Færsluflokkur: Menntun og skóli

Angela Rawlings með fyrirlestur í Ketilhúsinu

Ketilhusid_frettatilkynning3

Þriðjudaginn 30. september kl. 17 heldur Angela Rawlings fyrirlestur í Ketilhúsinu undir yfirskriftinni Wild Slumber for Industrial Ecologists (Villtar svefnfarir iðnaðarvistfræðinga). Þar mun hún meðal annars fjalla um samnefnda sýningu sem nú stendur yfir í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Sýningin er árangur af samstarfi myndlistarmanna, rithöfunda og tónlistarmanna sem dvalið hafa í alþjóðlegri gestavinnustofu á Hjalteyri undanfarið. Ásamt Rawlings eru þau Elsa Lefebvre (Frakkland/Belgía), Gústav Geir Bollason (Ísland), Maja Jantar (Belgía) og Philip Vormwald (Frakkland/Þýskaland) þátttakendur í sýningunni. Eitt umfjöllunarefni hennar er iðnaðarvistfræði og rannsóknir á flæði efnis og orku í iðnaðarkerfum. Iðnaðarvistfræðingar rannsaka þróun á sjálfbærum og lokuðum kerfum þar sem úrgangur eins iðnaðar getur verið auðlind annars. Fyrirlesturinn fer fram á ensku en hann er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Fyrirlesturinn er sá fyrsti í röð fyrirlestra sem haldnir verða á hverjum þriðjudegi í Ketilhúsinu kl. 17 í allan vetur. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Á meðal fyrirlesara vetrarins eru Hlynur Helgason listfræðingur, Íris Ólöf Sigurjónsdóttir sýningarstjóri og myndlistarmennirnir Aðalsteinn Þórsson, Arna Valsdóttir, Stefán Boulter og Guðmundur Ármann Sigurjónsson.

http://listasafn.akureyri.is

https://www.facebook.com/events/1482605935344754/


Leiðarþing Menningarráðs Eyþings

haus mynd1

-Leiðarþing-

12. október í Hlíðarbæ Hörgársveit kl. 11-16
 
Viltu taka þátt í að móta áherslur Menningarráðs Eyþings?
Hefur þú skoðun á því hvernig menningarsamningar framtíðarinnar eiga að vera?
Viltu vita hvernig hugmyndir verða að veruleika?
Ertu með hugmynd og vantar samstarfsaðila?
Þá er Leiðarþing eitthvað fyrir þig!
Dagskrá
Ávarp Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður Eyþings

Litið um öxl
Sigrún Björk Jakobsdóttir fyrsti formaður Menningarráðs Eyþings

Menningarsamningar framtíðarinnar
Karitas Gunnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu menningarmála, mennta- og menningarmálaráðuneytinu

Veruleiki hugmynda
Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), prófessor við Listaháskóla Íslands

Hádegisverður

 Út fyrir kassann
Pétur Halldórsson framkvæmdastjóri Barkokksmiðju Hólastiftis

Upplit - Menningarklasi uppsveita Árnessýslu
Skúli Sæland formaður Upplits

Hraðstefnumót hugmynda
                Þórgnýr Dýrfjörð

Vinnustofa
                Menningarráð Eyþings

Samantekt og lokaorð
Arnór Benónýsson formaður Menningarráðs Eyþings
 
Þingið er þátttakendum að kostnaðarlausu en skráningar óskast á netfangið menning@eything.is
Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi Eyþings sími 464 9935
 
 
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Menningarfulltrúi Eyþings
 
Strandgötu 29,
600 Akureyri
Sími: 464 9935
 
www.eything.is
 


Sigrún Guðmundsdóttir opnar sýningu í Flóru

arora 

 

Sigrún Guðmundsdóttir

Nætur(b)rölt

10. ágúst - 28. september 2013

Opnun laugardaginn 10. ágúst kl. 14

Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168


http://floraflora.is

https://www.facebook.com/flora.akureyri

https://www.facebook.com/events/1405164826365683


Laugardaginn 10. ágúst kl. 14 opnar Sigrún Guðmundsdóttir sýningu sem nefnist „Nætur(b)rölt” í Flóru í Hafnarstræti 90 á Akureyri. 

 

Á opnuninni mun Sigrún kynna bók sína sem ber sama titil, en hugtök verka hennar endurspeglast á ákveðinn hátt í sögunni.

Bókin samanstendur af örsögum og hugrenningum sem saman mynda eina smásögu. Við fylgjum sögupersónunni eftir yfir eina nótt á flakki á milli hugarheima og staða.


Sigrún Guðmundsdóttir býr og starfar í Hollandi. Hún lauk myndlistarnámi frá AKI í Enschede árið 2008 en var einnig í skiptinámi í School of the Museum of Fine Arts í Boston. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum í Hollandi og sýningin í Flóru er hennar sjöunda einkasýning. 


Upplýsingar um Sigrúnu og verk hennar má finna á heimasíðunni www.sigrungudmundsdottir.com 

 

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru mánudaga til föstudaga kl. 11-18 og laugardaga kl. 13-16 og stendur til laugardagsins 28. september 2013. 


Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.

sigrun1


Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri

gunnh-copy  sandra_vef 

 

VORSÝNING 2013 


Hin árlega Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri verður opnuð laugardaginn 18. maí í húsnæði skólans Kaupvangsstræti 16. Sýnd verða verk nemenda fornámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur í frjálsri myndlist og grafískri hönnun hafa verið að fást við á þessu skólaári. Auk þess verða á sýningunni verk eftir nemendur á barna- og unglinganámskeiðumá vorönn.


Alls stunduðu fimmtíu og átta nemendur nám í dagdeildum skólans og af þeim munu tuttugu og sex brautskrást frá skólanum að þessu sinni. 


Allir eru hjartanlega velkomnir í Myndlistaskólann á Akureyri sýningardagana. 

Opnunartími kl. 13 til 17 og lýkur sýningunni mánudaginn 20. maí. 


 

www.myndak.is

www.facebook.com/myndak


VORSÝNING 2013

Myndlistaskólinn á Akureyri.

Opin dagana 18. - 20. maí kl. 13 - 17

Sýningarstaður: Kaupvangsstræti 16 


Útskriftarnemendur Listnámsbrautar VMA sýna í Verksmiðjunni á Hjalteyri

vma_verksmidjan.jpg

Útskriftarnemendur Listnámsbrautar í Verkmenntaskóla Akureyrar bjóða þér á sýninguna „Loksins“ sem haldin verður í gömlu verksmiðjunni á Hjalteyri helgina 20. og 21. apríl næstkomandi.
Húsið verður opið frá klukkan 14.00-17.00 báða dagana.
Nemendurnir sem eru 21 talsins munu hver og einn sýna lokaverkin sín sem þeir hafa verið að vinna að síðan í byrjun skólaannar. Verkin eru mjög fjölbreytt og hvetjum við ykkur eindregið til að kíkja til okkar.
Frír aðgangur er á sýninguna og mun verða boðið uppá heitt kakó og bakkelsi.
Þar sem engin kynding er í húsinu ráðleggjum við öllum að koma vel klæddir til að geta notið sýningarinnar til fulls.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Útskriftanemar Listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri.

Eftirtaldir nemendur eru að sýna verkin sín :
Snædís Birna Jósepsdóttir
Jón Arnar Kristjánsson
Gunnar Jarl Gunnarsson
Guðmundur Ragnar Frímann Vignisson
Ragnheiður Vilma Ingvarsdóttir
Karen Erludóttir
Guðfinna Gunnur Hafþórsdóttir
Sara Daníelsdóttir
Elfur Sunna
Þórhallur Jóhannsson
Sigurður Heimir Guðjónsson
Lilja Huld Friðjónsdóttir
Íris Björk
Agla Guðbjörg
Heiðbjört Ýrr Guðmundsdóttir
Kristín Jónsdóttir
Sigríður Pálmadóttir
Aðalbjörg Gunnarsdóttir
Anna Karen Eyjólfsdóttir
Erna Hermannsdóttir
Helga Dagný Einarsdóttir

https://www.facebook.com/events/325763527526950


Ásdís Arnardóttir sellóleikari með fyrirlestur í VMA

fyrirlestur3.jpg
 
Velkomin á fyrirlestur á föstudaginn kl. 14:30 í stofu M01 í Verkmenntaskólanum á Akureyri. 

Ásdís Arnardóttir sellóleikari verður með fyrirlesturinn sem hún nefnir: Tækifæri í tónlist - Sýn á möguleika. Hún ásamt gítarleikaranum Matti Saarinen hefja leikinn á því að spila ólík tóndæmi en síðan mun Ásdís tala um starf sitt sem hljóðfæraleikari, tónlistarstofnanir og styrkjaumhverfi.

Þetta er þriðji fyrirlesturinn á þessari önn í röð fyrirlestra sem listnámsbraut VMA og Sjónlistamiðstöðin standa fyrir og hafa gert í fjölda ára. Hann er öllum opinn og ókeypis.

Hádegisheimsóknir myndlistarmanna í fyrirtæki á Akureyri

thekking.jpg

Í desember og í byrjun janúar hafa félagar í Myndlistarfélaginu farið í hádegisheimsóknir í fyrirtæki á Akureyri og kynnt félagið, Menningarráð Eyþings og eigin listsköpun. Þetta er liður í listfræðslu til almennings og kallast verkefnið "Myndlist milli mála, listfræðsla fyrir almenning" og hlaut verkefnið styrk frá Menningarráði Eyþings.
Sívaxandi eftirspurn hefur verið eftir menningaruppákomum og fræðslu sem þessari og því ánægjulegt fyrir félagsmenn Myndlistarfélagsins að fá tækifæri til að hitta starfsmenn á vinnustað með þessum hætti. Hver heimsókn tók u.þ.b.15-20 mínútur. Farið var í fyrirtæki og í stofnanir eins og á Skattstofuna, Mjólkursamsöluna, á fæðingardeild FSA, í tölvufyrirtækið Þekkingu og í Landsbankann. Þetta er tilraunarverkefni og ef vel tekst til væri jákvætt að geta þróað verkefnið og haldið því áfram.
Nemendum í skólum bæjarins var einnig boðið að koma í Sal Myndlistarfélagsins og skoða sýninguna "Aðventa" sem nemendur Myndlistaskólans sýndu þar. Vonandi geta þessi verkefni haldið áfram að vaxa og dafna og að fyrirtæki og stofnanir sjái sér hag í að auka þekkingu starfsmanna sinna um gildi menningar og lista, kynnast myndlistarmönnum og að starfsfólk fái tækifæri til að spyrja spurninga og ræða um myndlist á breiðum grunni við listamenn.

Gestavinnustofa Gilfélagins er laus í febrúarmánuði 2013 vegna forfalla

gilid

Vegna forfalla er gestavinnustofa Gilfélagins á Akureyri laus í febrúarmánuði 2013.


Húsnæði Gestavinnustofunnar er samtals um 60 m2 sem skiptist þannig:
eldhús, svefnherbergi, baðherbergi og u.þ.b. 30 m2 vinnuaðstaða.
Vinnustofan er búin nauðsynlegustu búsáhöldum, svo sem sængurfatnaði,
síma, þvottavél, þurrkara, útvarp, sjónvarpi og málaratrönum. 
Gjald fyrir dvöl í Gestavinnustofu er 30.000 krónur.
Áhugasamir hafi samband sem fyrst með tölvupósti til studio.akureyri@gmail.com
Þorbjörg Birgisdóttir og María Jónsdóttir. Supervisors of the studio for visiting artists in Akureyri www.artistsstudio.blogspot.com

 


Desembersýning Myndlistaskólans opnuð í Sal Myndlistarfélagsins

image_1182581.png

Desembersýning Myndlistaskólans í Sal Myndlistarfélagsins verður opnuð laugardaginn 1. desember kl. 13:00.

Á sýningunni verða 24 ný listaverk nemenda sérnámsdeilda skólans. Höfundar eru:
Anna Elionora Olsen Rosing, Anna Kristín Arnardóttir, Aron Freyr Heimisson, Ásmundur Jón Jónsson, Björgvin Björgvinsson, Eidís Anna Björnsdóttir, Elísabet Inga Ásgrímsdóttir, Eva Björg Óskarsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Harpa Stefánsdóttir, Hekla Björt Helgadóttir, Héðinn Ólafsson, Hrannar Atli Hauksson, Inga María Gunnarsdóttir, Ingibjörg Berglind Guðmundsdóttir, Ívar Freyr Kárason, James Earl Ero Cisneros Tamidles, Jóhann Andri Knappett, Jónína Björg Helgadóttir, Karolína Baldvinsdóttir, Kolbrún Vídalín, Linda Þuríður Helgadóttir, Linn Skaghammar, Margrét Kristín Karlsdóttir, María Rut Dýrfjörð, Óðinn Sigurðsson, Perla Sigurðardóttir, Sandra Kristín Jóhannesdóttir,  Sandra Rebekka Dudziak, Sigríður Björg Haraldsdóttir, Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, Sunna Björk Hreiðarsdóttir, Svala Hrönn Sveinsdóttir, Svanhildur Edda Kristjánsdóttir, Vaiva Straukaité og Viktor Helgi Hjartarson

Sýningin verður opin um helgar fram að jólum.


WATER/VATN dagskrá í Myndlistaskólanum á Akureyri með þátttöku fimm erlendra myndlistarskóla

n4_vatn.jpg

Í liðinni viku komu 10 kennarar og nemendur frá fimm erlendum myndlistarskólum og tóku þátt í sjö daga námskeiði ásamt nemendum og kennurum í Myndlistaskólanum á Akureyri þar sem umfjöllunarefnið var VATN. Skólarnir sem tóku þátt í þessu verkefni eru Aarhus Art Academy, Turku University of Applied Sciences/Arts Academy, Novia University of Applied Sciences, Fine Arts department, Tartu Art College, Estonia og Myndlistaskólinn á Akureyri.

Hilda Jana hjá N4 kom og tók viðtöl og myndir sem sjá má hér: http://www.n4.is/tube/file/view/2871


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband