Færsluflokkur: Vefurinn

"Karlmenn eru svín" í Populus tremula

Helgi-Thórsson-29.2

KARLMENN ERU SVÍN
Gamli elgur
MÁLVERKASÝNING


Föstudaginn 29. febrúar kl. 21:00 mun Gamli elgur, betur þekktur undir nafninu Helgi Þórsson, opnar málverkasýninguna Karlmenn eru svín í Populus tremula þar sem hann sýnir glæný olíumálverk.

Sýningin verður opnuð með pompi og prakt þar sem einvala lið hljóðfæraleikara mun spila nokkur lög og malpokar verða leyfðir.
Einnig opið laugardaginn 1. mars og sunnudaginn 2. mars frá kl. 14:00-17:00.

Aðeins þessi eina helgi.


Muggur og Ferðasjóður Muggs auglýsa eftir umsóknum

greenlogo Umsóknarfrestur er til 7. mars 2008, póststimpill gildir.

Auglýst er eftir umsóknum til dvalar erlendis vegna:
   * myndlistarsýningar
   * vinnustofudvalar / þátttöku í verkstæði
   * annars myndlistarverkefnis

Sömu skilyrði gilda um Ferðasjóð Muggs og Mugg,  auk þess eru skilyrði um að verkefnið sé sýnilegt og að það geti að mati sjóðsstjórnar styrkt ímynd Reykjavíkur sem uppsprettu fyrir öflugt og framsækið myndlistarlíf.

Hér með er auglýst eftir umsóknum vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu
1. apríl  2008 til 30. september 2008  Úthlutun fer fram eftir miðjan mars 2008.

Til að geta fengið úthlutun úr Muggi og/eða Ferðasjóði Muggs þarf umsækjandi að vera fullgildur félagi í SÍM og leggja fram tilskilin gögn er staðfesti boð um þátttöku í myndlistarviðburði eða úthlutun á aðstöðu til vinnu við myndlist. Ekki er veitt fé vegna dvalar í vinnustofum þegar fullir dvalarstyrkir fylgja úthlutun.
Vinsamlega athugið að dvalarstyrkir og ferðastyrkir eru eingöngu veittir til einstaklinga. Ferðastyrkir eru veittir í formi flugmiða, ekki peninga, ekki er hægt að endurgreiða keypta miða.

Umsóknum skal fylgja ítarleg og greinargóð lýsing á verkefninu, upplýsingar um sýningu, sýningarstað, vinnustofusetur, verkstæði, ráðstefnu eða annað það sem við á hverju sinni. Einnig skal fylgja staðfesting ábyrgðarmanns verkefnisins í því landi sem það fer fram í, þ.e. sýningarstjóra, safnstjóra, galleríeiganda, forstöðumanns vinnustofuseturs, verkstæðis eða annars, allt eftir eðli verkefnisins. Dagsetningar verkefnisins verða að koma fram.

Styrkþegar undirgangast skuldbindingar gagnvart sjóðunum samkvæmt sérstökum samningum sem gerðir verða í kjölfar úthlutunar og kveður m.a. á um að styrkþegum beri að skila stuttri greinargerð um notkun styrksins.

Mikilvægt er að hafa umsóknina vandaða, skýra og hnitmiðaða. Lesa reglur og leiðbeiningar vel.  Sækja þarf um á sér eyðublaði fyrir hvorn sjóð.

Umsóknareyðublöð, stofnskrár beggja sjóðanna og reglur um úthlutun er að finna á heimasíðu SÍM. Nánari upplýsingar um Mugg eru einnig veittar á skrifstofu SÍM, sim(hjá)simnet.is, s. 551 1346

Umsóknum skal skilað til skrifstofu SÍM fyrir 7. mars 2008, póststimpill gildir.
Úthlutað verður úr báðum sjóðunum samtímis.

Unnur Óttarsdóttir opnar sýninguna "Póstkona" á Café Karólínu

Unnur Óttarsdóttir

Póstkona

01.03.08 - 04.04.08 

Velkomin á opnun laugardaginn 1. mars 2008, klukkan 14 

Café Karólína // www.karolina.is

Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

---

Laugardaginn 1. mars 2008, klukkan 14 opnar Unnur Óttarsdóttir sýninguna "Póstkona", á Café Karólínu á Akureyri.


Unnur Guðrún Óttarsdóttir útskrifaðist frá Myndlistarskólanum á Akureyri 2007. Hún er meðlimur í Grálistahópnum. Unnur hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum en þetta er önnur einkasýning hennar.

Póstur og póstmódernismi koma við sögu á sýningunni „Póstkona”. Í póstmódernismanum er oft vitnað í eldri verk og þau sett í nýtt samhengi. Hið gamla og hið nýja mætist og kallast á þar sem sígildum verkum og nýjum er skeytt saman. Voru konurnar sem sátu fyrir hjá klassískum listmálurum fyrir nokkur hundruð árum e.t.v. sáttari við líkama sinn en við nútímakonurnar sem margar viljum vera svo grannar að við næstum hverfum?

Verkin á sýningunni voru send með pósti sem er ein leið til að senda skilaboð á milli manna. Nú á tímum hefur veraldarvefurinn opnað ótal leiðir til samskipta. Hvaða áhrif hefur netið á tengsl okkar hvert við annað og eigin líkama? Ein samskiptaleiðin á netinu er bloggið.
Hluti af sýningunni er bloggsíðan www.unnurottarsdottir.blogspot.com þar sem tækifæri gefst til að sjá sýnishorn af sýningunni. Einnig eru öllum frjáls tjáskipti þar með bloggi um sýninguna, sjálfsmynd nútímakonunnar, konulíkamann, list í nútíð og fortíð og tilveruna almennt.
 

Nánari upplýsingar veitir Unnur í ugo(hjá)mmedia.is
 

Sýningin á Café Karólínu stendur til 4. apríl, 2008. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 1. mars, klukkan 14.  

Á sama tíma opnar Jón Laxdal nýja sýningu á Karólínu Restaurant.

Næstu sýningar á Café Karólínu: 

05.04.08-02.05.08    Guðmundur R Lúðvíksson

03.05.08-13.06.08    Kjartan Sigtryggsson

14.06.08-04.07.08    Arnar Ómarsson

05.07.08-01.08.08    Vilhelm Jónsson

02.08.08-05.09.08    Margeir Sigurðsson

06.09.08-03.10.08    Sigurlín M. Grétarsdóttir

04.10.08-31.10.08    Ingunn St. Svavarsdóttir Yst

01.11.08-05.12.08    Þorsteinn Gíslason

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Tilraunastofa Kristjáns Ingimarssonar og Gilfélagið kynna:

frelseren11_small Hvað er það sem gerir það að verkum að eitthvað nýtt verður til? Eitthvað sem enginn veit hvað er en allir eru sammála um að þetta eitthvað er einstaklega hrífandi, skemmtilegt, óhugnanlegt eða upplífgandi, með athygli sinni og undrun gefa því líf. Í tilefni af byrjun á vinnslu nýrrar sólóleiksýningar sem ber vinnuheitið SKÖPUN er dyrunum hrundið upp til viðburðar sem vonandi kollvarpar öllum hugmyndum um heilbrigða skynsemi.

Allir velkomnir-Aðgangur ókeypis í Deiglunni á Akureyri föstudagskvöldið 22. febrúar klukkan 20:30
Vinsamlegast takið með ykkur myndavél með flassi!
Þetta er annar viðburðurinn af þremur sem Gilfélagið og Kristján Ingimarsson standa fyrir í tengslum við SKÖPUN - ALLIR VELKOMNIR

Kristján Ingimarsson leikari nýtur aðstoðar Jónu Hlífar Halldórsdóttur og Brynhildar Kristinsdóttur.
Kristján Ingimarsson s.8643131
neander@neander.dk
http://www.neander.dk

Sveinbjörg Ásgeirsdóttir sýnir á Gráa svæðinu

sveinkaSveinbjörg Ásgeirsdóttir sýnir á Gráa svæðinu - galleríi Þelamerkurskóla. Sýningin verður hún fram í miðjan mars.  Hægt er að skoða sýninguna milli kl. 8.30 og 14.30 alla virka daga. 

Sveinbjörg Ásgeirsdóttir - Sveinka útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2007.  Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og er þetta önnur einkasýning hennar.  Sveinka vinnur í því efni sem hentar hverju viðfangsefni, og við skúlptúr og málverk jöfnum höndum.  Í þetta sinn sýnir hún bæði akríl- og olíumálverk þar sem hún reynir að fanga hreyfingu og karakter hrossa.
Sveinka er félagi í Grálist.


Hlynur Hallsson tekur þátt í sýningu í Shanghai Zendai Museum of Modern Art

DSCN4700


Exhibition: European Attitude
Presented by: Shanghai Zendai Museum of Modern Art
Dates: 23 February – 16 March 2008
Venue: Shanghai Zendai Museum of Modern Art (No.28, Lane 199 Fangdian Road, 200135 Shanghai, China)
http://www.zendaiart.com

Opening Reception: 23 February, 2008 (Saturday), 4pm
Artistic Director: Shen Qibin
Academic Director: Binghui Huangfu
Curators: Harro Schmidt & Tomek Wendland
Project Manager: Chen Shuxia
Special thanks to the co-curators Richard Birkett, Janos Stursz and Georg Elben

Artists:
Roger Bourke (GB)
Elodie Boutry (F)
Noam Braslawsky (IL/D)
Katja Davar (GB/D)
Clemens Fuertler (A)
Masha Godovannaya (RUS)
Hlynur Hallsson (IS)
Anna Klimczak (PL)
Nina Kovacheva & Valentin Stefanoff (F/BG)
Ingo Lie (D)
Nadia Verena Marcin (D)
Agata Michowska (PL)
Ursula Neugebauer (D)
Mateusz Pek (PL)
Andrzej Peplonski (PL)
Volker Schreiner (D)
Alexander Steig (D)
Eva Stenram (S/GB)
Jaan Toomik (EST)
Iskender Yediler (TR)
Martin Zet (CZ)

Europe is an expanding entity both constitutionally and attitudinally. The common public perception is that the European "project", should, both economically and socially, be based along lines of commonality and is therefore a means to overcome difference. Europe is unified by common capitalistic desires and market forces, and yet divided by blindness to the complexities of regional history and resulting financial and social poverty.

Within this hugely prejudicial framework that sets conforming criteria for countries wishing to enter the European Union, cultural production plays an important role in its exploration of heterogeneity and through a localised response to differing experiences of modernism. The forms and processes of 20th Century avant-gardism still play an important role in anactive desire to understand the utopian or totalitarian forces that have shaped both the physical and mental fabrics of our societies. Abstraction and simple geometries are loaded with a historical idealism now warped by political appropriation, commercial design and pseudo-spirituality.

The artist increasingly plays the role of the instigator and narrator of social relationships and encounters, assessing the ways in which we live and work, and the circumstances around us that impact on this. It is a paradox that the often provincial nature of such interaction provides telling insight into the wider human condition. Therefore we present the artistic practice of 21 artists from 12 different European countries to initiate the discussion on identity of artists within the global political circumstances.


Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýnir í Populus Tremula og gefur út bókverkið SMIT

 SMITANDI-web

  Populus Kynnir

 

...S M I T A N D I

Myndlistarsýning og bók

 

Jóna Hlíf Halldórsdóttir

  

Laugardaginn 16. febrúar klukkan 14:00 opnar Jóna Hlíf Halldórsdóttir myndlistarsýninguna S M I T A N D I í Populus tremula.
Jafnframt kemur út bókverkið
S M I T eftir Jónu Hlíf.

Jóna Hlíf, sem er fædd árið 1978 í Reykjavík, býr og starfar á Akureyri. Hún stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri á árunum 2002-2005 og útskrifaðist með MFA gráðu frá GlasgowSchool of Art í júní 2007. Nánari upplýsingar um Jónu og verk hennar er að finna á heimasíðunni www.jonahlif.com

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 17. febrúar kl. 14:00 - 17:00. Aðeins þessi eina helgi.

http://poptrem.blogspot.com


Nemendur úr Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri sýna í VeggVerki

auglysingmyndak

Laugardaginn 16. febrúar opnar sýningin F U R A H A  á VeggVerki. Það eru nemendur úr Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri sem sýna undir stjórn Hlyns Hallssonar.
 
"Í hröðu samfélagi nútímans er auðvelt að falla í þá gryfju að búa til verk sem lituð eru af neikvæðum fréttaflutningi fjölmiðla og drama lífsins.Okkur langaði að taka annan pól í hæðina og búa til verk sem vakið gæti gleði og ánægju. Fyrir valinu varð Zebrahestur sem er einstakur í fegurð sinni og vekur einlæga gleði. Litum Zebrans vildum við samt breyta og fyrir valinu varð bleikur og hvítur, sem í okkar huga er tákn frelsis og gleði."

Veitingar og GLEÐI í galleriBOXi klukkan 16:00
Sýningin stendur til 9. mars 2008.

Allir VELKOMNIR

www.veggverk.org


Hrafnkell Sigurðsson opnar VORVERK í galleriBOXi

Laugardaginn 16. febrúar klukkan 16:00 opnar Hrafnkell Sigurðsson sýninguna V O R V E R K í galleriBOXi
 
Hrafnkell Sigurðsson hlaut sjónlistarverðlaunin 2007.

Hann var einn af stofnendum  listframleiðslufyrirtækisins Oxsmá þar sem hann var rokksöngvari þar til starfsemin var lögð niður í kringum 1985.
Hrafnkell útskrifaðist úr fjöltæknideild myndlista og handíðaskólans árið 1987 og fór ári síðar til Maastricht í Hollandi og stundaði nám við grafíkdeild Jan Van Eyck Academy fram til 1990.

Hrafnkell bjó lengi í Lundúnum þar sem hann lauk Meistaraprófi  frá Goldsmiths College, 2002. Hann hefur kennt bæði við LHÍ og myndlistarskóla Reykjavíkur, en síðan 2004 hefur hann verið búsettur í Reykjavík þar sem hann nú starfar við myndlist.

Hann hafur tekið þátt í sýningum allt frá Ástralíu til Akureyrar, og á verk á þekktum Listasöfnum í Reykjavík, München, Lissabon og Barcelona og víðar.
Ljósmyndaverk er það sem hann er helst þekktur fyrir en hann hefur líka unnið í aðra miðla, eins og video, hljóðverk og gjörninga.

Í verkum sínum fjallar Hrafnkell um tengsl náttúru og manns. Þar spinnast saman þættir úr rómantík og módernisma sem á stundum vísa til ritúala. Hið skíra yfirbragð sem virkar í fyrstu fjarlægjandi gefur verkunum nálægð. Yfirborð umhverfist í innri heima og í meðförum listamannsins breytist óreiðan í samhverfu. Hin rómantíska sýn á hið upphafna sem einkennist af samfellu ógnar og heillunar tekst á við hið hversagslega sem birtist í formi líkamans, en hann er hvorttveggja í senn, fulltrúi óreiðu og jafnvægis. Segja má að líkaminn sé miðpunktur myndbirtinga Hrafnkels, allt frá snjófjöllum og tjöldum til nýbygginga og ruslapoka. Það er þó ekki fyrr en í myndbandsverkunum sem hann kemur fram nakinn og auðsveipur, fulltrúi þeirra ólíku afla sem knýja verk listamannsins áfram.

 
Sýningin stendur til 9. mars 2008. Opið alla laugardaga og sunnudaga 14:00-17:00

Allir velkomnir
www.galleribox.blogspot.com


Dagskrá Kunstraum Wohnraum 2008 - 2009

Ragnar-Kjartansson-2007-God

Hér er dagskráin fyrir sýningar í Kunstraum Wohnraum fyrir árin 2008 - 2009.

6. janúar 2008 - 2. mars 2008                Joris Rademaker

16. mars 2008 - 22. júní 2008                Ragnar Kjartansson

27. júlí 2008 - 21. september 2008         Alexander Steig

5. okt. 2008 - 21. desember 2008           Arna Valsdóttir 

4. janúar 2009 - 22. mars 2009              Hanna Hlíf Bjarnadóttir

5. apríl 2009 - 21. júní 2009                   Huginn Þór Arason   

5. júlí 2009 - 20. september 2009           Guðrún Vera Hjartardóttir 

4. október 2009 - 20. desember 2009     Aðalheiður S. Eysteinsdóttir 

 

KUNSTRAUM WOHNRAUM

Opnun sunnudag klukkan 11-13. Opið eftir samkomulagi 4623744

Hlynur Hallsson og Kristín Kjartansdóttir, Ásabyggð 2, 600 Akureyri


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband