30.9.2009 | 12:13
Sýningu Guðbjargar Ringsted í Grafíksafni Íslands lýkur um helgina
Nú um helgina lýkur myndlistasýningu Guðbjargar Ringsted í Grafíksafni Íslands sem staðið hefur yfir síðan 19. sept. Þar sýnir hún 12 akrýlmálverk sem eru unnin á þessu ári og því síðasta og vísar myndefnið í munstur af íslenska kvenbúningnum. Þannig verða verkin óður til þeirra kvenna sem unnu og vinna við gamla, íslenska handverkið. Þetta er 17. einkasýning Guðbjargar en hún er félagi í SÍM, Íslenskri grafík og Myndlistarfélaginu. Sýningin er opin frá kl. 14:00 til kl. 18:00 frá fimmtudeginum 1. okt. til sunnudagsins 4. okt. og verður Guðbjörg yfir sýningunni alla helgina.
29.9.2009 | 10:02
Bryndís Kondrup opnar sýningu á Café Karólínu
Bryndís Kondrup
Staðsetningar
03.10.09 - 06.11.09
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Bryndís Kondrup opnar sýninguna Staðsetningar á Café Karólínu laugardaginn 3. október klukkan 15.
Sýningin Staðsetningar samanstendur af málverkum, landakortum og trjágreinum.
Þetta eru hugleiðingar um staði og staðsetningar, hvar erum við stödd í tíma og rúmi eða hvar vildum við vera stödd?
Bryndís Kondrup er menntuð við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Skolen for Brugskunst og myndlistadeild Dansk Lærerhöjskole í Kaupmannahöfn, listfræði við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.
Bryndís hefur haldið hátt á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis.
Meðfylgjandi mynd er af einu verka Bryndísar.
Nánari upplýsingar veitir Bryndís í síma 866 7754 eða tölvupósti: brykondrup@gmail.com
Næstu sýningar á Café Karólínu:
07.11.09 - 04.12.09 Bergþór Morthens
05.12.09 - 01.01.10 Sveinbjörg Ásgeirsdóttir
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2009 | 09:37
Gestavinnustofur á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum
Dvalarsetrin á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum bjóða vinnustofur fyrir listamenn. |
Kulturkontakt Nord Sveaborg B 28 00190 Helsingfors Finland |
24.9.2009 | 11:59
Samúel Jóhannsson opnar myndlistarsýningu í galleríBOXi
Listamaðurinn Samúel Jóhannsson opnar myndlistarsýningu sína í galleríBOXi - Sal Myndlistarfélagsins laugardaginn 26. september kl. 14.
Sýningin stendur til 18. október.
Allir velkomnir og léttar veitingar í boði á opnun.
23.9.2009 | 13:11
Save us! - Bjargið okkur! í DaLí Gallery
Save us! - Bjargið okkur!
Ef ofurhetjur væru til í alvörunni væri heimurinn kannski betri staður.
Ofurhetjur svara ávallt kallinu og hlaupa til þegar hætta steðjar að. Þær
eru hugrakkar fram í fingurgóma og nýta krafta sína til góðs. En við höfum
engar ofurhetjur eins og í bíómyndunum. Við höfum bara venjulegt fólk og
það verður víst að duga. En mikið væri núskemmtilegt ef
Save us! - Bjargið okkur! - Friðlaugur Jónsson opnar sýningu í DaLí
Gallery laugardag 26. september kl. 14-17. Save us! - Bjargið okkur! er
fyrsta einkasýning Friðlaugs sem er grafískur hönnuður. Verk Friðlaugs eru
prentuð á segl og bylgjupappa og eru bæði stafræn málverk og leturverk.
Sýningin stendur til 11. október og allir velkomnir.
DaLí Gallery
Opið lau-sun kl.14-17
Brekkugata 9, Akureyri
Dagrún Matthíasdóttir og Sigurlín M. Grétarsdóttir
s.8957173 og 8697872
dagrunm@snerpa.is
daligallery.blogspot.com
Friðlaugur Jónsson s.8681343
frilli7@gmail.com
www.frilli7.com
22.9.2009 | 09:47
Gestavinnustofa Birgis Andréssonar laus til umsóknar
Skaftfell miðstöð myndlistar á Austurlandi auglýsir eftir umsóknum um dvöl á Hóli gestavinnustofu Birgis Andréssonar á árinu 2010.
Umsóknarfrestur rennur úr 1. október, póststimpill gildir.
Vinsamlegast farið á heimasíðu Skaftfells; http://skaftfell.is til að nálgast frekari upplýsingar um vinnustofuna og umsóknareiðublað.
Fasteignir Akureyrarbæjar efna til samkeppni um lýsingu í forsal Menningarhússins Hofs á Akureyri.
Verkið er ljós eða ljósgjafar til uppsetningar í forsal hússins. Samkeppnin er haldin til þess að laða fram lausn á lýsingu sem sameinar í senn listræna útfærslu á rýminu og notagildi og áhersla er lögð á að hugmyndir og keppnistillögur undirstriki arkitektúr hússins og aðra umhverfisþætti.
Gera má ráð fyrir fjölbreyttri notkun á Forsalnum en hann verður m.a. nýttur til móttökuathafna og sýningarhalds. Verkefnið getur hentað vel til samvinnu milli myndlistarmanna og hönnuða úr ólíkum greinum og eru væntanlegir þátttakendur hvattir til þess að huga að möguleikum í þá veru.
Samkeppnin er tvískipt:
A. Opin hugmyndasamkeppni
Þeir myndlistarmenn sem taka þátt í samkeppninni senda inn hugmynd að hönnun lýsingar í forsalnum. Myndræn framsetning hugmyndar þarf að rúmast á tveimur blöðum af stærðinni A4, en einnig á að fylgja með stutt greinargerð á einu A4 blaði um hugmyndina að baki verkinu, efnisval og uppbyggingu. Engin frekari gögn eiga að fylgja tillögunni á þessu stigi.
Hugmyndinni skal skila inn undir dulnefni, eins og nánar er lýst í skilmálum keppninnar. Hugmyndinni þarf að skila til Fasteigna Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri fyrir kl. 16:00 föstudaginn 16. október 2009.
B. Lokuð samkeppni um hönnun og uppsetningu ljósa eða ljósgjafa
Þeir myndlistarmenn sem komast í þennan síðari hluta samkeppninnar eru beðnir um að útfæra hugmynd sína og koma með tillögu að verki. Þeir þurfa að skila tæknilegri lýsingu, gera nauðsynlega uppdrætti og lagnateikningar að verkinu og greina frá stærð þess og umfangi auk nákvæmrar staðsetningar á ljósum eða ljósgjöfum. Sundurliðun á kostnaði vegna uppsetningar verksins skal fylgja tillögunni. Þátttakendur í lokaða hluta samkeppninnar fá greiddar kr. 250.000.- hver, fyrir tillögugerðina. Þessi hluti samkeppninnar tekur tvo mánuði og er miðað við að tillögu að verkunum verði skilað til Akureyrarstofu, Geislagötu 9, 600 Akureyri, þann 8. janúar 2010.
Samið verður við höfund eða höfunda þeirrar tillögu sem verður hlutskörpust að mati dómnefndar um gerð og uppsetningu verksins. Byggingarnefnd ákveður að lokum hvort og þá hvaða tillaga verður keypt.
Samkeppnin fer fram samkvæmt samkeppnisreglum Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM).
Nafnleyndar keppenda er gætt við mat dómnefnda á innsendum hugmyndum og tillögum.
Nánari upplýsingar, samkeppnislýsing, myndir og teikningar eru að finna hér: http://www.menningarhus.is/samkeppni
19.9.2009 | 19:30
Lista-og fræðimannsíbúðin á Húsabakka í Svarfaðardal er laus
Myndlistarmenn!!
Þurfið þið næði og innblástur fjarri heimsins glaumi? Lista-og fræðimannsíbúðin á Húsabakka í Svarfaðardal er laus. Á Náttúrusetrinu á Húsabakka er einnig kjörin aðstaða fyrir námskeið, ráðstefnur og vinnubúðir fyrir stærri og smærri hópa í æpandi fegurð íslenskrar náttúru.
"... og fegurri dal getur naumast á þessu landi. Ber það einkum til að fjöllunum er þar skipað niður af fágætri list, eða því líkt sem snillingar hafi verið þar að verki, og á rennur eftir dalnum, sem fellur með sama listrænum hætti inn í landslagið. En auk þess er þarna að finna hina dásamlegustu liti, rauða bláa og græna, sem skipta landslaginu mjög skemmtilega á milli sín (
) Það er eins og allt í þessum einkennilega dal hafi verið sett á svið fyrir listmálara og var ég mjög heillaður af öllu sem fyrir öllu, sem fyrir augu bar.
Þannig fórust meistara Ásgrími Jónssyni orð um Skíðadal í æviminningum sínum.
Nánari upplýsingar á http://www.dalvik.is/natturusetrid
eða í síma 8618884.
Hjörleifur Hjartarson
17.9.2009 | 09:28
LISTA- OG FRÆÐIMANNSÍBÚÐ Í SAFNASAFNINU
Tekin hefur verið í notkun Lista- og fræðimannsíbúð í risi Kaupfélags Svalbarðseyrar (1900) sem var flutt á lóð Safnasafnsins árið 2006. Íbúðin er 76 m2, með sérinngangi á 2. hæð frá bílastæði, útbúin eins og byggðasafn með andrúmslofti og rómantík liðinnar aldar en þó með nútímalegu ívafi; í henni er forstofa, bað, eldhús með setkróki, samliggjandi borð- og skrifstofa með rúmi (196x86) og herbergi með hjónasæng (200x150) og 3 rúmum (172x75/160x75/95x45)
Íbúðin er sjálfstæð eining, án tengsla við aðra starfsemi safnsins, þ.á.m. sýningarhald; hún verður leigð frá og með 24. september, eina viku í senn, frá kl. 16.00 á fimmtudegi til kl. 12.00 næsta fimmtudag. Skv. leigusamningi fær leigutaki aðstöðu til að vinna í sal við pappírsmyndir og handrit en er óheimilt að smíða, nota olíuliti og úðabrúsa eða önnur rokgjörn, rykertandi, smitandi, astma- og ofnæmisvaldandi efni; hið sama gildir um íbúðina; gæludýr eru ekki leyfð, reykingar ekki heldur. Í samningnum eru ákvæði um öryggi, eldvarnir og flóttaleiðir, hljóðmengun, tryggingar, ábyrgð á persónulegum eigum, umgengni og lágmarksþrif; þá er leigutaka óheimilt að framleigja íbúðina eða bjóða til sín dvalargestum nema fyrir liggi samþykki gestgjafa
Vikuleiga íbúðar er 40.000 kr. með rúmfatnaði, nettengingu, grunnvöru í kæli, aðgangi að þvottavél, sal og bókastofu - og kvöldverði með gestgjöfum fyrsta daginn. Hægt er að semja um ferðir að og frá flugvelli, en að öðru leyti sér leigutaki um sig sjálfur
Pantanir skulu staðfestar í tölvupósti og leigan millifærð þá, eða greidd strax við komu. Leigugjald verður uppfært 1. janúar og bókað til 15. apríl. Dregið verður út nafn eins leigutaka og honum boðnar 2 fríar nætur í röð í íbúðinni árið 2010
Leigutakar sem vilja kanna listaverk safnsins og stunda rannsóknir sem gætu varpað nýju ljósi á hana, eða sinna verkefnum sem tengjast menningu og sögu héraðsins, geta fengið niðurstöður vinnu sinnar kynntar í máli og myndum í Svalbarðsstrandarstofu, á hæðinni fyrir neðan íbúðina, frá og með vorinu 2012, einnig í sýningaskrá og á heimasíðu sama ár
Gestgjafar eru Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir, þau búa í Þinghúsinu sem er tengt safnbyggingunum.
SAFNASAFNIÐ - ALÞÝÐULISTARSAFN ÍSLANDS
Aðsetur við hringveginn, 12 km frá miðbæ Akureyrar
Myndir af íbúðinni: www.safnasafnid.is / Nánari upplýsingar: 4614066 / Pantanir: safngeymsla@simnet.is
11.9.2009 | 10:03
GalleríBOX sem samanstendur af Sal Myndlistarfélagsins og BOXinu er laust til umsóknar fyrir árið 2010. Umsóknarfrestur rennur út 30. september 2009.
GalleríBOX hefur verið í rekið frá árinu 2004 og um mitt árið 2008 tók Myndlistarfélagið við og stækkaði GalleríBOX í tvö rými: Sal Myndlistarfélagsins og BOXið.
Salur Myndlistarfélagsins er u.þ.b. 120 fermetrar, lofthæð 2,25-2,45 m.
BOXið sem er hið upprunalega sýningarrými er lítið og óvenjulega skemmtilegt herbergi, u.þ.b. 4 fermetrar, lofthæð 2,45 m.
Sýningarnefnd Myndlistarfélagsins sér um að velja úr umsóknum þá sem hún telur best til þess fallna að sýna og leggur tillögurnar fyrir stjórn Myndlistarfélagsins. Hafa skal í huga fjölbreytni og framsækna myndlist. Sýningar standa yfir í fjórar helgar og opnanir taka mið af tímasteningum á opnunum í Listasafninu á Akureyri.
Ekki þarf að greiða leigu af sýningarrýminu en sýnendur leggja fram 10.000 kr. sem tryggingu fyrir sýningunni. Þessi upphæð er endurgreidd að sýningu lokinni en ef eitthvað þarf að laga eða kostnaður hlýst af sýningunni verður það dregið frá endurgreiðslunni. Ef óskað er eftir því að félagið sjái um að útvega yfirsetu þarf að greiða fyrir hana. Sama gildir um veitingar á opnun og þrif.
Einn aðili úr sýningarnefnd sér um hverjar tvær sýningar sem opna á sama tíma í Sal Myndlistarfélagsins og í BOXinu og er nokkurskonar sýningarstjóri.
Myndlistarfélagið hefur umsjón með báðum sýningarrýmunum. Hægt er að sækja um annað rýmið eða bæði.
Umsóknum skal skilað á netfangið: syningarnefnd@gmail.com
Umsóknin á að innihalda stuttan texta um fyrirhugaða sýningu, feril listamanns eða listamanna ef um samsýningu er að ræða, myndir af verkum og ósk um sýningartímabil og hvort rýmið henti betur. Þessu skal skilað sem pdf skjali eða aðskildu sem doc skjölum og jpg myndum.
Í undantekningartilfellum er tekið við umsóknum með pósti.
Umsóknarfrestur rennur út 30. september 2009.
Myndlistarfélagið er aðildarfélag að SÍM Sambandi íslenskra myndlistarmanna.
Stjórn Myndlistarfélagsins
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2009 | 08:23
Myndlistarsýningin KÓPÍUR í Populus Tremula
KÓPÍUR
GUÐBRANDUR ÆGIR OG ELLI
MYNDLISTARSÝNING
OG TRÚBADÚRTÓNLEIKAR
AÐALSTEINS SVANS SIGFÚSSONAR
Föstudagskvöldið 11. september kl. 21:00 verður opnuð myndlistarsýningin KÓPÍUR í Populus Tremula. Sýningin fjallar um upphaf, ferðalag og endi listaverks, sem og framhaldslíf þess. Sýningin samanstendur af videoverki og ljósmyndum. Hún er samstarfsverkefni myndlistarmannanna Guðbrands Ægis og ella.
Um kl. 22:00 tekur síðan trúbadúrinn Aðalsteinn Svanur völdin um stund þar sem hann mun frumflytja nokkra nýja söngva í bland við eldra efni.
Sýningin verður einnig opin laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. september kl. 13:00 - 16:00
9.9.2009 | 15:22
Lína sýnir í Safnahúsinu á Húsavík
8.9.2009 | 09:18
RÉTTARKAFFI OG OPIÐ HÚS Í FREYJULUNDI
OPIÐ HÚS Í FREYJULUNDI VIÐ REISTARÁRRÉTT
RÉTTARKAFFI
KLUKKAN 14:00 - 18:00 LAUGARDAGINN 12. SEPT.
ATH: EKKI TEKIÐ VIÐ KORTUM
5.9.2009 | 11:13
Mireyja, Vættir og Amboð í DaLí Gallery
Mireya Samper opnar myndlistasýninguna Vættir í DaLí Gallery á Akureyri laugadaginn 5. September kl.14-17.
Sýning Mireyu samanstendur af skúlptúr og myndverkum unnum með blandaðri tækni og eru öll verkin ný og sérstaklega unnin fyrir sýninguna Vættir. Mireya fjallar um íslenska vætti og verur á sýningunni en með þeim leynist einn japanskur shaman.
Mireya tekur einnig þeirri áskorun að vinna inn í litla rýmið KOM INN á vinnustofu DaLí og sýnir þar innsetninguna Amboð.
Sýningarnar Vættir og Amboð standa til 20. september og eru allir velkomnir.
DaLí GALLERY - BREKKUGATA 9 600 AKUREYRI
OPIÐ LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA Í SUMAR KL.14-17
3.9.2009 | 16:35
Umsóknarfrestur um starfslaun listamanna rennur út 19. október
Starfslaunin eru veitt úr sex sjóðum, þ.e.:
1. launasjóði hönnuða,
2. launasjóði myndlistarmanna,
3. launasjóði rithöfunda,
4. launasjóði sviðslistafólks,
5. launasjóði tónlistarflytjenda,
6. launasjóði tónskálda.
Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á vef Stjórnarráðsins á vefslóðinni http://umsokn.stjr.is. fram til mánudagsins 19. október 2009. Aðgangur er veittur á kennitölu umsækjanda (ekki kennitölu félags eða samtaka) og verður lykilorð sent viðkomandi á netfang sem hann gefur upp við nýskráningu.
Lykilorðinu má breyta eftir innskráningu með því að opna Mínar stillingar. Umsækjendur skrá sig inn með kennitölu og lykilorði og velja Stjórn listamannalauna undir flipanum Umsóknir. Þar eru umsóknareyðublöðin. Svæði merkt rauðri stjörnu verður að fylla út.
Fylgigögnum með umsókn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Skrifstofu Stjórnar listamannalauna, Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík fyrir kl. 17:00 mánudaginn 19.október 2009.
Með umsókn skal fylgja greinargerð um verkefni það sem liggur til grundvallar umsókninni ásamt upplýsingum um hve langan starfstíma er sótt um og rökstuðningi fyrir tímalengd. Jafnframt skulu fylgja upplýsingar um náms- og starfsferil, verðlaun og viðurkenningar. Þessir þættir skulu að jafnaði liggja til grundvallar ákvörðun um úthlutun starfslauna.
Athugið að hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun verður umsókn hans því aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi skilað Stjórn listamannalauna skýrslu um störf sín í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009 með áorðnum breytingum.
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar fást á vef Stjórnar listamannalauna www.listamannalaun.is eða á skrifstofunni í síma 562 6388.
Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 19. október 2009.
Stjórn listamannalauna 16. ágúst 2009
3.9.2009 | 09:01
Dvalarstaður lista- og fræðimanna í Jensenshúsi í Fjarðarbyggð
Jensenshús sem er í eigu Fjarðabyggðar var byggt árið 1837 af Jens Peder Jensen. Jensenshús er elsta íbúðarhús Austurlands og eitt elsta uppistandandi íbúðarhús landsins. Húsið var friðað 1. janúar 1990. Nýbúið er að gera húsið upp og lagfæra það og nú er það nýtt sem dvalarstaður fyrir lista- og fræðimenn, íslenska og erlenda.
Ekki er gert ráð fyrir neinni greiðslu vegna dvalar í Jensenhúsi annarri en afnot af síma. Hins vegar er ætlast til að þeir sem þar dvelja komi á einhvern hátt á framfæri því sem þeir eru að vinna að í sinni list og/eða fræðigrein eða öðrum verkum sínum meðan á dvalartíma stendur. Gesturinn getur því verið beðinn um að halda sýningu, tónleika, fyrirlestur eða taka þátt í samkomu, skilja eftir listaverk eða eitthvað annað sem um semst milli hans og ferða- og menningarfulltrúa fyrir hönd menningar-, íþrótta- og ferðamálanefndar Fjarðabyggðar. Verkefni sem efla menningu í Fjarðabyggð munu njóta forgangs í umsóknarferlinu en litið er til fleiri þátta.
Menningar- íþrótta- og ferðamálanefnd ásamt menningar- og ferðamálafulltrúa og forstöðumanni Safnastofnunar velur úr innsendum umsóknum í samvinnu við forstöðumann Kirkju- og menningarmiðstöðvar Fjarðabyggðar.
Fyrsti gestur hússins var rithöfundurinn og ljóðskáldið Sigurjón Birgir Sigurðsson betur þekktur sem Sjón. Hann dvaldi nú nýlega í húsinu ásamt syni sínum Flóka. Sjón á sterkar rætur til Eskifjarðar en hann dvaldi þar oft á sumrin sem krakki og spilaði fótbolta á lóðinni við hliðina á Jensenshúsi. Feðgarnir létu vel af dvölinni og sögðu gott að dvelja í húsinu og að þar væri mjög góður andi. Sjón var með kvöldvöku í Randulfssjóhúsi á Eskifirði í Gönguvikunni Á fætur í Fjarðabyggð, þar spjallaði hann við gesti og las upp úr bók sinni. Þeir feðgar eyddu annars miklum tíma í að skoða bæinn, fiska á bryggjunum og láta líða úr sér í sundlauginni.
Þeir sem hafa áhuga á að dvelja í húsinu er bent á að hafa samband við ferða- og menningarfulltrúa Hildigunni Jörundsdóttur, netfang: hildigunnur.jorundsdottir@fjardabyggd.is , sími: 860-4726.
Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíður Fjarðabyggðar www.fjardabyggd.is undir menning- og tómstundir.
1.9.2009 | 11:21
Ólöf Björg Björnsdóttir opnar sýninguna “Visas” á Café Karólínu
Ólöf Björg Björnsdóttir
Visas
05.09.09 - 02.10.09
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Ólöf Björg Björnsdóttir opnar sýninguna Visas á Café Karólínu laugardaginn 5. september klukkan 15.
Ólöf Björg útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2001 með málun sem aðalgrein og vorið 2007 lauk hún kennaranámi frá sama skóla. Einnig lærði hún myndlist við háskólann í Granada á Spáni, dvaldi á textílverkstæði Ami Ann og lærði hjá meistara An Ho Bum í Seoul í Kóreu 1994-1995.
Ólöf Björg hefur verið virk í myndlistinni frá útskrift, haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga og uppákomum ýmiskonar m.a. Sequenses árið 2007 og afmælissýningu Hafnarfjarðar í Hafnarborg árið 2008, var með skápainnsetningar í tilefni af Björtum dögum árið 2009 á eigin heimili svo eitthvað sé nefnt.
Málverk Ólafar Bjargar eru í senn kaótísk og nákvæm og eru litrík og flæðandi í víðum skilningi. Hún notar gjarnan aðra miðla líka og hafa innsetningar hennar haft á að skipa lifandi dýrum, dúnsængum, leikföngum, ilmi og mörgu fleiru. Verk Ólafar Bjargar eru fersk og tilfinningarík og er í þeim fólginn mikill sköpunarkraftur. Heimasíða hennar er: http://www.olofbjorg.is
Meðfylgjandi mynd er af einu verka Ólafar Bjargar.
Nánari upplýsingar veitir Ólöf Björg í síma 868 8098 eða tölvupósti: olofbjorg(hjá)olofbjorg.is
Næstu sýningar á Café Karólínu:
03.10.09 - 06.11.09 Bryndís Kondrup
07.11.09 - 04.12.09 Bergþór Morthens
05.12.09 - 01.01.10 Sveinbjörg Ásgeirsdóttir