Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2016

Sandra Rebekka opnar sýninguna no2 í Mjólkurbúðinni

13662132_10153630381997231_6128006734011961383_o

Sandra Rebekka opnar sýninguna no2 í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri laugardaginn 16.júlí kl. 14. Sýning Söndru Rebekku er einnig opnunarsýning á Listasumri 2016 í Mjólkurbúðinni.


Sandra Rebekka um sýninguna no2:

Þversagnir geta umbreytt því hefðbundna, kunnulega og hversdagslega. Með þversögnum vaknar nýr áhugi og það sem áður var, fær nýtt líf. Verkin eru í eðli sínu kyrrstæð en listamaðurinn gerir tilraun til þess að ná fram hreyfingu í annars kyrrstæðan veruleika. Hreyfinguna notar hann líkt og síu og gerir þannig viðfangsefnið fjarlægar áhorfandanum. Með hreyfingunni færist hlutbundna viðfangsefnið nær því óhlutbundna og í verkunum kannar listamaðurinn sambandið á milli þess hlutbundna og þess óhlutbundna. Verkin eru tilraun til þess að skapa veruleika sem er bæði kyrrstæður og á hreyfingu og ef til vill á gráu svæði þar sem hið hlutbundna og hið óhlutbundna mætast.


Sýning Söndru Rebekku stendur til 24.júlí og er opin laugardaga kl.14-17 og eftir samkomulagi.


Sandra Rebekka sandrarebekkadudziak@gmail.com

Mjólkurbúðin Listagili er á facebook


Pierre Coulibeuf sýnir «THE WORLD IS AN ENIGMA» í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Pierre-Coulibeuf-A-Magnetic-Space-5-2008small

Opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri, 16. júlí 2016.
«THE WORLD IS AN ENIGMA»
Í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
PIERRE COULIBEUF


Verksmiðjan á Hjalteyri, 16.07 – 01.08 2016 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri.
http://verksmidjanhjalteyri.com
einnig facebook: Verksmiðjan á Hjalteyri
Opnun laugardaginn 16. júlí kl. 14:00 / Opið alla  daga kl. 14:00 – 17:00.

Laugardaginn 16. júlí kl. 14-17 opnar franski myndlistar og kvikmyndagerðarmaðurinn Pierre Coulibeuf sýninguna «THE WORLD IS AN ENIGMA» Artwork: interpretation: possible universe.Sýningin mun samanstanda af 4 vídeóinnsetningum: «Somewhere in between 2004/2006» Tilraunakennd mannlýsing. Í verkinu er  rannsóknum danshöfundarins Meg Stuart snúið yfir í skáldskap. Titli þess er ætlað vekja upp tilfinningu tómleika; «the Warriors of Beauty 2002/2006» sækir í leikhúsheim Jan Fabre. Völundarhúslaga   með mörgum inngöngum, þar sem að ótrúleg Ariadne í brúðarkjól ("the demon of passage" ?) leiðir og afvegaleiðir áhorfandann um framandi heim sem að einkennist af hamskiptum, stríðandi hvötum, tvöföldunum, skrumskælingu, trúarathöfnum og fjarstæðum; «A Magnetic Space 2008» innblásin af veröld kanadíska danshöfundarins  Benoît Lachambre’s, verkið fer inn á svið hins yfirnáttúrulega. Samspil  margvíslegra krafta tengir persónurnar við elementin – loft, vatn, plöntur og steina -  sem leiðir til undarlegra en eðlislægra líkamshreyfinga. Þessar persónur ferðast um segulmagnað rými þar sem að líkamstjáning tekur við af tungumálinu; «Le Démon du passage 1995/2006». Myndin er innblásin af heimi franska listamannsins og ljósmyndarans Jean-Luc Moulène. Er þetta lögreglu ráðgáta eða annars leikur ástarinnar ?… Eitthvað er um það bil að verða til á yfirborði óreiðunnar, til samræmis ókunnuglegri og torskilinni þraut sem erfiðar í áttina að lausn… ýjar að Hugmynd… teiknar upp Fígúru… Röð undarlegra tákna samtengjast í andrúmslofti (falskrar) fjársjóðsleitar… Einhverskonar myndletur birtist hingað og þangað, tengist óvænt og dregur upp Fígúrur á hreyfingu...Hefðbundnar fagurlista kategoríur (andlitsmynd, landslag, nekt, kyrralíf) með hverju Jean-Luc Moulène vanalegast hugsar upp myndir sínar, eru túlkaðar að nýju í kvikmyndinni.

Kvikmyndaverkið - sem líking - er handahófskennd umritun á innri sýn. Eins og birtingarmynd  hugsunar, afurð hverfulla krafta. Í skapandi sýn er brotum  raunveruleikans raðað saman. Heimurinn er lygi. Kvikmyndaverkið býr til heim. Heimurinn sem að kvikmyndaverkið kallar fram er ekki uppfærsla á raunveruleikanum heldur endurvarp hans.

Raunveruleikinn er ekki lengur eitthvað auðþekkjanlegt, hughreystandi. Þvert á móti. Í gegnum þessi verk miðar sýningin að því að benda á hversu tengsl manneskjunnar við heiminn geta verið torráðin, og heimurinn sjálfur óviss, dularfullur og erfiður að henda reiður á. Kvikmyndaverkið, langt frá því að þykjast gefa heiminum merkingu, getur eingöngu bergmálað undarlegan kunnugleika.
Sérhvert verk sem að gert er ráð fyrir á þessari sýningu reynir að líkja eftir þankagangi, hvöt eða viðhorfi, umhugsun og umorðun, tilfinningu eða uppnámi; með öðrum orðum, líkja eftir (miðla) ósýnilegum geðshræringum. Sýningin er opin alla daga  frá kl. 14-17. Sýningin stendur til og með 1. ágúst.

Á opnun verður sýnd sérstaklega kvikmyndin Crossover (2009) með Ernu Ómarsdóttur og PONI.

Frekari upplýsingar veita: Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450.
Ari Allansson ariallansson@gmail.com

Koma listamannsins og sýningin eru styrkt af, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði og Ásprenti. Bakhjarl Verksmiðjunnar er Hörgársveit. Verksmiðjan á Hjalteyri er handhafi Eyrarrósarinnar 2016.

 


Samúel Jóhannsson sýnir vatnslitamyndir í Kartöflugeymslunni

13558600_906326976162405_5174198783053177340_o

Samúel Jóhannsson sýnir vatnslitamyndir í Kartöflugeymslunni í Kollgátu í Listagilinu á Akureyri.
Sýningaropnun á laugardaginn 09.07. kl 15.00.
Allir velkomnir.

https://www.facebook.com/events/157562014654833


Cistam opnar sýningu í Kaktus

13582166_820174291450623_6794000849940358371_o

Cistam opnar sýninguna Alluring Anarchy í lista og menningarrými Kaktus í Listagilinu á Akureyri. Cistam er listamannsnafn James Earl Ero Cisneros Tamidles, sem er 25 ára gamall listamaður og parkourþjálfari á Akureyri.

Þar sýnir listamaðurinn Cistam sýningin Alluring Anarchy þar sem hann hefur verið vinna með liti og form, þar leikur hann sér að blanda því saman við ýmiss konar viðfangsefni til að skapa ákveðið flæði. Hann reynir að upphefja viðfangsefnin á þann veg frá eigin formi og skapa með því einstaka stemmingu fyrir hvert verk. Hann segist vinna í kringum verkin af handahófi og móta þau þannig að eigin hugarfari og stíl. Hann vinnur aðallega með blýant og penna en notar einnig mikið vatnsliti og blek, og segist njóta þess að gera myndirnar eins raunverulegar og hann geti en njóta þess líka til skemmtunar að blanda fantasíu og abstract saman við.

Allir hjartanlega velkominn á opnun laugardaginn 9. janúar kl. 14:00 - 17:00, það verða létta veitingar í boði. Það verður svo opið á sunnudeginum líka milli kl. 14-17.
_________________________________________________

Cistam opens his exhitbition Alluring Anarchy in Kaktus in Listagilinu á Akureyri. Cistam is James Earl Ero Cisneros Tamidles artist name, a 25-year -old artist and a parkour coach of Akureyri.

This is where the artist is showcasing his exhibit "Alluring Anarchy" where he utilizes his work with colors and shapes, and plays on mixing them with various subjects to create a certain flow. He tries to intensify the subject matter out of their own accord, creating a unique atmosphere with each illustration. He claims to work around the subject at random and molds them throughout his own imagination and style. He works mainly with pencil and pen, but also developes his work alot with watercolor and colored ink, and says he enjoys making his drawings as photosrealismic as he can, but also likes to mix it with fantasy and abstract.

Everybody is welcome at the opening on Saturday, 9 January at 14:00 p.m to 17:00 p.m, there will refreshments available. It will also be open on Sunday at 14:00 p.m to 17:00 p.m.


facebook.com/cistam90
instagram.com/cistam_arts

https://www.facebook.com/events/282176975466824


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband