Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2018
29.8.2018 | 12:34
Sýningin Den Besjälade Naturen í Deiglunni
Verið öll hjartanlega velkomin á opnun Den Besjälade Naturen laugardaginn 1. september kl. 14 í Deiglunni, Listagili. Den Besjälade Naturen er samsýning tíu sænskra listamanna, sýningin er boð Gilfélagsins til þessara listamanna og með því vill félagið leggja sitt að mörkum til fjölbreyttrar myndlistarflóru Akureyrar.
Forseti bæjarstjórnar, Halla Björk Reynidsdóttir mun opna sýninguna kl. 14 á laugardaginn. Sýningin mun standa til sunnudagsins 9. september og verður opin alla daga milli kl. 14 - 17.
Listamennirnir sem sýna:
Anna Eilert, keramik
AnnMargret Johansson Petterson, keramik
Chatarina Warme, grafik
Christina Lindblom, grafik
Gunn Haglund, skúlptúr
Hilde Gläserud, málverk.
Linn Warme, textíll.
Patric Danielsson, skúlptúr.
Ulf Rehnholm, ljósmyndir.
Tanja Rothmaier, málverk.
AnnMargret Johansson Pettersen listamaður búsett i Eskilstuna leiddi saman listamenn sem starfa í Svíþjóð og vinna á breiðu sviði myndlistar, málverk, grafík, ljósmynd, textíl, keramik og höggmynd. Þema þeirra er eining náttúrunnar og er einskonar hylling til Íslands, þar sem listamennirnir, með mismunandi hætti og fjölbreyttum aðferðum sameinast um það stef. Áhrif okkar, segja listamennirnir, eru af náttúrunni og viljum við standa vörð um móður jörð. Við erum öll af sömu jörð. Viljinn er, að miðla með einum eða öðrum hætti því að náttúran er öll ein eining.
https://www.facebook.com/events/753419548328533
28.8.2018 | 11:16
Sunnudagskaffi - Rósa Kristín Júlíusdóttir
Alþýðuhúsið á Siglufirði
Sunnudaginn 2. sept. kl. 14.30 15.30 verður Rósa Kristín Júlíusdóttir með erindi í Sunnudagskaffi með skapandi fólki sem ber yfirskriftina Samvinnulistsköpun.
Rósa Kristín Júlíusdóttir lærði myndlist á Ítalíu og útskrifaðist úr málunardeild frá Listaakademíunni í Bologna árið 1974. Hún kenndi við Myndlistaskólann á Akureyri, var stundakennari við Listaháskóla Íslands og var dósent í myndlistakennslu við Háskólann á Akureyri þar til hún lét af störfum fyrir þremur árum. Rósa Kristín hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis.
Ég kýs að kalla erindið Samvinnulistsköpun (e. collaborative art practice) en það er fyrirbæri sem hefur lengi vakið áhuga minn og má segja að ég hafi verið viðloða eða tekið þátt í slíku um tíma. Samvinnulistsköpun á sér stað þegar tveir eða fleiri vinna saman sem einn listamaður að sama verki. Slík samvinna þróast í takt við verkið og tilheyrir það á endanum hvorum eða hverjum um sig til jafns. Sýnileg einkenni samvinnunnar eru yfirleitt ekki til staðar og verkið gæti því allt eins verið gert af einum listamanni. Saga samvinnulistsköpunar er löng og ég ætla að rekja þessa sögu að einhverju leyti með því að tala um nokkur vel þekkt listamanna pör frá upphafi síðustu aldar sem og önnur sem starfa í dag.
Að erindi loknu er boðið uppá kaffi og meðlæti og eru allir velkomnir.
Uppbyggingasjóður/Eyþings, Fjallabyggð, Egilssíld og Samfélagssjóður Siglufjarðar styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
https://www.facebook.com/events/297346954190229
23.8.2018 | 15:32
Ályktun frá stjórnum Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins
Stjórnir Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins lýsa yfir áhyggjum af því að hluti húsnæðisins Kaupvangsstræti 16, sem hýst hefur Myndlistaskólann á Akureyri, verði nú lagður undir gististarfsemi. Það teljum við ekki vera í samræmi við markmið ný samþykkts Aðalskipulags Akureyrar þar sem segir: Í Grófargili (Listagili) verður lögð áhersla á menningar- og listatengda starfsemi.
Upphaf listatengdrar starfsemi á svæðinu má rekja til framsýnna ákvarðana í kringum 1990 og á síðustu misserum hefur verið stutt vel við þá stefnu með uppbyggingu og endurbótum á Listasafninu. Það er von okkar að þær framkvæmdir verði til enn frekari eflingar í listalífi bæjarins en hafa þarf í huga að sjálf listsköpunin er undirstaða safna og sýninga. Það er von okkar að listnám á svæðinu þróist og eflist enda mun sköpun, menning og listir skipa vaxandi sess í samfélaginu eftir því sem lengra inn í fjórðu iðnbyltinguna líður. Við viljum því skora á bæjaryfirvöld að fylgja fast eftir fyrrnefndum markmiðum, standa vörð um menningar- og listatengda starfsemi og gæta þannig hagsmuna samfélagsins til framtíðar.
22.8.2018 | 18:45
Akureyri með augum Salman Ezzammoury
Verið velkomin á opnun myndlistarsýningu gestalistamanns Gilfélagsins, "Akureyri með augum Salman Ezzammoury" laugardaginn 25. ágúst kl. 14. Salman Ezzammoury, gestalistamaður Gilfélagsins í ágúst sýnir hér ný verk unnin á Íslandi innblásin af lífi og landslagi Akureyrar. Léttar veitingar í boði og listamaðurinn verður á staðnum.
Salman Ezzammoury er fæddur í Tetouan, Norður Marókkó 1959 en flutti ungur til Hollands. Nám hans í ljósmyndun við College of Applied Photography í Apeldoorn og grafískri tækni í Sivako í Utrecht gáfu honum góðan tæknilegan grunn fyrir verk hans nú til dags. Hann blandar saman málun og ljósmyndum sem gefur verkunum óhlutbundið, dulúðlegt yfirbragð en fyrir Salman er mikilvægt að tjá tilfinningar sínar, ofar öllu vill hann sýna upplifun sína á augnabliki, ástandi eða aðstæðum. Ljósmyndir hans hafa ljóðræna eiginleika og eins og með ljóðið getur það aldrei verið fullkomlega skilið, heldur hefur óljósa, leyndardómsfulla áru.
Opnunartími: 25. - 26. Ágúst kl. 14 - 20 í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23.
//
Please join us for Gil artist in residence exhibition opening, "Akureyri through the eyes of Salman Ezzamoury" on Saturday, August 25th hr. 14. Salman Ezzammoury is Gil artist in residence for the month of August and will show new works created in the past few weeks. Light refreshments and the artist will be present.
Salman Ezzammoury, born in Tetouan, North Morocco, 1959, moved to the Netherlands at a young age. His studies in Photography at the College of Applied Photography in Apeldoorn and Graphic Techniques at Sivako in Utrecht provided a solid technical basis for his current work. He combines painting and photography which gives his work a semi-abstract quality.
Expressing his emotions is important to Salman Ezzammoury. Above all he wants to make clear his feelings when experiencing a moment, a situation or a place and as a result his photography has a poetic quality and as with poetry can never be completely grasped, but remains elusive, with a mystic quality.
The exhibition is open on August 25 - 26th hr. 14 - 20 both days. Deiglan, Kaupvangsstræti 23, Akureyri.
https://www.facebook.com/events/377621186108184
22.8.2018 | 18:42
Lokasýning skapandi sumarstarfa
Í sumar hafa þátttakendur skapandi sumarstarfa árið 2018 unnið að skapandi starfi í ungmennahúsinu-Rósenborg, í ár var töluverð áhersla á að vinna með hugmyndina um skúlptúr. Útkoman var fjölbreytt útfærsla þátttakenda en þar á meðal eru vídeó verk, ljósmyndir, stærðfræði list og margt margt fleira. við bjóðum almenning velkominn að skoða afraksturinn næstkomandi laugardag þann 25.08.2018 á 4.hæð ungmennahússins-Rósenborgar klukkan 15:00. Sýningin er einnig hluti af dagskrá Akureyrarvöku.
Þátttakendur í ár voru: Stefán Atli Arnarsson, Elvar orri Brynjarsson, Helena ýr Pálsdóttir, Helga Rós Gunnarsdóttir, Sara Magdalena, Páll Rúnar Bjarnarson, Karen Krista Tulinius Kristján Breki Björnsson Daníel Andri Eggertsson, Hulda Berndsen Ingvadóttir og Aron Rósinberg Antonsson.
https://www.facebook.com/events/391878808014587
20.8.2018 | 18:28
Listasafnið á Akureyri opnar á Akureyrarvöku eftir endurbætur og stækkun
Formleg vígsla og opnun stórbættra og aukinna salarkynna Listasafnsins á Akureyri fer fram á Akureyrarvöku laugardaginn 25. ágúst næstkomandi kl. 15-23. Þá sömu helgi verður 25 ára afmæli safnsins fagnað og fjórum dögum síðar á Akureyrarkaupstaður 156 ára afmæli.
Blásið verður til mikillar listahátíðar með opnun 6 nýrra sýninga í sölum safnsins, auk þess sem nýtt kaffihús og safnbúð taka til starfa.
Teknir verða í notkun bjartir og fallegir sýningarsalir á fjórðu hæð. Nýr og betri inngangur með bættu aðgengi fyrir hreyfihamlaða og barnavagna verður á jarðhæð ásamt safnbúð og notalegu kaffihúsi. Aðstaða fyrir safnkennslu batnar til muna og tækifæri skapast á fastri sýningu með verkum úr safneign auk sögusýningar um fjölbreytt atvinnu- og listalífi í Gilinu í áranna rás. Þessar breytingar færa Listasafninu nýja ásýnd og gott flæði myndast í starfseminni. Með þeim tengist bygging gamla Mjólkursamlagsins Ketilhúsinu og úr verður ein heild. Arkitektarnir Steinþór Kári Kárason og Ásmundur Hrafn Sturluson hjá Kurt og Pí hafa sérhæft sig í endurgerð verksmiðjuhúsnæðis þar sem virðing er jafnframt borin fyrir sögunni. Þeir hafa teiknað upp breytta nýtingu og nýtt skipulag þessa fyrrum iðnaðarhúsnæðis í Gilinu.
Sýningar:
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Hugleiðing um orku
Salir 04-06
25. ágúst - 21. október 2018
Sigurður Árni Sigurðsson
Hreyfðir fletir
Salir 01-03
25. ágúst - 21. október 2018
Hjördís Frímann og Magnús Helgason
Hugmyndir / Ideas
Salur 07, Safnfræðsla
25. ágúst 2018 - 18. ágúst 2019
Safneign
Úrval valin verk úr safneign Listasafnsins á Akureyri
Salur 08
25. ágúst 2018 - 11. október 2020
Frá Kaupfélagsgili til Listagils / From Co-op Street to Art Street
Salur 12
25. ágúst 2018 - 18. apríl 2021
Valin verk úr safneign Listasafns ASÍ
Svipir / Expressions
Salur 09
25. ágúst 2018 - 17. febrúar 2019
Dagskrá 25. ágúst
Opnun kl. 15-23
Ávörp í sal 11, Ketilhúsi kl. 15.30:
Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri,
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra,
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra,
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.
Tónlist: Dimitrios Theodoropoulos, jassgítar,
Jazz tríó Ludvigs Kára: Stefán Ingólfsson, Rodrigo Lopez og Ludvig Kári.
Kl. 16.30: Florakören og Brahe Djäknar á svölum Listasafnsins, efstu hæð.
Kl. 18.00: Florakórinn og Brahe Djäknar í sal 11, Ketilhúsi.
Kl. 20.00: DJ Kveldúlfur í sal 11, Ketilhúsi.
https://www.facebook.com/events/302910350272012
14.8.2018 | 11:32
Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir með gjörning í Deiglunni
Sacred; Try to remember the smell of old forest and the drink of clean water.
Our nature is Sacred. Our land is Sacred. All the trees and the waters are Sacred. Also our selves as human beings is Sacred. We n e e d the whole to be complete and to survive. Liv K. Nome
Sacred er lifandi gjörningur með innsetningu, myndvörpun, hljóði og hreyfingu í rými.
https://www.facebook.com/events/243513503155606
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2018 | 11:09
Ólík rými / Different Spaces - Salman Ezzamoury í Deiglunni
Ólík rými / Different Spaces - Salman Ezzamoury
Opnunartími: 18. - 19. Ágúst kl. 11 - 20 / Opnunarhóf kl. 14 á laugardag
Salman Ezzammoury er fæddur í Tetouan, Norður Marokkó 1959 en flutti ungur til Hollands. Nám hans í ljósmyndun við College of Applied Photography í Apeldoorn og grafískri tækni í Sivako í Utrecht gáfu honum góðan tæknilegan grunn fyrir verk hans nú til dags. Hann blandar saman málun og ljósmyndun.
Fyrir Salman er mikilvægt að tjá tilfinningar sínar, ofar öllu vill hann sýna upplifun sína á augnabliki, ástandi eða aðstæðum.
Ljósmyndir hans hafa ljóðræna eiginleika og eins og með ljóðið getur það aldrei verið fullkomlega skilið, heldur hefur óljósa, dulúðlega áru.
Allir eru hjartanlega velkomnir, listamaðurinn verður á staðnum og kaffi og kruðerí í boði.
//
Different Spaces
Opening hours Saturday - Sunday 18. - 19. August hr. 11 20 / Opening reception Sat hr. 14
Please join us for the opening of Different Spaces / Ólík Rými, an exhibition by Salman Ezzamoury in Deiglan on Saturday, August 18th hr. 14.
Salman Ezzammoury, born in Tetouan, North Morocco, 1959, moved to the Netherlands at a young age.
His studies of Photography at the College of Applied Photography in Apeldoorn and Graphic Techniques at Sivako in Utrecht provided a solid technical basis for his current work. He combines painting and photography.
Expressing his emotions is important to Salman Ezzammoury. Above all he wants to make clear his feelings of experiencing a moment, a situation or a place. That is why his photography have a poetic quality and as with poetry can never be completely grasped, but remains elusive, with a mystic quality.
https://www.facebook.com/events/440049049849257
9.8.2018 | 16:30
Fjölskylduleiðsögn um sýningu Anítu Hirlekar
Laugardaginn 11. ágúst kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn um sýningu Anítu Hirlekar, Bleikur og grænn í Listasafninu á Akureyri. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningu Anítu. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum Anítu.
Aðgangur er ókeypis.
https://www.facebook.com/events/212297756052289
1.8.2018 | 15:50
Harpa Björnsdóttir sýnir í Kompunni
Harpa Björnsdóttir opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði næstkomandi laugardag, 4. ágúst kl. 14.00. Sýningin nefnist Mitt fley er lítið en lögur stór, og fjallar um vægi manneskjunnar í hinu stóra samhengi. Á reginhafi og í mannhafi er hún svo óumræðilega lítil, en öðlast stærð, vægi og minni í gegnum verk sín og gjörðir, ástvini og elsku.
Harpa Björnsdóttir hefur starfað sem myndlistarmaður frá árinu 1983 og verið virk á vettvangi myndlistar og menningarmála. Hún hefur haldið yfir 30 einkasýningar og tekið þátt í yfir 50 samsýningum, heima og erlendis.
Harpa hefur einnig starfaði sem myndlistarráðunautur og verkefnisstjóri menningarviðburða og verið sýningarstjóri fjölmargra sýninga, einkum sýninga á verkum sjálfsprottinna listamanna í samstarfi við Safnasafnið á Svalbarðsströnd.
Sýningin stendur til 19. ágúst, og er opin kl. 14.00-17.00 daglega.
https://www.facebook.com/events/516157728839593