Anna Richards með gjörning í Ketilhúsinu og sýningaropnun GalleríBOXi

AnnaRichards4


Konfekt fyrir augu og eyru í Ketilhúsinu á Akureyri laugardaginn 11. apríl kl. 15:00

Anna Richards bæjarlistakona heldur veislu!

Anna Richards flytur í veislunni gjörning í sjö köflum.  Um er að ræða djarfa tilraunastarfsemi þar sem ýmsar listgreinar mætast.  Gjörningurinn er hluti af leið Önnu að sólósýningu sem er í vinnslu.
Tónlistina fremja Margot Kiis, Stefán Ingólfsson, Kristján Edelstein, Helgi Þórsson og Wolfgang Frosti Sahr.Þau verða einnig á tilraunaskónum og spinna í samvinnu við dans og myndlist.  Verkið er myndkonfekt  þar sem Brynhildur Kristinsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir eru tilraunakokkarnir í samvinnu við Önnu.

Aðgangseyrir á sýninguna eru 1000 krónur.  Ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára.

Strax að loknum gjörningi eða klukkan 16 opnar sýning með verkum Önnu í GalleríBOXi. Þar verða veitingar og fjör.

Verið öll velkomin.

Nánari upplýsingar um veisluna í Ketilhúsinu og sýninguna í GalleríBOXi gefur Anna í síma 863 1696.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband