Margrét Buhl opnar sýningu á Cafe Karólínu

poster_correct_1.jpg

 

Margrét Buhl

 

04.09.10 - 01.10.10

 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

---

Margrét Buhl opnar sýningu á Cafe Karólínu laugardaginn 4. september kl. 15:00. Sýningin stendur til 1. október og eru allir velkomnir.

 

Margrét útskrifaðist af fagurlistadeild úr Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2009 og er þetta önnur einkasýning hennar. Margét vinnur mikið með tónlist og tónlistarmenn í verkum sínum, þar sem hún fjallar um ástríðu sína á tónlist og hvernig hún tengist henni á persónulegan hátt.

 

Sýning Margrétar samanstendur af ljósmyndum þar sem hún túlkar látna tónlistarmenn, sem hafa haft sterk áhrif á hana í gegnum árin. Allir tónlistarmennirnir eru karlmenn, og túlkar hún þá með því að endurgera ljósmyndir af þeim, þar sem hún sjálf er viðfangsefnið.

 

Nánari upplýsingar veitir Margrét í síma 869 3632 eða tölvupósti: megbuhl(hjá)gmail.com

 

Café Karólína er opin frá kl. 17 og fram eftir nóttu alla daga nema laugardaga þá er opið frá kl. 15.

 

Næstu sýningar á Café Karólínu:

02.10.10 - 05.11.10                  Hrönn Einarsdóttir                 

06.11.10 - 03.12.10                  Guðrún Hadda Bjarnadóttir

 

margret.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband