Færsluflokkur: Vefurinn
8.4.2009 | 15:47
Jónas Viðar opnar málverkasýningu í Jónas Viðar Gallery
Málverkasýning
fimmtudaginn 9. apríl kl 15.00 opnar Jónas Viðar málverkasýningu í
Jónas Viðar Gallery í listagilinu á Akureyri.....
Þér og þínum er boðið
______________________________________________
Jónas Viðar
sími: 8665021
Heimasíða: http://www.jvs.is
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2009 | 23:18
Sýningin "Einu sinni er" opnuð í Safnasafninu á Svalbarðsströnd
Verið velkomin á sýningu Handverks og hönnunar
"Einu sinni er"
sem opnuð verður í Safnasafninu á Svalbarðsströnd laugardaginn 4. apríl kl. 15.
Sýnendur eru:
Anna Guðmundsdóttir, Tinna Gunnarsdóttir, George Hollanders, Guðrún Á.
Steingrímsdóttir, Guðbjörg Káradóttir, Frosti Gnarr, Guðný Hafsteinsdóttir,
Karen Ósk Sigurðardóttir, Inga Rúnarsdóttir Bachmann, Stefán Svan
Aðalheiðarson, Lára Gunnarsdóttir, Sigríður Erla Guðmundsdóttir, Lára
Vilbergsdóttir, Fjölnir Björn Hlynsson, Ólöf Einarsdóttir, Sigrún Ólöf
Einarsdóttir, Páll Garðarsson, Margrét Jónsdóttir, Ragnheiður Ingunn
Ágústsdóttir, Birna Júlíusdóttir, Sigríður Ásta Árnadóttir, Kristín
Sigfríður Garðarsdóttir, Þorbergur Halldórsson og Ari Svavarsson.
Sýningin stendur til 13. apríl. Opið alla daga kl. 13 til 17. Aðgangur
ókeypis.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2009 | 20:13
Dagrún Matthíasdóttir og Sigurlín M. Grétarsdóttir (Lína) opna myndlistasýningu í Startart
Dalíurnar Dagrún Matthíasdóttir og Sigurlín M. Grétarsdóttir (Lína) opna
myndlistasýningu í Startart laugarvegi 12b í Reykjavík, laugardaginn 4.
apríl kl. 15.
Sýning Dagrúnar ber titilinn Matarlist, sem eru olíumálverk á striga og
mdf plötur:
,,Ég hef yndi af því að elda og er alltaf mál að mála. Að vinna með mat í
myndlist hefur verið mér hugleikið undanfarið og er ég hér að mála þann
mat sem hefur dúkkað upp á borð hjá mér. Í raun er tíðarandinn svolítið
back to the basic eða sá að hefðbundinn íslenskur matur er mun oftar í
matinn og ratar þess vegna í málverkin mín".
Sýning Sigurlínar - Línu ber titilinn Tilbrigði. Lína notar blandaða tækni
í verkunum, aðferð sem hún hefur verið að þróa í rúm 2 ár. Í verkunum á
sýningunni í Startart notar hún acryl, lakk, pappír, hrosshár og fleira.
Þær stöllur ganga oft undir nafninu Dalíurnar sem kemur til vegna þess að
saman stofnuðu þær og reka DaLí Gallery á Akureyri. Dagrún og Lína eru
útskrifaðar frá Myndlistaskólanum á Akureyri og í dag eru báðar í námi við
Háskólann á Akureyri í kennslufræðum til kennsluréttinda. Einnig er Dagrún
í Nútímafræði við sama skóla.
Sýningarnar í Startart eru til 9. maí og allir velkomnir. http://startart.is
DaLíurnar - Dagrún og Lína eru í samsýningarhópnum Grálist og félagar í
Myndlistafélaginu.
www.gralist.wordpress.com
www.dagrunmatt.blogspot.com
Dagrún s. 8957173
Lína s.8697872
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2009 | 09:24
Anna Gunnarsdóttir sýnir á Bókasafni Háskólans á Akureyri
Anna Gunnarsdóttir opnar sýninguna MIKADO á Bókasafni Háskólans á Akureyri,
laugardaginn 21. mars kl: 13:00. Sýningin stendur til 4. maí 2009.
Anna Gunnarsdóttir lærði textílhönnun á Íslandi og Danmörk auk þess að hafa
sótt fjölda námskeiða um textíl. Hún hefur síðari ár aðallega fengist við
vinnslu á þæfðri ull og textíl.
Hún blandar saman nytjavöru, myndlist og fatahönnun með þessum miðlum.
Verkin á sýningunni eru unnin út frá japanska spilinu mikado þar sem
leikmenn spila með prik. Öll verkin á sýningunni tengjast á einn eða annan
hátt við textíl. Þetta eru pappahólkar sem lokið hafa hlutverki sínu sem
vafningshólkar fyrir textílefnin og fá nýtt hlutverk í leik sem listaverk á
vegg. Þetta er leikur listamannsins með mikado.
Anna er annar eigandi gallerísins Svartfugls og Hvítspóa í miðbæ Akureyrar.
Hún hefur að baki fjölda sýninga víðs vegar um heim og hefur hlotið verðlaun
og viðurkenningar fyrir verk sín. Anna var valin bæjarlistamaður Akureyrar
árið 2008.
Bókasafn Háskólans á Akureyri er opið alla virka daga frá 8-18 og 12-15 á
laugardögum.
Allir eru velkomnir
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2009 | 22:48
Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Dögg Stefánsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýna í GalleríBOXi
Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Dögg Stefánsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir
stofnuðu BOXið 16. mars 2005. Nú er tími til þess að kveðja og þær vilja
bjóða öllum sem hafa komið og átt gleðilegar stundir í BOXinu að gleðjast með
þeim og sjá brot af list þeirra.
Opnaði sýning í galleríBOXi nú sal Myndlistarfélagsins í tilefni þessa laugardaginn 14. mars kl. og stendur til sunnudagsins 29. mars.
Dögg Stefánsdóttir(1978) býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist með Diploma frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2006. Dögg sýnir málverkið STREYMI.
Hanna Hlíf Bjarnadóttir er fædd í Reykjavík 1. nóvember 1965, fór 17 ára til London og lærði þar snyrtifræði, var við nám í Húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og lauk síðan diploma hjá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2006. Sýnir hún verkið FYRIR/EFTIR sem eru útsaumuð textaverk og notar þar gamalt handverk með nýjum tón.
Jóna Hlíf Halldórsdóttir(1978) er fædd í Reykjavík en býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist með Diploma frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2005 og með Mastersgráðu í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2007.
Á sýningunni mun Jóna Hlíf vera með bókverkið HÉR og veggspjaldið THINK DIFFERENT til sölu.
Einnig mun Jóna sýna innsetningu sem er á tilraunastigi og málverk.
GalleríBOX er opið laugardaga og sunnudaga milli kl. 14:00 til 17:00.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2009 | 14:02
Sýningaropnun í GalleríBOXi á laugardag
Laugardaginn 14. mars kl. 16 munu stofnendur galleríBOX opna sýningu sína.
Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Dögg Stefánsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir stofnuðu hið upphaflega galleríBOX 16. mars 2005, sem í dag er salur Myndlistarfélagsins.
Nú er tími til þess að kveðja og við viljum bjóða öllum sem hafa komið og átt gleðilegar stundir í BOXinu að gleðjast með okkur og sjá brot af list þeirra. Sýningin stendur til sunnudagsins 5. apríl 2009
galleríBOX
Kaupvangsstræti 10
600 Akureyri
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
07.02.09 - 08.03.09
GalleríBOX // Kaupvangsstræti 10 // IS 600 Akureyri // galleribox.blogspot.com
Sunnudaginn 8. Mars lýkur sýningunni Kappar og ofurhetjur í GalleríBOXi í Listagilinu á Akureyri. Þetta er fyrsta sýningin sem Myndlistarfélagið skipuleggur í GalleríBOXi sem nú er í umsjá félagsins eftir nokkrar endurbætur og stækkun. Tilgangur með félagasýningu að þessu sinni liggur fyrst og fremst í því að vera nokkurs konar mót, þar sem hverjum og einum listamanni gefst tækifæri til þess að koma á framfæri sýnishorni úr sinni smiðju og gefur gestum einnig fjölbreytt sýnishorn af því sem myndlistarmenn eru að fást við. Sýningin er opinn alla laugardaga og sunnudaga milli kl. 14:00 og 17:00.
Eftirtaldir listamenn eiga verk á sýningunni:
Aðalbjörg Kristjánsdóttir
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
AMÍ
Anna Gunnarsdóttir
Arna Valsdóttir
Arnar Ómarsson
Arnþrúður Dagsdóttir
Björg Eiríksdóttir
Bryndís Kondrup
Dagrún Matthíasdóttir
Erika Lind Isaksen
Eiríkur Arnar Magnússon
Guðbjörg Ringsted
Guðmundur Ármann
Guðný Kristmannsdóttir
Guðný Marinósdóttir
Guðrún Hadda Bjarnadóttir
Guðrún Lóa
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Guðrún Vaka
Gústav Geir Bollason
Hallgrímur Ingólfsson
Hallmundur Kristinsson
Hanna Hlíf Bjarnadóttir
Helga Sigríður Valdemarsdóttir
Helgi Vilberg
Hertha Richard Úlfarsdóttir
Hjördís Frímann
Hlynur Hallsson
Hólmfríður Bjartmarsdóttir
Hrefna Harðardóttir
Iðunn Ágústsdóttir
Ingunn St. Svavarsdóttir, YST
Jón Laxdal
Jóna Bergdal Jakobsdóttir
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Jónas Viðar
Joris Rademaker
Kjartan Sigtryggsson
Kristján Pétur Sigurðsson
Oddný E. Magnúsdóttir
Ólafur Sveinsson
Ragnheiður Þórsdóttir
Rannveig Helgadóttir
Rósa Kristín Júlíusdóttir
Samúel Jóhannsson
Sigríður Ágústsdóttir
Sigurlín M. Grétarsdóttir
Stefán Boulter
Sveinbjörg Ásgeirsdóttir
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir
Tinna Ingvarsdóttir
Þorsteinn Gíslason, Steini
Þórarinn Blöndal
Myndlistarfélagið var stofnað á Akureyri í janúar 2008 og eru félagar um 80. Myndlistarfélagið er aðili að Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM).
Á síðu Myndlistarfélagsins http://mynd.blog.is má sjá yfirlit yfir viðburði og þar eru tenglar á ýmislegt sem við kemur menningu og myndlist.
Á síðu Gallerísins http://galleribox.blogspot.com má sjá myndir frá sýningunni og heilmiklar upplýsingar um GalleríBOX.
Akureyrarstofa og Ásprent eru stuðningsaðilar Myndlistarfélagsins
Nánar upplýsingar veita Þórarinn Blöndal í síma 8996768 og Tinna Ingvarsdóttir í síma 6912705.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 00:04
Síðustu forvöð að sjá sýningu Hönnu Hlífar í Kunstraum Wohnraum
Sunnudaginn 1. mars 2009 lýkur sýningu Hönnu Hlífar Bjarnadóttur Heima er best í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.
Hanna Hlíf gerði verkið sérstaklega fyrir þessa sýningu og í texta um það segir:
Ísland var í efsta sæti ásamt Noregi árið 2007 í lífskjaravísitölu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna en stofnunin birtir árlega lista þar sem lagt er mat á lífsgæði í 177 ríkjum, svo sem ævilíkur, menntunarstig og verga landsframleiðslu á mann.
Sama ár voru 8410 tilkynningar um vanrækslu á börnun til barnaverndunarstofu.
Hanna Hlíf Bjarnadóttir er fædd í Reykjavík 1. nóvember 1965, fór 17 ára til London og lærði þar snyrtifræði, fór síðan í Húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík en söðlaði síðan um stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan árið 2006. Hún hefur haldið nokkrar sýningar eftir útskrift og staðið að ýmsum menningarviðburðum á Akureyri. Stofnaði hún til að mynda galleríBOX árið 2005 ásamt öðrum og rak það til 2007, en það er staðsett í Kaupvangstræti 10 á Akureyri.
Nánari upplýsingar veitir Hanna Hlíf í hannahlif(hjá)simnet.is og í síma 864 0046
Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýningin er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462 3744.
Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna hér.
HANNA HLÍF BJARNADÓTTIR
HEIMA ER BEST
11.01. - 01.03.2009
Opið samkvæmt samkomulagi
KUNSTRAUM WOHNRAUM
Hlynur Hallsson Kristín Kjartansdóttir
Ásabyggð 2 IS-600 Akureyri +354 4623744
hlynur(hjá)gmx.net www.hallsson.deVefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2009 | 08:44
Akane Kimbara sýnir í gestavinnustofu Gilfélagsins
Akane Kimbara er fædd og uppalin í Japan, en býr og starfar í Þýskalandi. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hennar www.akanekimbara.net.
Léttar veitingar verða í boði.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 22:15
Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýnir í Vordingborg
I was invited by Gitte Nielsen to revive a building in Vordingborg for one week. It was a mental institution before, but now all that's left are the walls and memories. In this installation I am utilizing the building's history. Positive thinking and fresh ideas are the main features of this installation.
I would like to invite you to my opening on 1. March 2009 at 16.00-18:00 Our joyful reception includes food and drink.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)