Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016
26.1.2016 | 20:12
Skammdegi Festival 2016 á Ólafsfirði
Listhús kynnir með stolti Skammdegi Festival 2016, árleg hátíð tónlistar, sjónlistar og blandaðar tækni sem eru gerðar af alþjóðlegum listamönnum. 25 listamenn voru valdir úr hópi 75 umsækjanda allstaðar í heiminum. Hátíðin er á sínu öðru ári og stefnir að því að koma með nýstárleg verk til heimanna og alþjóðlegra áhorfenda.
Þið eruð hjartanlega velkomin á sameiginlegu opnunar sýninguna sem verður í Listhúsinu á Ólafsfirði fimmtudaginn 28 janúar 2016 klukkan 19:00. 11 listamenn munu sýna verk sín meðan á opnunarsýningunni stendur.
https://www.facebook.com/events/237593049905342
26.1.2016 | 16:43
Málþing um myndlist í Fjallabyggð 30. jan. 2016
Málþing um myndlist í Fjallabyggð 30. jan. 2016
Laugardaginn 30. jan. kl. 14.00 16.30 efnir Alþýðuhúsið á Siglufirði til málþings um myndlist í Fjallabyggð.
Á undanförnum fimm árum hefur sýningarhald, fyrirlestrar, kennsla, samstarfsverkefni og heimsóknir listamanna til Fjallabyggðar stóraukist og vegna tilkomu Listhússins á Ólafsfirði, Menntaskólans á Tröllaskaga, Herhússins á Siglufirði og Alþýðuhússins á Siglufirði, hafa opnast nýir og áhugaverðir möguleikar í bæjarfélaginu. Starfsemi þessi kemur sem viðbót við annars ágætis sýningarhald á vegum Rauðku, Síldarminjasafnsins, sal Ráðhússins á Siglufirði og annarra einkaaðila/gallería. Einnig hefur Herhúsið verið í notkun síðan 2005.
Alla jafna eru myndlistasýningar í Kompunni Alþýðuhúsinu, Herhúsinu í lok listamannadvalar, í Listhúsinu og gjörningar í sal Alþýðuhússins.. Í bæjarfélaginu eru 6-8 erlendir og innlendir listamenn í gestavinnustofum á hverjum tíma og fjölgar upp í 25 manns í ákveðnum verkefnum nokkrum sinnum á ári. Fjöldi manns eru í listnámi og ýmsar uppákomur og sýningar í öðrum sölum af og til.
Gestum fer fjölgandi ár frá ári sem einnig kunna æ betur að meta blómlegt listalíf.
Ýmsir listamenn sem dvalið hafa um stund við verkefni í bæjarfélaginu hafa fest kaup á húsnæði og aðrir koma reglulega til lengri eða skemmri dvalar.
Fjöldi listamanna sem stunda list sína fullu starfi eru búsettir eða eiga hús í Fjallabyggð og setja svip sinn á samfélagið.
Á þessu málþingi verður fókusinn á myndlist, Gott verður að fá einhverskonar heildarmynd yfir það sem í boði er, umfang, stöðu og hvert stefnir.
Dagskráin er sem hér segir, með fyrirvara um einhverjar mín. til og frá.
kl. 14.00 Aðalheiður S. Eysteinsdóttir , Alþýðuhúsið- Kompan, að koma heim.
kl. 14.15 Lára Stefánsdóttir, Listnám í heimabyggð..
kl. 14.30 Steinunn María Sveinsdóttir, Myndlist í Fjallabyggð.
kl. 14.45 Alice Liu, From 1 to 25: the development of Listhus in 5 years.
kl. 15.00 Kaffiveitingar
kl. 15.15 Logi Már Einarsson, Myndlist og samfélag.
kl. 15.30 Arnar Ómarsson, Reitir.
kl. 15.45 Guðný Róbertsdóttir, Herhúsið.
kl. 16.00 Opnar umræður.
Málþingið er öllum opið, og eru allir hvattir til að taka þátt sem láta sig málið varða. Ekkert þátttökugjald.
Allar upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 865-5091
Menningarráð Eyþings, Fjallabyggð, Egilssíld og Fiskbúð Siglufjarðar styðja við menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
https://www.facebook.com/events/558028051028603/559514640879944/
25.1.2016 | 14:24
Jónborg Sigurðardóttir - Jonna opnar "Völundarhús plastsins" í Vestursal Listasafnsins á Akureyri
Laugardaginn 30. janúar kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Vestursal sýning Jonnu Jónborgar Sigurðardóttur Völundarhús plastsins. Sýningin er innsetning sem á að gera áhorfendur meðvitaða um umhverfisáhrif plastnotkunar.
Undanfarin ár hefur Jonna unnið ýmis verk innblásin af ofneyslu og sóun. Hún vill vekja athygli á að hver manneskja getur lagt sitt af mörkum í umhverfismálum, svo sem með endurnýtingu og notkun fjölnota innkaupapoka. Hún mun vinna verk úr endurunnu plasti í klefanum í Vestursal Listasafnsins meðan á sýningu stendur.
Jonna útskrifaðist úr fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 1995 og sem fatahönnuður frá Københavns Mode- og Designskole 2011. Myndlist hennar spannar vítt svið, allt frá málverki til innsetninga. Hún hefur verið mjög virk í listalífinu á Akureyri síðustu árin; haldið einkasýningar, tekið þátt í samsýningum og staðið fyrir uppákomum.
Sýningin Völundarhús plastsins stendur til 11. febrúar og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýningar Listasafnsins á Akureyri er alla fimmtudaga kl. 12.15-12.45. Aðgangur er ókeypis.
23.1.2016 | 14:01
"Moving Houses", Gudrun Brükel sýnir í Deiglunni
Gudrun Brükel myndlistamaður frá Þýskalandi sýnir verk sín í Deiglunni. Gudrun er gestalistamaður mánaðarins í gestavinnustofu Gilfélagsins.
Allir velkomnir
https://www.facebook.com/events/1554604001520274
20.1.2016 | 22:43
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningar
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningar. Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra veitir verkefnastyrki til menningarverkefna og stofn og rekstrarstyrki til menningarmála. Sjóðurinn er hluti af samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019. Í ár lítur uppbyggingasjóður sérstaklega til verkefna sem jafna stöðu kynjanna og aldurshópa á svæðinu.
Auk þess hafa þær umsóknir forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna skilyrða:
- Verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, byggðarlaga eða listgreina. Sérstaklega er horft til verkefna sem eru samstarf þriggja eða fleiri aðila og tengja íbúa á Norðurlandi eystra
- Verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar og lista
- Verkefni sem fela í sér listsköpun fólks á aldrinum 18-25 ára
- Verkefni sem fela í sér samstarf við önnur lönd á sviðið menningar og lista
Við mat á umsóknum um stofn- og rekstrarstyrki lítur uppbyggingarsjóður til eftirtalinna atriða:
- Stuðla að því að efla menningarstarfsemi á sviði lista, safna- og menningararfs
- Stuðla að nýsköpun í menningarstarfi
- Styðja við menningarstarfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á svæðinu
Umsóknum skal skilað rafrænt til uppbyggingarsjóðs á netfangið uppbygging@eything.is á eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Menningarráðs Eyþings. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar. Tilkynnt verður um úthlutun í apríl. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér verklagsreglur uppbyggingarsjóðs á heimasíðu Menningarráðs Eyþings www.eything.is
Nánari upplýsingar um styrki til menningar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menning@eything.is sími 464 9935. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið uppbygging@eything.is
20.1.2016 | 22:41
Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóði
Menningarsjóður Akureyrar auglýsir eftir umsóknum um styrki. Auglýst er eftir umsóknum um samstarfssamninga og verkefnastyrki. Samstarfssamningar skulu stuðla að fjölbreyttu menningarlífi á Akureyri. Hægt er að sækja um samstarf til tveggja eða þriggja ára í senn. Við úthlutun er litið til fjölbreytileika í starfsemi,aldurs þátttakenda, jafnréttis og sýnileika.
Sótt er um á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/umsoknir
Hinvegar er auglýst eftir umsóknum um verkefnastyrki.
Verkefnin skulu auðga menningarlífið í bænum,hafa sérstöðu og fela í sér frumsköpun.
Sótt er um á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/umsoknir
Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar 2016.
Upplýsingar um reglur Menningarsjóðs og Menningarstefnu Akureyrar 2013-2018
eru á heimasíðu Akureyrarbæjar
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/reglur-og-samthykktir/menningarmal
Húsverndarsjóður Akureyrar
Sjóðnum er ætlað að vinna að verndun húsa og mannvirkja á Akureyri. Veittir verða tveir styrkir að upphæð kr. 250.000 hvor.
Upplýsingar um reglur sjóðsins eru á heimasíðu Akureyrarbæjar http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/reglur-og-samthykktir/menningarmal
Sótt er um á heimasíðu Akureyrarbæjar http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/umsoknir
Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar 2016.
Ákvarðanir um styrkveitingarnar eru teknar af stjórn Akureyrarstofu. Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnastjóri viðburða og menningarmála í netfanginu huldasif@akureyri.is
20.1.2016 | 15:14
í drögum / Prehistoric Loom IV í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi
í drögum / Prehistoric Loom IV
Listasafnið á Akureyri, Ketilhús, 23. janúar - 28. febrúar
Sýningin í drögum / Prehistoric Loom IV skoðar teikninguna sem tímabil í
ferli listsköpunar, nánast hulið ferli sem markar andartak milli hugsunar
og framkvæmdar. Í þessu óræða rými má greina bergmál persónulegra og
faglegra tengsla sem einkenna samfélög listamanna. í drögum / Prehistoric
Loom IV er ávöxtur þeirra sambanda sem mynduðust hjá meistaranemum
við Glasgow School of Art í Skotlandi árið 2014.
Sýningin var fyrst sett upp í No Toilet Gallery í Seoul í Suður-Kóreu, því næst
í Yada Shimin Gallery í Nagoya í Japan og nú síðast á listahátíðinni Glasgow
Open House Art Festival, vorið 2015. Segja má að sýningin, eða sýningarröðin,
sé lífræn í formi þar sem hún breytist í hverri borg. Nýir listamenn bætast við
og koma þannig með ný innlegg í hið sídýpkandi samtal. Að þessu sinni sýna 27
listamenn víðs vegar að úr heiminum, þar af sjö íslenskir.
Listamenn:
Kelli Sims, Sasha Panyuta, Fanny Wickström, Selma Hreggviðsdóttir, Marysia Gacek, Katrina Vallé, Vigdis Storsveen, Ying Cui, Johnathan Cook, Jack Cheetham, Emily McFarland, Heejoon Lee, Saejin Choi, Alexandra Sarkisian, Lauren Hall, Kirsty Palmer, Guo-Liang Tan, Elísabet Brynhildardóttir, Aniara Oman, Malie Robb, Simon Buckley, Anna Hrund Másdóttir, Klængur Gunnarsson, Maria Toumazou, Ólöf Helga Helgadóttir, Freyja Reynisdóttir, Guðmundur Thoroddsen.
Sýningarstjórar: Elísabet Brynhildardóttir, Selma Hreggviðsdóttir og Katrina Vallé.
https://www.facebook.com/events/908914332550014
///
í drögum / Prehistoric Loom IV
Akureyri Art Museum, Ketilhús, January 23ʳᵈ - February 28áµ—Ê° 2016
The exhibition í drögum / Prehistoric Loom IV explores drawing as a period of artistic creation, a hidden process that forms a pause between thought and production - and it is in this space - where we detect a faint echo of the personal and professional relationships connecting the artists.
The exhibition is the result of the friendships developed between MFA graduates of Glasgow School of Art in Scotland, 2014. The first exhibition took place in the No Toilet Gallery in Seoul, South-Korea, then to the Yada Shimin Gallery in Nagoya, Japan, and most recently at the Glasgow Open House Art Festival in the spring of 2015.
í drögum represents an expanding society of artists where in each city the exhibition, or propagative series, takes on a gentle metamorphosis where new artists are added, bringing new perspectives on drawing within contemporary practice. On this occasion, the work of twenty-six artists will be displayed, seven of who are Icelandic.
Artists: Kelli Sims, Sasha Panyuta, Fanny Wickstrom, Selma Hreggviðsdóttir, Marysia Gacek, Katrina Valle, Vigdis Storsveen, Ying Cui, Jonathan Cook, Jack Cheetham, Emily Mc Farland, Heejoon Lee, Saejin Choi, Alexandra Sarkisian, Lauren Hall, Kirsty Palmer, Guo-Liang Tan, Elísabet Brynhildardóttir, Aniara Oman, Malie Robb, Simon Buckley, Anna Hrund Másdóttir, Klængur Gunnarsson, Maria Toumazou, Ólöf Helga Helgadóttir, Freyja Reynisdóttir, Guðmundur Thoroddsen.
Curators: Elísabet Brynhildardóttir, Selma Hreggviðsdóttir and Katrina Valle.
20.1.2016 | 15:09
Skammdegi preview show in Salur Myndlistarfélagsins
Listhús Artspace presents a preview of its annual
SKAMMDEGI FESTIVAL. Each year Listhús Artspace selects
artists from around the world for its Skammdegi AiR Award.
The artists stay in Ólafsfjörður from December through
February and experience a North Iceland winter. These
visual artists, performers, musicians, and writers present
their work at the Skammdegi Festival, which takes place
in Ólafsfjörður from 28 January to 28 February.
Myndlistarfélagið is pleased to host a Skammdegi preview
on 16 and 23 January 2016. Over these two weekends,
Listhús resident artists will present work that interprets,
expresses, and responds to the Skammdegi, or short days.
Participating artists:
Jack Duplock (London, Painter)
Ellis OConnor (Scotland, Painter)
Jade de Robles (London/Barcelona, Designer)
Devon Tipp (New York, Musician & Composer)
Will Plowman (Bristol, Musician)
Alkisti Terzi (Scotland, Filmmaker)
Ksenia Yurkova (Russia, Photographer)
Rachel Beetz (USA, Musician)
Ruan Suess (Scotland, Cinematographer)
Samuel Cousin (Canada, Visual Artist)
Natalia Kalicki (Canada, Visual Artist)
Fernanda Chieco (Brazil, Painter)
Scott Probst (Australia, Writer and visual artist)
judy b. (USA, Writer/Vocalist)
Adam Sloan (Liverpool, Audio/Visual Artist & Musician)
Laura Campbell (Liverpool, Audio/Visual Artist & Musician)
https://www.facebook.com/events/168144433553713
18.1.2016 | 14:54
Gudrun Brückel með fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins
Þriðjudaginn 19. janúar kl. 17 heldur myndlistarmaðurinn Gudrun Brückel fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Moving houses, moving mountains. Þar mun Gudrun fjalla um grunnreglur við gerð klippimynda, út frá eigin verkum, en hún vinnur mestmegnis með form náttúrunnar og arkitektúr.
Gudrun Brückel er fædd árið 1954 í Leonberg, Baden-Württemberg í Þýskalandi og nam listfræði í Staatliche Akademie der Bildenden Künste í Stuttgart og listmálun í Hochschule der Künste í Berlín undir handleiðslu Max Kaminski og Bernd Koberling. Hún kenndi myndlist í Suður-Þýskalandi á árunum 1980-1985 en hefur síðan starfað sem myndlistamaður og kennari. Gudrun hefur haldið fjölmargar einkasýningar síðan 1978 og tekið þátt í samsýningum. Nánari upplýsingar um hana er að finna á heimasíðunni www.gudrunbrueckel.de.
Þetta er fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur ársins og sem fyrr fara þeir fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi á hverjum þriðjudegi kl. 17. Aðgangur er ókeypis.
Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins og Myndlistafélagsins. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Rachel Lorna Johnstone, Árni Árnason, Anita Hirlekar, Claudia Mollzahn, Kristín Margrét Jóhannsdóttir, Klængur Gunnarsson og Freyja Reynisdóttir, Mille Guldbeck og Lisa Pacini og Christine Istad.
Dagskrá vetrarins má sjá hér að neðan:
19. janúar Gudrun Bruckel, myndlistarkona
26. janúar Rachael Lorna Johnstone, prófessor
2. febrúar Árni Árnason, innanhússarkitekt
9. febrúar Anita Hirlekar, fatahönnuður
16. febrúar Claudia Mollzahn, myndlistarkona
23. febrúar Kristín Margrét Jóhannsdóttir, aðjúnkt
1. mars Sandra Rebekka Dudziak, myndlistarkona
8. mars Klængur Gunnarsson og Freyja Reynisdóttir, myndlistarmenn
15. mars Mille Guldbeck, myndlistarkona
22. mars Lisa Pacini og Christine Istad, myndlistarmenn
https://www.facebook.com/events/1240861719277245
15.1.2016 | 09:34
Kristinn G. Jóhannsson sýnir í Mjólkurbúðinni
Kristinn G. Jóhannsson opnar málverkasýninguna FJÖRBROT í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 16.janúar kl. 14.
Kristinn G. Jóhannsson sýnir bæði olíumálverk og vatnslitamálverk sem hann segir yrkisefni um næsta umhverfi sitt, brekkurnar, tjarnir, tré og trega. Sýningin stendur til 30.janúar
Kristinn um sýningu sína:
Aðrir hafa á liðnum árum látið í ljós álit sitt á prenti eða öðruvísi. Ég birti hér örfá sýnishorn þess í sjálfsupphafningarskyni. Mér verður þar dæmi rithöfunda sem einatt birta utan á nýjum bókum sínum gamla dóma eða stjörnufjöld um fyrri verk og velja þá ekki hina neikvæðustu. Þetta er ekki til eftirbreytni en ég læt mig hafa það og skrifast á elliglöp, sem lýsa sér með þessum fádæmum. Þess vegna einnig nafngiftin Fjörbrot. Þessi sýning markar með öðrum orðum upphaf áttugasta æviárs míns og má það vera afsökun eða tilefni hennar ef vill.
Um volkið í veraldarsjónum.
Þetta er lífleg sýning listamanna af tveimur kynslóðum, sem fara ólíkar leiðir að markinu, sem er auðvitað góð myndlist. Bæði sýna hér góð tilþrif og ber að hvetja fólk til að líta inn í FÍM-salinn
( Mbl. Eiríkur Þorláksson um sýningu Brynhildar og Kristins í FÍM-salnum 1991)
Fyrstur til að sýna í þessum nýja rúmgóða sal er listmálarinn Kristinn G. Jóhannsson og er það vel við hæfi. Bæði er Kristinn einn þekktasti myndlistarmaður norðan heiða og svo tengist hann húsinu æskuböndum, en fjölskylda hans bjó þar þegar hann var drengur. Kristinn hefur tamið sér að gefa sýningum sínum yfirskrift og að þessu sinni nefnir hann sýninguna Málverk um langholt og lyngmó.
..Á sýningunni eru þrjátíu olíumálverk sem öll eru í raun abstrakt myndbyggingar þó þær vísi til hins nálæga í íslenzkri náttúru, á holtum, í móum, þúfum og lyngi; þetta eru smásjármyndir umhverfisins
..þetta er í alla staði ánægjuleg sýning
..( Mbl. Eiríkur Þorláksson um sýningu í Listhúsinu Þingi 1993)
Það er í senn gerjun og hreyfing í málverkunum, sem fylla Austursalinn, mynda þó mjög samstæða heild. Mikið að gerast í myndfletinum en haldið í horfinu með mjúkum línulegum formum, trosnuðum vefjum, er liðast um og skera myndflötinn ásamt heitum og köldum litum er vinna saman, binda og móta svipmikla heild
Telst mikil list að beizla á þann veg hraðann og hefi ekki séð það takast jafn vel áður í vinnulagi Kristins. Hér er um fínlega útgáfu af úthverfu innsæi að ræða, skynræn náttúruáhrif af hárri gráðu.(Mbl. Bragi Ásgeirsson um sýningu í Listasafninu á Akureyri 2001)
Náttúran í sínum óviðjafnanlegu tilbrigðum ber hæst í olíumyndum Kristins, sem eru afar litskrúðugar og mikið að gerast á myndfletinum. Litirnir eru ríkir og lifandi, myndfletinum skipt upp með lóðréttum og láréttum línum svo ferningar myndast með ýmiss konar mynstri. Þó að náttúran sé yrkisefnið elta myndirnar ekki fyrirmynd sína heldur vinna frjálst með liti og form, eru að mestu óhlutbundnar, sýna hughrif og ljóðræna tilfinningu, sem hér er sterk. (Mbl. Ragna Sigurðardóttir um sýningu í Húsi málaranna 2002)
Köflótt landslag Kristins G. Jóhannssonar veitir þó skemmtilegt tilbrigði við landslagsþemað og ekki laust við að listamaðurinn leiki sér að veita náttúrunni textílkennda áferð í verkum á borð við Hauststillukvæði við Pollinn. (Mbl. Anna Sigríður Einarsdóttir, Vorsýning 10 listamálara 2002)
..Hins vegar eru þetta sterk persónuleg einkenni listamannsins og aðal verkanna er einmitt sú persónulega nálgun sem í þeim býr, sú sálræna dýpt sem birtist í síendurteknu samtali listamannsins við átthagabrekkur sem voru og eru. En ekki síst fyrir þær persónulegu tiktúrur listamannsins neðst í myndfletinum þar sem hann speglar sjálfsmynd sína bókstaflega með því að láta undirskrift sína leika afgerandi þátt innan um óhlutbundnar fantasíur ímyndunaraflsins.
.(Mbl. Þóra Þórisdóttir um Sýningar á sjötugu í Ketilhúsi 2006)