Færsluflokkur: Tónlist
29.8.2013 | 22:16
Daníel Starrason sýnir í Hofi
Föstudaginn 30. ágúst verður opnun ljósmyndasýningarinnar Norðlenskt tónlistarfólk eftir Daníel Starrason í Hofi. Þar verða sýndar svarthvítar portrettmyndir af tónlistarfólki sem á rætur að rekja norður eða starfar á svæðinu.
Opnunin er kl. 18:00 á föstudaginn í Hofi.
Allir velkomnir.
www.danielstarrason.com
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2013 | 18:40
The Fixed & The Volatile í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Verksmiðjan á Hjalteyri
The Fixed & The Volatile
Richard Ashrowan
Pat Law
3. - 24. ágúst 2013
Sýningin opnar laugardaginn 3. ágúst kl. 15
Lifandi myndvörpunar gjörningur kl. 17.00
Opið alla daga kl. 14-17
Sýning Richard Ashrowan og Pat Law byggir á nýlegum verkum þar sem þau samþætta videoinnsetningar, hjóðmyndir og salt teikningar. Kjarni sýningarinnar er ákveðin rannsókn á mörkum hreyfimyndar og kyrrmyndar eða kyrrðar. Kanadíski gítarleikarinn og hljóðlistamaðurinn Nick Kuepfer hefur unnið hljóðverk fyrir sýninguna.
Richard Ashrowan mun sýna verk sem byggja á röð hreyfimynda, þar á meðal kvikmyndin “Speculum” og er þetta heims frumsýning. Myndin byggir á rannsókn á sambandi alkemíu, hreyfingar, ljóss og efnis. Á opnunardag mun Richard flytja verkið “Catoptrica” sem byggir á lifandi myndvörpun. Grunnur verksins/gjörningsins eru myndskeið sem tekin voru á Íslandi og á Svalbarða, og felur í sér “ritualistic” meðferð ljóss með notkun spegla, glers og myndvörpunar. Einnig verður frumsýnd 16mm kvikmynd í svart/hvítu frá nýlegum leiðangri lista-og vísindamanna til Svalbarða 2012 “Artic Circle expedition” með hljóðmynd eftir hljóðlistamanninn Nick Kuepfer (Canada).
Richard Ashrowan heimsótti Verksmiðjuna á Hjalteyri í maí árið 2011 en hann dvaldi að Hólum í Öxnadal um tíma. Hann varð fyrir miklum áhrifum af rými Verksmiðjiunnar, kringumstæðum, sögu og andrúmslofti. Hann ferðaðist einnig víða um landið og myndaði, og kynnti sér í leiðinni mennigu og listir þjóðarinnar. Ferð hans til Íslands leiddi af sér hluta af þeim videoverkum sem hann sýnir nú í Verksmiðjunni.
Richard Ashrowan hefur meðal annars verið með einkasýningar á Englandi, í Skotlandi, Póllandi, Rúmeníu og USA, fyrir utan fjölmargar sýningar í galleríum listamanna, á Kvikmyndahátíðum og samsýningum. Hann kennir um þessar mundir við Edinburgh College of Art og er framkvæmdastjóri Alchemy Film and Moving Image Festival í Skotlandi.
http://www.alchemyfilmfestival.org.uk
Pat Law mun sýna ný verk frá Svalbarða leiðangrinum 2012 ”Artic Circle expedition”. Hún vinnur innsetningarverk í Verksmiðjuna sem byggir á hreyfimyndum og salt teikningum. Í verkinu rannsakar hún bæði staðbundna og yfirnáttúrlega frumþætti vannýttra og yfirgefinna bygginga á Svalbarða. steininn sem þær eru byggðar úr og andann sem tengir þær saman. Samhliða sjónrænu verkunum, mun á opnuninni verða fluttur raddgjörningur þar sem hin skoska Kirsty Law söngkona og Arna Valsdóttir meðlimur í Verksmiðjunni flétta saman raddir sínar við hreyfimynd Pat Law.
Pat Law er myndlistarmaður frá Skotlandi sem vinnur með málun og hreyfimyndaform. Verk hennar byggja á rannsóknum á landslagi og hreyfanleika. Hún ferðast víða vegna verka sinna og byggir þau á þessum ferðum oft í samvinnu við listamenn frá hverju stað.
Á opnun flytur skoska söngkonan Kirsti Law www.kirstylaw.com
raddgjörning/ soundscape ásamt Örnu Valsdóttur meðlim í Verksmiðjunni við hreyfimynd Pat Law.
Kirsty Law mun einnig flytja skosk þjóðlög og eigin lög kl. 20:00 við borðhald sveitunga sem halda Sæludag í Sveitinni þennan dag og er opnun sýningarinnar hluti af þeirri hátíð.
Í kjölfar sýningarinnar kl. 22:00 fer fram
Factory Experimental Music MiniFest með hljómsveitunum:
R E P T I L I C U S
R E - P E T E A N D T H E W O L F M A C H I N E
R A F S T E I N N
D I C K V E G A S & T H E D I R T Y P A P A S
F R E N C H G I R A F F E
https://www.facebook.com/events/285800291559829
Menningarráð Eyþings, Hörgársveit, CCPgames, Bústólpi og Ásprent eru stuðningsaðilar Verksmiðjunnar á Hjalteyri.
Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð
http://www.verksmidjan.blogspot.com
https://www.facebook.com/verksmidjan.hjalteyri
https://www.facebook.com/events/533119400076124
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2013 | 17:53
Ásdís Arnardóttir sellóleikari með fyrirlestur í VMA
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2011 | 19:31
Umfjöllun um Sinfóníu Málarans
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónleikar með íslenskum einsöngslögum fyrir sópran og píanó í
Föstudagshádegi Listasumars í Ketilhúsinu, föstudaginn 22. júlí kl. 12.
Íslenska náttúran er sterkt afl sem er ekki einungis megnugt að stöðva
flugumferð í heiminum heldur hefur í gegnum aldirnar verið ljóð- og
tónskáldum innblástur og getið af sér óumræðanlega dýrmætar perlur.
Hvert lag á efnisskránni er tileinkað ákveðnum hlut eða fyrirbæri sem finnst
í eða tengist íslenskri náttúru. Til að auka áhrif tónlistarinnar verða
flytjendur umkringdir ljósmyndum af náttúru Íslands. Samspil orða, tónlistar
og mynda munu skapa andrúmsloft sem verður einstök upplifun fyrir
tónleikagestinn.
Textar laganna samanstanda af nokkrum gömlum þjóðvísum og ljóðum eftir mörg
af okkar ástsælustu skáldum: Einar Benediktsson, Tómas Guðmundsson, Jónas
Hallgrímsson, Huldu, Höllu Eyjólfsdóttur og Halldór Laxness og fleiri.
Lögin eru eftir Inga T. Lárusson Steingrím Thorsteinsson, Sigvalda
Kaldalóns, Sigurð Þórðarson, Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson, Jórunni Viðar,
Karl O. Runólfsson og fleiri. Miðaverð 1500 kr. og 1000 fyrir eldri borgara.
Flytjendur:
Rannveig Káradóttir, sópransöngkona.
Birna Hallgrímsdóttir, píanóleikari.
Ljósmyndir eftir Michaël Pankar
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2011 | 10:33
Kristján Pétur með tónleika og sýningarlok í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Uppáhaldslög
Kristján Pétur Sigurðsson verður með tónleika í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugardagskvöldið 23. júlí og hefjast þeir kl. 20:30.
Flutt verða nokkur uppáhaldslög eftir bæði Kristján Pétur og aðra. Húsið mun sjá um hljóðmögnun. Sérlegir aðstoðarmenn eru Guðmundur Egill Erlendsson og Birgir Sigurðsson. Aðgangur er ókeypis.
Hér er hægt að skrá sig á viðburðinn á facebook: https://www.facebook.com/event.php?eid=222566907785635
Nánari upplýsingar veitir Kristján Pétur í síma 895 9546 og í strandkp(hjá)simnet.is
Síðustu forvöð eru svo að sjá sýninguna Innsýn í Verksmiðjunni á Hjalteyri um helgina. Sýnendur eru Eygló Harðardóttir, Guðjón Ketilsson, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Joris Rademaker og Jón Laxdal.
Joris Rademaker er sýningarstjóri og hann valdi fjóra listamenn með sér til að vinna frjálslega með hugmyndir sem tengjast að einhverju leiti starfsemi Verksmiðjunnar og rými hússins. Á sýningunni eru skúlptúrar, málverk, veggmálverk og innsetningar.
Verksmiðjan er styrkt af Eyþingi.
Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga milli kl. 14.00 - 17.00 og einnig á meðan tónleikar Kristjáns Péturs standa yfir.
Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri, 601 Akureyri, 4611450
http://www.verksmidjan.blogspot.com
https://www.facebook.com/pages/Verksmi%C3%B0jan-%C3%A1-Hjalteyri/92671772828
Tónlist | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2010 | 08:54
Margrét Buhl opnar sýningu á Cafe Karólínu
Margrét Buhl
04.09.10 - 01.10.10
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Margrét Buhl opnar sýningu á Cafe Karólínu laugardaginn 4. september kl. 15:00. Sýningin stendur til 1. október og eru allir velkomnir.
Margrét útskrifaðist af fagurlistadeild úr Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2009 og er þetta önnur einkasýning hennar. Margét vinnur mikið með tónlist og tónlistarmenn í verkum sínum, þar sem hún fjallar um ástríðu sína á tónlist og hvernig hún tengist henni á persónulegan hátt.
Sýning Margrétar samanstendur af ljósmyndum þar sem hún túlkar látna tónlistarmenn, sem hafa haft sterk áhrif á hana í gegnum árin. Allir tónlistarmennirnir eru karlmenn, og túlkar hún þá með því að endurgera ljósmyndir af þeim, þar sem hún sjálf er viðfangsefnið.
Nánari upplýsingar veitir Margrét í síma 869 3632 eða tölvupósti: megbuhl(hjá)gmail.com
Café Karólína er opin frá kl. 17 og fram eftir nóttu alla daga nema laugardaga þá er opið frá kl. 15.
Næstu sýningar á Café Karólínu:
02.10.10 - 05.11.10 Hrönn Einarsdóttir
06.11.10 - 03.12.10 Guðrún Hadda Bjarnadóttir
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2010 | 13:23
Finnur, Keli og Kristján í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Verksmiðjan á Hjalteyri
Finnur Keli Kristján ?
31. júlí – 5. september 2010
Opnun laugardaginn 31. júlí kl. 16
Opið um helgar frá kl. 14 - 17
facebook.com/pages/Verksmidjan-a-Hjalteyri/92671772828?ref=ts
Finnur Arnar, Kristján Steingrímur og Þorkell Atlason
Laugardaginn 31. júlí verður opnuð sýningin "Finnur Keli Kristján ?" í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Sýningin er samvinnuverkefni myndlistarmannanna Finns Arnar, Kristjáns Steingríms og tónskáldsins Þorkels Atlasonar.
Listamennirnir, sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu, lögðu land undir fót á húsbíl norður á Hjalteyri viku fyrir opnunina og settu upp sýninguna úr efnis- og hljóðheimi staðarins.
Á opnun verður fluttur gjörningur.
Sýningin stendur frá 31. júlí til 5. september og verður opin um helgar frá 14 - 17. Á virkum dögum er hægt að hafa samband í síma 692 7450 til að skoða sýninguna.
Nánari upplýsingar veitir Finnur Arnar í síma 899 5590 og Kristján Steingrímur í kristjan@lhi.is
Menningarráð Eyþings styrkir Verksmiðjuna á Hjalteyri.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2010 | 09:12
Dansgjörningurinn “Sláturhús hjartans” í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Laugardaginn 15. maí n.k. verður frumfluttur dansgjörningurinn “Sláturhús hjartans” í listrými Verksmiðjunnar á Hjalteyri við Eyjafjörð. Sýningin hefst kl. 17:00.
Höfundar verksins eru Anna Richards dansgjörningalistakona og Sigurbjörg Eiðsdóttir myndlistakona.
Flytjandi verksins er Anna Richards en í verkinu koma fram, auk Önnu, Hallgrímur J. Ingvason tónlistamaður, Helga Rós Indriðadóttir sópransöngkona, Sigurður Hólm Sæmundsson björgunarsveitamaður og Karlakór Dalvíkur undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Sviðsstýra og ljósmóðir verksins er Lene Zachariassen.
Í verkinu er fjallað um ferðalag mannveru innan völundarhúss hjarta síns og þau átök sem þar eiga sér stað og leiða hana í gegnum ferli ástríðna, uppgjafar, ótta, skilnings og umbreytinga.
Umgjörð verksins er unnin inn í rými gömlu síldarbræðslunnar á Hjalteyri og er áhorfendum frjálst að færa sig til í rýminu á meðan á flutningi verksins stendur því einnig er hægt að fylgjast með verkinu af annarri hæð hússins.
Tónlist í verkinu er að hluta frumsamin og flutt sem spunaverk þar sem dansari og tónlistarmenn spinna saman.
Rúta fer frá Listasafninu á Akureyri kl. 16:30
Enginn aðgangseyrir.
Kaffi Lísa á Hjalteyri er opið.
Verkið hlaut styrk frá Leiklistarráði Íslands og Menntamálaráðuneyti 2010 og frá Menningarráði Eyþings.
Nánari upplýsingar gefur Anna í síma 863 1696
http://www.facebook.com/pages/Verksmidjan-a-Hjalteyri/92671772828?ref=ts
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tvær sýningar opna í DaLí Gallery laugardaginn 9. Janúar 2010 kl.14-17.
Það eru fyrstu sýningar ársins í DaLí Gallery, og eru þar á ferð
listakonurnar Margrét Buhl og Jana María Guðmundsdóttir.
Myndlistakonan Margrét Buhl opnar í DaLí Gallery og vinnur Margrét
innsetningu í salinn sem fjallar um minningar, tímabil og tónlistatengsl
með persónulegri nálgun. Margrét er útskrifuð frá Myndlistaskólanum á
Akureyri og er þetta fyrsta einkasýning listakonunnar.
Jana María Guðmundsdóttir, söng og leikkona opnar sýningu í litla rýminu
KOM INN sem staðsett er á vinnustofu DaLí, einu af minnstu sýningarrýmum
landsins. Jana María verður einnig með innsetningu og í verki sínu leikur
hún sér með upplifun skynfæranna og andlega næringu. Jana María lauk
fornámi í Myndlistaskólanum í Reykjavík, burtfararprófi í einsöng í
Söngskóla Reykjavíkur og BA í leiklist við Konunglega Listaháskólann í
Skotlandi, Royal Schottish Academy of Music and Drama.
DaLí Gallery er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 meðan á sýningunum
stendur - til 24.janúar.
Allir Velkomnir
DaLí Gallery Brekkugata 9, 600 Akureyri
www.daligallery.blogspot.com
dagrunm@snerpa.is / lina@nett.is
8957171 / 8697872
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)