Fćrsluflokkur: Tónlist

Anna Richards međ gjörning í Ketilhúsinu og sýningaropnun GalleríBOXi

AnnaRichards4


Konfekt fyrir augu og eyru í Ketilhúsinu á Akureyri laugardaginn 11. apríl kl. 15:00

Anna Richards bćjarlistakona heldur veislu!

Anna Richards flytur í veislunni gjörning í sjö köflum.  Um er ađ rćđa djarfa tilraunastarfsemi ţar sem ýmsar listgreinar mćtast.  Gjörningurinn er hluti af leiđ Önnu ađ sólósýningu sem er í vinnslu.
Tónlistina fremja Margot Kiis, Stefán Ingólfsson, Kristján Edelstein, Helgi Ţórsson og Wolfgang Frosti Sahr.Ţau verđa einnig á tilraunaskónum og spinna í samvinnu viđ dans og myndlist.  Verkiđ er myndkonfekt  ţar sem Brynhildur Kristinsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir eru tilraunakokkarnir í samvinnu viđ Önnu.

Ađgangseyrir á sýninguna eru 1000 krónur.  Ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára.

Strax ađ loknum gjörningi eđa klukkan 16 opnar sýning međ verkum Önnu í GalleríBOXi. Ţar verđa veitingar og fjör.

Veriđ öll velkomin.

Nánari upplýsingar um veisluna í Ketilhúsinu og sýninguna í GalleríBOXi gefur Anna í síma 863 1696.


"Lífs míns pólitík"

Nćstkomandi sunnudag á baráttudegi kvenna, ţann 8. mars kl. 15:00 í Laxdalshúsi á Akureyri.

Ţórarinn Hjartarson syngur eigin texta, pólitíska söngva frá fjórum áratugum.

Kaffi og međlćti í bođi.

Húsiđ opnar 14:00.


mbl.is Leggur til breytingar á listamannalaunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Arnar Sigurđsson opnar sýninguna “Kóngur um kóng” á Café Karólínu

Arnar Sigurđsson opnar sýninguna "Kóngur um kóng" á Café Karólínu laugardaginn 7. Febrúar 2009 klukkan15.

Sýnd verđa 14 ný spreyverk en ţetta er önnur einkasýning Arnars.

Arnar lauk Grafískri hönnun frá Myndlistaskólanum á Akureyri áriđ 2002.

Nú rekur hann og vinnur sem Grafískur hönnuđur á Geimstofuni hönnunarhúsi ásamt öđrum.

Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar.

Sýningin stendur til föstudagsins 6. mars 2009.

Nánari upplýsingar veitir Arnar í síma 899 2295.

 

Arnar Sigurđsson

Kóngur um kóng

07.02.09 - 06.03.09

Café Karólína // Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


Nćstu sýningar á Café Karólínu:
07.03.09 - 03.04.09    Inga Björk Harđardóttir
04.04.09 - 01.05.09    Helga Sigríđur Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09    Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09    Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09    Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09    Ţórgunnur Oddsdóttir

Umsjónarmađur sýninganna er Hlynur Hallsson


Emma Agneta opnar myndlistarsýningu í Populus Tremula

Emma-WEB 

MIKIĐ UMLEIKIS Í POPULUS TREMULA 5.-7. DESEMBER!


ÉG TRÚI Á TRÉ

Emma Agneta Björgvinsdóttir

MYNDLISTARSÝNING


Laugardaginn 6. desember kl. 14:00 mun Emma Agneta Björgvinsdóttir opna
myndlistarsýningu í Populus Tremula.

Sýningin ber yfirskriftina *ÉG TRÚI Á TRÉ* og er lokaverkefni Emmu af
myndlistarkjörsviđi Listnámsbrautar VMA. Emma sýnir stórar trésristur í
expressioniskum stíl.



Sýningin er einnig opin sunnudaginn 7. desember frá 14:00-17:00. Ađeins
ţessi eina helgi.

---

*FÓSTURVÍSUR*

*Gréta Kristín Ómarsdóttir*

*BÓKMENNTAKVÖLD OG BÓKARÚTGÁFA*



Föstudaginn 5. desember kl. 20:30 verđur haldiđ bókmenntakvöld í Populus
tremula.

Ţar mun Gréta Kristín Ómarsdóttir lesa úr bók sinni, *FÓSTURVÍSUR*, sem
kemur út á vegum Populus tremula viđ ţetta tćkifćri.

FÓSTURVÍSUR er fyrsta ljóđabók Grétu – gefin út í 100 tölusettum og árituđum
eintökum og fćst á stađnum gegn vćgu gjaldi eins og ađrar bćkur og
hljómplata útgáfunnar.

Húsiđ verđur opnađ kl. 20:00. – Ađgangur ókeypis – Malpokar leyfđir



*BEATE- OG HELGABÚĐ*

*Beate Stormo og Helgi Ţórsson*

*JÓLABÚĐ UM HELGAR Í DESEMBER*



Beate og Helgi verđa niđursetningar mánađarins í Populus tremula í desember.
Ţar verđa ţau međ allan sinn varning til sölu – allt meira og minna
heimagert. Kjólar, slár, bćkur, sokkar, plötur, hálsfestar, giđlur, trommur,
málverk og eldsmíđađ járn svo dćmi séu tekin.



Opiđ verđur um helgarnar 6. og 7. des. og 13. og 14. des. og svo 20.-23.
des. kl. 13:00-18:00.


Frá 13. desember verđa Kristnesk jólatré og greinar til sölu.

Af öryggisástćđum taka ţau ţau Helgi og Beate engin kort (nema jólakort).


Beate og Helgi munu deila Populus tremula međ öđrum listamönnum eftir
ađstćđum.
 


Kristján Pétur Sigurđsson opnar sýningu og gefur út bókina TÓNFRĆĐI FYRIR BYRJENDUR, LENGRA KOMNA OG ALKOMNA

finnskur_tango.jpg

Laugardaginn 29. nóvember kl. 14, mun Kristján Pétur Sigurđsson opna myndlistasýningu í Populus Tremula á Akureyri.

Sýningin ber yfirskriftina “ TÓNFRĆĐI FYRIR ALKOMNA “  og samanstendur af tré-og dúkţrykkum ţar sem leikiđ er á, viđ og međ nokkur tákn klassískrar tónfrćđi.

Sama dag gefur Populus Tremula út bók Kristjáns Péturs “ TÓNFRĆĐI FYRIR BYRJENDUR, LENGRA KOMNA OG ALKOMNA “.

 

Viđ opnun sýningarinnar mun Haraldur Davíđsson flytja nokkur tóndćmi.

 

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 20. nóvember frá 14-17.

Ath. ađeins ţessi eina sýningarhelgi.

http://poptrem.blogspot.com


Fordulópont/Tímamót í Ketilhúsinu á Akureyri

attachment-1.jpg

Fordulópont/Tímamót í Ketilhúsinu á Akureyri
Lárus H List og Páll Szabó.

Laugardagskvöldiđ 18. október kl. 21:00 opnar myndlistamađurinn Lárus H List myndlistasýninguna Fordulópont í Ketilhúsinu Listagilinu á Akureyri.
Málverkin eru unnin undir áhrifum af vinnu Lárusar List međ Sinfóníuhljómsveit Norđurlands.
Og hefur Ungverska tónskáldiđ Páll Szabó sem er hljóđfćraleikari međ S.N. samiđ verkiđ Fordulópont sem er heitiđ á sýningunni eđa tímamót á ÍSL. en ţeir hafa starfađ saman í 10 ár međ S.N.
Spilar Páll á flygil og er tónverkiđ í 9 köflum og er verkiđ samiđ af áhrifum úr jafnmörgum verkum Lárusar List.
Bođiđ verđur uppá léttar veitingar og allir velkomnir.
Sýningin er frá 18. okt. Til 26. okt og opiđ á opnunartíma Ketilhússins.
http://larushlist.com

Anna McCarthy og Heimir Björgúlfsson sýna í GalleríBOXi

  heimir_three_are_better_than_two.jpg

Laugardaginn  20. September opnuđu Anna McCarthy og Heimir Björgúlfsson opna sýningar sínar í GalleríBOXi.

Sýning Önnu McCarthy ber heitiđ ,,Where have all the heroes gone?". Hún er gestalistamađur Gilfélagsins, bresk ađ uppruna en starfar og býr í bćđi München og Glasgow.

Sýning Heimis Björgúlfssonar ber heitiđ ,,Silfur er ađ tala". Hann hefur sýnt víđa í Evrópu en býr og starfar nú í Los Angeles, Kaliforníu.
Sýningar í GalleríBOXi eru opnar Laugardaga og Sunnudaga, frá 14:00 til 17:00.


Joris Rademaker sýnir verk á Kartöfluţingi AkureyrarAkademíunnar

fc_potatoesInGroup

Jarđepli í íslenskri menningu í 250 ár 
– afmćlismálţing um rćktun og neyslu kartaflna


Laugardaginn 13. September nk. stendur AkureyrarAkademían fyrir allsherjar afmćlismálţingi til heiđurs kartöflum. Tilefniđ er ekki eingöngu alţjóđlegt ár kartöflunnar í ár, heldur einnig 250 ára rćktunarafmćli kartaflna á Íslandi og ţađ ađ 200 ár eru liđin síđan rćktun ţeirra hófst í Búđargilinu á Akureyri.
Málţingiđ var styrkt af Menningarráđi Eyţings og er hugsađ sem vćn blanda af frćđum, listum, rćktun og matargerđ međ erindum, uppákomum, veisluhaldi og dansi - frćđandi og nćrandi. Ţau sem ađ ţinginu koma eru ţau Hildur Hákonardóttir, myndlistakona og rithöfundur, og Bergvin Jóhannsson, formađur Samtaka kartöflurćktenda, Anna Richardsdóttir, dansari, Brynhildur Ţórarinsdóttir hjá Neytendasamtökunum, Björn Teitsson, sagnfrćđingur, Joris Rademaker, myndlistamađur, Guđrún H. Bjarnadóttir, vefnađarkona, Sigríđur Bergvinsdóttir, verkefnisstjóri Kartöfluárs, Jóhann Thorarensen, garđyrkjufrćđingur, Helgi Ţórsson, listamađur og umhverfisfrćđingur, Friđrik Vagn Karlsson, matreiđslumeistari. Páll Björnsson stýrir umrćđum. Matargerđarsnillingarnir á veitingastađnum Friđrik V töfra fram kartöflutertur og kartöflurétti og Helgi og hljóđfćraleikararnir sjá um tónlistarveislu um kvöldiđ.
Málţingiđ er öllum opiđ og er ađgangur ókeypis. Garđyrkjufólki, frćđifólki, bćndum, heimarćktendum og áhugafólki um rćktun, neyslu og matarmenningu sérstaklega bent á ađ sćkja ţingiđ sem haldiđ er í húsakynnum Akademíunnar í Húsmćđraskólanum viđ Ţórunnarstrćti 99 á Akureyri. Ţingiđ hefst klukkan 13 á laugardaginn og stendur fram eftir kvöldi. Nánari upplýsingar eđa fyrirspurnir á www.akureyrarakademian.is.
(Kristín Ţóra Kjartansdóttir  6610168)



Dagskrá málţingsins

13:00 Setning ţingsins: Kristín Ţóra Kjartansdóttir
Fundarstjóri: Páll Björnsson


13:15-14:45:  Jarđepli festa rćtur í íslenskri menningu
-    Hildur Hákonardóttir, myndlista- og garđyrkjukona: “Saga kartöflunnar í alţjóđlegu samhengi: Hvernig kartöflurnar bárust milli landa og heimsálfa."
-    Björn Teitsson, sagnfrćđingur, og Jóhann Thorarensen, garđyrkjufrćđingur: “Kartöflurćktun í Búđargili og almennt á landinu á 19. öld.”
-    Bergvin Jóhannsson, bóndi og Sigríđur Bergvinsdóttir, verkefnisstjóri kartöfluárs: “Stórrćktun kartaflna: Ţróunin síđustu hálfa öld útfrá sjónarhorni eyfirsks bónda.”


14:45-16:00: Kaffiveitingar og uppákomur: kartöflutertur og kaffi, kartöfluupptaka, listgjörningur, kartöflusýning. Atriđi á vegum Friđriks V, Önnu Richardsdóttur, Jorisar Rademaker, Guđrúnar H. Bjarnadóttur (Höddu), Helga Ţórssonar og Jóhanns Thorarensen.


16:00-17:00:  Jarđepli í íslenskri matargerđ: Neysla og nýting kartaflna
-    Brynhildur Pétursdóttir, Neytendasamtökunum: "Barátta fyrir betri kartöflum."
-    Friđrik Valur Karlsson, matreiđslumeistari: “Stađbundin matarmenning og kartöflukúnstir í matargerđ.”


17:00-17:45:  Umrćđur og samantekt


17:45-19:00:  Matarveisla: Kartöfluréttir frá Veitingastađnum Friđrik V
Hlé
21:00-23:00 Tónlistarveisla til heiđurs kartöflum: Helgi og hljóđfćraleikararnir


Bryndís Kondrup sýnir í Populus tremula

poptrem-akureyrarvaka08-web.jpg

Populus kynnir: Nýtt starfsár, 2008-2009, hefst á Akureyrarvöku.

Myndlistarsýning og miđnćturtónleikar


BRYNDÍS KONDRUP

myndlistarsýning

TIL VERA

Bryndís Kondrup opnar sýninguna TIL VERA í Populus tremula 30. ágúst kl. 14:00. Ţar sýnir hún myndbandsverk og myndverk á striga. Bryndís hefur unniđ viđ myndlist og myndlistarkennslu, ásamt öđrum myndlistartengdum störfum, undanfarin 20 ár. TIL VERA er tíunda einkasýning Bryndísar og er hugleiđing um tilvist og ferđalag í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Viđ opnun sýningarinnar tekur Ţórarinn Hjartarson lagiđ.

Einnig opiđ sunnudaginn 31.8. kl. 14:00 - 17:00.

Ađeins ţessi eina helgi.

 


DEAN FERRELL: miđnćturtónleikar

Á miđnćtti laugardagsins 30. ágúst heldur kontrabassa leikarinn Dean Ferrell tónleika í Populus tremula.

Dean er Akureyringum ađ góđu kunnur enda hefur hann haldiđ nokkra tónleika í Populus tremula undanfarin ár. Dean hefur getiđ sér orđ víđa um lönd fyrir óvenjulega og bráđskemmtilega tónleika/ kvöldskemmtanir ţar sem hann nálgast sígilda tónlist og bókmenntir međ afar sérstćđum og oft bráđfyndnum hćtti án ţess ađ slá nokkurn tíma af listrćnum kröfum. Hugsanlegt er ađ leynigestur láti sjá sig...

Húsiđ verđur opnađ kl. 23:45

Ađgangur ókeypis – malpokar leyfđir.


Margeir "Dire" Sigurđarson opnar sýninguna "Út á lífiđ / Party n´ bullshit" á Café Karólínu

dire.jpg


Margeir "Dire" Sigurđarson

Út á lífiđ / Party n´ bullshit
 

02.08.08 - 05.09.08   
 

Café Karólína // Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


Margeir "Dire" Sigurđarson opnar sýninguna "Út á lífiđ / Party n´ bullshit" á Café Karólínu laugardaginn 2. ágúst 2008 klukkan 14.

Verkin sem Margeir sýnir á Cafe Karólínu hafa sinn innblástur ađ sćkja til skemmtanalífs. Hann segir um verkin: “Oftar en ekki hef ég fundiđ sjálfan mig úti á lífinu ađ stara yfir allan dýragarđinn, öll ćđislega vitleysan er svo skiljanleg en samt á sama tíma svo langt frá ţví. Hvert móment hefur sögu ađ bera. Hver og einn í mismunandi ástandi en öll eru ţau í leit af einhverju nýju og jucy sem virđist vera rétt handann viđ horniđ.”
Verkin eru spreyjuđ og máluđ međ acryl á striga og á blađgull.

Margeir útskrifađist úr Myndlistaskólanum á Akureyri í vor en hefur nú ţegar tekiđ ţátt í samsýningum og sett um nokkrar einkasýningar.

Nánari upplýsingar veitir Margeir í evoldire(hjá)yahoo.com og í síma 8479303
 

Sýningin á Café Karólínu stendur til 5. september 2008.

Međfylgjandi er mynd af einu verkanna sem hann sýnir á Café Karólínu.

Nćstu sýningar á Café Karólínu:
06.09.08 - 03.10.08    Sigurlín M. Grétarsdóttir
04.10.08 - 31.10.08    Ingunn St. Svavarsdóttir Yst
01.11.08 - 05.12.08    Ţorsteinn Gíslason
06.12.08 - 02.01.09    Jóna Bergdal Jakobsdóttir
03.01.09 - 06.02.09    Herdís Björk Ţórđardóttir


Umsjónarmađur sýninganna er Hlynur Hallsson


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband