Sunnudagskaffi með Önnu Ósk Erlingsdóttur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

13661838_1044032419006696_1587758137885164668_o

Anna Ósk Erlingsdóttir verður með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði, sunnudaginn 31. júlí kl. 15.30 – 16.30.


Anna Ósk Erlingsdóttir er fædd og uppalin í Sandgerði. Hún á rætur sínar að rekja til Siglufjarðar þar sem faðir hennar Erlingur Björnsson í Hljómunum átti Siglfirskan föður.

Anna Ósk lærði ljósmyndun í Ástralíu og bjó þar í tvö og hálft ár. Hún fékk tækifæri að vera með í nokkrum sýningum þar og ein af þeim var í National Portrait gallerý í höfuðborginni Canberra. Einnig hefur Anna Ósk verið með sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavikur 2012.

Þetta árið hefur Anna Ósk gefið út ljósmyndabók sem er saman safn af myndum teknar yfir 10 ára tímabil. Bókin heitir Enigma, og er tileinkuð konum í ólíku hugarástandi.

Á fyrirlestrinum þann 31. júlí mun Anna Ósk tala um innblástur, ljósmyndun og ævintýri í kring um myndatökurnar!

Fjallabyggð, Menningarráð Eyþings og Egilssíld styðja við menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

https://www.facebook.com/events/1286202164753367


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband