fyrra. Þetta er hennar tólfta einkasýning þá hefur Gunnhildur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis.

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru mánudaga til föstudaga kl. 11-13 og 16-18 og laugardaga kl. 13-16 og stendur til laugardagsins 4. maí 2013.

Sjá einnig: http://www.gunnhildurthordardottir.com, http://www.umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/722 og http://www.saatchi-gallery.co.uk


Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.

portrait_1195309.jpg


Hlynur Hallsson sýnir í Populus tremula

hlynur_hallsson_9_3_2013.jpg

Hlynur Hallsson
Rennandi vatn og fleiri ný verk
09.03. - 10.03. 2013
Populus Tremula, Kaupvangsstræti 12, 600 Akureyri

Hlynur Hallsson opnar sýninguna Rennandi vatn og fleiri ný verk í Populus tremula laugardaginn 9. mars kl. 14. Hann sýnir hér eins og nafnið gefur til kynna nokkur ný verk sem ekki hafa verið sýnd áður. Þetta er myndband, ljósmynd og spreyjaðir textar.

Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf. Hann hefur verið nokkuð iðinn við að setja upp sýningar og á síðasta ári tók hann þátt í sýningunni Lókal - Glóbal í Listasafninu á Akureyri sem Hlynur Helgason stýrði í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar og einnig sýningunni Sjálfstætt fólk ásamt Jónu Hlíf Halldórsdóttur á Listahátíð í Reykjavík í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur undir stjórn Jonatans Habib Engqvist. Hlynur gaf út bókina MYNDIR - BILDER - PICTURES árið 2011 með 33 ljósmynda- textaverkum. Hann hefur einnig verið sýningarstjóri fjölda sýninga eins og TEXT sem sett var upp hjá Kuckei+Kuckei í Berlín haustið 2011. Hann var einnig meðal stofnenda Verksmiðjunnar á Hjalteyri þar sem settar hafa verið upp sýningar síðustu ár. Hlynur er listrænn ráðgjafi hjá Flóru á Akureyri.
Hlynur hlaut verðlaun Kunstverein Hannover 1997, verðlaun ungra myndlistarmanna í Neðra-Saxlandi 2001 og verðlaun Sparda Bank árið 2006. Hann hefur nokkrum sinnum hlotið starfslaun myndlistarmanna og var bæjarlistarmaður Akureyrar árið 2005. Hlynur vinnur með aðstæður, texta, innsetningar, ljósmyndir, gjörninga og hvað eina, allt eftir því sem hentar í hverju tilfelli. Hversdagslegir atburðir eins og sundferðir, fjallganga eða verslunarleiðangur geta verið efniviður í verkum hans en einnig landmæri, samskipti fólks og viðhorf okkar. Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á heimsíðunni hallsson.de og einnig á bloggsíðunni hlynur.is

Populus Tremula hefur verið starfrækt í Listagilinu á Akureyri frá árinu 2004 og hefur staðið fyrir fjölmörgum menningarviðburðum svo sem sýningum, upplestrum og tónleikum í gegnum árin. Nánari upplýsingar um Populus tremula er að finna á poptrem.blogspot.com

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 10. mars frá kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.
Menningarráð Eyþings og Ásprent eru styrktaraðilar Populus Temula.


Menningardagskrá í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

althy_769_uhu_769_si.jpg

Föstudaginn 21. sept. kl. 20.00 verður menningardagskrá í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Henriette van Egten opnar sýningu í Kompunni, sem er lítið sýningarrými í miðju Alþýðuhúsinu. Myndirnar sem Henriette sýnir eru unnar á Hjalteyri undanfarinn mánuð og bera með sér ævintýrablæ eins og listakonunni er tamt. Litskrúðugar myndir unnar með blandaðri tækni.
Henrietta er Hollensk og ein af þremur eigendum bókverkabúðarinnar Boekie Woekie í Amsterdam. Hún hefur búið hluta úr ári á Hjalteyri síðastliðin 30 ár og sett upp sýningar á Íslandi í gegnum tíðina, nú síðast í Safnasafninu á Svalbarðsströnd.

 Í tilefni sýningarinnar mun Jón Laxdal Halldórsson flytja kvæðadagskrá sem saman stendur af þýddum kvæðum Íslenskra öndvegisskálda ásamt fáeinum frumortum ljóðum.

Einnig mun Jan Voss lesa hina ljóðrænu ferðasögu sína Square One sem út kom 2008.  Jan Voss er Þýskur listamaður, einn af þremur eigendum Boekie Woekie í Amsterdam. Hann hefur líka búið hluta úr ári á Hjalteyri undanfarin 30 ár og sýnt á Íslandi og lesið úr verkum sínum í gegnum tíðina, síðast í Safnasafninu á Svalbarðsströnd.

Alþýðuhúsið á Siglufirði fékk nýtt hlutverk 19. júlí í sumar þegar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnaði húsið eftir gagngerar endurbætur. Nú hýsir það vinnustofu Aðalheiðar og fyrirhugað er að setja upp menningarviðburði á mánaðar fresti sem allmenningur hefur aðgang að. 

 Allar nánari upplýsingar veitir Aðalheiður í síma 865-5091 eða á www.freyjulundur.is

3712_althiduhusid.jpg


Ásmundur Ásmundsson les upp í Flóru

kaeru_vinir.jpg

Ásmundur Ásmundsson les upp í Flóru
14. september 2012, kl. 17.00
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri


Myndlistarmaðurinn Ásmundur Ásmundsson mun lesa upp úr bók sinni “Kæru vinir / Dear friends” föstudaginn 14. september kl. 17.

Ásmundur er einn þriggja myndlistarmanna sem tilnefndur er til Sjónlistaverðlaunanna 2012. Árið 2011 kom út bókin “Kæru vinir / Dear friends” hjá Útúrdúr og hún inniheldur fjörbreyttar tækifærisræður sem Ásmundur hefur flutt við hin ýmsu tilefni. Ásmundur hefur gefið út nokkrar bækur og skrifað greinar í blöð og tímarit.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir og upplesturinn stendur frá kl. 17-17:30 eða þar um bil.


Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður.


"Ekki skamma mig séra Tumi" í Ketilhúsinu

 

tonleikariketils.jpg

"Ekki skamma mig séra Tumi"

Ketilhúsinu, Listagili  sunnudaginn 29. júlí kl 16:00 - kr. 2500

 

Leik- og söngdagskrá um Jónas Hallgrímsson, rithöfund og ljóðskáld og vin hans Tómas Sæmundsson.


Bækur og bókverk í Flóru

jonahlif.jpg

jólaBÓKAflóra

fimmtudaginn 8. desember 2011

í Flóru, Listagilinu á Akureyri

Allan fimmtudaginn þann 8. desember n.k. verður Flóra með opið fyrir gesti og gangandi að kíkja á jólaBÓKAflóru, en á boðstólnum verða bæði nýútkomnar og sérvaldar eldri bækur. Í tengslum við jólaBÓKAflóruna verða Hjálmar Stefán Brynjólfsson og Jóna Hlíf Halldórsdóttir með kynningu á þremur bókverkum sem þau hafa verið að vinna að, en bókakynningin er unnin í tengslum við sýninguna “Nú á ég hvergi heima” sem þau Hjálmar og Jóna opna nk. laugardag í Populus Tremula. Tvö bókverkanna sem þau verða með í Flóru koma nú út í takmörkuðu upplagi en það þriðja verður eingöngu til sýnis í bili, en það er enn í vinnslu.

Fyrri tvö bókverkin hafa þau Hjálmar og Jóna unnið í sameiningu. Um er að ræða annars vegar texta sem Hjálmar bjó til fyrir Jónu undir áhrifum frá verkinu “Byltingin var gagnslaus” og inniheldur 20 athugasemdir við þann verktitil. Seinna bókverkið inniheldur orð sem hafa verið skorin í lituð blöð, sem er tækni sem Jóna hefur verið að nota í ýmis verk. Orðin eru nokkur vel valin lýsingarorð og titill verksins er “Geggjað brjálað sjúklegt æði”. Í raun er þetta byggt á enn eldra verki sem þau unnu saman árið 2005 fyrst, en hafa alltaf verið að bíða að koma frá sér með einhverjum hætti.
Síðasta verkið sem ekki kemur út núna, en verður til sýnis, er bók með einu ljóði sem heitir “Myrkur eða 7 skuggar og Chopin”. Þar hefur Jóna verið að vinna myndskreytingar við textabrot og nálgunin verið sú að reyna að búa til sl. myndljóð eða finna leið til að gera myndljóð.

Bókakynningin Hjálmars og Jónu hefst klukkan 20.

Bækurnar verða svo til sýnis í Flóru um helgina sem hér segir:

föstudag 10-18, laugardag og sunnudag 14-17.



Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðarstaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Listrænn ráðunautur og kaffibarþjónn staðarins er Hlynur Hallsson myndlistamaður. Áhersla staðarins er á nýtingu, endurnýtingu, verkmenningu og sköpun. Sýningarrýmið í Flóru á sér merkilega forsögu því þar rak Snorri Ásmundsson International Gallery of Snorri Ásmundsson með góðum árangri í lok síðustu aldar. Svo skemmtilega vill til að Snorri sýnir einmitt í viðburðarrými Flóru þessar vikurnar og verður sýning hans auðvitað opin gestum og gangandi á jólaBÓKAflórunni.

Sjá meira um Flóru á
http://floraflora.is
http://www.facebook.com/flora.akureyri

Nánari upplýsingar veitir Kristín Þóra Kjartansdóttir í síma 6610168



« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband