Færsluflokkur: Vefurinn
11.8.2008 | 12:57
Bók um Margréti Jónsdóttur leirlistakonu
Um miðjan janúar 2009 verður opnuð einkasýning í Listasafninu á Akureyri á
verkum Margrétar Jónsdóttur leirlistakonu. Hún hefur starfað óslitið að list
sinni frá árinu 1985 og haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda
samsýninga bæði á Íslandi og erlendis. Í tilefni opnunarinnar gefur
Listasafnið út bók um Margréti og list hennar. Í hana rita listfræðingarnir
Shauna Laurel Jones og Aðalsteinn Ingólfsson og Sigurður Örn Guðbjörnsson
mannfræðingur. Auk þess prýðir bókina fjöldi ljósmynda.
Þér/ykkur er hér með boðið að kaupa bókina í forsölu og fá þannig nafn
þitt/ykkar á Tabula Gratulatoria á titilsíðu bókarinnar. Verð bókarinnar er
4.500.- og greiða þarf andvirðið inn á reikning 1145-26-11421, kennitala
051061-5279 fyrir 15.september en þá fer bókin í prentun. Við greiðslu er
nauðsynlegt að fram komi nafn, kennitala og heimilisfang greiðanda. Hægt
verður að nálgast bókina á Listasafninu á meðan á sýningu stendur, en þeir
sem þess óska geta fengið bókina senda í pósti á kostnað kaupanda.
Nafn greiðanda mun birtast á Tabula Gratulatoria, en sé óskað eftir að
fleira en eitt nafn komi fram þarf að hafa samband við verkefnisstýru í
síma 4663365 eða 6632525 og á netfangið signyjons(hjá)internet.is sem mun gefa
allar frekari upplýsingar.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2008 | 13:16
Umsóknarfrestur Norræna menningarsjóðsins rennur út 1. september
Ég minni á að næsti umsóknarfrestur Norræna menningarsjóðsins rennur út 1. september.
Á heimasíðu skrifstofunnar hef ég uppfært "styrkjadagatalið". Þar kemur fram umsóknarfrestur norrænna styrkja til menningarstarfs.
Góðar kveðjur
María Jónsdóttir
Forstöðumaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar
Leder Nordisk informationkontor
Netfang/e-post: mariajons(hjá)akureyri.is
hjemmeside: www.akmennt.is/nu
Norræna upplýsingaskrifstofan/Nordisk informationkontor
Kaupvangsstræti 23
600 Akureyri
Island.
Sími: 462 7000 Fax: 462 7007
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2008 | 09:40
Lína sýnir það sem augað ekki greinir

Sigurlín M. Grétarsdóttir - Lína - opnar myndlistasýninguna "Það sem augað ekki greinir" föstudaginn 8. ágúst kl. 17-20 í DaLí Gallery á Akureyri.
Lína dregur fram fegurðina í því sem við sjáum í hversdagsleikanum en augað greinir ekki vegna smæðar sinnar og setur það fram í olíumálverkum sínum svo allir getið notið.
Lína útskrifaðist af fagurlistadeild Myndlistarskólans á Akureyri 2007. Þar á undan hafði hún stundað nám við Iðnskólann í Hafnarfirði í 3 ár á hönnunarbraut og útskrifaðist þaðan sem tækniteiknari.
Lína er annar eigenda DaLí Gallery á Akureyri ásamt listakonunni Dagrúnu Matthíasdóttur og er félagi í samsýningarhópnum Grálist.
Sýningin stendur til 24. ágúst
Lína s. 8697872 - 5554453
http://daligallery.blogspot.com
http://gralist.wordpress.com
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2008 | 22:10
Jóna Hlíf opnar sýninguna HOLE UP í Listasal Mosfellsbæjar
MYNDLISTAOPNUN
Listasalur Mosfellsbæjar
Kjarna, Þverholt 2
Laugardaginn 09.08.2008
klukkan 14:00
Jóna Hlíf opnar sýninguna H O L E UP
Hole Up v, to go into a hole; retire for the winter, as a hibernating animal.
Á laugardaginn 9. ágúst klukkan 14:00 opnar sýningin H O L E UP í Listasal Mosfellsbæjar. Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýnir þá samnefnda innsetningu sem er mynduð úr skúlptúr og hljóðverki.
H O L E UP er lokahnykkur á innsetningum þar sem ég hef verið að prófa mig áfram með ljós og efni til að kveikja hughrif í rýmum," segir Jóna Hlíf. Áður hef ég sýnt einkasýningu á Akureyri og tekið þátt í samsýningu í Portúgal þar sem ég nota rýmið í bland við ákveðna grunnþætti til að búa til nokkurs konar hella eða hreiður. Lokaniðurstaðan í ferlinu er ólík í hvert skipti, innsetningarnar verða aldrei eins í uppsetningunni, þótt spilað sé með sömu grunnþætti í hvert skipti ljós og efni. Fyrir vikið er hver hellir einstakur og þeir breytast eðlilega eftir sem ég venst efninu sem ég nota í uppsetningar. Einhver óræður kuldi er samt kjarninn í öllum hellunum, eins og líklega í flestum hellum, nema mínir hellar hafa líka við sig einhver notalegheit í bland við ónáttúruna. "
Titill sýningarinnar vísar að sögn Jónu til árstímans, nú þegar dagur er tekinn að styttast og nóttin að lengjast. Rökkrið er farið að sækja á," segir Jóna Hlíf og fyrir vikið tikkar Íslendingseðlið inn. Fólk fer að sækjast í að marka sér holur og hýði og sumir draga sig í hlé fram í apríl eða maí. Kannski er þetta hellalíf á veturna partur af útileguarfleifðinni, ég veit það ekki. Allavega er það ennþá ríkt í okkur að geta hjúfrað okkur upp að sjónvarpinu, sófanum og teppinu þegar veturinn er kaldastur og helblá snjóbirtan ætlar allt að kæfa."
Jóna Hlíf fæst við innsetningar, skúlptúra, vídeó, málverk og texta í listsköpun sinni. Hún útskrifaðist með MFA gráðu frá Glasgow 2007. Jóna starfar sem sýningarstjóri við Gallerí Ráðhús og VeggVerk á Akureyri. Hún var einn af umsjónarmönnum Gallerís BOX frá stofnun til 2008 og sá um Gestavinnustofuna á Akureyri veturinn 2007-2008. Framundan á árinu er sýning í D-sal Listasafns Íslands, Grasrótarsýning í Verksmiðjunni á Hjalteyri og á næsta ári tekur Jóna Hlíf þátt í samsýningu í Vancouver.
Sýningin stendur yfir til 6. September 2008.
Nánar upplýsingar um verk Jónu Hlífar er að finna á heimasíðunni; www.jonahlif.com
Allir velkomnir.
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
sími 6630545
Listasalur Mosfellsbæjar

Sími 566 6822
bokasafn@mos.is

Vefurinn | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2008 | 21:08
MÁLVERK Á FISKIDEGI
Guðbjörg Ringsted opnar málverkasýningu á Dalvík þann 7. ágúst kl. 17:00.
Sýningin er til húsa í Krækishúsinu við Hafnarbraut og mun standa til og með 10 ágúst, eða á meðan á fiskidögum stendur. Þetta er 14. einkasýning Guðbjargar en það eru um 20 ár síðan hún sýndi síðast á Dalvík. Málverkin eru öll frá árinu 2007 og 2008 og er yrkisefnið laufa- og blómamunstur sem hún hefur unnið með undanfarið. Má t.d. sjá baldýringamunstur liðast um myndflötinn.
Sýningin er opin frá kl. 14:00 til kl. 22:00 föstudag og laugardag en frá 14.00 til 18:00 á sunnudag.
Sjá fiskidagur.muna.is
Allir velkomnir !
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

klukkan 15:00.
Að því tilefni kemur út bókin Dúett sem er samstarfsverkefni Ólafar Bjarkar Bragadóttur og Sigurðar Ingólfssonar. Ólöf Björk Bragadóttir sýnir myndirnar sem eru í bókinni og Sigurður les upp ljóðin. Þetta er sonnettusveigur, sem samanstendur af fimmtán sonnettum, þar sem hver lokalína er upphafslína næstu sonnettu og síðan síðasta sonnettan búin til úr upphafs/lokalínum allra sonnettanna.
Sjá nánar í auglýsingin frá Listasumri:
http://www.listasumar.akureyri.is/Blogg/8486761B-F6E9-4366-8E2C-C72552CC19A4.html
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2008 | 11:14
Jónas Viðar með sumarsýningu
Sumarsýning
Laugardaginn 2 ágúst kl 15.00 opnar Jónas Viðar sumarsýningu á nýjum málverkum í Jónas Viðar Gallery í Listagilinu
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Jónas Viðar
sími: 8665021
Heimasíða: http://www.jvs.is
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2008 | 00:10
Joris Rademaker opnar sýningu í Grafíksafni Íslands

SKIPULAGT KAOS Í SVARTHVÍTU
Joris Rademaker opnar sýningu í Grafíksafni Íslands, Tryggvagötu 17 í Reykjavík, laugardaginn 2. ágúst kl. 14 og eru allir velkomnir.
Form og fundið efni einkenna verk Jorisar. Hvorttveggja á sér rætur í einhverju lífrænu, tengist mannslíkamanum eða öðrum náttúrulegum efnum.
Joris er líklegast eini listamaðurinn hér á landi sem vinnur málverk í svart hvítu en með þeim einföldu andstæðum nær hann einmitt svo vel að skapa átakamikil blæbrigði sem njóta sín hvað best í þessum (hálf)mennsku formum.
Svart hvít áferðin undirstrikar bæði tenginguna við óendanleikann og við prentverkið.
Joris er fæddur í Hollandi árið 1958. Útskrifaðist úr AKI myndlistarskólanum árið 1986 og hefur haldið fjölmargar einka- og samsýningar bæði hér á landi sem og í Hollandi. Hann hefur verið búsettur á Akureyri frá árinu 1991 og rekur þar Gallerí Plús ásamt Pálínu Guðmundsdóttir.
Nánari upplýsingar um Joris er að finna á http://www.joris.blog.is
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2008 | 17:33
Íbúð fyrir gestalistamenn í Hveragerði
Myndlistarmenn - Rithöfundar - Tónlistarmenn
Menningarmálanefnd Hveragerðisbæjar auglýsir eftir umsóknum um dvöl í húsinu Varmahlíð í Hveragerði. Íbúðarhúsið er búið öllum húsgögnum og tækjum og Hveragerðisbær mun greiða kostnað vegna rafmagns og hita. Gestalistamenn fá endurgjaldslaus afnot af húsinu. Engin vinnustofa fylgir húsnæðinu.
Óskað er eftir því að í skriflegum umsóknum, sem senda á til menningarmálanefndar Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði, komi fram æskilegt dvalartímabil og að hverju listamaðurinn hyggst vinna meðan á dvölinni stendur.
Úthlutun dvalartímabila mun fara fram í september og mun vera úthlutað frá október 2008.
Allar frekari upplýsingar svo og umsóknareyðublöð fást á skrifstofum Sambands íslenskra myndlistarmanna, Hafnarstræti 16, sími 551 1346, Rithöfundasambands Íslands, Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, sími 568 3190 og Félagi íslenskra Hljómlistamanna, Rauðagerði 27, sími 588-8255. Einnig er hægt að leita upplýsinga hjá menningar- og frístundafulltrúa Hveragerðisbæjar í síma 483 4000.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Hveragerðisbæjar www.hveragerdi.is
Umsóknarfrestur er til 1. september n.k.
Menningarmálanefnd Hveragerðisbæjar
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2008 | 15:14
Alexander Steig sýnir í Kunstraum Wohnraum á Akureyri
ALEXANDER STEIG
TV TRAINER
27.07. - 13.09.2008
Opnun sunnudaginn 27. júlí 2008, klukkan 11-13
Opið samkvæmt samkomulagi
KUNSTRAUM WOHNRAUM
Hlynur Hallsson Kristín Kjartansdóttir
Ásabyggð 2 IS-600 Akureyri +354 4623744
Sunnudaginn 27. júlí 2008 klukkan 11-13 opnar Alexander Steig sýninguna TV-trainer í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.
Verkið er byggt á gjörningi og myndbandsinnsetningu og hefur þegar verið sýnt í Musée d´Art Moderne et Contemporain de Strassbourg, Dartington Gallery í Totnes á Bretlandi og í MoNA í Poznan í Póllandi. Nánari upplýsingar um verk Alexanders Steig er að finna á http://www.alexandersteig.de
Meðfylgjandi mynd er úr verkinu.
Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Alexanders Steig stendur til 13. september 2008 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 4623744.
Kunstraum Wohnraum er að finna hér
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)