Færsluflokkur: Vefurinn

Auglýst eftir styrkjum úr Menningarsjóði Akureyrar

AkureyriMerkiAkureyrarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóði. Umsóknum skal skilað til Akureyrarstofu á þar til gerðum eyðublöðum sem fást í þjónustuanddyri Ráðhússins  á heimasíðu Akureyrarbæjar og þess vandlega gætt að allar umbeðnar upplýsingar komi fram.  

Menningarsjóður

Það er stjórn Akureyrarstofu sem úthlutar styrkjum úr Menningarsjóði í febrúar og september ár hver og er hlutverk sjóðsins að styrkja listastarfsemi á Akureyri með fjárframlögum. 

Reglugerð fyrir Menningarsjóð má finna  hér og umsóknareyðublað og frétt af vef Akureyrarbæjar hér

Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2008.

Menningarráð Eyþings auglýsir til umsóknar verkefnastyrki til menningarmála

Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á svæði Eyþings.

Menningarráð Eyþings hefur ákveðið að árið 2008 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:

Verkefni sem vekja athygli á sögustöðum og menningartengdum viðburðum, t.d. með tilliti til ferðaþjónustu

Verkefni sem efla þekkingu á sögu og sérkennum svæðisins

Verkefni sem stuðla að þátttöku sem flestra og brúa kynslóðabil

Verkefni sem fela í sér samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina sem og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað

Verkefni sem fela í sér nýsköpun á sviði lista og menningarstarfs

Umsóknarfrestur er til og með 3. mars. Úthlutun fer fram í apríl.

Verkefnum sem hljóta styrk árið 2008 þarf að vera lokið í janúar 2009. Úthlutun Menningarráðs vegna ársins 2009 mun fara fram í janúar það ár.

Nánari upplýsingar ásamt úthlutunarreglum má finna á heimasíðu Eyþings www.eything.is

Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Eyþings á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Eyþings www.eything.is eða hjá menningarfulltrúa Eyþings, Strandgötu 29, 3. hæð.

Allar nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi í síma 464 9935 og 862 2277 eða á netfangið menning@eything.is

Menningarráð Eyþings auglýsir viðveru menningarfulltrúa í sveitarfélögum í Eyþing vegna úthlutunar á menningarstyrkjum 2008. Viðtalstímar menningarfulltrúa, Ragnheiðar Jónu Ingimarsdóttur, verða sem hér segir:

Dalvík 7. febrúar kl. 13-14 Ráðhúsinu Dalvík

Akureyri 8. febrúar kl. 9-12 og 13-16 á skrifstofu menningarfulltrúa, Strandgötu 29, 3. hæð

Laugum 12. febrúar kl. 9-10 á skrifstofu Þingeyjarsveitar

Mývatnssveit 12. febrúar kl. 13-14 á Hótel Reynihlíð

Ólafsfjörður 14. febrúar kl. 9.30-.10.30 Bæjarskrifstofu Ólafsfjarðar

Siglufjörður 14. febrúar kl. 13.30-14.30 Bæjarskrifstofu Siglufjarðar

Húsavík 20. febrúar kl. 9-11 á skrifstofu Norðurþings

Kópaskeri 20. febrúar kl. 15.30-16.30 á þjónustuskrifstofu Norðurþings

Raufarhöfn 21. febrúar kl. 14.30-15.30 á þjónustuskrifstofu Norðurþings

Langanesbyggð 22. febrúar kl. 10-12 á skrifstofu Langanesbyggðar, Fjarðarvegi 3, Þórshöfn

Grímsey auglýst síðar

Akureyri 27.-29. febrúar kl. 13-16 á skrifstofu menningarfulltrúa, Strandgötu 29, 3 hæð

Viðtalstímar á öðrum tímum eftir samkomulagi.


Gestavinnustofa Gilfélagsins auglýsir eftir umsóknum fyrir 2009

gilid Gestavinnustofa Gilfélagsins auglýsir eftir umsóknum fyrir 2009.
Umsóknarfrestur er til 15. Apríl 2008.

The Gil Society's guest artists' studio is open for applications for the year 2009.

Applications must be sent before April 15. 2008.

The visitors' studio is at Kaupvangsstræti, in the very heart of Listagil, Akureyri's Art Centre. The studio is owned by the Municipality of Akureyri, and the Gil Society is in charge of its operations. The premises consist of a furnished apartment and working facilities.


The studio enables visiting artists to concentrate on their work by
providing them with this accommodation, for 1 month at a time and,
simultaneously, to acquaint the townspeople with artists of diverse origin
and their art, thus broadening the town's cultural horizon.
Applications must arrive before 15. of April. Applications will be answered
in May and the fee for staying in the Guest studio (10.000 IKR) must be
payed by 1. of July. The fee is used for advertising events, phone bills,
electricity, renewal of equipment etc.
It has been a custom that visitors in the studio promote their work in one
way or another during their stay. Artists must hold a lecture on their work
on behalf of the application committee, which is comprised of artists and
volunteers organising the visitiors' studio. The artists must also at the
end of each term open their studio for exhibition.
There are no fundings or grants that come with the visitors' studio, but the
artists receive a signed, formal invitation and the application committee
will be at hand to assist as it can with funding.
Artists interested in having exhibitions in Akureyri, can contact the
application comittee with requests and ideas at: studio.akureyri@gmail.com.
Moreover, artists staying during summer have an oppurtinity to participate
in the annual Summer Arts festival which is comprised of various events from
23. june to the end of August in Akureyri. www.artistsstudio.blogspot.com

kveðja
--
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
www.jonahlif.com
Supervisor of the studio for visiting artists in Akureyri
www.artistsstudio.blogspot.com


Steinn Kristjánsson opnar sýninguna "Hugrenningar" á Café Karólínu á laugardag

steinn


Steinn Kristjánsson

Hugrenningar

02.02.08 - 29.02.08

Velkomin á opnun laugardaginn 2. febrúar 2008, klukkan 14

Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

---


Laugardaginn 2. febrúar 2008, klukkan 14 opnar Steinn Kristjánsson sýninguna "Hugrenningar", á Café Karólínu á Akureyri.

Steinn Kristjánsson útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2007. Hann stundar nú nám við kennaradeild Háskólans á Akureyri.  Hann segir um sýninguna á Café Karólínu:

"Umræðan í þjóðfélaginu fer fram á ólíkum stöðum. Mörgum sýnist sem hefðbundið kaffihúsaspjall sé á hröðu undanhaldi fyrir spjallrásum og bloggsíðum. Fólk er að eiga í orðaskiptum  á netinu sem það myndi ekki eiga undir fjögur augu.
Sýningin Hugrenningar er tilraun listamannsins til að færa umræðuna aftur inn á kaffihúsið undir formerkjum bloggsins. Hann setur ekki upp sýningu sem á að hanga vikum saman á staðnum. Heldur er það listamaðurinn sjálfur sem hangir á kaffihúsinu og gerir eitthvað nýtt og spennandi á hverjum degi. Í stað þess að blogga um eitthvað hengir hann upp renning, s.k. hugrenning. Á hann skrifar hann sínar hugrenningar um það sem honum liggur á hjarta hverju sinni, límir á hann teikningar, ljósmyndir og úrklippur. Öllum er heimilt að kommenta á renninginn. Í stuttu máli er þetta tilraun um mannleg samskipti. "

Nánari upplýsingar veitir Steinn í steinn52(hjá)visir.is og í síma 8490566

Sýningin á Café Karólínu stendur til 29. febrúar, 2008. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 2. febrúar, klukkan 14.

Sýning Brynhildar Kristinsdóttur á Karólínu Restaurant hefur verið framlengd til 29. febrúar 2008. Þann 1. mars opnar Jón Laxdal nýja sýningu á Karólínu Restaurant.


Bráðið vatn - Smeltevand

Portalen_invi_press

Sýningin Smeltevand sem er samsýning 10 norrænna listakvenna heldur áfram ferð sinni og var hún (ný og endurbætt) sett upp í sýningarsölum Menningarmiðstöðvarinnar Portalen, í Greve í Danmörku. 

Fimm íslenskar listakonur sem allar starfa að listsköpun á Akureyri eru þátttakendur: Ragnheiður Björk Þórsdóttir vefari, Hrefna Harðardóttir og Sigríður Ágústsdóttir leirlistarkonur, Anna Gunnarsdóttir textíl, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir grafík og svo eru: Mette Strøm frá Noregi, Anette Andersen, Heidrun Sørensen, Else Marie Gert Nielsen, Inge-Lise Busacke frá Danmörku. 

 

Listsýningin er haldin í tengslum við „Alþjóðlegt heimskautaár“  sem nú stendur yfir í heiminum og reyna listakonurnar að túlka þeirra sýn á hlýnun jarðar, bráðnun jökla hækkandi sjávarstöðu m.a. í grafík, textíl- og leirverkum. Smeltevand var sett upp í Grænlandshúsinu í Kaupmannahöfn í september-nóvember s.l. og fékk bæði mjög góða blaðadóma og mikla aðsókn.  

Sýningin stendur frá 12. janúar til 24. febrúar nk. og opnunartími er:  kl. 14-17 þri-fös og kl. 13-17 lau. og kl. 11-15 sun. 
Greve er í klukkustundar lestarferð fyrir utan Kaupmannahöfn, farið út við Hundige lestarstöðina.
Sýningin í Portalen mun standa í 5 vikur en heldur þá áfram ferðalaginu og kemur til Akureyrar í júní.   Aðgangur er ókeypis.
Nánari upplýsingar : 
skoða Gallerierne - Smeltevand
__________________________________________

Alþjóðlega heimskautaárið, International Polar Year, hófst  1. mars 2007 og lýkur í mars 2009.  Heimskautaárið stendur því í raun í tvö ár.   Þessi viðburður er hluti af sögulegri hefð, en 1/2 öld er liðin frá síðasta alþjóðlega heimskautaári.   Á heimskautaári er lögð áhersla á stór rannsóknarverkefni á öllum sviðum heimskautamála þar sem vísindamenn af ýmsum þjóðernum leggja saman krafta sína.

Fyrir áhugasama er hér tengill á heimasíðu IPY   http://www.ipy.org
Um og yfir 6.500 vísindamenn taka höndum saman frá 60 ríkjum og eru verkefnin um 200 talsins. Stóru áherslurnar eru helst á sviði loftslagsmála og veðurfarsbreytinga og þýðingu þeirra fyrir gróðurfar og dýralíf.  Eitt af því sem hvað mest verður í brennidepli á heimskautaári eru frekari rannsóknir á Grænlandsjökli og viðbrögð hans við veðurfarssveiflum.  Nú á að freista þess að leggja í afkomulíkan jökulsins, sem hlýtur að teljast vera risavaxið verkefni ekki síst þar sem lítið er um beinar mælingar á ákomu og leysingu þessa stærsta ísmassa norðurhvels.

Á fyrsta alþjóðlega heimskautaárinu 1882-1883 var megináherslan lögð á veðurathuganir og rannsóknir á norðurljósum.

Næst, eða 1932-1933 voru vísindamenn afar uppteknir af segulsviði jarðar og mælingum á hafinu.

1957-1958 gekk mikið á í margvíslegum rannsóknum jarðeðlisfræðinnar, en þá var árið reyndar kallað alþjóða jarðeðlisárið og sérstakt sjónarhorn á Suðurskautslandið. 

Einar Sveinbjörnsson Veðurfræðingur

Stofnfundur Myndlistarfélagsins á laugardaginn

author_icon_15825

Laugardaginn 26. janúar 2008, klukkan 17 verður haldinn stofnfundur Myndlistarfélagsins, í Deiglunni á Akureyri.

Undirbúningsfundur að stofnun félags myndlistarfólks var haldinn í nóvember síðastliðinn í Deiglunni. Hátt í 30 myndlistarmenn mættu á fundinn. Þar voru hagsmunamál myndlistarfólks á Akureyri og nágrenni rædd og fjölmargar hugmyndir komu fram. Valin var undirbúningshópur að stofnun félagsins og rætt var um að félagið sækti um aðild að Sambandi íslenskra myndlistarmanna.
Undirbúningshópur var valinn og í honum eru: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Brynhildur Kristinsdóttir, Gunnar Kr. Jónasson, Þórarinn Blöndal og Hlynur Hallsson. Varamenn eru Arna Valsdóttir, Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Jónas Viðar.

Undirbúningshópurinn ákvað að halda úti þessari vefsíðu með upplýsingum um myndlistarviðburði á Norðurlandi og tenglum á félaga og gallerí og söfn.

Á stofnfundinum verða drög að lögum félagsins kynnt, kosin stjórn og rætt um hagsmunamál myndlistarfólks.

- Hvernig eflum við myndlist og menningu á Norðurlandi?
- Hvað á myndlistarfólk á Norðurlandi sameiginlegt?
- Hver eru hagsmunamál myndlistarmanna?
- Getum við haft meiri áhrif saman en í sitt hverju lagi?
- Hvað viljum við og hvað getum við gert?

Allt myndlistarfólk er velkomið á stofnfundinn.


Kristín G. Gunnlaugsdóttir bæjarlistamaður Seltjarnarness

cover

Við óskum Kristínu G. Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu til hamingju með að hafa verið útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2008.

Kristín er fædd á Akureyri þann 15. apríl 1963. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur P. Kristinsson fræðslufulltrúi Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri og Gunborg Kristinsson bókavörður, fædd í Svíþjóð. Kristín hefur verið starfandi myndlistarmaður í 20 ár. Hún hefur búið og unnið að list sinni á Seltjarnarnesi frá vori 2004.

Kristín var útnefnd bæjarlistamaður Akureyrar 1996-1997 og hlaut þá eins árs starfslaun Akureyrarbæjar. Kristín hefur verið einn fremsti myndlistarmaður landsins í mörg ár og ein af mörgum sem koma frá Akureyri.

Hér er heimasíða Kristínar


mbl.is Útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýningu Steinunnar Helgu á Café Karólínu lýkur á föstudag

Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningu Steinunnar Helgu Sigurðardóttur "að snertast í augnablikinu" á Café Karólínu en henni lýkur á föstudaginn 4. janúar 2008.

Steinunn Helga Sigurðardóttir

að snertast í augnablikinu

01.12.07 - 04.01.08


Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

Steinunn Helga Sigurðardóttir útskrifaðist úr MHÍ 1993 og stundaði framhaldsnám í myndlist hjá Jannis Kounellis í Kunstakademie Düsseldorf. Hún hefur verið búsett í Danmörku frá árinu 1993. Hún hefur haldið fjölda sýninga og  einnig skipulagt sýningar undanfarin ár.

Steinunn Helga segir um sýninguna "Sýningin er tilraun til að setja í form þær pælingar sem ég hef verið upptekin af. Hugsanir, drauma, raunveruleikann og myndunarheiminn.
Hvað er raunverulegt? Er lífið í hinum ytra heimi meira raunverulegt en lífið í hinum innra heimi?
Hvort er meira abstrakt, þar sem ég sit meðvituð og skrifa þennan texta og hlusta á þvottavélina mala í bakgrunninum, hundarnir mínir hrjóta við tærnar á mér, eða það sem gerist inni í höfðinu á mér. Þar sem ég bæði hugsa um þennan texta sem ég er að skrifa, og ýmislegt annað, sem er eins og smá myndir og hugsanir sem koma við og vilja láta hugsa sig?
Myndir sem vilja láta sjá sig, og vilja að ég gefi þeim tíma, en ég ýti þeim burtu því ég þarf að vera í hinum ytra heima þessa stundina, eða er ég það?
Ég hef engin svör, enda er það í raun ekki það sem ég hef áhuga á, en ég geri þessar pælingar að leik, þar sem ég leik mér með þessum báðum tilverum og leyfi þeim að koma fram og stjórna því sem kemur, án þess að dæma til eða frá.

Lejre. 10 nóv. 2007
Steinunn Helga Sigurðardóttir"

Nánari upplýsingar um verk Steinunnar Helgu er að finna á síðunni www.steinunn.eu og nánari upplýsingar veitir hún í steinunnhelga(hjá)gmail(punktur)com og hún bloggar á http://steina.blog.is

Næstu sýningar á Café Karólínu:

05.01.08-02.02.08               Guðrún Vaka
03.02.08-02.03.08               Steinn Kristjánsson
03.03.08-04.04.08               Unnur Óttarsdóttir
05.04.08-02.05.08               Guðmundur R Lúðvíksson
03.05.08-06.06.08               Kjartan Sigtryggsson
07.06.08-04.07.08               Arnar Ómarsson
05.07.08-01.08.08               Vilhelm Jónsson
02.08.08-05.09.08               Margeir Sigurðsson
06.09.08-03.10.08               Sigurlín M. Grétarsdóttir

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson 


Gestavinnustofa Gilfélagsins kynnir

satalite

Amy Rush myndlistamaður frá Syndney, Ástralíu dvelur í gestavinnustofu Gilfélagsins í Janúar 2008.
Amy útskrifaðist 2007 með Master of Fine Arts frá COFA.

“my work is focused in the medium of rainbow holography which I use to create instillation and performance bades art."

Hægt er að sjá feril Amy á eftirfarandi síðu:
www.holonet.khm.de/holographiclove/documents/AmysCV.pdf


Febrúar        Peter Alexander              UK               

Mars            Paul Fortin                 Kanada

            Robert Malinowski         Kanada

Apríl            Manuela Gernedel         Skotland   

Maí            Miyuki Tsushima            USA

Júní            Hannah Kasper             USA

Júlí            Anna-K Mields             Þýskaland

Ágúst            Raquel Mendes            Portúgal

September        Anna McCarthy             Þýskaland

Október        Kazuko Kizanna             Japan

Nóvember        Michelle Oosterbaan         USA

Desember        Van der Bie, Esther         Sviss

Jóna Hlíf Halldórsdóttir  jonahlif(hjá)gmail.com
Steinn Kristjánsson  steinn52(hjá)visir.is

GESTAVINNUSTOFA GILFÉLAGSINS
gestavinnustofaak(hjá)hotmail.com
Kaupvangsstræti 23
600 Akureyri


Gleðilegt myndlistarár og dagskrá VeggVerks 2008

veggverk2008

Gleðilegt ár 2008 öllsömul. Það er búið að ákveða formlegan stofnfund Myndlistarfélagsins. Hann verður laugardaginn 26. janúar 2008 klukkan 16 í Deiglunni á Akureyri. Og hér er dagskráin hjá VeggVerki.org 2008.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband