30.6.2009 | 12:05
Lind Völundardóttir opnar sýningu á Café Karólínu
Lind Völundardóttir
Bleikt með loftbólum
04.07.09 - 31.07.09
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri
Lind Völundardóttir opnar sýninguna Bleikt með loftbólum á Café Karólínu 4. júlí 2009
Kl.15
Lind er Reykvíkingur fædd 1955 í Þingholtunum og er 101 í húð og hár.
Lind er kjólameistari, myndlista-og textílkona og hefur verið svo lánsöm að geta framfleytt sér á kunnáttu sinni með iðkun og kennslu.
Verkin sem hér hanga eru hluti af stærra verki þar sem myndlist og textíl skarast. Verkið er unnið út frá ferli í litun á textíl. Litunarferlið byrjar á því að vatnið er látið renna og litnum er blandað í vatnið. Myndirnar eru teknar þegar þetta er að gerast. Í þessu tilfelli var litað silki og fékk það svona gamaldags móskulegan laxableikan lit. Loftbólurnar urðu til þegar vatnið streymdi af krafti úr krananum.
Menntun
2007 - 2009 University of Iceland, Diploma, Teachers certificate.
2006-2007 The Reykjavík Technical Collage, Certificate as a master craftsman in tailoring.
1994 - 1996 St. Joost Academy, Breda, Postgraduade Visual Art
1993 - 1994 The Royal Academy of Art in The Hague, Department of Sculpture.
1987 - 1989 The Icelandic Academy of Arts and Crafts, BFA, Department of New Art.
1985 - 1986 The Reykjavik ,Chollage, of Visual Art, Drawing .
1980 - 1984 The Reykjavik Technical Collage, Journeyman's examination in tailoring.
Sýningar
2009 Artótek Reykjavík, Iceland. Photographs
2008 Gallery Ráðhús Reykjavíkur, Iceland. Photographs
2007 Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Iceland. Photographs
2007 Lucent, Den Haag, The Netherlands. Photographs
2006 Kaffi Mokka, Reykjavík, Iceland. Photographs
2005 Gallery Zoet, Den Haag, The Netherlands. Textile and clothing.
2004 Gallery Red Hot, Den Haag, The Netherlands. Textile and clothing.
2003 Wandering Library, Markers lV in Venice, Unecko National Italia, Comition, Roadshow. Italy, Germany, Franc, Mixed media
1999 Quartair Contemporary Art Initiatives, Den Haag, The Netherlands,Mixed media
1997 Gallery Keller, Den Haag, The Netherlands. Mixed media
1997 Nýlistasafnið, Reykjavik, Iceland. Mixed media
1996 The Artgive Den Haag, The Netherlands.Photographs
1996 Kunstraum Wohn Raum, Hannover, Duitsland, Mixed media.
1996 Gallery Litter, Den Haag, The Netherlands. Mixed media
1995 Gallery Sævar Karl, Reykjavík, Iceland. Mixed media
1995 Nýlistasafnið, Reykjavík, Iceland. Mixed media
1994 Gallery Sævar Karl, Reykjavík, Iceland.
1994 Quartair Contemporary Art Initiatives, Den Haag, The Netherlands. Mixed media
1993 22 Reykjavík, Iceland. Photographs.
1992 Hlaðvarpinn, Reykjavík, Iceland. Photographs.
1991 Image Photogallery, Arhus, Denmark. Photographs.
Nánari upplýsingar veitir Lind í tölvupósti mr.bond@orange.nl
Næstu sýningar á Café Karólínu:
01.08.09 - 04.09.09 Þórgunnur Oddsdóttir
05.09.09 - 02.10.09 Ólöf Björg Björnsdóttir
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
29.6.2009 | 11:52
MAJA WOLA listamaður júnímánaðar
MAJA WOLA frá Póllandi er listamaður júnímánaðar í gestavinnustofu
Gilfélagsins á Akureyri.
Áhugasamir geta fræðst nánar um listakonuna á heimasíðu
gestavinnustofunnar: http://artistsstudio.blogspot.com
24.6.2009 | 11:08
Vídeóhátíð í GalleríBOXi
Laugardaginn þann 27. júní kl. 14:00 mun GalleriBOX opna Vídeóhátíð
fyrir gesti og gangandi. Verkin koma víða að, þ.á.m frá Finnlandi og Bretlandi.
Skapti Runólfsson
Eva Dagbjört Óladóttir
Björg Eiríksdóttir
Morgane Parma
Bjarke Stenbæk Kristensen
Emmi Kalinen
Hekla Björt Helgadóttir
Sigrún Lýðsdóttir
Unu Björk Sigurðardóttir
Steinn Kristjánsson
Sigurlín M. Grétarsdóttir
Hátíðin stendur yfir þessa einu helgi, 27. júní - 28. júní, kl. 14:00 - 17:00.
Léttar veitingar í boði.
Vídeóhátíðin er styrkt af Ljósgjafanum, Fjölsmiðjunni og Menntasmiðjunni.
Myndlistarfélagið, GalleriBOX, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri.
Menning og listir | Breytt 25.6.2009 kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verksmiðjan á Hjalteyri
Kórsöngur vélanna / húsameistari könguló
Pétur Örn Friðriksson
Ilmur María Stefánsdóttir
27. júní - 19. júlí 2009
Opnun laugardaginn 27. júní kl. 15 - 17
Opið um helgar frá kl. 14 - 17
verksmidjan.blogspot.com
Kórsöngur vélanna / húsameistari - könguló
Á næstunni, munu árvökulir vegfarendur á Hjalteyri geta að nýju heyrt glaðlegan vélargný úr Verksmiðjunni. Hann stafar frá heimilistækjum, steypuhrærivél og óvenjulegum rennibekk. Þau hafa þar afsannað einhliða notagildi sitt og í fagurfræðilegum tilgangi, raskað og sett sig úr samhengi hlutanna með nýjum og óvæntum verkefnum.
Hljóðlátari er köngulóin sem að með aðstoð trésmiðs hefur spunnið sér íverustaði út um allt og inn í skúmaskotin.
Listamennirnir Pétur Örn Friðriksson og Ilmur María Stefánsdóttir eiga það helst sammerkt að fást við gagnslausar tilraunir á mörkum þess nytsamlega og tæknilega. Niðurstaðan birtist oftar en ekki í mjög fullkomnum hlutum.
Við fyrstu sín mætti ætla að sum verka Péturs Arnar gætu átt uppruna sinn að rekja til einhverrar rannsóknarstofu eða séu, stundum, jafnvel nokkurs konar alþýðleg vísindi, þegar hann í raun og veru er að skapa líkön sem birta öðru fremur hugmyndir um eðli og eiginleika listaverka
Ilmur María beinir athugunum sínum að gagnverkandi tengslum fólksins og hlutanna. Hún þróar tilbúin, hversdagsleg tæki í eitthvað óvenjulegt, breytir hlutverki þeirra og bætir gagnsemd.
Sýningin opnar laugardaginn 27. júní kl. 15:00 og lýkur 19. júlí. Hún er opin um helgar frá kl.14:00 til 17:00.
Húni II siglir kl. 13:00 frá Torfunefsbryggju á Akureyri á opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri, laugardaginn 27 júní.
Menningarráð Eyþings, Norðurorka og Ásprent styrkja Verksmiðjuna á Hjalteyri.
21.6.2009 | 10:52
Myndlistarsýningin Freyjumyndir opnar á sumarsólstöðum
Sunnudaginn 21. júní á sumarsólstöðum opnar myndlistarsýningin Freyjumyndir víðsvegar um Akureyri. 27 listamenn á Eyjafjarðarsvæðinu vinna verk til heiðurs hinni fornu norrænu gyðju Freyju. Sýningin stendur til 22. september, haustjafndægurs. Frekari upplýsingar um sýninguna, þátttakendur og staðsetningu listaverkanna má sjá á síðunni freyjumyndir.blog.is
19.6.2009 | 14:36
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýnir PORTRETT í Populus Tremula
GUÐRÚN PÁLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR
Portrett
MYNDLISTARSÝNING
Laugardaginn 20. júní kl. 14:00 opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir myndlistarsýninguna PORTRETT í Populus Tremula.
Verkin á sýningunni vinnur Guðrún Pálína út frá fjórum einstaklingum sem allir eiga sama afmælisdag og rýnir m.a. í stjörnukort þeirra.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 21. júní kl. 14:00 - 17:00 | Aðeins þessi eina helgi
PORTRETT GUÐRÚNAR PÁLÍNU ER SÍÐASTA MYNDLISTARSÝNING STARFSÁRSINS.
19.6.2009 | 08:59
Listasumar hefst í dag
Setning Listasumars í Ketilhúsinu, föstudaginn 19. júní kl. 17. Hermann Jón
Tómasson bæjarstjóri setur Listasumar. Sendiherra Noregs Margit Fredrikke
Tveiten opnar sýningu á verkum norsk/íslenska málarans Kaare Espolin Johnson
og sýningu Héraðsskjalasafnsins á íslenskum ættartengslum Espolin.
Í Deiglunni kl. 18 opnar japanska listakonan Miyuki Tsushima sýningu á
innsetningu og teikningum. Samtímis opnar á Ráðhústorgi, ljósmyndasýning
Hermanns Arasonar, Gamla Akureyri frá sjöunda áratugnum í samvinnu við
Minjasafnið á Akureyri.
Föstudaginn 19. júní kl. 17:00. Festaklettur-listhús: Opnun á sýningu Óla G.
Jóhannssonar ,,Chessboard of my life".
Föstudaginn 19. júní kl. 18:00. Opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýninguna
Portrett í Populus Tremula.
Föstudaginn 19. júní kl. 19:19. Svalbarðsströnd, Haughúsið: Listsalurinn
Haughúsið formlega vígður með opnun á sýningu Guðrúnar Steingrímsdóttur
,,Margt býr í kýrhausnum".
Grímsey 19.-20. júní: Sólstöðuhátíð: Tónleikar, hagyrðingar, bjargsig og
siglingar.
Laugardaginn 20. júní kl. 13, verður sigling með Húna II á opnun á völdum
verkum Espolin Johnson í Hákarlasafninu í Hrísey. Á leiðinni mun Gisle
Espolin Johnson kynna verk föður síns, hraustlegir sjómenn segja sögur,
harmonikkuleikur, söngur, kaffi og með því. Sigling með Húna II til baka frá
Hrísey kl. 17.
Á leiðinni verður sagt frá ýmsu fróðlegu sem fyrir augu ber í Eyjafirðinum
og í boði verður fiskisúpa og öl að hætti heimamanna. Skráning í ferðina hjá
mariajons@akureyri.is
Hin árlega flughelgi verður haldin á Akureyrarflugvelli við Flugsafn Íslands
20. - 21. júní. Fjölbreytt dagskrá. Sjá nánar á www.flugsafn.is
Laugardaginn 20. júní kl. 21:00. Hjalteyri, Verksmiðjan: Ljóðadagskrá og rokk í
umsjón Einars Más Guðmundssonar.
Laugardaginn 20. júní kl 15:00 Leikminjasafnið í Laxdalshúsi: Opnun á
sýningu Hallmundar Kristinssonar leikmyndahöfundar og myndlistarmanns.
Sunnudagur 21. júní. "Freyjumyndir". Opnun á myndverkum til heiðurs hinni
fornu gyðju Freyju. Samsýning eyfirskra listamanna á ýmsum stöðum á Akureyri
og nágrenni. Nánari upplýsingar á www.freyjumyndir.blog.is
Sunnudagur 21. júní. Bárðardalur, Kiðagil: Opnun á sýningunum Útilegumenn í
Ódáðahrauni, Ullarverk Friðrikku Sigurgeirsdóttur og ljósmyndasýningunni
Bílferð yfir Sprengisand.
Sunnudagur 21. júní. Ásbyrgi, Gljúfrastofa kl. 23:00: Sumarsólstöðuganga.
Sunnudagur 21. júní. Þistilfjörður: Rauðanesdagurinn: Fjölbreytt
menningardagskrá.
Sjá nánar á www.listagil.akureyri.is
18.6.2009 | 23:25
Yst sýnir í Bragganum
Braggasýning Ystar : Sagt í lit verður opin frá kl.11-18 í tengslum við Sólstöðuhátíðina á Kópaskeri dagana 19. - 21. júní og svo áfram frá 27. júní - 12. júlí alla dagana. Skyggnst er handan samtímans í gagnvirkri innsetningu.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardaginn 20. júní verður ljóðadagskrá með rokkuðu ívafi í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Umsjónarmaður dagskrárinnar er skáldið og rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson en sérlegir gestir hans verða söngvaskáldin Kristján Pétur Sigurðsson og Þórarinn Hjartarson.
Dagskráin hefst kl. 21:00 og er enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.
Um þessar mundir stendur yfir sýningin "Hertar sultarólar" í Verksmiðjunni, hún er opin laugardaga og sunnudaga milli kl 14:00-17:00 henni lýkur um næstu helgi og því eru síðustu forvöð að sjá þessa sýningu sem hefur hlotið afar góðar viðtökur og verið vel sótt. Sýningunni lýkur sunnudaginn 21. júní.
Myndir og nánari upplýsingar um viðburði og Verksmiðjuna á Hjalteyri á: http://www.verksmidjan.blogspot.com
Menningarráð Eyþings styrkir dagskrána í Verksmiðjunni á Hjalteyri
12.6.2009 | 12:42
Safnamörk, samsýning við Safnasafnið
Laugardaginn 13. júní kl. 14:00 verður opnuð sýningin Safnamörk í Reinum norðan við Safnasafnið á Svalbarðsströnd. Huginn Þór Arason, Karlotta Blöndal og Unnar Örn J. Auðarson sýna þar verk unnin sérstaklega með garð Safnasafnsins í huga.
SAFNAMÖRK
samsýning í Reitnum norðan við Safnasafnið á Svalbarðsströnd
Huginn Þór Arason, Karlotta Blöndal & Unnar Örn
Daganna 13/6 -7/9 2009
Laugardaginn 13.júní kl.14.00 opnar í Reitnum norðan við Safnasafnið á Svalbarðsströnd sýningin Safnamörk. Þar munu myndlistarmennirnir Huginn Þór Arason, Karlotta Blöndal & Unnar Örn sýna verk unnin sérstaklega með garð Safnasafnsins í huga. Á sýningunni vinna listamennirnir útfrá staðsetningu Safnasafnsins og endimörkum þess bæði landfræðilega sem og hugmyndafræðilega. Verk listamannanna koma frá ólíkum rótum, alþjóðlegum helgisiðum og venjum tengdum sumarsólstöðum, munnmælasögum um uppruna skóga í Eyjafirði, takmörk upplifunar í manngerðri náttúru og merkingu einkennisklæðnaðar.
Kristín Kjartansdóttir sagnfræðingur og garðyrkjukona segir í texta sem fylgir sýningunni:
Íslendingar sem í aldaraðir bjuggu allflestir hreinlega hálf grafnir í jörðu samsvöruðu sig vel við krafta náttúrunnar og upplifðu sig sem hluta af henni. Náttúran var eins og hýbýli landans órjúfanleg heild af manneskjunni sjálfri, ekki eitthvert fyrirbæri sem horft var á úr fjarska eða fólk réð yfir. Ólíkt því sem nú er þá fannst fólki það ekki þurfa að stjórna náttúrunni, heldur að læra umgangast hana. Þegar við gengum út úr moldarkofunum í byrjun 20. aldar, var náttúran skilin eftir, en svo snérum við okkur að því að beisla krafta hennar og stjórna eins og mögulegt er á meðan við ræktuðum tengslin við hana í yndislegum lautarferðum og landslagsmálverkum.
Sýningin Safnamörk er hluti af viðamikilli og fjölbreyttri sýningardagskrá Safnasafnsins þetta sumarið. Safnasafnið er opið í sumar alla daga vikunnar frá 10.00 til 18.00.
Nánari upplýsingar veitir Níels Hafstein safnstjóri í síma 4614066 og eins er hægt að hafa samband beint við listamennina. Huginn - 692 9817 / Karlotta - 846 5042 / Unnar - 699 5621
Menning og listir | Breytt 13.6.2009 kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2009 | 22:05
Lína sýnir Tilbrigði í DaLí Gallery
Lína notar blandaða tækni í verkunum, aðferð sem hún hefur verið að þróa í rúm 2 ár og notar hún acryl, lakk, pappír, hrosshár og fleira.
Þennan sama dag útskrifast Lína frá Háskólanum á Akureyri úr kennsluréttindanámi.
Sýningin stendur til 28. júní.
DaLí GALLERY BREKKUGATA 9 600 AKUREYRI OPIÐ FÖSTUDAGA OG LAUGARDAGA KL.14-17
11.6.2009 | 08:41
Arnar Tryggvason sýnir í Jónas Viðar Galleryi
Þetta er þriðja einkasýning Arnars sem útskrifaðist sem grafískur hönnuður
frá Myndlistaskólanum á Akureyri 1995.
Myndverk Arnars hafa vakið verðskuldaða athygli enda sýnir hann ljósmyndir
af landslagi sem er ekki til - ljósmyndir af hugarheimi.
Hvert verk er samsett úr aragrúa ljósmynda. Arnar sækir búta úr ljósmyndum
héðan og þaðan og raðar saman upp á nýtt - mótar nýtt landslag. Og þrátt
fyrir að myndefnið hafi yfir sér framandlegan blæ er áhorfandinn þess
jafnframt fullviss að hann þekki myndefnið, hafi gengið þarna um.
Sýningin opnar laugardaginn 13. júní kl. 15:00 og er öllum boðið að vera
við opnun sýningarinnar. Létta veitingar verða í boði.
______________________________________________
Jónas Viðar
sími: 8665021
Heimasíða: http://www.jvs.is
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm
9.6.2009 | 21:01
Aðalfundur Gilfélagsins þann 16. júní
Gilfélagið kynnir:
Aðalfundur Gilfélagsins verður haldinn þann 16. júní klukkan 17:00 í Deiglunni.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kosning nýrrar stjórnar.
Breytingatillögur á lögum félagsins þurfa að hafa borist félaginu 10 dögum fyrir aðalfund.
Eftir fundinn verður boðið upp á léttar veitingar.
Sjáumst í Deiglunni 16. júní klukkan fimm!
Stjórn Gilfélagsins
Heimasíða: www.listagil.is
Tölvupóstf. : gilfelag@listagil.is
9.6.2009 | 08:45
Sirkusinn Shoeboxtour í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Verksmiðjan á Hjalteyri kynnir sýningarhópinn Shoeboxtour sem samanstendur af heimsþekktum sirkuslistamönnum, þau eru á ferð um landið og sýna ljóðrænan spennandi sirkus. Leikið er undir af raftækjum, unnið með form og ætla þau að spinna af fingrum fram á Hjalteyri. Með þeim í för eru einnig sirkuslistamenn frá Finnlandi sem að ætla að taka þátt í þessum spuna og frá Reykjavík koma tveir alíslenskir töframenn.
Sýningin verður laugardaginn 13. júní og hefst kl. 21:00, enginn aðgangseyrir.
Í Verksmiðjunni stendur nú yfir sýningin "Hertar sultarólar"
http://www.verksmidjan.blogspot.com
5.6.2009 | 09:15
Gunnar Kr. Jónasson sýnir í Gallerí Borgum Dimmuborgum
Gunnar Kr. Jónasson sýnir í Gallerí Borgum Dimmuborgum
Laugardaginn 6. júní opnar Gunnar Kr. Jónasson sýningu í Gallerí Borgum.
Gallerí Borgir er í nýopnuðu þjónustuhúsi við Dimmuborgir í Mývatnssveit.
Gunnar Kr. Jónasson myndlistarmaður býr og starfar á Akureyri. Hann vinnur jöfnum höndum að málverki, teikningum og gerð þríviðra verka. Gunnar Kr. hefur unnið lengi að myndlist, framan af meðfram öðrum störfum og atvinnurekstri, en síðan 2002 hefur hann helgað sig listinni óskiptur.
Verk Gunnars Kr. hafa vakið verðskuldaða athygli, enda hefur hann skapað sér afar persónulegan stíl sem hann hefur þróað markvisst um langa hríð.
Í Gallerí Borgum sýnir Gunnar Kr. teikningar úr Mývatnssveit. Sýningin er opin frá 6. júní fram í miðjan júlí á opnunartíma Kaffi Borga frá kl. 10:00-22:00.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2009 | 21:23
Gilfélagið kynnir með stolti Listasmiðjur barna 2009
Við erum sérstaklega glöð og ánægð með undirtektir sem Listasmiðjur okkar
hafa fengið þetta árið.
Krepputal og annað slíkt látum við sem vind um eyru þjóta og bjóðum það
besta sem völ er á.
Fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á svæðinu hafa tekið höndum saman og
gert okkur kleift að bjóða börnum og unglingum að ferðast með okkur um
tíma og rúm og heimsækja framandi heima.
Námskeiðið byrjar næsta mánudag, 8.júní og spannar 11 virka daga og fá
krakkarnir, brauð drykki, ávexti og grænmeti alla daga - enginn þarf að
koma með nesti.
Til að koma til móts við þá foreldra sem ekki hafa miklar
ráðstöfunartekjur þá eru ýmsar leiðir opnar og enginn þarf að sitja heima
sökum fjármagnsskorts.
Sveitarfélög bjóða niðurgreiðslu fyrir sín börn og velferðarsjóður kemur
einnig að og niðurgreiðir fyrir þá sem það þurfa.
Ef þið hafið áhuga á að vita meira þá eru hér fylgiskjöl og nánari lýsingu
má sjá á heimasíðu Gilfélagsins www.listagil.is
Fyrir hönd Gilfélagsins.
Með þakklæti og kærri kveðju,
Vigdís Arna
gsm: 8643054
FERÐALAG UM FRAMANDI HEIMA
Viltu ferðast um framandi heima, kíkja í Lífheim, Bjargheim, Söguheim,
Fornheim, Goðheim, Lesheim, Minjaheim, Umheim, Sköpunarheim og
Reynsluheim.
Gilfélagið og samstarfsfélagar munu ferðast með börn á aldrinum 8 - 12 ára
í spennandi fræðslu og skemmtiferð sem lýkur með sýningu á Jónsmessuhátíð
í Kjarnaskógi 23. júní.
Ferðalagið hefst í Lífheimi á Hjalteyri þar sem land verður numið. Þaðan
verður síðan siglt, ekið eða gengið í ýmsa framandi heima s.s. Fornheim,
Bjargheim, Söguheim, Lesheim, Minjaheim, Goðheim og Umheim. Fjöldi
fræðimanna mun taka á móti ferðalöngunum og sjá til þess að allt fari fram
eftir kúnstarinnar reglum.
Á ferðalaginu verða fornar sögur skoðaðar, matarsögur smakkaðar og nýjar
sögur skapaðar. Áhersla lögð á landnám og pælt í því hvað felst í
landnámi.
Hvenær nemum við land og hvernig flyst menning milli heima?
Ferðalaginu lýkur með uppsetningu sýninganna Reynsluheimur og Sköpunarheimur.
Sýningarnar verða endurteknar á Akureyrarvöku með viðkomu í Vökuheimi.
Þá verður Listagilið numið af nýbúum og bæjarbúum boðið í veislu.
Jónsmessunámskeiðið hefst mánudaginn 8.júní og stendur til þriðjudags
23.júní.
Ferðalagið hefst hvern dag klukkan 10:00 og komið verður til baka í Núheim
kl.16:00
Vökunámskeiðið hefst fimmtudaginn 27.ágúst og lýkur laugardaginn 29.ágúst.
Verðið er varla frá þessum heimi - 25.000 krónur og 15% systkinaafsláttur.
Innifalið í því eru 11 virkir dagar með kennslu, matur, hressingu,
sigling, rútuferðir og efni.
Að auki er þátttakendum boðið að taka þátt í endursköpun Reynsluheims og
nýju landnámi undir nafninu Vökuheimur á Akureyrarvöku.
Fyrir 13-16 ára unglinga er sérstakur hópur sem sér um að skrásetja og
miðla. Fjölmiðlateymið Alheimur - Aðeins er pláss fyrir 6 og verð er
15.000.-
ATH - við tökum á móti Tómstundaávísun Akureyrar
Skráning og frekari upplýsingar eru á vefsíðu Gilfélagsins, www.listagil.is
en einnig í síma 8643054 hjá Vigdísi og 4612609, einnig hjá Maríu í síma
4627000 og með tölvupósti á gilfelag@listagil.is.
2.6.2009 | 11:33
Georg Óskar Manúelsson opnar sýninguna „Lollipopp“ á Café Karólínu
Georg Óskar Manúelsson
Lollipopp
06.06.09 - 03.07.09
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Georg Óskar Manúelsson opnar sýninguna Lollipopp á Café Karólínu laugardaginn 6. júní 2009 klukkan 15.
Lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp
lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipop
Georg Óskar 1985 603 Akureyri S: 847-7891 georgoskar@gmail.com
Nám
2007- 2009 Myndlistaskólinn á Akureyri, Fagurlist
2007-2008 Gestanemi í Lahti Institute of Fine art, Finland
2002-2006 Verkmenntarskólinn á Akureyri, Myndlistarbraut
Samsýningar
2007 Florence Biennale - Flórens
2007 Rósenborg - Akureyri
2009 GÓMS - Georg Óskar & Margeir Sigurðsson - Dalí gallerý, Akureyri
Einkasýningar
2007 Cafe Valny - Egilstaðir
2008 Untitled - Deiglan, Akureyri
2008 Cafe Valny - Egilstaðir
2009 Lollipopp - Karólína, Akureyri
Sýningin á Kaffi Karólínu stendur til 3. júlí 2009. Allir eru velkomnir á opnun.
Nánari upplýsingar veitir Óskar í síma 8477891 og í tölvupósti: georgoskar@gmail.com
Næstu sýningar á Café Karólínu:
04.07.09 - 31.07.09 Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09 Þórgunnur Oddsdóttir
05.09.09 - 02.10.09 Ólöf Björg Björnsdóttir
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
2.6.2009 | 11:03
Ný stjórn Myndlistarfélagsins
Á aðalfundi Myndlistarfélagsins þann 21. maí 2009 var nýtt fólk kosið í stjórn og hana skipa nú:
Hlynur Hallsson, formaður, til 2010
Brynhildur Kristinsdóttir, ritari til 2010
Jóna Hlíf Halldórsdóttir, gjaldkeri til 2011
Þórarinn Blöndal, vararitari til 2010
Þorsteinn Gíslason, varaformaður til 2011
Varamenn:
Guðmundur Ármann Sigurjónsson til 2010
Ingunn St. Svavarsdóttir til 2010
Menning og listir | Breytt 11.6.2009 kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)