Gunnar Kr. Jónasson sýnir í Gallerí Borgum Dimmuborgum

Gunnar Kr. Jónasson sýnir í Gallerí Borgum Dimmuborgum

 

Laugardaginn 6. júní opnar Gunnar Kr. Jónasson sýningu í Gallerí Borgum.

Gallerí Borgir er í nýopnuðu þjónustuhúsi við Dimmuborgir í Mývatnssveit.

Gunnar Kr. Jónasson myndlistarmaður býr og starfar á Akureyri. Hann vinnur jöfnum höndum að málverki, teikningum og gerð þríviðra verka. Gunnar Kr. hefur unnið lengi að myndlist, framan af meðfram öðrum störfum og atvinnurekstri, en síðan 2002 hefur hann helgað sig listinni óskiptur.

Verk Gunnars Kr. hafa vakið verðskuldaða athygli, enda hefur hann skapað sér afar persónulegan stíl sem hann hefur þróað markvisst um langa hríð.

Í Gallerí Borgum sýnir Gunnar Kr. teikningar úr Mývatnssveit. Sýningin er opin frá 6. júní fram í miðjan júlí á opnunartíma Kaffi Borga frá kl. 10:00-22:00.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband