Færsluflokkur: Vefurinn
24.7.2008 | 22:45
Alexander Steig opnar sýningu í galleríBOXi á Akureyri, laugardaginn 26. júlí 2008 klukkan 16
Alexander Steig
POLARIS
26.07. - 17.08. 2008
Laugardaginn 26. júlí 2008 klukkan 16:00 opnar Alexander Steig sýninguna POLARIS í galleríBOXi, Kaupvangstræti 10 á Akureyri.
Alexander Steig er fæddur 1968 Hannover, Þýskalandi en býr og starfar í München. Hann sýnir þrjú vídeóverk í galleríBOXi sem nú hefur verið stækkað til muna. Myndlistarfélagið hefur tekið við rekstri á galleríBOXi en sýningardagskrá sem búið að var að skipuleggja út árið 2008 verður fylgt eftir.
Nánari upplýsingar um Alexander Steig er að finna á http://www.alexandersteig.de
Meðfylgandi mynd er úr einu verkanna.
Nánari upplýsingar er einnig að finna á http://www.galleribox.blogspot.com
galleríBOX er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17.
Sýningin stendur til sunnudagsins 17. ágúst 2008.
--
galleríBOX
Kaupvangstræti 10
600 Akureyri
www.galleribox.blogspot.com
Jóna Hlíf sími: 6630545
Myndlistarfélagið
http://mynd.blog.is
Vefurinn | Breytt 25.7.2008 kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.7.2008 | 15:07
Anna Gunnarsdóttir sýnir Á skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN
Huldartýrur - Ljós úr þæfðri ull
Anna Gunnarsdóttir sýnir Á skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN
17. júlí til 5. ágúst 2008
Ný sýning var opnuð í Aðalstræti 10, þann 17. júlí.
Að þessu sinni er það bæjarlistamaður Akureyrar 2008 til 2009, Anna Gunnarsdóttir, sem sýnir Á skörinni og kallast sýningin Huldartýrur.
Anna mun sýna ljós úr þæfðri íslenskri ull. "Þessi ljós eru annars vegar álfahattar sem ég kalla svo og þetta eru líka snjóboltar og kuðungar. Ég set íslensku ullina í öðruvísi form og hlutverk."
Grunnurinn í ljósum Önnu er hvít ull sem hún hefur meðal annars skreytt með hinu sígilda lopapeysumynstri eða saumað út í með ýmsum litum.
Sýningin stendur til 5. ágúst og er opin sem hér segir:
Virka daga frá kl. 9.00 - 18.00 og fimmtudaga til kl. 22.00
Laugardaga og sunnudaga frá kl. 12.00 17.00.
HANDVERK OG HÖNNUN
Aðalstræti 10
101 Reykjavík
www.handverkoghonnun.is
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2008 | 23:07
Anna Mields opnar sýningu í DaLí Gallery laugardaginn 19. júlí kl. 17
Þýska listakonan Anna Mields opnar myndlistasýningu í DaLí Gallery laugardaginn 19. júlí kl. 17.
Anna Mields dvelst nú á gestavinnustofu Gilfélagsins og er þekkt fyrir að vinna útrfá hefðbundnu kyrralífi og fetisma.
Í DaLí Gallery fjallar hún um hina ímynduðu fertugu konu Sibille Scmidt frá A - Þýskalandi, tilfinningalíf hennar og sterialtypu síns tíma.
DaLí gallery er opið laugardaga og sunnudaga kl.14-17 meðan sýningar standa yfir.
Sýning Önnu Mields er til 31. júlí.
Anna Mields s.6908630
http://artistsstudio.blogspot.com
Anna Mields recent work deals with association themes of still life tradition and fetishism.
By using reproduced fruits the preserved image presents a moment between freshness and decay. Often presented or displayed on structures suggesting containment the casts functions as strange decoration or obtains a function as character.
Within the videos everyday food products occur alienated from its usual appearance and there specific movement is created through a performative act. Within those situations the former disregarded object gains meaning signifying different conditions of the human body.
Theme of the show at the Gallerie Dali in Akureyri is a fictive woman character called Sibille Schmidt. Sibille is a woman aged around 40 living in the former GDR (East Germany) in the late 1970s. She is a future imagination based on bygone facts: a personified emotion and stereotype.
The show consists of a set-up like an interior space creating in a subtle way the mental persona of Sibille Schmidt. Segments of interior and furniture are combined with banal objects. The objects take on a role in an absurd play by creating new associations all around the domestic space and oppressed feelings. The show window like situation will do its uncomfortable touch to those naked stripped bare attitudes of the intimate.
The installation refers to a foreign sensation that directly links the interior with the human body.
As leftovers of a happening the objects will be ghostly witnesses of what hade happened. Developed into autonomous objects and displayed in the gallery they create the mental portrait of Sibille Schmidt.
Kær kveðja
Dagrún og Lína í DaLí Gallery
8957173 / 8697872
Brekkugata 9, 600 Akureyri
dagrunm@snerpa.is
http://daligallery.blogspot.com
opið lau-sun kl.14-17 í sumar
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ljósmyndasýning Höddu, Guðrúnar H. Bjarnadóttur stendur yfir í Deiglunni á Akureyri og líkur 20. júlí.
Nafnið 2 x Mývatnssveit kom til af því að eitt sinn fékk ég í heimsókn vinkonu að sunnan og stakk ég upp á því að bjóða henni í Mývatnssveit í dásamlegu veðri. Nei, sagði hún, ég er búin að fara þangað. Hún þurfti sem sagt ekki að fara 2 x í Mývatnssveit. Mig dettur þetta alltaf í hug þegar ég fer enn eina ferðina enn í Mývatnssveit, því ég kemst aldrei 2 x í Mývatnsveit, því hún er aldrei eins.
http://laufashopurinn.akmus.is
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2008 | 16:23
Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar sýningu í 101 Gallery
101 Gallery
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
A Ð L Ö G U N
4. júlí - 15. ágúst 2008
Opnun sýningar föstudaginn 4. júlí kl 17.00 -19.00
___________________________________________________________
AÐLÖGUN
JÓNA HLÍF HALLDÓRSDÓTTIR
Jóna Hlíf Halldórsdóttir(1978) er fædd í Reykjavík en býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist með Diploma frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2005 og með Mastersgráðu í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2007.
Jóna Hlíf vinnur með ýmsa miðla, s.s. vídeó, skúlptúr, bókverk og ljósmyndir. Stór hluti verka hennar eru svo textaverk, sem eru oftar en ekki nokkuð djarfar yfirlýsingar, setningar sem lýsa tómhyggju og eru einskonar stuðandi lógó, orð sem stinga. Þessar setningar virðast auðmeltar við fyrstu sýn en leita svo á mann, etv. líkt og auglýsinga-lógó, sem hreiðra um sig í undirmeðvitund okkar.
Verk Jónu Hlífar eru persónuleg úrvinnsla hennar á upplifunum úr daglega lífinu, sem hún útfærir gjarnan í formi myndmáls sem tengist götulist. Verkin eru óræð og hafa yfir sér hráan blæ, sum unnin úr fjöldaframleiddum efnum, önnur handgerð af listamanninum. Það sem sameinar þau er tenging við mannslíkamann og sálina, sem talið er að hvíli þar í einhverju hólfi sem sést þó ekki á röntgenmynd. Sum verka Jónu Hlífar eru performans-tengd verk í formi vídeó eða ljósmynda, önnur eru textaverk sem vísa í viðbrögð og breytingar mannslíkamans og í enn öðrum verkum er áhorfandanum boðið að taka þátt í verkinu með því að ganga inn í strúktúra, sem kalla á upplifun á tengslum sálar og líkama; vekja hugsanlega upp spurningar um hvað okkur skortir, hvar í líkamanum við staðsetjum þann skort og hvaða aðferðum við beitum til að fylla upp í tómið.
Verk Jónu Hlífar Halldórsdóttur hafa verið sýnd nokkuð víða, að mestu á Akureyri, s.s. í Listasafnu á Akureyri (2007), Ketilhúsinu á Akureyri (2007), Kunstraum Wohnraum á Akureyri (2006) og en einnig á Kunstvlaai í Amsterdam (2006), í Tramway, Glasgow (2007, útskriftarsýning) og A Cabine do Amador í Lissabon. Framundan á þessu ári eru sýningar Jónu Hlífar í D-sal Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsi og í Listasal Mosfellsbæjar
Auk starfa sinna sem myndlistarmaður rekur Jóna Hlíf, ásamt öðrum, sýningarýmið Gallerí Box á Akureyri og stýrir sýningum á VeggVerki og í Gallerí Ráðhús á Akureyri, auk fleiri myndlistartengdra starfa.
Nánari upplýsingar um Jónu Hlíf Halldórsdóttur:
www.jonahlif.com
AÐLÖGUN
JÓNA HLÍF HALLDÓRSDÓTTIR
Jóna Hlíf Halldórsdóttir(1978) is born in Reykjavík. She lives and works in Akureyri, Iceland, where she earned her Diploma of Fine Art. She then graduated with a MFA-degree in Visual Arts from the Glasgow School of Art in 2007. Halldórsdóttir works with various mediums, such as video, sculpture, book-works and photographs. A large part of her body of works are textworks, many of which are daring statements, words depicting emptiness, vulgar sentences reminding of logos, words that hit you hard. Those texts might at first seem light-hearted but they start to haunt you, similarly to advertisement-logos, which occupy our subconsciousness. Halldórsdóttir´s works are mostly based on elements from everyday life; her personal ways of processing her surroundings, often finding ways through a visual language related to street-art. The works are enigmatic and have a rough ambiance about them. Some of the works are made of mass-produced materials, others are made by the artist´s own hands. What unites the works is the connection to matters of the body and of the soul, which is thought to reside in one of its compartments though undetected by x-rays. Some of Halldórsdóttir´s works are performance-based video works or photographs, others are textworks, which refer to responses and changes of the body, and yet others invite the viewer, to walk into structures, which incorporate questions about the relations between body and soul; perhaps raising questions about what we lack, where in the body we situate this absence and which methods we use to fill up this emptiness.
Halldórsdóttir´s works have been presented quite widely, mostly in Akureyri in art spaces such as The Akureyri Art Museum(2007), Ketilhúsið in Akureyri(2007) and Kunstraum/Wohnraum in Akureyri(2006). Her works have also been presented at Kunstvlaai in Amsterdam(2006), Tramway in Glasgow(2007, gratuation show) and A Cabine do Amador í Lissabon. Up-coming for Halldórsdóttir this year are her solo exhibitions at D-salur; Reykjavík Art Museum, Hafnarhús, and Listasalur Mosfellsbæjar.
In addition to her activity as an artist, Halldórsdóttir also runs exhibition space Gallerí Box in Akureyri, as well as organising exhibitions of public art space VeggVerk and at the Gallerí Ráðhús in Akureyri and other art-related activity.
Information about Jóna Hlíf Halldórsdóttir:
www.jonahlif.com
Vefurinn | Breytt 2.7.2008 kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2008 | 22:46
Arna Vals með blindflug í Eyjafjarðarsveit
Arna Vals - Blindflug í Eyjafjarðarsveit
Söngspuni við undirleik eyfirskrar náttúru
Flugtak: Gömlu brýrnar yfir Eyjafjörð - brú nr. 3
Brottfarartími: 03.07.08 kl. 23.25
Áætlaður lendingartími: 04.07.08 kl. 00.01. Verið velkomin.
Hljóðverkið Fuglatal / Birdtalk verður formlega opnuð þann 06.07.08 kl. 21.00 við Guðrúnarstaði í Eyjafjarðarsveit.
Þátttakendur: Buzby Birchall, Claudia Losi, Daniele Signaroldi, Frans P.V. Knudsen, George Hollanders, Hilma E. Bakken, Jacqueline Fitz Gibbon, Ragnheiður Ólafsdóttir og Tonny Hollanders.
Sérstakkir þakkir: Ólafur Kjartansson, ábúendur í Kálfagerði og Bílapartasalan Austurhlið.
This week is dedicated to sound...
Arna Vals will do an improvised voice perfomance accompanied by the nature in Eyjafjordur.
Place: at the old bridges over Eyjafjarðará on the south side of Akureyri airport - 3rd bridge.
Title: "Blindflug" which translates somewhat like "blind flight" or "night flight".
Take-off: 03.07.08 kl. 23.25
Estimated arrivel: 04.07.08 kl. 00.01. Everyone is welcome.
Soundinstallation Fuglatal / Birdtalk
will be officialy opened 06.07.08 at 21.00 hrs. at Guðrúnarstaði í Eyjafjarðarsveit. Just north from Kálfagerði wich is about 25km into the fjord from Akureyri on the east side of the river (got it!?).
Participants: Borge Bakken, Buzby Birchall, Claudia Losi, Daniele Signaroldi, Frans P.V. Knudsen, George Hollanders, Hilma E. Bakken, Jacqueline Fitz Gibbon, Ragnheiður Ólafsdóttir and Tonny Hollanders.
Special thanks to: Ólafur Kjartansson, ábúendur í Kálfagerði og Bílapartasalan Austurhlið.
Vefurinn | Breytt 1.7.2008 kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2008 | 09:31
Bridget Kennedy opnar á VeggVerki

VeggVerk
Strandgötu 17
600 Akureyri
Laugardaginn 5. júlí 2008 opnar Bridget Kennedy sýninguna L A N D L I N E (pantone coated) á VeggVerki. Sýninginn stendur til 24. ágúst 2008.
"I am going to make line of pantone codes. This line represents where the water meets the land of Akureyri."
Bridget Kennedy (b. 1970 Voorburg, Netherlands) is a compulsive organiser. She uses systemisation as a survival tactic, as a means of creating a little quietness amidst the clamour of modern life. For the majority of the past decade she has lived and worked on the outskirts of a small village in the North of England. Whilst seeking out wildness and wilderness through interaction with nature she succumbs to the ever present desire to tame and control. She sees herself as a librarian of the landscape, constantly cataloguing.
A fascination with maps brings together her two main interests: landscape and the translation of information. Looking is an activity that is under constant scrutiny in Kennedy's practice, with regard to cartography she is intrigued by the leap of imagination that a map-reader undergoes in order to understand a three dimensional environment when looking at a set of symbols on a piece of paper. She expects her viewers to work together with her on their relationship with her pieces, giving clues in titles such as "Trying to understand the creation of the universe with beads and wire" and "Every letter is a number, every number is a colour (creation myths one and two)".
The grid is a re occurring feature in her work; it is an obvious yet effective tool for organisation but also a framework through which much of the imagery we are exposed is projected. In a time when so much of our experience is built upon or sustained by images from television, magazines and family albums Kennedy explores the territory between the emotional and the technological by considering the process of translation that information (especially that of digital imagery) undergoes.
In recent studio based work she has been re-coding texts and images that relate to landscape then meticulously hand replicating this information to create complex drawings and sculptures. Cool and impersonal at first glance these works expose a very human fragility on closer inspection. Imperfections resulting from the hand-made, home-spun and irrational character of the romantic subtly compete with the rigid framework.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008 | 21:14
Facing China lýkur í Listasafninu á Akureyri
Föstudaginn 27. júní lýkur sýningunni Facing China ( Augliti til
auglitis við Kína ) í Listasafninu á Akureyri. Heiti
sýningarinnar endurspeglar meginstef hennar, manninn og andlitið,
sem sjá má í málverkum og skúlptúrum eftir níu kínverska
samtímalistamenn sem vakið hafa alþjóðlega athygli og sett hvert
sölumetið á fætur öðru í uppboðshúsum heimsins.
Listamennirnir sem verk eiga á sýningunni eru Chen Qing Qing, Fang
Lijun, Liu Ye, Tang Zhigang, Wei Dong, Yang Shaobin, Yue Minjun,
Zhang Xiaogang og Zhao Nengzhi.
Öll verkin á sýningunni koma úr fórum hollenska
listaverkasafnarans Fu Ruide. Hann hefur reynst Listasafninu á
Akureyri mikill haukur í horni við mótun og undirbúning
sýningarinnar og bætti við mörgum nýjum verkum í safn sitt til
að gera hana sem best úr garði. Af þessu tilefni hefur verið
gefin út glæsileg 270 síðna bók í hörðu bandi á ensku og
kínversku sem í rita, auk forstöðumanns Listasafnsins og eiganda
verkanna, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, hinn
þekkti bandaríski listfræðingur Robert C. Morgan og virtasti
gagnrýnandi kínverskrar myndlistar, Li Xianting, sem stundum er
kallaður guðfaðir samtímalistarinnar þar í landi. Þá hefur
Listasafnið gefið út dagblað sem hefur að geyma valda texta á
íslensku og myndir í áðurnefndri bók. Sýningin er sett upp í
tengslum við Listahátíð í Reykjavík, sem árið 2008 er að
miklu leyti helguð alþjóðlegri myndlist. Frá Akureyri ferðast
sýningin víða um lönd og verður hún meðal annars sett upp í
söfnum í Austurríki, Þýskalandi, Noregi, Finnlandi og
Svíþjóð. Skandinavíuför hennar lýkur árið 2010, en
þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt listasafn á frumkvæðið að
skipulagningu alþjóðlegrar farandsýningar af þessari
stærðargráðu. Sýningarstjóri er Hannes Sigurðsson
forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri.
Verkin úr safni Fu Ruide voru ekki einvörðungu valin vegna
verðleika sinna, heldur einnig til að þau væru í samræmi við
stef sýningarinnar, sem er manneskjan, fas hennar og fés, og þar af
sprettur heitið, Facing China . En þótt líta megi á sýninguna
harla bókstaflega í þessu tilliti, er heitið einnig margrætt með
ráðnum hug, jafnvel eilítið ógnvænlegt, þar eð það að
standa augliti til auglitis við eitthvað þýðir að takast
á við veruleikann.
Nánari upplýsingar sýninguna er að finna á vefsíðu
Listasafnsins: www.listasafn.akureyri.is. Einnig er hægt að hafa
samband við Hannes Sigurðsson í síma 899-3386 (netfang:
hannes@art.is). Aðalstyrktaraðili sýningarinnar er Samskip sem
veitti aðstoð við flutning á verkunum til landsins.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 20:52
Ingunn St. Svavarsdóttir Yst opnar sýningu í Bragganum
Fagurt og frítt
Á laugardaginn 28. júní verður fimmta Braggasýningin opnuð í Öxarfirði.
Umfjöllunarefnið er tilhugalíf, frjósemi, væntingar og vonir.
Yst sýnir 13 verk: teikningar á léreft og pappír, ásamt skúlptúr, innsetningu og atómljóði á ensku. Óskað er eftir þýðingu á ljóðinu yfir á íslenska tungu. Verðlaun fyrir bestu þýðinguna verða veitt í sýningarlok og eru þau teikning eftir Yst .
Aðgangseyrir er enginn og verkin ekki verðlögð.
Sýningin stendur til 13. Júlí og er opin alla daga frá kl 11 til kl 18.
Vefurinn | Breytt 25.6.2008 kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2008 | 13:49
Leiðsögn um sýninguna GREINASAFN og lautarferð
GREINASAFN : Sunndag 22.06.08 kl.15.00
Leiðsögn um sýninguna og lautarferð
Safnasafnið á Svalbarðsströnd og Listahátíð í Reykjavík
Anna Líndal / Bjarki Bragason / Hildigunnur Birgisdóttir
// // // Sunnudaginn 22. júní klukkan 15.00 verður leiðsögn um sýninguna Greinasafn, á Safnasafninu á Svalbarðsströnd. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2008, og er samstarf Önnu Líndal, Bjarka Bragasonar og Hildigunnar Birgisdóttur, sem munu sjá um leiðsögnina. Greinasafn vinnur með umhverfi Safnasafnsins og rannsakar m.a. söfnun og ferlið sem á sér stað innan hennar. Greinasafn byggir á rannsóknum á bæjarlæknum Valsá, sem streymir framhjá safninu, óveðri sem sleit upp gamalt tré í skógræktarreit, og því sem á sér stað þegar óreiðu er staflað upp í djúpum miðlunarlónum með stíflurof í huga.
// // Eftir leiðsögnina verður farið í lautarferð í mögnuðu þúfubarði sem stendur við hlið safnsins, drukkið prímuskaffi og snæddir ástarpungar úr Húnaflóa.
Allir velkomnir.
// http://listahatid.is/default.asp?page_id=7679&event_id=5420
// www.safnasafnid.is
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)