Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2015
30.7.2015 | 11:48
Samsýningin "Ég sé allt í kringum þig" í Mjólkurbúðinni
Laugardaginn 1.ágúst opnar samsýningin Ég sé allt í kringum þig, í Mjólkurbúðinni klukkan 15:00.
Á sýningunni gefur að líta valdar myndir af manneskjum og dýrum með sérstaka áherslu á bakgrunn verkanna.
Málverk af andlitum og svipbrigðum eru oft heiðarleg leið til að gefa upp ákveðinn sannleika, á meðan bakgrunnurinn fær að leika lausum hala. Þegar horft er framhjá raunverulegu viðfangsefni portrettsins og athyglinni beint að því sem umvefur, koma því aðrar og jafnvel stærri sögur í ljós. Litir, áferð og tákn geta víkkað út tilfinningar og upplifun verksins og dýpkað skynjun okkar á því sem ekki sést í persónum myndanna.
Um sýningarstjórn sér Hekla Björt Helgadóttir og á sýningunni má finna verk eftir:
Anne Balant
Arna Guðný Valsdóttir
Egill Logi Jónasson
Elín Anna Þórisdóttir
Georg Óskar Giannakoudakis
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Gunnhildur Helgadóttir
Hekla Björt Helgadóttir
Karólína Baldvinsdóttir
Úlfur Logason
Þóra Karlsdóttir
Sýningin stendur til 9. ágúst og eru allir hjartanlega velkomnir... ennfremur, hikið ekki við að mæta með bakgrunn ykkar meðferðis...
Sjáumst!
https://www.facebook.com/events/657399404395356
30.7.2015 | 10:28
Opnun ljósmyndasýningarinnar "Lífríki Norðurslóða í gegnum linsuna"
Ljósmyndasýningin Lífríki Norðurslóða í gegnum linsuna verður opnuð næstkomandi föstudag 31. júlí fyrir utan Menningarhúsið Hof kl 14:00. Ljósmyndasýningin samanstendur af myndum víðsvegar frá norðurslóðum og sýnir vinningsmyndir úr ljósmyndakeppni sem CAFF skrifstofan á Íslandi, vinnuhópur Norðurskautsráðsins, hefur staðið fyrir síðastliðið ár.
Á sýningunni má einnig sjá megin niðurstöður úr skýrslu er nefnist Lífríki Norðurslóða (Arctic Biodviersity Assessment) sem er fyrsta heildstæða mat á lífríki norðurslóða. Að skýrslunni koma yfir 250 vísindamenn víðsvegar að en starfinu var stýrt frá Akureyri. Opnun sýningarinnar er í samstarfi við öflugan kjarna stofnana og fyrirtækja sem koma að norðurslóðamálum á Akureyri auk þess sem ljósmyndakeppnin sjálf naut stuðnings fjölda aðila sem láta sig málið varða.
Til máls taka:
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri mun opna sýninguna
Embla Eir Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Norðurslóðanets Íslands mun segja gestum frá því öfluga norðurslóðastarfi sem á sér stað á Akureyri
Kári Fannar Lárusson, verkefnastjóri hjá CAFF, mun segja nokkur orð um starfsemi CAFF, hversvegna ráðist var í að halda ljósmyndakeppni um norðurslóðir og fjalla um söguna á bakvið valdar myndir.
______________________________
Arctic Biodiversity Through the Lens, a photography exhibit displaying the beauty of the Arctic, will open in Akureyri, Iceland, Friday July 31 at the Hof Cultural building at 14:00.
The exhibition consists of photographs from across the Arctic and displays the winning images from a photography competition held by the Conservation of Arctic Flora and Fauna (CAFF) working group of the Arctic Council.
The exhibit also displays key findings from the Arctic Biodiversity Assessment, the first overall assessment of Arctic biodiversity. Over 250 scientists across the world participated in the generation of the assessment. The exhibit is held in cooperation with a strong network of institutions and companies located in Akureyri, which focus on Arctic issues.
Eiríkur Björn Björgvinsson, Mayor of Akureyri, will open the exhibit
Embla Eir Oddsdóttir, Director of the Icelandic Arctic Cooperation Network, will say a few words about the active Arctic network operating in Akureyri
Kári Fannar Lárusson, Program Officer at CAFF, will say a few words CAFF, the photography comptition and the story behind selected images.
https://www.facebook.com/events/1471767859806436
29.7.2015 | 21:22
"Loðið að" í Útibúinu
Loðið að ég er að fara að sofa í dag og kl hvað er að fara að sofa í dag og kl hvað er að fara að sofa í dag og loðinn í kvöld í að senda inn í forstofu eru í gangi hjá ykkur á þetta í fyrsta lagi þá var að fá sér að gera í dag en það eru til staðar fyrir það er ekkert að fara með hana til þess eins gott fyrir þá að tala saman við erum ekki búin með þetta á við það það var ekkert smá til þess eins gott fyrir þá að tala saman við erum ekki búin með þetta á við það er ekkert að fara með hana til þess eins gott fyrir þá að tala saman við erum ekki búin með þetta á við það er ekkert að fara með hana til loðnari í kvöld í að senda inn í forstofu eru flísar á gólfi í forstofu eru flísar eru á að gera í kvöld eða á morgun er svo mikið að segja að það sé í lagi með því að það sé hægt loðna að ég er búinn að fá þetta á morgun er ég ekki bara í bandi á að vera að gera þetta að sér að vera í sambandi ef þú ert loðinn að vera í bandi við mig í síma í dag og kl hvað er að fara í það er ekki að vera í sambandi við þig í dag og kl hvað er að fara að sofa í dag og kl hvað er að fara að að koma í veg fyrir að vera í sambandi við þig í dag og kl hvað er að fara að sofa í dag og kl hvað er að fara að sofa í dag og kl hvað er að fara að sofa í dag og kl hvað er að fara að sofa í dag og kl hvað er að fara að sofa í dag og kl hvað er að fara að sofa í dag og!!!!!!!!!
Sýningarnar þrjár eru unnar Ívari Frey Kárasyni og Heiðdísi Hólm.
Ívar Freyr útskrifaðist úr listhönnunardeild Myndlistaskólans á Akureyri nú í vor en Heiðdís Hólm er nemi á 3. ári fagurlistardeildar í sama skóla. Þau hafa deilt vinnustofum síðastliðna mánuði og unnið mikið saman, þvert á miðla.
www.ivarfreyr.com
www.heiddisholm.com
Nánari upplýsingar veitir Heiðdís Hólm, heiddis.holm (hjá) gmail . com eða í síma 8482770.
Næstkomandi laugardag opna tvær sýningar í Sal Myndlistarfélagsins. Verið velkomin á opnun laugardaginn 1. ágúst frá klukkan 14:00 - 17:00
Sýningarnar standa frá 1.ágúst til 16.ágúst - opið um helgar 13:00 - 17:00
Ljósmyndaverkefni Siggu Ellu Fyrst og fremst er ég samanstendur af portrettmyndum af tuttugu og einum einstaklingi með Downs heilkennið á aldrinum 9 mánaða til 60 ára.
Um tilurð verkefnisins segir ljósmyndarinn:
Ég heyrði viðtal í útvarpinu um siðferðisleg álitamál þess að nýta sér tæknina til þess að velja einstaklinga, einn frekar en annan til þess að vera til. Mér finnst þessar siðferðisspurningar umhugsunarverðar. Hvert stefnum við? Er hugsanlega stefnt að því að útrýma fólki með Downs heilkenni? Ég átti yndislega föðursystur með Downs heilkenni, Bergfríði Jóhannsdóttur, eða Beggu frænku. Það er erfitt að hugsa um útrýmingu Downs og hana í sömu mund.
wwww.siggaella.com
------------------------------------------------------------------------------
Náttúrupælingar 1
Stefán Bessason er 23 ára og útskrifaðist af Listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri í vor og stefnir á frekara listnám. Stefán hefur tvisvar áður sýnt verk sín, en þetta er hans fyrsta einkasýning.
Olíumálverkin eru landslög, lögð undir grunnformum, með vissa áherslu á láréttu línuna. Myndirnar eru skissaðar upp úti í náttúrunni með vatnslitum og
síðar unnar á vinnustofu þar sem leikið er með liti og form. Litirnir eru í flestum tilfellum lagðir í þunnum lögum af olíulit svo að hvert lag af lit hefur áhrif á það næsta og formin eru brotin upp á nánast kúbískan hátt. Gerð er tilraun til þess að gera einhverja grein fyrir upplifuninni sem náttúran er.
https://www.facebook.com/events/137612676574585
29.7.2015 | 08:52
Innsetning, hljómmynd og dansgjörningur í Deiglunni
Heimspekilegur garður
Innsetning, hljómmynd og dansgjörningur
Deiglan, Akureyri
1. 9. ágúst 2015
Opið 14:00 17:00
Dansgjörningar um opnunarhelgina, og á föstudaginn 31. júlí í Lystigarðinum kl: 15:00
Þátttakendur: Laura Miettinen sjónlistakona, Karl Guðmundsson myndlistamaður, Rósa Júlíusdóttir myndlistakona, Kaaos Company blandaður danshópur; Jonna Lehto, Mirva Keski-Vähälä, Lau Lukkarila, Silke Schönfleisch and Gunilla Sjövall. Kóreógraf Sally Davison. Búningar Jonna Jónborg Sigurðardóttir og Brynhildur Kristinsdóttir.
Sýningarstjóri Mari Krappala.
Heimspekilegur garður er safn ólíkra pólitískra, sjónrænna og heimspekilegra fyrirbæra sem fólk flytur með sér yfir höfin. Garðurinn blómstrar á eylandi í miðju hafi. Náttúran minnir okkur á hugleiðslu garða verufræðinnar. Sjórinn flytur með sér og/eða fjarlægir persónur, hugmyndir og hugmyndafræði... Heimspekigarðurinn á rætur í og sprettur upp úr melankólískum tónum hafsins.
Innsetningin er unnin af Laura Miettinen, Karli Guðmundssyni, Rósu Júlíusdóttir og Mari Krappala. Dansgjörningur er fluttur af Kaaos Company sem er blandaður danshópur (atvinnudansara með og án fötlunar).
Þátttakendurnir í þessu samvinnuverkefni settu upp innsetninguna og dansgjörninginn; Skapandi samtal við blaktandi tjöld Völundarhúss hljómmynd við kvikan dans, í Norræna húsinu í fyrra vor og var sú sýning hluti af listahátíðinni List án landamæra. Hugmyndafræðin sem unnið var eftir er samþætt listsköpun þar sem sjónarhorn hvers listamanns þróast í gegnum sjónræna og orðaða samræðu, sem sameinast síðan í listrænu samspili okkar sköpuninni! Heimspekilegur garður byggir á sömu vinnuaðferð, listsköpunin til heyrir okkur til jafns, byggir á ákveðnu samspili sem leiðir að sameiginlegu markmiði.
https://www.facebook.com/events/511217882369767
28.7.2015 | 08:30
Svava Þórdís sýnir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði
STAÐFESTING (grounded), 2015.
Laugardaginn 1. ágúst kl. 14.00 opnar Svava Þórdís Baldvinsdóttir Júlíusson sína fyrstu einkasýningu á Íslandi, í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Svava Þórdís Baldvinsdóttir Júlíusson, fæddist á Siglufirði 1966, en árið 1976 flytur hún til Kanada með fjölskyldu sinni. Hún er nú búsett í Ontario Canada þar sem hún er starfandi listamaður. Svava byrjaði listnám sitt 1993 og lauk Bachelor of Fine Arts í NSCAD University 1997 og lauk svo MFA í York University í Toronto 2007.
Svava íhugar spennu sem á sér stað þegar tækifæri mæta möguleikum, í gegri nýtingu á hversdagslegum hlutum og efnum sem eru notaðir til iðnaðar.
Rannsóknir hennar markast af innsæi, og þróast með vísan til teiknaðrar línu í rými og óhlutbundins efnis að lögun eða lit. Að festa eitt við annað þar til kunnuglegt form myndast eða rekast á hugmyndir um landslag, rými og líkamlegar athafnir.
I nýlegum verkum er lögð áhersla á umbreytingu og tilfærslu ljóss, lita og speglunar.
Upplýsingar um sýningarferil og myndir af verkum eftir Svövu má finna hér:
www.svavathordisjuliusson.com
Kopman er opin daglega kl. 14.00 - 17.00 þegar skilti er úti. Upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 865-5091
Menningarráð Eyþings, Fiskbúð Siglufjarðar og Fjallabyggð styðja við menningarstarf í Alþýðuhúsinu.
https://www.facebook.com/events/484486075060267
25.7.2015 | 19:51
Sýningin Toes/Tær opnar í Verksmiðjunni í Hjalteyri
Opnun í Verksmiðjunni í Hjalteyri, 1. ágúst 2015.
Toes/Tær
Olof Nimar, Una Margrét Árnadóttir, Unndór Egill Jónsson og Örn Alexander Ámundason.
Verksmiðjan á Hjalteyri, / 01.08 30.08.2015 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri.
http://www.verksmidjan.blogspot.com
Opnun laugardaginn 1. ágúst kl. 14:00 / Opið alla daga nema mánudaga til og með 30 ágúst, kl. 14:00 17:00.
Tær
Olof Nimar, Una Margrét Árnadóttir, Unndór Egill Jónsson og Örn Alexander Ámundason sýna saman í fyrsta skipti í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Leiðir myndlistarmannanna, sem að eiga það sameiginlegt að hafa lært í Svíþjóð, lágu saman í lítilli stúdíóíbúð í Malmö þar sem fyrstu uppköstin að sýningunni urðu til. Þrátt fyrir að vinna í ólíka miðla deila þau áhuga á hinum ýmsu möguleikum og eiginleikum verksmiðjunnar s.s stórbrotnu umhverfi, stærð hennar og hráleika. Á sama tíma sjá þau þetta sem hennar helstu ómöguleika og takmarkanir. Í Verksmiðjunni á Hjalteyri munu þau m.a sýna ný verk sem hafa verið gerð sérstaklega fyrir sýningarrýmið.
Opnunin verður 1. ágúst kl. 14:00. Á opnunardegi verður lifandi tónlist og veisla í Verksmiðjunni um kvöldið, skipulögð af heimamönnum. Sýningin verður opin þriðjudaga sunnudaga kl. 14:0017:00 og mun standa til 30. ágúst.
Toes
Olof Nimar, Una Margrét Árnadóttir, Unndór Egill Jónsson and Örn Alexander Ámundason exhibit together for the first time in The Factory in Hjalteyri, Iceland. The artists who all studied in Sweden, met for the first time in a small studio apartment in Malmö where the idea for the exhibition originated. Though they all work in different ways, they share an interest in the characteristics and possibilities of the factory: it's size, rawness and natural surroundings. At the same time they see this as the space's biggest impossibilities and restrictions. In the Factory in Hjalteyri the artists will present new works created specially for the space.
The opening is at 2pm on August 1st, during the opening there will be live music and a party hosted by local people. The exhibition will be open tuesdays sundays, 2pm 5pm, until August 30th.
Sýningin verður opnuð laugardaginn 1. ágúst 2015, kl. 14:00 í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Formleg opnun stendur til kl. 17:00 en húsið verður opið fram eftir kvöldi með veisluhöldum tónlist og skemmtiatriðum. Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði og Ásprenti. Bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCPgames, Bústólpi og Hörgársveit.
https://www.facebook.com/events/1606713696274967
23.7.2015 | 21:41
Karólína Baldvinsdóttir opnar myndlistasýningu í Kaktus
KAKTUS kynnir!
Karólína Baldvinsdóttir opnar myndlistasýningu í Kaktus n.k. föstudag 24.7. kl. 20. Sýningin verður svo opin laugardag og sunnudag kl. 12-17.
Á sýningunni sýnir Karólína verkin Viskustykki og Sérvisku sem bæði eru í sjö hlutum. Þau fjalla um ferli og mótun hugmyndakerfa og hugsanamynstur, almenna visku og sértæka.
Allir eru HJARTANLEGA VELKOMNIR!
Dj. Slice þeytir skífum sjálfrörsins og égtóna til 01:17
KAKTUS á facebook: www.facebook.com/kaktusdidsomeart
heimasíða KAKTUS: www.kaktusdidsomeart.com
https://www.facebook.com/events/1615452505397218
22.7.2015 | 20:55
Laura Miettinen opnar sýningu í Deiglunni á laugardaginn kl. 14
Laura Miettinen myndlistamaður frá Finnlandi er gestalistamaður mánaðarins í gestavinnustofu Gilfélagið Listagil
Hún opnar myndlistasýningu í Deiglunni um helgina!
Opið laugardag og sunnudag milli 14-17
Allir velkomnir.
https://www.facebook.com/events/1468570646792604
--------------------------------------------------------------------------
Drifted relics
I am part of a collaborative working group preparing an exhibition, 'Philosophical Garden', Heimspekilegur Gar∂ur. That exhibition will build up on top of and among the artworks I have created during my stay in Akureyri Guest Studio. This pre-exhibition I call 'Drifted relics'.
I think about the Philosophical garden as a collection of different esthetical, political, visual and philosophical phenomena which move with people across the seas. Garden is flourishing on an island in the middle of the sea. The idea will reveal oneself in different places and materials, often drifted on a shore to be found.
Drifted relics, the Chair and the Wandering Staff makes a collection of things that came to me; just those I was looking for. The Braid of my hair I brought with me across the Sea to be part of the tokens of human endeavor.
Laura Miettinen
visual Artist, Finland
22.7.2015 | 20:42
Útgáfuhóf í Útibúinu í Listagilinu
útgáfuhóf! útgáfuteiti!!
í tilefni útgáfu weird and personal II, er þér boðið í útgáfupartí.
laugardaginn 25. júlí í útibúinu. kl.14. útibúið verður staðsett í Listagilinu.
weird and personal er annað zine-ið í útgáfuröðinni og inniheldur blöndu af teikningum, ljósmyndum og texta.
kostar 200 kr. komið með klink ef ykkur langar í eintak, aðeins 20 eintök.
Eva Árnadóttir stundar nám í grafískri hönnun við KADK í Kaupmannahöfn.
Sýningar Útibúsins eru hluti af Listasumar á Akureyri 2015
Nánari upplýsingar veitir Heiðdís Hólm í síma 8482770 eða heiddis.holm (hjá) gmail . com
https://www.facebook.com/events/1454478658187050
<<>>
publishing party!!
weird and personal II will be published in útibúið/the branch saturday july 25th at 2pm in akureyri art street. weird and personal is the second zine in the edition and includes a mix of drawings, photographs and text by eva árnadóttir. the zine costs 200 kr. bring coins if you want one. only 20 were made.
eva árnadóttir is a graphic design student at KADK in copenhagen.