Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Finnur, Keli og Kristján í Verksmiđjunni á Hjalteyri

finnur_keli_kristjan.jpg

 

Verksmiđjan á Hjalteyri

 

Finnur Keli Kristján ?

31. júlí – 5. september 2010

Opnun laugardaginn 31. júlí kl. 16

Opiđ um helgar frá kl. 14 - 17

verksmidjan.blogspot.com

facebook.com/pages/Verksmidjan-a-Hjalteyri/92671772828?ref=ts

 

 

Finnur Arnar, Kristján Steingrímur og Ţorkell Atlason

 

Laugardaginn 31. júlí verđur opnuđ sýningin "Finnur Keli Kristján ?" í Verksmiđjunni á Hjalteyri.

Sýningin er samvinnuverkefni myndlistarmannanna Finns Arnar, Kristjáns Steingríms og tónskáldsins Ţorkels Atlasonar.

Listamennirnir, sem eru búsettir á höfuđborgarsvćđinu, lögđu land undir fót á húsbíl norđur á Hjalteyri viku fyrir opnunina og settu upp sýninguna úr efnis- og hljóđheimi stađarins.

Á opnun verđur fluttur gjörningur.

Sýningin stendur frá 31. júlí til 5. september og verđur opin um helgar frá 14 - 17. Á virkum dögum er hćgt ađ hafa samband í síma 692 7450  til ađ skođa sýninguna.

Nánari upplýsingar veitir Finnur Arnar í síma 899 5590 og Kristján Steingrímur í kristjan@lhi.is

Menningarráđ Eyţings styrkir Verksmiđjuna á Hjalteyri.


Reimleikar – húslestur frá 20. öld í Verksmiđjunni á Hjalteyri

verksm.jpg

Um helgina verđur ljóđasýningin Reimleikar sett upp í Verksmiđjunni. Sýningin stendur yfir eina helgi frá 23. til 25. júlí. Á sýningunni er ljósi brugđiđ á íslenska ljóđlist, upptökur og upplestur. Ţar sem gefnar hafa veriđ út á Íslandi međ upplestri ljóđskálda, og ţćr settar upp til spilunar. Sýningin er í grunninn bókmenntasöguleg. Hćgt verđur ađ hlusta á skáld og skáldskap frá ólíkum tímabilum og hlusta sig ţannig í gegnum íslenska ljóđlist 20. aldar. Sýningin býr einnig yfir mörgum lögum: hćgt er ađ njóta raddanna og bera saman raddblć skáldanna, hćgt er ađ njóta ljóđanna, hćgt er ađ njóta sögunnar sem býr í útgáfunni og upptökutćkninni. Á endanum stendur áheyrandinn líka frammi fyrir spurningum um eđli upptökunnar og hins talađa orđs. Verksmiđjan sjálf á Hjalteyri skiptir sköpum fyrir sýninguna, tilkomumikill hljómburđur hússins skapar sýningunni einstaka umgjörđ. Enginn fćr notiđ upplesturs sem hefur veriđ upptekinn, nema hann fari fram í húsi sem hćfir. Verksmiđjan er fullkomlega eyđilegur stađur - hún leyfir fólki ađ hlusta eitt, sér og út af fyrir sig, ţótt allir fái notiđ ljóđlistarinnar í sameiningu. Sýningin er önnur í röđinni af ţremur sýningum sem tengjast bókmenningu og margmiđlun. Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Hjálmar Stefán Brynjólfsson setja upp sýninguna. Áđur hafa ţau dansađ á mörkum bókmennta og myndlistar í sýningunni Bráđum – áminning um möguleika gleymskunnar sem sett var upp í nóvember 2009 í GalleríBOX. Síđasta sýningin fer fram áriđ 2011.

Athugiđ: ađeins ţessi eina helgi.

http://www.verksmidjan.blogspot.com

http://www.facebook.com/pages/Verksmidjan-a-Hjalteyri/92671772828?v=wall


Frauke Hänke og Claus Kienle sýna í Kunstraum Wohnraum á Akureyri

laugardagur_s_degi.jpg

 

FRAUKE HÄNKE + CLAUS KIENLE

WO AUCH IMMER - HVAR SEM ER

11.07. - 29.08.2010

 

Opnun sunnudaginn 11. júlí 2010, klukkan 11-13

Eröffnung am Sonntag 11. Juli 2010, 11-13 Uhr           

Preview on Sunday July 11th.  2010, at 11-13

 

Opiđ samkvćmt samkomulagi • Geöffnet nach Vereinbarung Open on appointment       

    

KUNSTRAUM WOHNRAUM                          

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir           

Ásabyggđ 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744

hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de

 

Sunnudaginn 11. júlí 2010 klukkan 11-13 opna ţau Frauke Hänke og Claus Kienle sýninguna “Wo auch immer – Hvar sem er” í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.

 

Sýningin er byggđ á ljósmyndum sem eru unnar međ međ mismunandi ađferđum. Frauke Hänke og Claus Kienle eru búsett í Hamborg í Ţýskalandi en verđa viđstödd opnunina í Kunstraum Wohnraum.

Fyrir sýninguna kemur út 32 blađsíđna sýningarskrá međ myndum og textum.

 

Úr texta í sýningarskrá: “Verk Frauke Hänke og Claus Kienle eru önnur sýn á veruleikann sem oft virkar hversdagslegur. Ljósmyndir af gönguhópi, vinnuvélum, ferđamönnum, fótboltavelli eđa hjólhýsum. En ţađ er liturinn, textinn, skurđur myndanna og samhengiđ sem gera ţćr allt annađ en hversdagslegar.”

 

Myndir af verkum ţeirra og nánari upplýsingar eru á síđunni www.haenke-kienle.de og einnig á www.heim-herd.de

 

Nánari upplýsingar veita Frauke og Claus í info@haenke-kienle.de

 

Kunstraum Wohnraum hefur veriđ starfrćkt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Ţađ er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggđ 2. Sýning Frauke Hänke og Claus Kienle stendur til 29. ágúst 2010 og er opin eftir samkomulagi og hćgt er ađ hringja í síma 462 3744.

 

Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er ađ finna á: http://www.hallsson.de/projects/kunstraum_wohnraum/kunstraum_wohnraum.html

 

alpenkreuzer_1006881.jpg


Hrefna Harđardóttir sýnir myndverkiđ TENGJA á Café Karólínu

tengja.jpg

 

Myndverkiđ TENGJA samanstendur af tólf ljósmyndum af konum búsettum viđ Eyjafjörđ og eru allar virkar í menningarlífi Akureyrar. 

Myndirnar eru svart/hvítar međ einum lit, ţar sem viđ á og eru ţćr rammađar inn af efnisvafningum sem er tilvísun í menningu kvenna. Myndirnar voru sérstaklega gerđar fyrir sýningu á Café Karólínu en Karólína ţessi var nefnd eftir gisti- og veitingahúsinu Caroline Rest, sem ţýskfćddur Ameríkani ađ nafni George Schrader rak á ţessum slóđum skömmu eftir fyrri aldamót og kenndi í höfuđ móđur sinnar. 


Hver kona valdi sér einn hlut sem tengist ţeim á einn eđa annan hátt, eitthvađ sem ţeim ţykir vćnt um eđa hafa fundiđ, veriđ gefiđ eđa haft áhrif á ţćr. Konurnar tengjast einnig bćđi innáviđ og útáviđ sem vinkonur, frćnkur, mćđgur, vinnufélagar, kollegar, kórfélagar og sem sterkir og litríkir einstaklingar í sínu umhverfi. Einnig kemur úr ljósmyndabók af sýningunni og getur fólk pantađ hana hjá Hrefnu.

 

Konurnar eru : 

Arna Guđný Valsdóttir

Guđrún Hallfríđur (Hadda) Bjarnadóttir

Hjördís Frímann

Hildur María Hansdóttir

Hrafnhildur Vigfúsdóttir

Guđrún Pálína Guđmundsdóttir

Kristín Ţóra Kjartansdóttir

Linda Ólafsdóttir

Ţorbjörg Ásgeirsdóttir

Valdís Viđarsdóttir

María Jóna Jónsdóttir

Sigrún Höskuldsdóttir

 

 

Hrefna Harđardóttir stundađi nám á myndlistarbraut MA (stúdent 1989) og útskrifađist frá Leirlistardeild MHÍ eftir nám árin 1992-95  og lauk B.Ed kennaranámi frá Listaháskóla Íslands 2007.

Hún hefur sótt mörg námskeiđ í grafík, ljósmyndun og leirlist í Frakklandi, Ítalíu, Ungverjalandi, Danmörku og Englandi og haldiđ nokkrar einkasýningar og tekiđ ţátt í mörgum samsýningum víđa um land og erlendis. Hún er félagi í Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Myndlistarfélaginu og Leirlistarfélagi Íslands. Hrefna starfar á eigin verkstćđi í Listagilinu Akureyri. 

 

Hrefna Harđardóttir

 

TENGJA

 

03.07.10 - 06.08.10

 

Café Karólína // Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

 

 

 

Nánari upplýsingar veitir Hrefna í síma 862 5640 eđa tölvupósti: hrefnah@simnet.is

Einnig á heimasíđu Hrefnu: http://www.simnet.is/hrefnah

 

 

Sýningin stendur til föstudagsins 6. ágúst og allir eru velkomnir.

 

Café Karólína er opin frá kl. 17 og fram eftir nóttu alla daga nema laugardaga ţá er opiđ frá kl. 15.

 

Nćstu sýningar á Café Karólínu:

07.08.10 - 03.09.10                  Arnţrúđur Dagsdóttir

04.09.10 - 01.10.10                  Margrét Buhl                  

06.11.10 - 03.12.10                  Guđrún Hadda Bjarnadóttir


Ný framtíđarsýn í norrćnu menningarsamstarfi

logo

Ţátttakendur í lista- og menningarstarfi á Norđurlöndum munu á nćstunni sjá nýjar pólitískar áherslur á ţessu sviđi. Ástćđan er sú ađ norrćnu menningarmálaráđherrarnir hafa samţykkt nýja framtíđarsýn og framkvćmdaáćtlun fyrir menningarsamstarf 2010-2012. Jafnframt hefst úttekt á endurskipulagi menningarsamstarfsins frá árinu 2007.

04/05 2010

Norrćnu menningarmálaráđherrarnir gerđu nýlega samkomulag um nýja framtíđarsýn fyrir norrćnt menningarsamstarf. Ţeir urđu sammála um ađ leggja áherslu á fimm málaflokka nćstu tvö árin.

Forgangsröđun verkefna mun fara fram í nánu samstarfi viđ norrćnar lista- og menningarstofnanir en eftirfarandi málaflokkar verđa í brennidepli:

·    Hnattvćđing
·    Börn og ćskufólk
·    Menningararfur
·    Fjölbreytileiki
·    Tungumál

Áherslur menningarmálaráđherranna eru settar fram í tveimur skjölum, stefnumótunarskjali og framkvćmdaáćtlun.

Framkvćmdaáćtlunin er nátengd framtíđarsýninni, en er sveigjanleg og verđur uppfćrđ árlega. Skjölin verđa gefin út á prenti á sjö norrćnum tungumálum og verđur hćgt ađ nálgast ţau á heimasíđu ráđherranefndarinnar frá 1. júní.

Mat á endurskipulagningu menningarsamstarfsins

Jafnframt hafa menningarmálaráđherrarnir fjallađ nánar um endurskipulag menningarsamstarfsins sem fór fram áriđ 2007.

Fyrirkomulagi norrćna menningarsamstarfsins hefur veriđ breytt á undanförnum árum međ ţađ ađ markmiđi ađ gera samstarfiđ opnara og sveigjanlegra. Sú ţróun ţví halda áfram á nćstu árum og verđur áhersla lögđ bćđi á einstaka listamenn og almenn samtök.

Menningarmálaráđherrarnir hafa ákveđiđ ađ ýta úr vör mati á menningarsamstarfinu og skal ţví vera lokiđ í mars 2011.

Breytingar á forsendum menningarsamstarfsins verđa gerđar samhliđa ţeirri framţróun og úrlausnarefnum sem koma upp á Norđurlöndum og utan ţeirra.


María Jónsdóttir
Forstöđumađur Norrćnu upplýsingaskrifstofunnar
Leder Nordisk informationkontor
Netfang/e-post: mariajons@akureyri.is
hjemmeside: www.akmennt.is/nu

Norrćna upplýsingaskrifstofan/Nordisk informationkontor
Kaupvangsstrćti 23
600 Akureyri
Island.
Sími: 462 7000 Fax: 462 7007.

Samkeppni um tákn fyrir gildi ţjónustustefnu Akureyrarbćjar


sitelogo

Ţjónustustefna Akureyrarbćjar var nýlega samţykkt í bćjarstjórn. Mikilvćgt er ađ starfsfólk bćjarins ţekki stefnuna og tileinki sér hana í störfum sínum.  Kynning á stefnunni fer nú fram á vinnustöđum Akureyrarbćjar.
Til ađ gera ţjónustustefnuna sýnilegri er nú efnt til samkeppni um tákn fyrir hvert og eitt gildi hennar. Tákniđ verđur ađ lýsa gildinu á myndrćnan hátt.
Gildin ţjónustustefnunnar eru fagleg, lipur og traust
Samkeppnin hefst 1. maí og stendur til 15. maí.
    •    Samkeppnin er öllum opin, bćđi einstaklingum og hópum.
    •    Senda má inn í samkeppnina hvers konar myndrćna framsetningu (ljósmyndir,  teikningar o.s.frv.).
    •    Vinningstillögurnar verđa notađar í kynningum og framsetningu á ţjónustustefnunni og verđa eign Akureyrarbćjar.
    •    Tillögum skal skila inn rafrćnt á netfangiđ gildin3@akureyri.is
    •    Verđlaun verđa veitt fyrir bestu hugmyndirnar.
Ţjónustustefnuna er hćgt ađ nálgast á starfsmannahandbókinni á heimasíđu Akureyrarbćjar: www.akureyri.is/starfsmannahandbok
Nú er tćkifćriđ til ađ leyfa hugmyndafluginu ađ njóta sín!
Allir eru hvattir til ţátttöku.

Starfshópur um innleiđingu á ţjónustustefnu Akureyrarbćjar.
Dagný M. Harđardóttir, skrifstofustjóri Ráđhúss
Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörđur
Ingunn H. Bjarnadóttir, verkefnastjóri starfsţróunar
Ólafur Örn Torfason, forstöđumađur á búsetudeild
Ragnheiđur Lilja Bjarnadóttir, ađstođarskólastjóri Oddeyrarskóla


Opinn fundur um stefnu í menningarmálum á Akureyri

myndlistafelagid-heil17-10_copy.jpg

Myndlistafélagiđ bođar til fundar međ fulltrúum frambođanna til sveitastjórnarkosninga á Akureyri 2010, í Deiglunni miđvikudaginn 28. apríl kl. 20:00.

Hver er stefnan í menningarmálum?
Á ađ selja Ketilhúsiđ?
Er 50% niđurskurđur á starfslaunum bćjarlistamanns réttlćtanlegur?
Hvenćr fer Listasafniđ á efri hćđina?
Hver er heildarkostnađur viđ byggingu Hofs?

Fundarstjóri: Birgir Guđmundsson, stjórnmálafrćđingur

ALLIR SEM LÁTA SIG GILIĐ OG MENNINGU VARĐA ERU HVATTIR TIL AĐ MĆTA

Stjórn Myndlistafélagsins


13 nýjar sýningar í Safnasafninu

syning2_1400

Á Eyfirskum safnadegi, laugardaginn 1. maí kl. 14.00, verđa opnađar 13 nýjar sýningar í Safnasafninu á Svalbarđsströnd

Á bílastćđi verđur afhjúpuđ bifreiđ sem 5 félagar í Geđlist, Akureyri, hafa umbreytt og kynna undir yfirskriftinni: Inn og út um gluggann. Ţessi framsetning er liđur í dagskrá hátíđarinnar Listar án landamćra

Í Austursal er haldiđ upp á 80 ára afmćli Sólheima í Grímsnesi međ fjölbreyttri sýningu, sem er framlag til Listar án landamćra og viđleitni safnsins til ađ halda tengslum viđ sérstćđa listsköpun

Í Miđrými er nýstárleg safnkynning ţar sem blandađ er saman framsćkinni nútímalist, alţýđulist, vöruhönnun, handverki, leikföngum, minnjagripum o.fl.

Í Brúđusafni er endurgerđ grunnsýning međ ţjóđbúningabrúđum, brúđuhúsi, leikföngum og fatnađi

Í Veitingasal eru regnbogamyndir eftir börn í Leikskólanum Álfaborg, Svalbarđseyri, og leikföng sem í sólskini mynda regnboga og upplýsta litafleti

Í Vestursal er samsýning á listaverkum eftir Önnu Hallin og Olgu Bergmann,  Reykjavík. Ţćr fremja gjörning í garđi safnsins á opnunardegi kl. 15.00.

Í Svalbarđsstrandarstofu er haldiđ upp á aldarafmćli Ungmennafélagsins Ćskunnar međ sýningu á eldri og yngri gögnum, og er sýningin afrakstur af umfangsmikilli heimildaleit, yfirlestri og frumrannsóknum - sem bíđa frekari umfjöllunar og úrvinnslu

Í Verslun Ásgeirs G. Gunnlaugssonar & Co er kynning á útsaumi Ţórveigar Sigurđardóttur frá Sleitustöđum, Skagafirđi, einnig á öskupokum í eigu safnsins, keyptum úr dánarbúi Halldórs Hansen barnalćknis og tónlistarunnanda, Reykjavík, útsaumađir og málađir af móđur hans á fyrsta fjórđungi 20. aldar 

Í Bókastofu er safnsýning á málverkum eftir  Jón Ólafsson, Reykjavík, pappaskúlptúrum eftir Söru Vilbergsdóttur, Reykjavík, og sérstćđu skópari eftir Atla Viđar Engilbertsson, Akureyri

Í Langasal er sýning á tálguverkum o.fl. eftir Hálfdán Ármann Björnsson, Hlégarđi í Ađaldal, máluđum steinum eftir ekkju hans, Bergljótu Benediktsdóttur, og klippimyndum eftir ömmu hans, Ţóreyju Jónsdóttur

Í Norđursölum eru 3 einkasýningar, ţrívíđ verk eftir Ţór Vigfússon, Djúpavogi, ljósmyndir af fossum eftir Rúrí, Reykjavík, og innsetning eftir Níels Hafstein, Ţinghúsinu, Svalbarđsströnd

Styttur Ragnars Bjarnasonar taka svo á móti gestum á pöllunum fyrir utan eins og undanfarin ár. Unniđ er ađ viđgerđ ţeirra og sjá gestir ţess glögg merki

Ţann 11. júlí, á Íslenskum safnadegi, verđa opnađar 2 nýjar sýningar í Norđursölum, a.v. á 80 teikningum og grafíkmyndum eftir 43 innlenda og erlenda höfunda, og h.v. á fjölfeldinu Listveislu 1, međ verkum eftir 23 listakonur í Eyjafirđi og á höfuđborgarsvćđinu. Listveisla 1 er gerđ ađ frumkvćđi safnsins, styrkt af Menningarsjóđi kvenna (Hlađvarpanum), Menningarráđi Eyţings og Rarik

Safnasafniđ er opiđ daglega frá 14.00 - 17.00 í maí, en 10.00 - 18.00 frá byrjun júní fram á haust, sjá nánar á www.safnasafnid.is, en ţar eru einnig upplýsingar um inngangseyri, tilbođ, veitingar, salaleigu, verslun, verđ á íbúđ, innra starf safnsins, kort og uppdrćttir. Sýningaskráin verđur gefin út í júní og fćrđ inn á vefsíđu um leiđ.


Stjórn Myndlistarfélagsins mótmćlir 50% niđurskurđi Akureyrarbćjar á starfslaunum listamanna

box_983369.jpg


Á erfiđum tímum sem ţessum er menningin mikilvćgur ţáttur í uppbyggingu ţess samfélags sem viđ viljum skapa. Hún er tćki sem viđ getum notađ til breytinga og vaxtar. Fyrir 20 árum síđan fór hópur áhugafólks um menningu af stađ međ framsćknar hugmyndir og nýja sókn. Listagiliđ varđ til. Ţar var áđur mikill iđnrekstur á vegum Kaupfélags Eyfirđinga sem hafđi flutt starfsemi sína. Sennilega er ţetta eitt mesta framfaraskref í menningarmálum Akureyrarbćjar. Hugmyndir spruttu úr grasrótinni og urđu ađ veruleika međ dyggri ađstođ bćjaryfirvalda. Allir vildu verkefninu vel og lögđu fjölmargir fram krafta sína og byggđu upp Giliđ. Síđan hefur margt runniđ til sjávar og er nú öflug listastarfsemi í Listagilinu.

En til ţess ađ listin geti ţjónađ hlutverki sínu í okkar samfélagi sem uppspretta nýrra og frumlegra hugmynda, ţarf hún frelsi til ađ ţróast. List á ekki bara ađ veita ánćgju, og vekja ađdáun, ţađ er einnig hlutverk hennar ađ vera ögrandi, spyrja spurninga, koma á óvart og benda á ţađ sem viđ hefđum annars ekki komiđ auga á, eđa viljum jafnvel ekki koma auga á. Grundvöllur nýsköpunar og öflugs listalífs er ađ sem flestir taki ţátt í menningarlífinu. Listin á stóran ţátt í ţví ađ gera bćjarlífiđ spennandi, áhugavert og skemmtilegt.

Mikilvćgt er ađ styrkveitingar bćjarins til listalífsins taki miđ af ţví ađ mörkin milli listforma og ólíkra menningarheima eru í sífelldri endurskođun. Viđ teljum ţađ lykilatriđi og hlutverk bćjaryfirvalda í menningarlífi ađ vera í góđum tengslum viđ grasrótina og ţá sem stunda hefđbundnari listsköpun. Auk ţess ađ styđja verkefni sem hafa sannađ gildi sitt og fundiđ sinn farveg, ţarf bćrinn ađ hlúa ađ grasrótar- og tilraunastarfsemi, sem oft er vísirinn ađ ţví sem koma skal. Til ţess ađ listalíf bćjarins geti blómstrađ ţarf einnig ađ vera fyrir hendi hentug vinnu- og sýningarađstađa á viđráđanlegum kjörum fyrir yngri sem eldri listamenn. Ţar ţjónar Giliđ mikilsverđu hlutverki sem stađur viđburđa og sköpunar.

Stjórn Myndlistarfélagsins lýsir yfir áhyggjum sínum vegna skerđingar Akureyrarbćjar á starfslaunum listamanna og öđrum styrkjum til menningarmála og listaverkakaupa. Viđ teljum brýnt á tímum sem ţessum ađ efla frumkvćđi og sköpunarkraft međ öllum tiltćkum ráđum.  Ţá er mjög athyglisvert  ađ skođa sáttmála meirihlutaflokkana í ljósi niđurskurđarins.

Leiđarljós meirihlutaflokkanna í menningarmálum er menningarstefna sem gildir til ársins 2008. Markmiđiđ er ađ Akureyri verđi fyrirmynd annarra sveitarfélaga í menningarmálum međ stuđningi ríkisvaldsins, atvinnumennska listamanna verđi efld og fjölbreytni í menningar- og listastarfsemi aukin. Vilji er til ađ tryggja jafnan ađgang íbúa ađ menningarstarfsemi og sérstök áhersla lögđ á ţátttöku barna. Sérstök verkefni á kjörtímabilinu eru:

  • Viđ endurnýjun samnings viđ ríkiđ um menningarmál frá áramótum 2006 – 2007  verđur lögđ áhersla á aukin framlög ríkisins m.a. vegna reksturs menningarhúss og Gásaverkefnisins auk Sinfóníuhljómsveitar Norđurlands, Leikfélags Akureyrar, Amtsbókasafnsins og Listasafnsins.
  • Safnastarfsemi í bćnum verđur efld og söfnin gerđ  ađgengilegri, bćđi međ nútímatćkni, margmiđlun og opnunartíma. Jafnframt verđur hugađ ađ uppbyggingu safna í Hrísey.
  • Framlög í Menningarsjóđ verđa aukin sem og vćgi fastra rekstrarsamninga viđ einstaklinga og félagasamtök.. Samvinna viđ frjáls félagasamtök verđur aukin, t.d. međ umsjón og rekstri skýrt afmarkađra verkefna, s.s. Listasumars, Akureyrarvöku og annarra viđburđa. Framlag bćjarins í Húsverndarsjóđ verđur aukiđ til ađ hvetja til uppbyggingar og endurgerđar gamalla húsa
  • Lögđ verđur aukin áhersla á kynningarmál Akureyrarbćjar og tćkifćri nýtt sem gefast ţegar stórir viđburđir eru á lista- eđa íţróttasviđinu eđa í öđrum greinum afţreyingar. Stofnanir sveitarfélagsins og félög, sem eru samningsbundin ţví á einn eđa annan hátt, eiga ađ nýta sér sameiginlegar kynningarleiđir og fá ţannig aukinn slagkraft.
  • Vinabćjarsamstarf Akureyrar verđur nýtt betur til ađ auka viđskiptatengsl, koma á fyrirtćkjastefnumótum og gera samanburđarrannsóknir á búsetuskilyrđum og lífsgćđum íbúa.
  • Árlega verđa sett upp  umhverfislistaverk í sveitarfélaginu í samvinnu viđ skapandi einstaklinga og samtök.
  • Samstarf menningarstofnana, listamanna og grunnskóla verđur eflt og fé veitt í ţróunarstarf á sviđi sköpunar í grunnskólum. Kannađir verđa möguleikar á ađ halda Alţjóđlega barnamenningarviku ađ vori til, fyrst áriđ 2008.


Samt og ţrátt fyrir ţetta hefur komiđ til skerđingar á starfslaunum listamanna og öđrum styrkjum til myndlistar og listaverkakaupa. Starfslaun listamanna Akureyrarbćjar eru 190.000 ţús á mánuđi í formi verkatakagreiđslna og hafa veriđ hingađ til greiddir 12 mánuđir til tveggja listamanna. Til samanburđar eru listamannalaun sem eru greidd af ríkinu 266.737 kr.  Nú á ađ skera ţetta niđur í 6 mánuđi og ađeins einn listamađur hlýtur launin. Viđ erum öll međvituđ um stöđu mála í dag og skiljum vel ađ einhversstađar ţurfa ađ bregđa hnífnum á. En viđ verđum ađ passa okkur á ţví ađ drepa ekki niđur frumkvćđi og viljan til framkvćmda. Akureyrarbćr hefur unniđ sér nafniđ menningarbćr og viđ viljum öll tryggja ađ svo verđi áfram. En ţetta eru ţví miđur skýr skilabođ til ţeirra listamanna sem búa á Akureyri. Stjórn Myndlistarfélagsins mótmćlir 50% niđurskurđi Akureyrarbćjar á starfslaunum listamanna.


Virđingarfyllst

Stjórn Myndlistarfélagsins


Umsóknarfrestur um Starfslaun listamanna á Akureyri rennur út 19. mars

sitelogo


Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum listamanna um starfslaun fyrir tímabiliđ 1. júní 2010 til 31. maí 2011. Starfslaunum verđur úthlutađ til eins listamanns og hlýtur viđkomandi sex mánađa laun. Ćtlast er til ađ ađ listamađurinn helgi sig list sinni eđa einstökum verkefnum á vettvangi hennar á starfslaunatímanum og einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina.
Umsćkjendur skili, ásamt umsókn, upplýsingum um listferil sinn og greinargóđum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skal notađur. Umsóknum skal skilađ í ţjónustuanddyri ráđhússins ađ Geislagötu 9. Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viđburđa- og menningarmála hjá Akureyrarstofu í netfanginu huldasif@akureyri.is.
Fyrir tímabiliđ 2009-2010 hlutu Guđný Kristmannsdóttir myndlistarkona og Björn Ţórarinsson tónlistarmađur starfslaun til ađ sinna list sinni í sex mánuđi hvort.
Umsóknarfrestur er til og međ 19. mars nk.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband