Hádegisheimsóknir myndlistarmanna í fyrirtæki á Akureyri

thekking.jpg

Í desember og í byrjun janúar hafa félagar í Myndlistarfélaginu farið í hádegisheimsóknir í fyrirtæki á Akureyri og kynnt félagið, Menningarráð Eyþings og eigin listsköpun. Þetta er liður í listfræðslu til almennings og kallast verkefnið "Myndlist milli mála, listfræðsla fyrir almenning" og hlaut verkefnið styrk frá Menningarráði Eyþings.
Sívaxandi eftirspurn hefur verið eftir menningaruppákomum og fræðslu sem þessari og því ánægjulegt fyrir félagsmenn Myndlistarfélagsins að fá tækifæri til að hitta starfsmenn á vinnustað með þessum hætti. Hver heimsókn tók u.þ.b.15-20 mínútur. Farið var í fyrirtæki og í stofnanir eins og á Skattstofuna, Mjólkursamsöluna, á fæðingardeild FSA, í tölvufyrirtækið Þekkingu og í Landsbankann. Þetta er tilraunarverkefni og ef vel tekst til væri jákvætt að geta þróað verkefnið og haldið því áfram.
Nemendum í skólum bæjarins var einnig boðið að koma í Sal Myndlistarfélagsins og skoða sýninguna "Aðventa" sem nemendur Myndlistaskólans sýndu þar. Vonandi geta þessi verkefni haldið áfram að vaxa og dafna og að fyrirtæki og stofnanir sjái sér hag í að auka þekkingu starfsmanna sinna um gildi menningar og lista, kynnast myndlistarmönnum og að starfsfólk fái tækifæri til að spyrja spurninga og ræða um myndlist á breiðum grunni við listamenn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband