Færsluflokkur: Menntun og skóli

Málþing um list í dagsins önn í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

althy_769_uhu_769_si


Alþýðuhúsið á Siglufirði
Laugardaginn 6. okt. 2012 kl. 14.00 - 17.00

Málþing um list í dagsins önn, eiga listir erindi við þig?
Málþingið er ætlað almenningi og öllu áhugafólki um listir.

Kl. 14.00   Örligur Kristfinnsson myndlistamaður / forstöðumaður Síldarminjasafnsins á Siglufirði.

Kl. 14.15 Guðmundur Oddur Magnússon prófessor við Listaháskóla Íslands.

Hver er galdur listarinnar?

Kl. 14.45 Kristín Þóra Kjartansdóttir félagsfræðingur / framkvæmdastjóri.

Sambúð með myndlist.

Kl. 15.00  Kaffihlé

Kl. 15.15  Þórarinn Hannesson Tónlistamaður / forstöðumaður Ljóðaseturs Íslands.

“Þorpið fer með þér alla leið“

kl. 15.30 Þórgnýr Dýrfjörð   heimspekingur / framkvæmdastjóri Akureyrarstofu.

Hver fann upp Björk?

kl. 15.45  Almennar umræður og fyrirspurnir.



Allar nánari upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 865-5091
Aðgangur ókeypis
www.freyjulundur.is

Eyþing, Fiskbúð Siglufjarðar, Sparisjóður Siglufjarðar, Fjallabyggð eru styrktaraðilar.


Baniprosonno með listasmiðjur fyrir börn

listasmidjur-2012.jpg

Baniprosonno (1932) teiknar, málar og gerir skúlptúra og „hluti“. Hann hefur haldið meira en 100 einkasýningar á verkum sínum víða um og heim, m.a. í Kalkútta, Nýju Delhi, Mumbai, Kathmandu, París, London, Berlín, Amsterdam, Oslo, Stokkhólmi og Reykjavík.

Meðal stofnana sem hafa boðið honum að sýna má nefna Commonwealth Institute, London - Kulturhuset, Stokkhólmi - Sonjahenie Art abo Centre, Noregi - Nordjyllands Kunst Museum, Álaborg, Danmörku - Kulturamt, Kiel - A.O.F.A., Kalkútta - Jahangir Art Gallery, Mumbai – Listamenn Gallerí, Reykjavik og Listasafn Árnesinga í Hveragerdi þar sem hann hélt nýlega stóra sýningu undir heitinu Ævintýraheimur Baniprosonno þar sem allt var gert úr pappír og ánafnaði hann listasafninu alla sýninguna.

Baniprosonno er einnig þekktur fyrir ævintýralega listasmiðjur sínar með börnum víða um heim. Hann hefur yndi af skapandi eldamennsku og hefur lagt drög að kokkabók með heitinu Að elda án kokkabókar. Hann skrifar líka ævintýri og bullrímur fyrir börn á öllum aldri og hafa nokkrar slíkar bækur verið gefnar út.

Baniprosonno býr ásamt eiginkonu sinni Putul í indversku borginni Shimla sem er í 2500 metra hæð í Himalaya fjöllunum.

Í ágúst sl. hélt Baniprosonno upp á áttræðisafmælið sitt á Íslandi sem er æskudraumalandið hans.


Myndir barna í Deiglunni

deiglan

Myndgerð barna hefur verið myndlistamönnum endalaus uppspretta tjáningar og gleði.  Allt frá því að miklir listamenn á borð við Miro og Picasso notfærðu sér þessa tæru og óbeisluðu tjáningu í verkum sínum.
 
Börn úr leikskólunum Naustaskóla og Kiðagili sýna verk sín í Deiglunni í Listagili. Sýningin er afar fjölbreytt. Sýndar eru sviðsmyndir tengdar árshátíðinni okkar sem helguð var afmæli Akureyrarbæjar, við verðum með myndverk sem unnin eru á margvíslega vegu bæði í myndmenntasmiðjum og úr þemavinnu og dansmyndbönd sem búin voru til í danssmiðjunum í vetur.

Laugardaginn 12. maí kl. 13:00

Sýningin stendur frá 12. maí til 10. júní í Deiglunni í Listagili og er að tilefni afmælis Akureyrarbæjar.

 


Bekkirnir í bænum opnar í Sal Myndlistarfélagsins

image-3.jpg


Myndlistaskólinn á Akureyri efnir til sýningar í sal Myndlistarfélagsins í Kaupvangsstræti 10, næstkomandi laugardag 5. mars 2012 kl. 14:00.  Sýndar verða tillögur sem nemendur í sérnámsdeildum skólans hafa unnið á síðustu vikum í áfanga undir handleiðslu Árna Árnasonar. Verkefnið fólst í því að laga og bæta umhverfi setbekkjanna í bænum.  Um er að ræða þrívítt verk og eða umgjörð um bekkina ásamt hugsanlegu nýju vali á staðsetningu þeirra. Verkefnið var unnið í samráði við Akureyrarbæ.

Sýningin verður opin milli klukkan 14:00-17:00 tvær helgar og lýkur 13. maí.


Point d´ébullition - Suðupunktur: Opnun sýningar útskriftarnema VMA

auglysing-lokaverkweb-1.jpg

Opnun sýningar útskriftarnema listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri
verður í Ketilhúsinu föstudagskvöldið 25. nóv. frá kl 20 - 22
Sýningin er aðeins opin þessa helgi, laugardag og sunnudag frá 14 - 17.
Á sýningunni eru fjölbreytt verk nemenda af hönnunar og textíl- og myndlistarkjörsviði.


Listasjóður Dungal auglýsir eftir umsóknum um styrki

Auglysing-i-A4-2011

Árið 1992 stofnaði Gunnar B. Dungal þáverandi eigandi Pennans hf. Listasjóð Pennans.

Sjóðurinn var stofnaður til minningar um foreldra hans, Margréti og Baldvin P. Dungal.

Sjóðnum er einkum ætlað að styrkja unga myndlistamenn sem eru að feta sín fyrstu skref á myndlistarbrautinni og einnig að eignast verk eftir þá.
Við sölu Pennans árið 2005 ákvað Gunnar að halda áfram starfsemi sjóðsins og var nafninu því breytt og heitir hann núna Listasjóður Dungal.

Safn verka fyrri styrkþega eru því í eigu Listasjóðs Dungal.

Umsóknarfrestur er til 3. desember 2011 og hér eru eyðublöð og nánari upplýsingar.


Þórarinn Blöndal með listamannsspjall og sýningarlok í Flóru

toti_bondal_1117576.jpg

Þórarinn Blöndal - listamannsspjall
fimmtudaginn 27. október klukkan 20
- í Flóru - Listagili á Akureyri


Sýningu Þórarins Blöndals myndlistamanns Guli skúr 8 lýkur laugardaginn 29. október, en tveim dögum áður eða fimmtudaginn 27. október verður boðið upp á spjall við listamanninn í Flóru. Sýning Þórarins þar hefur verið opin gestum og gangandi síðan á Akureyrarvöku í sumar og hefur fjöldi fólks komið að sjá og upplifa verkið. Þau sem ekki hafa enn komið geta nýtt þetta tækifæri sem listamannsspjallið er til að missa ekki af sýningunni. Um leið segir Þórarinn frá vinnu sinni, en viðmælandi hans verður Hlynur Hallsson myndlistamaður og listrænn ráðunautur í Flóru. Spjallið hefst klukkan 20.

Um verkið Guli skúr segir Þórarinn:
“Í geymslum má finna allt það sem maður leggur til hliðar og hugsar sér að nota síðar. Við flutning minn á vinnustofu minni fór ég í gegnum allt mitt dót og sorteraði. Setti allt í kassa og merkti og lagði af stað með mitt hafurtask. Í nýjum híbýlum mínum syðra fylgdi bílskúr og nefndi ég hann Gula skúr og þar er mín vinnustofa. Rýmið er sirka tíu sinnum rúmir þrír metrar. Gengið inn að austanverðu og einnig eru stórar dyr að norðan. Hillur eru allan vesturvegginn og gott vinnuborð við suðurvegg.

Fyrirferðarmiklir á gömlu vinnustofunni voru vísar að óljósum hugmyndum, grunur um lausnir en óklárað. Sumu snyrtilega raðað í kassa og sorterað en á stundum mikil óreiða. Nokkrar hugmyndir höfðu dagað uppi og gleymst en dúkkuðu nú upp og vöktu upp gamla maníu. En sumt átti aldrei að lifa nema í kössum og geymslum og ekki hugsað til annars brúks. Einkennilega mikið af dóti sem hafði safnast upp og er nú í Gula skúr. Þessar óljósu hugmyndir og vísar að verkum eru til sýnis í Flóru.

Þórarinn Blöndal er fæddur á Akureyri 25. október 1966. Hann stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og fór svo til Academiie van Beeldende Kunst í Rotterdam, Hollandi. Ásamt því að halda sýningar sjálfur hefur Þórarinn staðið fyrir ýmsum listviðburðum og tekið virkan þátt í menningarstarfi á Akureyri. Þá er hann einn af stofnfélögum Verksmiðjunnar á Hjalteyri og er í stjórn hennar. Þórarinn hefur komið að ýmsum verkefnum tengdum söfnum víða um land, bæði sem hönnuður og sýningastjóri. Undanfarna vetur hefur hann kennt myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri. Þórarinn er meðlimur í Dieter Roth Academy.

Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðarstaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Listrænn ráðunautur og kaffibarþjónn staðarins er Hlynur Hallsson myndlistamaður. Áhersla staðarins er á nýtingu, endurnýtingu, verkmenningu og sköpun. Sýningarrýmið í Flóru á sér merkilega forsögu því þar rak Snorri Ásmundsson International Gallery of Snorri Ásmundsson með góðum árangri í lok síðustu aldar.

Sjá meira um Flóru á
http://floraflora.is
http://www.facebook.com/flora.akureyri
Viðburður á Facebook

Heimasíða Þórarins


Miðlar og gjörningar: Myndlistarnámskeið

na_769_mskei_edited-1.jpg

Habbý Ósk með myndlistarnámskeið, skráning og upplýsingar: habbyosk@gmail.com


Akureyri - hvert stefnir? Málþing í AkureyrarAkademíunni

akureyrarakademian_1

Akureyri - quo vadis? eða Akureyri - hvert stefnir er yfirskrift málþings sem AkureyrarAkademían stendur fyrir laugardaginn 22. október frá 13:00 til 17:00 í Húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99 á Akureyri. Málþingið er öllum opið, aðgangur er ókeypis og vonast eftir líflegri umræðu. Fluttir verða sex fimmtán mínútna langir fyrirlestrar, boðið upp í hreyfimínútur þeirra á milli og ávaxta og grænmetishlé áður en farið er í almennar umræður. Dagskráin í heild sinni:

Akureyri - quo vadis? AKUREYRI - HVERT STEFNIR?

AkureyrarAkademíunni, laugardaginn 22. október kl. 13:00 - 17:00
Málþing öllum opið í Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti 99 á Akureyri, aðgangur ókeypis.

1.) Stutt erindi um menntun og menningu
13:00 Menntun á Akureyri í framtíðinni?
- Darri Arnarson, formaður Ungmennaráðs Akureyrar
13:15 Menning á Akureyri í framtíðinni?
- Lárus H. List, listamaður
13:30 Spurningar til fyrirlesara
13:40 10 hreyfimínútur í umsjón Grétu Kristínar Ómarsdóttur

2.) Stutt erindi um atvinnu og aldur
13:50 Atvinna á Akureyri í framtíðinni? Soffía Gísladóttir frá Vinnumálastofnun
14:05 Að eldast á Akureyri í framtíðinni? Friðný Sigurðardóttir frá Öldrunarheimilum Akureyrar
14:20 Spurningar til fyrirlesara
14:30 10 hreyfimínútur í umsjón Grétu Kristínar Ómarsdóttur

3.) Stutt erindi um heilbrigði og sjálfbærni
14:40 Heilbrigði á Akureyri í framtíðinni? Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur og heilsuþjálfari
14:55 Sjálfbærni á Akureyri í framtíðinni? Brynhildur Pétursdóttir frá Neytendasamtökunum
15:10 Spurningar til fyrirlesara

SKIPTIMARKAÐUR SKOÐANA
15.20 Ávaxta- og grænmetishlé (kaffibaunin fær að fljóta með)
15.40 Samtala þátttakenda og fyrirlesara í þremur umræðuhornum

Horn 1: Menntun og menning.
Umræðustjóri: Jón Hjaltason
Ritari: Guðmundur Árnason

Horn 2: Atvinna og aldur.
Umræðustjóri: Hjálmar Brynjólfsson
Ritari: Sigurður Bergsteinsson

Horn 3: Heilbrigði og sjálfbærni
Umræðustjóri: Valgerður Bjarnadóttir
Ritari: Sólveig Georgsdóttir

16:15 Samantekt - ritarar umræðuhornanna gera grein fyrir helstu skoðunum sem settar voru fram og draga upp útópíu? framtíðarinnar.

16:45 Dagskrárlok

Málþingsstjóri er Pétur Björgvin Þorsteinsson, formaður AkureyrarAkademíunnar.

Sýning listakvennanna Örnu Valsdóttur og Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur í gamla kennslueldhúsinu á miðhæðinni í Húsmæðraskólanum verður opin sama dag frá 12:00 til 18:00.

Verkefnið fékk styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.

Harpa Arnardóttir með fyrirlestur í Ketilhúsinu

ketilhus3

Hörpuleikarinn

Fyrirlestur í Ketilhúsinu í Listagili föstudaginn 14.10.2011 kl. 14.00
Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Harpa Arnardóttir, leikkona og leikstjóri, litast um í ljósaskiptunum, þar
sem mætast lífið og listin og innri veruleikinn reynir við þann ytri.

Harpa nam myndlist við MHÍ 1984-86 og útskrifaðist úr Leiklistarskóla
Íslands 1990.

Hún á fjölbreeyttan feril sem leikari, leikstjóri, tónlistarmaður, kennari
og fararstjóri og í dag stundar hún meistaranám í Ritlist við HÍ.

Hún hlaut Grímuna árið 2009 fyrir leik sinn í Steinar í Djúpinu, en auk þess
hefur hún verið tilnefnd 5 sinnum verið tilnefnd til Grímunnar sem besta
leikkona í aðalhlutverki.

Meðal fjölda verka sem Harpa hefur leikið í eru: And Björk of course (Borgarleikhúsið), Dauðasyndirnar (Borgarleikhúsið), Dimmalimm (Augnablik),
Skilaboðaskjóðan (Þjóðleikhúsið ) Dubbeldusch (Vesturport/ Leikfélag
Akureyrar) og Woyzek (Vesturport).

Hún gerði leikgerðir upp úr þrem verkum sem eru: Blíðfinnur (Borgarleikhúsið) Rómeo, Júlía og Amor (Borgarleikhúsið) og Tristan og Ísól
(Augnablik) og leikstýrði þeim einnig og leikstýrði verkunum: Náttúruóperan
eftir Andra Snæ (MH), Þrjár systur (Nemendaleikhúsið) og nú síðast
Súldarsker (Tjarnarbíó ).

Fyrirlesturinn er sá þriðji þetta haustið í fyrirlestraröð Listnámsbrautar
VMA, Listasafnsins á Akureyri og Menningarmiðstöðvarinnar í Grófargili.

Fyrirlestraröðin sem hefur verið starfrækt til fjölda ára er hluti af námi
nemenda á listnámsbraut VMA en er öllum opin.

Guðmundur Ármann Sigurjónsson myndlistarmaður og kennari við VMA og Þröstur
Ásmundsson heimspeki og sögukennari við VMA eiga upphaflegu hugmyndina sem
er að fólk úr ólíkum geirum menningarheimsins gefi innsýn í sinn heim.

Hlynur Hallsson myndlistarmaður hóf veturinn með fyrirlestri sem hann nefndi
" Sýningarstjórn og samfélagsrýni" og tónlistarmaðurinn Mugison var næstur
og nefndi fyrirlestur sinn " Hljóðbóndinn".


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband