Færsluflokkur: Menntun og skóli

Kjartan Sigtryggsson opnar myndlistarsýningu í Populus Tremula


KJARTAN SIGTRYGGSSON SÝNIR | 9. maí

Laugardaginn 9. maí kl. 14:00 mun Kjartan Sigtryggsson opna myndlistarsýningu í Populus Tremula.

Að þessu sinni sýnir Kjartan teikningar – ýmist tölvugerðar, hefðbundnar eða teiknicollage. Kjartan útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2006.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 10. maí kl. 14:00 - 17:00 | Aðeins þessi eina helgi

Lokaverkefni nema á Listnámsbraut VMA í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Laugardaginn 2. maí  munu nemendur í Lokaverkefni á Listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, opna sýninguna "Þrír í þriðja" í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Sýningin opnar kl. 14:00 og verður hún opin aðeins þessa einu helgi, laugardag og sunnudag 3. maí  milli 14:00 - 18:00.


Hertha Richardt Úlfarsdóttir opnar sýningu á Café Karólínu

stella.jpg


Hertha Richardt Úlfarsdóttir

Fastagestir og annað starfsfólk

02.05.09 - 05.06.09


Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

Hertha Richardt Úlfarsdóttir opnar sýninguna „Fastagestir og annað starfsfólk“ á Café Karólínu laugardaginn 2. maí 2009 klukkan 15.

Hertha Richardt Úlfarsdóttir útskrifaðist með diploma frá Myndlistaskólanum á Akureyri, 2008, fagurlistadeild. Þetta er fyrsta einkasýning hennar eftir útksrift. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum hér og í Finnlandi.

Við vorum öll þarna, var það ekki?

C.v
Nafn: Hertha Richardt Úlfarsdóttir
Fædd 6. September 1983 á Egilsstöðum.
Lögheimili: Ásvegur 17, 600 Akureyri.
Sími: 8673520
Netfang: hertha@gmail.com


Nám
2005 - 2008 Myndlistaskólinn á Akureyri, Diploma úr fagurlistadeild
2006 - 2007 Gestanemi í Lahti Institute of Fine art, Finland
2004 - 2005 Myndlistaskólinn á Akureyri, Fornám.
2004 - 1999 Menntaskólinn á Egilsstöðum, Félagsfræði- og listnámsbraut
2000 - 2001 Skiptinám í Chandler Highschool, Arizona, BNA.

Samsýningar
2008, ,,Grálist engin Smálist", Deiglunni, Akureyri.
2008, Útskriftarsýning úr Fagurlistadeild, Akureyri
2007, Nemendasýning í Deiglunni, Akureyri
2007, Valintoja, Lahti, Finland
2006, Skiptinemasýning, AULA-Gallery, Finland
2006, Skiptinemasýning, Lahti model Institute, Finland

Einkasýningar
2009, ,,Fastagestir og annað starfsfólk", Café Karólína, Akureyri


Annað
2008 - Starfar í sýningarnefnd fyrir GalleriBOx
2008 - Starfar í Gestavinnustofunefnd Gilfélagsins
2008 - Hannar veggspjaldið fyrir sýninguna ,,Bæ,bæ Ísland"
2007 - Stofnaði sjálfstætt rekin Model teikningarhóp fyrir nema Myndlistaskólans á Akureyri


Sýningin á Kaffi Karólínu stendur til 5. júní 2009. Allir eru velkomnir á opnun.
Nánari upplýsingar veitir Hertha í síma 8673520 og í tölvupósti: hertha(hjá)gmail.com


Næstu sýningar á Café Karólínu:
06.06.09 - 03.07.09    Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09    Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09    Þórgunnur Oddsdóttir
05.09.09 - 02.10.09    Ólöf Björg Björnsdóttir

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Gestalistamaður Gestavinnustofu Gilfélagsins; Rory Middleton

Þau verk er Rory Middleton skapar láta sig varða kvikmyndir,
Arkítektúr og landslag.
Hann skapar innsetningar, skúlptúra og vídeo og notar reyk, lykt og
hljóð til að skapa umhverfi sem áhorfandinn getur gengið inn í.
Með því að blanda saman nútímalegum og hefðbundnum aðferðum reynir
hann að byggja upp dulúð í kringum verk hans, með því að skapa
andrúmsloft kvikmynda með því að nota aðferðir kvikmynda.

Nú, þegar á Akureyri, hefur hann verið að taka upp ,,Seraching for
Hjedna", vegamynd þar sem íslenskt landslag er bæði karakter og
umgjörð, þar sem leikarar, listamenn og áhorfendur munu týna sér, og
vona að þau munu finna hvað Hjedna er.

Rory Middleton býr og starfar í Edinburgh og útskrifaðist með MFA frá
Glasgow School of Art árið 2006 og með BA frá Falmouth School of Art
2002.


Rory Middleton’s work is concerned with cinema, architecture and landscape.
He makes installations, sculpture and video and uses smoke, smell and
sound to create environments into which the viewer can enter.
By combining modern and traditional techniques he aims to construct
mystery and ambiguity within his work, creating cinematic space
through means of cinematic devices.

Whilst in Akureyri he has been shooting ‘Searching for Hjedna’ a road
movie where the Icelandic Landscape is both Character and Set, where
the actor, artist and audience find themselves lost, hoping to find
what is Hjedna.

Rory Middleton lives and works in Edinburgh and Graduated with an MFA
from Glasgow School of Art 2006 and BA from Falmouth School of Art
2002.


Baldvin Ringsted sýnir hjá Gallerí Víð8ttu 601

baldvin.jpg

Baldvin Ringsted sýnir hjá Gallerí Víð8ttu 601 15. apríl til 5. maí í Leirutjörn á Akureyri

Sýningin átti upphaflega að opna annan dag páska en henni var frestað vegna þess að listaverkinu var stolið af hólmanum í tjörninni skömmu eftir uppsetningu. Þjófnaðurinn var kærður til lögreglunnar á Akureyri og lýst var eftir verkinu í fjölmiðlum og sáu þjófarnir fljótlega að sér og skiluðu því/skildu eftir við hús í Aðalstræti. Listaverkið hefur nú verið sett upp aftur og fær vonandi að vera í friði þar til sýningu lýkur.

Líta má á útiskúlptúrinn "Trommusett nr.2" sem nokkurskonar minnisvarða,ónytjahlut sem dregur dám af glysgirni og hlutadýrkun. Einmana en þó í undarlegu sambandi við opna náttúruna og kallast sjónrænt á við glitrandi vatnið í kring.

Baldvin Ringsted útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2004 og lauk mastersgráðu frá Listaháskólanum í Glasgow 2007. Hann vinnur gjarnan með tónlist og popp-kúltúr af ýmsu tagi í verkum sínum en þau eru unnin í margvíslega miðla. Baldvin hefur sýnt víða að undanförnu þar á meðal í Center of Contemporary Arts,Glasgow, Kunstverein Arnsberg, Artnews Projects, Berlín og í Listasafninu á Akureyri.


Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar - CIA.IS auglýsir eftir umsóknum um styrki

logo

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar auglýsir eftir umsóknum um verkefna-, ferða- og útgáfustyrki vegna verkefna myndlistarmanna erlendis.
Hver styrkur er 400 þúsund krónur og verða sex styrkir veittir að þessu sinni.
Opið er fyrir umsóknir um styrki vegna verkefna með skemmri fyrirvara allan ársins hring.
Nánari upplýsingar um styrkjakerfi Kynningarmiðstöðvarinnar fást á heimasíðu miðstöðvarinnar http://www.cia.is/styrkir/index.htm
Umsókn þarf að berast a.m.k. 40 dögum áður en verkefni hefst.
Umsóknarfrestur er til 17.apríl 2009 og er póststimpill tekinn gildur.
 
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar
Center for Icelandic Art - CIA.IS
Hafnarstræti 16
101 Reykjavík
tel: +354-562-7262
fax:+354-562-6656
info@cia.is
www.cia.is
www.artnews.is


Dagrún Matthíasdóttir og Sigurlín M. Grétarsdóttir (Lína) opna myndlistasýningu í Startart

blod.jpg

Dalíurnar Dagrún Matthíasdóttir og Sigurlín M. Grétarsdóttir (Lína) opna
myndlistasýningu í Startart laugarvegi 12b í Reykjavík, laugardaginn 4.
apríl kl. 15.

Sýning Dagrúnar ber titilinn Matarlist, sem eru olíumálverk á striga og
mdf plötur:
,,Ég hef yndi af því að elda og er alltaf mál að mála. Að vinna með mat í
myndlist hefur verið mér hugleikið undanfarið og er ég hér að mála þann
mat sem hefur dúkkað upp á borð hjá mér. Í raun er tíðarandinn svolítið
back to the basic eða sá að hefðbundinn íslenskur matur er mun oftar í
matinn og ratar þess vegna í málverkin mín".

start_002.jpg

Sýning Sigurlínar - Línu ber titilinn Tilbrigði. Lína notar blandaða tækni
í verkunum, aðferð sem hún hefur verið að þróa í rúm 2 ár. Í verkunum á
sýningunni í Startart notar hún acryl, lakk, pappír, hrosshár og fleira.

Þær stöllur ganga oft undir nafninu Dalíurnar sem kemur til vegna þess að
saman stofnuðu þær og reka DaLí Gallery á Akureyri. Dagrún og Lína eru
útskrifaðar frá Myndlistaskólanum á Akureyri og í dag eru báðar í námi við
Háskólann á Akureyri í kennslufræðum til kennsluréttinda. Einnig er Dagrún
í Nútímafræði við sama skóla.

Sýningarnar í Startart eru til 9. maí og allir velkomnir. http://startart.is

DaLíurnar - Dagrún og Lína eru í samsýningarhópnum Grálist og félagar í
Myndlistafélaginu.
www.gralist.wordpress.com
www.dagrunmatt.blogspot.com
Dagrún s. 8957173
Lína s.8697872


Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar sýninguna „Fagurfræðilegt dundur“ á Café Karólínu

helga.jpg


Helga Sigríður Valdemarsdóttir

Fagurfræðilegt dundur 

04.04.09 - 01.05.09


Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar sýninguna „Fagurfræðilegt dundur“ á Café Karólínu laugardaginn 4. apríl 2009 klukkan 15.

Helga Sigríður Valdemarsdóttir er fædd á Akureyri, 1975 og útskrifaðist frá  Myndlistaskólanum á Akureyri 2003.

Á 19. öld var myndlistakennslu stúlkna ætlað að búa þær undir framtíðarhlutverk sín sem mæður og húsfreyjur. Teiknikennsla stúlkna flokkaðist með handavinnu og markmiðið var að auðvelda þeim að hanna og teikna eigið útsaumsmynstur. Myndlistakennslan átti jafnframt að auka fegurðarskyn og smekkvísi ungmeyja.

Arfleifð þessarar sögu – útsaumurinn – er viðfangsefni Helgu. Á sýningunni koma fyrir sjónir fimm olíumálverk á striga og sækir Helga efnivið sinn í mynstur í púða sem hún fann í fórum föðurömmu sinnar. Sama mynstur er í verkunum en þau eru máluð í ólíkum litum.
Sýningin á Kaffi Karólínu stendur til 1. maí 2009. Allir eru velkomnir á opnun.

Sýningar:
-Unglist, Deiglan á Akureyri haustið 2000
-Samsýning listnema myndlistardeildar, á Akureyri vorið 2002
-Útskriftarsýning í Ketilhúsinu á Akureyri vorið 2003
-Frá konu til konu, Black box gallery í Toronto Kanada veturinn 2006
-Heima er bezt, Minjasafnið að Hnjóti í Örlygshöfn sumarið 2008
-Heima er bezt, Hópið Tálknafirði desember 2008-janúar 2009
-Kappar og ofurhetjur, samsýning Myndlistarfélagsins, GalleríBOX í Listagilinu á Akureyri febrúar 2009

Nánari upplýsingar veitir Helga Sigríður í tölvupósti blackmolly3(hjá)hotmail.com

Næstu sýningar á Café Karólínu:
02.05.09 - 05.06.09    Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09    Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09    Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09    Þórgunnur Oddsdóttir
05.09.09 - 02.10.09    Ólöf Björg Björnsdóttir


Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Anna Gunnarsdóttir sýnir á Bókasafni Háskólans á Akureyri

anna.jpg

Anna Gunnarsdóttir opnar sýninguna MIKADO á Bókasafni Háskólans á Akureyri,
laugardaginn 21. mars kl: 13:00.  Sýningin stendur til  4. maí 2009.

Anna Gunnarsdóttir lærði textílhönnun á Íslandi og Danmörk auk þess að hafa
sótt fjölda námskeiða um textíl. Hún hefur síðari ár aðallega fengist við
vinnslu á þæfðri ull og textíl.

Hún blandar saman nytjavöru, myndlist og fatahönnun með þessum miðlum.

Verkin á sýningunni eru unnin út frá japanska spilinu mikado þar sem
leikmenn spila með prik. Öll verkin á sýningunni tengjast á einn eða annan
hátt við textíl. Þetta eru pappahólkar sem lokið hafa hlutverki sínu sem
vafningshólkar fyrir textílefnin og fá nýtt hlutverk í leik sem listaverk á
vegg. Þetta er leikur listamannsins með mikado.

Anna er annar eigandi gallerísins Svartfugls og Hvítspóa í miðbæ Akureyrar.
Hún hefur að baki fjölda sýninga víðs vegar um heim og hefur hlotið verðlaun
og viðurkenningar fyrir verk sín. Anna var valin bæjarlistamaður Akureyrar
árið 2008.

Bókasafn Háskólans á Akureyri er opið alla virka daga frá 8-18 og 12-15 á
laugardögum.

Allir eru velkomnir


Umsóknarfrestur um starfslaun listamanna á Akureyri er til 20. mars

Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum listamanna um starfslaun fyrir tímabilið 1. júní 2009 til 31. maí 2010.


Starfs launum verður  úthlutað til tveggja listamanna og hlýtur hvor um sig sex mánaða laun.


Ætlast er til að viðkomandi listamaður helgi sig list sinni eða einstökum verkefnum á vettvangi hennar á starfslaunatímanum og einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina. Umsækjendur skili, ásamt umsókn, upplýsingum um listferil sinn og greinargóðum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skal notaður. 
Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri ráðhússins að Geislagötu 9.

Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða- og menningarmála hjá Akureyrarstofu í netfanginu huldasif@akureyri.is

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband