Ásdís Arnardóttir sellóleikari með fyrirlestur í VMA

fyrirlestur3.jpg
 
Velkomin á fyrirlestur á föstudaginn kl. 14:30 í stofu M01 í Verkmenntaskólanum á Akureyri. 

Ásdís Arnardóttir sellóleikari verður með fyrirlesturinn sem hún nefnir: Tækifæri í tónlist - Sýn á möguleika. Hún ásamt gítarleikaranum Matti Saarinen hefja leikinn á því að spila ólík tóndæmi en síðan mun Ásdís tala um starf sitt sem hljóðfæraleikari, tónlistarstofnanir og styrkjaumhverfi.

Þetta er þriðji fyrirlesturinn á þessari önn í röð fyrirlestra sem listnámsbraut VMA og Sjónlistamiðstöðin standa fyrir og hafa gert í fjölda ára. Hann er öllum opinn og ókeypis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband