Bloggfærslur mánaðarins, september 2013

Jóhannes Dagsson sýnir í Mjólkurbúðinni

img_0599_1215059.jpg

Jóhannes Dagsson opnar myndlistasýningu sína „Aftur“ í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 14.september kl. 15.
 
Verkin á sýningunni eru afrakstur ljóðrænnar könnunar/rannsóknar Jóhannesar á eiginleikum sem yfirleitt eru eignaðir óhlutbundnum myndverkum, svo sem merkingarbæru formi, litum og endurtekningu sem myndrænt stef. Sem slíkir eru þessi eiginleikar vitanlega hluti af hvaða mynd sem vera skal, en hér veltir hann þeim fyrir sér sem hluta af arfleið myndlistar, og þá sérstaklega málverksins. Hér er stutt í skrautið og merkingarleysið (eins og Kandinsky óttaðist svo mjög) og jafnvel enn styttra í verk annarra og betur þekktra höfunda.
               
Efniviðurinn í verkin kemur úr náttúruupplifunum listamannsins, en í stað þess að vinna meira eða minna beint uppúr þeim er frekar unnið með upprifjanir, afbakanir og tilfinningalega uppspenntar útgáfur, eins og til þess að einangra betur þau einkenni sem hann hefur áhuga á. Í grunninn snýst þetta um hvað við sjáum og hvað við sjáum ekki.
               
 „Aftur“ vísar því ekki aðeins til þess að efnið er gamalt og endurunnið heldur einnig til endurtekningarinnar (eins og í aftur og aftur) og í að viðfangsefnið hefur verið unnið aftur og aftur.
 
Jóhannes Dagsson lauk námi frá Edinburgh College of Art 2003, og frá University of Calgary 2012. Jóhannes hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í nærri því jafn mörgum samsýningum.
 
Mjólkurbúðin er opin laugardaga og sunnudaga meðan sýningin stendur kl. 14-17 og eru allir velkomnir.
Mjólkurbúðin Listagili er á facebook - Vertu vinur!
 


Anna Gunnarsdóttir sýnir verk á samsýningunni Feltportation í Sidney, Ástralíu

Feltportation_Invitation

BRINGING AN ANCIENT CRAFT INTO A MODERN CONTEXT

FELTPORTATION

Featuring works by: Julie Brennan, Anna Gunnarsdottir, Brigitte Haldemann, Bettina Jacoby, Anita Larkin, Mollie Littlejohn, Donna McKinnis, Catherine O’Leary, Jade Pegler, Giselle Penn, Sarah Louise Ricketts, Leiko Uchiyama, Martien van Zuilen

14 August – 12 September 2013
FCA Gallery, Creative Arts – building 25

Official Opening Event: Wednesday 4 September, 3pm
Building 25 Ampitheatre (adjacent to FCA Gallery)

The exhibition will be officially opened by Liz Jeneid, University Fellow.

An exhibition of 13 felt artists will be on show in the FCA Gallery from 14 Augustto 12 September 2013. Curated by Anita Larkin, the exhibition explores how felt can be used as an insulation material, allowing the transference or interference of objects, materials, sound, warmth, and of spirit.

Feltportation is an exhibition of 13 contemporary artists who use felt in conceptual artworks, bringing an ancient craft into a modern context. Artists featured in the exhibition are from New Zealand, Iceland, Japan/Ireland, Perth, Melbourne, Adelaide, and various parts of NSW.


Þórey Eyþórsdóttir sýnir í sal Sambands íslenskra myndlistarmanna

bjjgfcge.jpg

Sýning í SÍM-salnum, Hafnarstræti 16

Þórey Eyþórsdóttir opnar sýningu í sal Samband íslenskra myndlistarmanna þann 5. september kl. 17.

Sýninguna nefnir hún „Frá einu til annars“.

Þórey hóf ung nám við Myndlistar- og handíðaskólann og hefur áhugi hennar á listsköpun fylgt henni æ síðan. Hún hefur haldið margar myndlistarsýningar í gegnum tíðina, bæði hér heima, í Noregi og Danmörku og tekið þátt í fjölda samsýninga.

Þórey hefur fengist við listmiðlun og starfrækti Gallerí AllraHanda í Listagilinu á Akureyri auk þess að reka glæsilegan sýningarsal „Heklusal“ (einnig stúdíóíbúð) á Akureyri og rekið Listakaffihús á Hjalteyri við Eyjafjörð. Hún stofnaði félagið Nytjalist með starfsemi á Akureyri.

Þórey hefur starfað sem sálfræðingur og talmeinafræðingur hér á landi, í Bandaríkjunum og Noregi.

Á sýningunni sýnir hún ólíka listmiðla og beitir blandaðri tækni í verk sín.

Sýningin stendur til 25. september og er opin alla virka daga kl. 10 - 16.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband