Færsluflokkur: Vefurinn

Myndlistarsýningin Freyjumyndir opnar á sumarsólstöðum

Sunnudaginn 21. júní á sumarsólstöðum opnar myndlistarsýningin Freyjumyndir víðsvegar um Akureyri. 27 listamenn á Eyjafjarðarsvæðinu vinna verk til heiðurs hinni fornu norrænu gyðju Freyju. Sýningin stendur til 22. september, haustjafndægurs. Frekari upplýsingar um sýninguna, þátttakendur og staðsetningu listaverkanna má sjá á síðunni freyjumyndir.blog.is


Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýnir PORTRETT í Populus Tremula

GUÐRÚN PÁLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR
Portrett
MYNDLISTARSÝNING

Laugardaginn 20. júní kl. 14:00 opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir myndlistarsýninguna PORTRETT í Populus Tremula.

Verkin á sýningunni vinnur Guðrún Pálína út frá fjórum einstaklingum sem allir eiga sama afmælisdag og rýnir m.a. í stjörnukort þeirra.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 21. júní kl. 14:00 - 17:00 | Aðeins þessi eina helgi

PORTRETT GUÐRÚNAR PÁLÍNU ER SÍÐASTA MYNDLISTARSÝNING STARFSÁRSINS.


Listasumar hefst í dag

forsida.jpg

Setning Listasumars í Ketilhúsinu, föstudaginn 19. júní kl. 17. Hermann Jón
Tómasson bæjarstjóri setur Listasumar. Sendiherra Noregs Margit Fredrikke
Tveiten opnar sýningu á verkum norsk/íslenska málarans Kaare Espolin Johnson
og sýningu Héraðsskjalasafnsins á íslenskum ættartengslum Espolin.
Í Deiglunni kl. 18 opnar japanska listakonan Miyuki Tsushima sýningu á
innsetningu og teikningum. Samtímis opnar á Ráðhústorgi, ljósmyndasýning
Hermanns Arasonar, Gamla Akureyri frá sjöunda áratugnum í samvinnu við
Minjasafnið á Akureyri.

Föstudaginn 19. júní kl. 17:00. Festaklettur-listhús: Opnun á sýningu Óla G.
Jóhannssonar ,,Chessboard of my life".
Föstudaginn 19. júní kl. 18:00. Opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýninguna
Portrett í Populus Tremula.
Föstudaginn 19. júní kl. 19:19. Svalbarðsströnd, Haughúsið: Listsalurinn
Haughúsið formlega vígður með opnun á sýningu Guðrúnar Steingrímsdóttur
,,Margt býr í kýrhausnum".
Grímsey 19.-20. júní: Sólstöðuhátíð: Tónleikar, hagyrðingar, bjargsig og
siglingar.

Laugardaginn 20. júní kl. 13, verður sigling með Húna II á opnun á völdum
verkum Espolin Johnson í Hákarlasafninu í Hrísey. Á leiðinni mun Gisle
Espolin Johnson kynna verk föður síns, hraustlegir sjómenn  segja sögur,
harmonikkuleikur, söngur, kaffi og með því. Sigling með Húna II til baka frá
Hrísey kl. 17.
Á leiðinni verður sagt frá ýmsu fróðlegu sem fyrir augu ber í Eyjafirðinum
og í boði verður fiskisúpa og öl að hætti heimamanna. Skráning í ferðina hjá
mariajons@akureyri.is

Hin árlega flughelgi verður haldin á Akureyrarflugvelli við Flugsafn Íslands
20. - 21. júní. Fjölbreytt dagskrá. Sjá nánar á www.flugsafn.is
Laugardaginn 20. júní kl. 21:00. Hjalteyri, Verksmiðjan: Ljóðadagskrá og rokk í
umsjón Einars Más Guðmundssonar.
 Laugardaginn 20. júní kl 15:00 Leikminjasafnið í Laxdalshúsi: Opnun á
sýningu Hallmundar Kristinssonar leikmyndahöfundar og myndlistarmanns.

Sunnudagur 21. júní. "Freyjumyndir". Opnun á myndverkum til heiðurs hinni
fornu gyðju Freyju. Samsýning eyfirskra listamanna á ýmsum stöðum á Akureyri
og nágrenni. Nánari upplýsingar á www.freyjumyndir.blog.is

Sunnudagur 21. júní. Bárðardalur, Kiðagil: Opnun á sýningunum Útilegumenn í
Ódáðahrauni, Ullarverk Friðrikku Sigurgeirsdóttur og ljósmyndasýningunni
Bílferð yfir Sprengisand.
Sunnudagur 21. júní. Ásbyrgi, Gljúfrastofa kl. 23:00: Sumarsólstöðuganga.
Sunnudagur 21. júní. Þistilfjörður: Rauðanesdagurinn: Fjölbreytt
menningardagskrá.

Sjá nánar á www.listagil.akureyri.is


Safnamörk, samsýning við Safnasafnið

safnamork_frettatilkynning.jpg

Laugardaginn 13. júní kl. 14:00 verður opnuð sýningin Safnamörk í Reinum norðan við Safnasafnið á Svalbarðsströnd. Huginn Þór Arason, Karlotta Blöndal og Unnar Örn J. Auðarson sýna þar verk unnin sérstaklega með garð Safnasafnsins í huga.

SAFNAMÖRK
samsýning í Reitnum norðan við Safnasafnið á Svalbarðsströnd
Huginn Þór Arason, Karlotta Blöndal & Unnar Örn
Daganna 13/6 -7/9 2009
Laugardaginn 13.júní kl.14.00 opnar í Reitnum norðan við Safnasafnið á Svalbarðsströnd sýningin Safnamörk. Þar munu myndlistarmennirnir Huginn Þór Arason, Karlotta Blöndal & Unnar Örn sýna verk unnin sérstaklega með garð Safnasafnsins í huga. Á sýningunni vinna listamennirnir útfrá staðsetningu Safnasafnsins og endimörkum þess bæði landfræðilega sem og hugmyndafræðilega. Verk listamannanna koma frá ólíkum rótum, alþjóðlegum helgisiðum og venjum tengdum sumarsólstöðum, munnmælasögum um uppruna skóga í Eyjafirði, takmörk upplifunar í manngerðri náttúru og merkingu einkennisklæðnaðar.

Kristín Kjartansdóttir sagnfræðingur og garðyrkjukona segir í texta sem fylgir sýningunni:
“Íslendingar sem í aldaraðir bjuggu allflestir hreinlega hálf grafnir í jörðu samsvöruðu sig vel við krafta náttúrunnar og upplifðu sig sem hluta af henni. Náttúran var eins og hýbýli landans órjúfanleg heild af manneskjunni sjálfri, ekki eitthvert fyrirbæri sem horft var á úr fjarska eða fólk réð yfir. Ólíkt því sem nú er þá fannst fólki það ekki þurfa að stjórna náttúrunni, heldur að læra umgangast hana. Þegar við gengum út úr moldarkofunum í byrjun 20. aldar, var náttúran skilin eftir, en svo snérum við okkur að því að beisla krafta hennar og stjórna eins og mögulegt er á meðan við ræktuðum tengslin við hana í yndislegum lautarferðum og landslagsmálverkum.”

Sýningin Safnamörk er hluti af viðamikilli og fjölbreyttri sýningardagskrá Safnasafnsins þetta sumarið. Safnasafnið er opið í sumar alla daga vikunnar frá 10.00 til 18.00.

Nánari upplýsingar veitir Níels Hafstein safnstjóri í síma 4614066 og eins er hægt að hafa samband beint við listamennina. Huginn - 692 9817 / Karlotta - 846 5042 / Unnar - 699 5621


Aðalfundur Gilfélagsins þann 16. júní

gilfelagid.jpg


Gilfélagið kynnir:

Aðalfundur Gilfélagsins verður haldinn þann 16. júní klukkan 17:00 í Deiglunni.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Kosning nýrrar stjórnar.

Breytingatillögur á lögum félagsins þurfa að hafa borist félaginu 10 dögum fyrir aðalfund.

Eftir fundinn verður boðið upp á léttar veitingar.

Sjáumst í Deiglunni 16. júní klukkan fimm!

Stjórn Gilfélagsins

Heimasíða: www.listagil.is
Tölvupóstf. : gilfelag@listagil.is


Sigrún Guðjónsdóttir - Rúna opnar myndlistasýningu í DaLí Gallery laugardaginn 16. maí kl. 14-17

flisamyndlitil.jpg

Rúna á langan listferil að baki og hefur starfað í listum allt frá 1950 til dagsins í dag. Rúna hefur sýnt víða bæði í samsýningum og einkasýningum og er einn af frumkvöðlum íslenskar leirlistar ásamt manni sínum Gesti Þorgrímssyni (1920-2003), og er heiðursfélagi Leirlistafélagsins. Árið 2005 hlaut hún titilinn heiðurslistamaður Hafnarfjarðar.Meðal starfa á sviði myndlistar var Rúna fyrsti formaður SÍM, Sambands íslenskra myndlistamanna, og sinnti formennsku FÍM, Félagi íslenskra myndlistamanna. Auk þess sat hún í stjórn Norræna myndlistafélagsins og Norrænu listamiðstöðvarinnar á Sveaborg í Finnlandi. Rúna sýnir nýleg verk í DaLí Gallery. Hún sýnir meðal annarra myndverka flísamálverk sem hún er þekkt fyrir og þjóðhátíðarplattarnir verða með í för.

Sýning Rúnu - Sigrúnar Guðjónsdóttur er til 6. júní og eru allir velkomnir.

DaLí Gallery
Brekkugata 9, 600 Akureyri
http://daligallery.blogspot.com
opið lau-sun kl.14-17

VORSÝNING MYNDLISTASKÓLANS Á AKUREYRI 2009

 image image-1 MyndAk_fornam09

 

Þrítugasta og fimmta starfsári Myndlistaskólans á Akureyri lýkur með veglegri sýningu á verkum nemenda í húsnæði skólans. Sýnd verða verk nemenda fornámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur hafa verið að fást við í myndlist og hönnun á þessu skólaári. 

 

Fimmtíu og fjórir nemendur stunduðu nám í dagdeildum skólans og af þeim munu þrjátíu og tveir brautskrást frá skólanum að þessu sinni - átta grafískir hönnuðir og níu myndlistarmenn eftir þriggja ára sérhæft nám. Sextán ljúka alhliða undirbúningsnámi í fornámsdeild.

 

Einnig verða sýnd verk eftir nemendur sem voru á barna- og unglinganámskeiðum á vorönn. Allir eru hjartanlega velkomnir í Myndlistaskólann á Akureyri um helgina. Sýningin verður opin kl. 14:00 til 18:00 laugardag og sunnudag. 

 

Heimasíða skólans: www.myndak.is

 

 

 

 

VORSÝNING 2009

Myndlistaskólinn á Akureyri.

Opin helgina 9. - 10. maí kl. 14:00 - 18:00

Sýningarstaður: Kaupvangsstræti 16 



Aðalfundur Myndlistarfélagsins

 galleribox_843865.jpg

AÐALFUNDUR MYNDLISTARFÉLAGSINS
 
verður haldinn í GalleríBOXi fimmtudaginn 21. maí 2009, kl. 20:00

Dagskrá aðalfundar:

1.  Skýrsla stjórnar.
2.  Reikningar.
3.  Stjórnarkosning.
4.  Kosning félagslegs skoðunarmanns og endurskoðanda til eins árs.
5.  Lagabreytingar.
6.  Ákvörðun félagsgjalda.
7.  Önnur mál.


Opnar vinnustofur á Degi myndlistar

001

Dagur myndlistar 2. maí

Dagur myndlistar er árviss viðburður, haldinn fyrsta laugardag í maí,
en þá opna myndlistarmenn, vítt og breitt um landið, vinnustofur sínar
fyrir gestum og gangandi. Að þessu sinni verður opið hús milli kl. 13
og 16 á fjölmörgum vinnustofum vítt og breitt um landið, m.a. í
Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, á Ísafirði, Skagaströnd, Akureyri
og í Freyjulundi við Eyjafjörð, á Egilsstöðum, Seyðisfirði og í Hruna.
Dagur myndlistarinnar er skipulagður af Sambandi íslenskra
myndlistarmanna, SÍM. Sjá nánar á vef SÍM, www.sim.is

Á undanförnum mánuðum hefur orðspor Íslendinga á alþjóðavettvangi
beðið nokkurn hnekki. Íslenskir listamenn eru þó meðal fárra
starfsstétta sem ekki hafa glatað tiltrú heimsins.Myndlist er ört
vaxandi grein á Íslandi og eru félagsmenn í Sambandi íslenskra
myndlistarmanna nú rúmlega 700.

Flestir myndlistarmenn vinna einir á vinnustofum sínum en þó kjósa
margir að vinna í nánu sambýli hverjir við aðra. Á Seljavegi 32 vinna
rúmlega 50 myndlistarmenn og í Sjónlistamiðstöðinni á Korpúlfsstöðum
eru um 40 myndlistarmenn og hönnuðir með vinnuaðstöðu. Þar er einnig
að finna verkstæði fyrir leir, textíl og grafík.


Íslenskir myndlistarmenn reka alþjóðlega gestavinnustofu fyrir erlenda
kollega í gestaíbúðum SÍM ­ SÍMResidencies á Seljavegi 32 og á
Korpúlfsstöðum. Á síðasta ári dvöldu um 150 erlendir gestir við
myndlistarstörf á vegum SÍM. Sjá http://simresidency.blogspot.com/

Myndlistarmenn selja verk sín ýmist á vinnustofum sínum eða gegnum
gallerí. Á vefnum www.umm.is er að finna mikið af upplýsingum um
myndlist og myndhöfunda á Íslandi. Í Artóteki Borgarbókasafns er hægt
að leigja (og kaupa) verk eftir íslenska myndlistarmenn á góðum
kjörum. Sjá www.artotek.is


Á Degi myndlistar verða opnar vinnustofur á eftirtöldum stöðum:

101 Reykjavík:
Brunnstígur 5, Vinnustofa Daða Guðbjörnssonar
Hverfisgata 35, Auga fyrir auga, Vinnustofa Ingu Sólveigar Friðjónsdóttur
Seljavegur 32, Vinnustofur u.þ.b. 50 félagsmanna í Sambandi íslenskra
myndlistarmanna
Sjá http://seljavegur.blogspot.com/
Öldugata 14, kj., Vinnustofa Ernu Guðmarsdóttur


105 Reykjavík:

Borgartún 1, kj., Vinnustofa Huldu Vilhjálmsdóttur
Hverfisgata 105, 2. h.t.v., Vinnustofa Kristínar Hauksdóttur

109 Reykjavík:
Brekkusel 10, kj. Vinnustofa Þórdísar Elínar Jóelsdóttur


112 Reykjavík:
Bakkastaðir 113, Vinnustofa Brynhildar Þorgeirsdóttur
Logafold 46, Vinnustofa Öldu Ármönnu Sveinsdóttur
Thorsvegur 1, Sjónlistamiðstöðin á Korpúlfsstöðum, Vinnustofur u.þ.b.
40 listamanna og hönnuða í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og
Hönnunarmiðstöð Íslands
Sjá http://korpulfsstadir.blogspot.com/


200 Kópavogur:
Auðbrekka 4, ART 11, Vinnustofur Guðmundu Kristinsdóttur og Kristínar
Tryggvadóttur
Auðbrekka 25, Vinnustofur Freyju Önundardóttur og Sesselju Tómasdóttur
Bjarnhólastígur 3 (bakhús), Vinnustofa Ásdísar Arnardóttur
Lindarhvammur 13, Vinnustofa Kristínar Þorkelsdóttur


210 Garðabær
Krókur í minjasafni Garðabæjar, Garðaholti, Anna María Lind Geirsdóttir


220 Hafnarfjörður:
Fornubúðir 8, Flensborgarhöfn, Vinnustofa Soffíu Sæmundsdóttur
Brekkuhvammur 16, Vinnustofa Dominique Ambroise


400 Ísafjörður:
Hrannargata 8, Vinnustofa Ómars Smára Kristinssonar


545 Skagaströnd

Fjörubraut 8, Listamiðstöðin Nes, vinnustofa Sissúar (Sigþrúðar Pálsdóttur)


600 Akureyri:

Engimýri 12, Vinnustofa Bjargar Eiríksdóttur
Kaupvangsstræti 12, e.h., Vinnustofur Bryndísar Kondrup, Hönnu Hlífar
Bjarnadóttur og Þórarins Blöndal


601 Akureyri:

Freyjulundur, Vinnustofa Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur og Jóns
Halldórssonar Laxdal


700 Egilsstaðir:

Selás 15, Vinnustofa Ólafar Birnu Blöndal


710 Seyðisfjörður:

Fossgata, Vinnustofa Þórunnar Eymundardóttur og Helga Arnar Péturssonar


845 Flúðir:

Hruni, Vinnustofa Sigríðar Helgu Olgeirsdóttur


OPIÐ ALLA DAGA YFIR PÁSKANA KL. 12 – 17 NEMA MÁNUDAG Í LISTASAFNINU Á AKUREYRI

kenjottar-bordi.nota

Nú stendur yfir samsýning fimm málara í Listasafninu á Akureyri sem eiga það sameiginlegt
að vinna óhlutbundið, en síðustu árin er engu líkara en að abstrakt-expressjónisminn hafi
gengið í endurnýjun lífdaga á Íslandi. Hér eru á ferðinni athyglisverðar og upprennandi
listakonur, ástríðufullar og flestar lítt þekktar. Laufey Johansen, Maja Siska, Arna Gná
Gunnarsdóttir, Anna Jóelsdóttir og Guðný Kristmannsdóttir. Allar hafa þær náð að skapa
sér sérstakan tjáningarmáta sem einkennist af fítonskrafti, hugmyndaauðgi og smitandi
sköpunargleði og ber vott um þá miklu grósku og óþrjótandi möguleika sem abstraktlistin
býður upp á.
Í tengslum við sýninguna hefur Listasafnið á Akureyri gefið út glæsilega 168 síðna bók
á ísensku og ensku með greinum eftir Hannes Sigurðsson, Bjarna Sigurbjörnsson og
Aðalstein Eyþórsson, ásamt hugleiðingum þátttakenda.
Nánari upplýsingar veitir Hannes í síma 461-2610 / 899-3386. Netfang: hannes@art.is.
Sýningunni lýkur 10. maí.
Listasafnið á Akureyri er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17
Aðgangur ókeypis


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband