Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016

Jón Laxdal Halldórsson og Samúel Jóhannsson opna sýningar í Listasafninu á Akureyri

10001381_1052995434722298_5115881716428754114_n 1936520_1052997651388743_2651138210357777701_n

Laugardaginn 16. janúar kl. 15 verða opnaðar tvær fyrstu sýningar ársins í Listasafninu á Akureyri. Í Mið- og Austursal sýnir Jón Laxdal Halldórsson undir yfirskriftinni …úr rústum og rusli tímans, en þar má sjá má sjá verk frá löngum ferli Jóns sem myndlistarmanns ásamt nokkrum nýjum verkum sem gerð voru sérstaklega fyrir sýninguna. Í Vestursal safnsins opnar Samúel Jóhannsson sýninguna Samúel og er hún hluti af sýningarröð sem stendur til 13. mars og inniheldur fjórar tveggja vikna sýningar. Aðrir sýnendur eru Jonna – Jónborg Sigurðardóttir, Baldvin Ringsted og Noemi Niederhauser.

Jón Laxdal Halldórsson (f. 1950) nam heimspeki við Háskóla Íslands og gaf út sína fyrstu ljóðabók árið 1974. Jón var einn þeirra sem stóðu að blómlegri starfsemi Rauða hússins á Akureyri og setti þar upp sína fyrstu einkasýningu árið 1982. Klippimyndir hafa verið hans helsta viðfangsefni allar götur síðan. Verkum Jóns má lýsa sem ljóðrænni naumhyggju en þau spanna í raun mun víðara svið. Verk hans hafa verið sýnd á fjölmörgum sýningum víðs vegar um heim og þau er að finna á fjölda safna.

Samúel Jóhannsson (f. 1946) hefur verið virkur í myndlist samfellt frá árinu 1980 og vinnur með akrílmálningu, vatnsliti, blek, lakk og járn. Líkt og á fyrri sýningum er viðgangsefnið mannslíkaminn og andlitið. Að þessu sinni einbeitir hann sér fremur að túlkun andlitsins en formum hinna ýmsu líkamshluta. Myndlistasýningar Samúels eru orðnar fjölmargar. Hann hefur haldið rúmlega 30 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis.

Ávörp á opnun flytja Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins og Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu. Valgerður Dögg Jónsdóttir les ljóð og tónlistarflutningur er í höndum þeirra Anne Balanant og Áka Sebastians Frostasonar.

http://www.listak.is

https://www.facebook.com/events/1697850297160945

https://www.facebook.com/events/1548584222131199

 


Forsýning á SKAMMDEGI FESTIVAL í Sal Myndlistarfélagsins

12525687_202931823386590_3649005112654435856_o

Skammdegi_
www.skammdegifestival.com

laugardagur 16. og 23. janúar 2016 í Sal Myndlistarfélagsins, Kaupvangsstræti 10, 600 Akureyri
 
opnun kl. 16:00
tónleikar kl. 20:00

Listhús Artspace kynnir með stolti forsýningu á hinni árlegu SKAMMDEGI FESTIVAL. Á hverju ári velur Listhús Artspace listamenn allstaðar að úr heiminum fyrir Skammdegi Air verðlaunin. Listamennirnir dvelja í Ólafsfirði frá desember fram í febrúar og fá að upplifa veturinn á Norðurlandi. Listamennirnir sem eru ýmist sjónlistamenn, flytjendur, tónlistarmenn og rithöfundar sýna verk sín á Skammdegi Festival sem mun eiga sér stað í Ólafsfirði frá 28. janúar til 28. febrúar.

Myndlistarfélagið er stoltur gestgjafi forsýningar á Skammdegi dagana 16 og 23 janúar 2016. Yfir þessar tvær helgar munu listamennirnir í Listhúsinu sýna verk sín sem túlka, tjá og svara til Skammdegisins eða stutta daga.

Listamenn sem taka þátt:
Jack Duplock (London, málari)
Ellis O’Connor (Skotland, málari)
Jade de Robles (London/Barcelona, hönnuður)
Devon Tipp (New York, tónlistarmaður & tónskáld)
Will Plowman (Bristol, tónlistarmaður)
Alkisti Terzi (Skotland, kvikmyndagerðarmaður)
Ksenia Yurkova (Rússland, ljósmyndari)
Rachel Beetz (Bandaríkin, tónlistarmaður)
Ruan Suess (Skotland, kvikmyndatökumaður)
Samuel Cousin (Kanada, sjónlistamaður)
Natalia Kalicki (Kanada, sjónlistamaður)
Fernanda Chieco (Brasilíal, málari)
Scott Probst (Ástralía, rithöfundur og sjónlistamaður)
judy b. (Bandaríkin, rithöfundur/söngvari)
Adam Sloan (Liverpool, hljóð/sjónlistamaður & tónlistarmaður)
Laura Campbell (Liverpool, hljóð/sjónlistamaður & tónlistarmaður)

Salur Myndlistarfélagsins, Kaupvangsstræti 10, 600 Akureyri

https://www.facebook.com/events/495260607326947


Hekla Björt Helgadóttir sýnir í Kaktus

12466258_795285100594415_4778429092642215417_o

TONS = Thoughts Of Notorious Softness

Drawings by Hekla Björt Helgadóttir
from september 2015 - january 2016
in Akureyri, Reykjavík, Copenhagen, Berlin, Amsterdam and London

All are welcome, Saturday 16th, Kaktus, two o'clock

Kaktus
Kaupvangstræti 10-12
600 Akureyri

https://www.facebook.com/events/1542364946078212/1542398689408171


Björg Eiríksdóttir sýnir á bókasafni Háskólans á Akureyri

12471320_1213527362009358_149232516118808557_o

Björg Eiríksdóttir sýnir á Bókasafni Háskólans á Akureyri. Verkin á sýningunni eru unnin í tengslum við meistaraprófsrannsókn Bjargar þar sem hún mótar námsefni í teikningu með aðferðum starfenda- og listrannsókna. Námsefnið ber titilinn „Ég sé með teikningu“. Á sýningunni verða teikningar; tvívíðar, þrívíðar, á hreyfingu, í lit og hljóði og er titill hennar „Ég sé mig sjáandi“ en þar er vísað í orð Maurice Merleau-Pontys heimspekings og fyrirbærafræðings. Þetta er áttunda einkasýning Bjargar og hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga.
Opnun verður þann 14. janúar kl. 16:00-18:00 og varir sýningin til 19. febrúar. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Opnunartími bókasafnsins er mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 8:00 – 16:00 og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8:00 – 18:00. Lokað um helgar.

https://www.facebook.com/events/951858514901607


Gjörningahópurinn CGFC í Kaktus

12491832_557330944433063_3857349721911516766_o

Gjörningahópurinn CGFC heldur sinn þriðja performance á Akureyri 9. janúar kl. 20-21 í Kaktus. Hópurinn hefur komið fram á þekktum hátíðum á Austfjörðum, Noregi og nú á Akureyri.

"Groundbreaking!"
"Brilliant!"
"Fantastic!"

"I thought it was brilliant, a fantastic performance!" - Henrik Vibskov'' byggir á hinu þekkta leikriti, Skugga Sveini eftir Matthías Jochumsson og fer Birnir J Sigurðsson með hlutverk Sigurðar og Skugga Sveins, en það er í fyrsta sinn í sögu Íslands sem einn leikari fer með bæði aðalhlutverkin. Verkið spyr stærstu spurninga sem spurðar hafa verið á leiksviði og er vettvangur leiksigurs Birnis J Sigurðssonar, vonarstjörnu íslenskrar leiklistar.

Ljós og skuggar. Líf - eftirlíf, ást eða hatur? Ullin og fjallagrösin.

Kannast þú við það að fara á leiðinlega leiksýningu? Hefur þú jafnvel sofnað á leiksýningu? Ekki örvænta CGFC Productions kynnir: STÆRSTI VIÐBURÐUR Í SÖGU AKUREYRARBORGAR!! FRUMSÝNING og LOKASÝNING! Aðeins sýnt EINU SINNI!! Ekki missa af þessu einstaka tækifæri að sjá þennan "once in a lifetime" viðburð! ALLIR verða þarna!!!

Sprengjur, glimmer, diskó og kærleikur. Ekki missa af uppáhalds krökkunum ykkar í CGFC á Akureyri!

https://www.facebook.com/events/1511183642544838/1514944622168740/


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband