Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Dögg Stefánsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýna í GalleríBOXi

jona_og_stelpurnar.jpg

Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Dögg Stefánsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir
stofnuðu BOXið 16. mars 2005. Nú er tími til þess að kveðja og þær vilja
bjóða öllum sem hafa komið og átt gleðilegar stundir í BOXinu að gleðjast með
þeim og sjá brot af list þeirra.

Opnaði sýning í galleríBOXi nú sal Myndlistarfélagsins í tilefni þessa laugardaginn 14. mars kl. og  stendur til sunnudagsins 29. mars.

Dögg Stefánsdóttir(1978) býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist með Diploma frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2006.  Dögg sýnir málverkið  STREYMI.

Hanna Hlíf Bjarnadóttir er fædd í Reykjavík 1. nóvember 1965,  fór 17 ára til London og lærði þar snyrtifræði, var við nám í Húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og lauk síðan diploma  hjá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2006.  Sýnir hún verkið FYRIR/EFTIR sem eru útsaumuð textaverk og notar þar gamalt handverk með nýjum tón.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir(1978) er fædd í Reykjavík en býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist með Diploma frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2005 og með Mastersgráðu í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2007.
Á sýningunni mun Jóna Hlíf vera með bókverkið HÉR og veggspjaldið THINK DIFFERENT til sölu.
Einnig mun Jóna sýna innsetningu sem er á tilraunastigi og málverk.

GalleríBOX er opið laugardaga og sunnudaga milli kl. 14:00 til 17:00.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband