Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013
30.6.2013 | 23:23
ÁLFkonur opna ljósmyndasýningu í Lystigarðinum á Akureyri
27.6.2013 | 22:08
Arnar Ómarsson sýnir í Gallerí Ískáp
Arnar Ómarsson opnar í Gallerí Ískáp laugardaginn 29 júní klukkan 14:00
Verkið snertir á hugmyndum um breytingar og væntingar um betri tíð. Það er vottur af örvæntingu og jafnvel vonleysi í endurtekningu hljóðverksins Sumarið er komið, sumarið er fokking komið, í bland við bjartsýnina sem skín í gegnum myndverkið. Innsetningin er partur af verkseríunni Post-Apocalyptic Dream.
Arnar Ómarsson útskrifaðist frá University of the Arts, London 2011 og hefur síðan búið og starfað í Danmörku og Íslandi. Arnar vinnur aðalega með ljósmyndir, teikningar og innsetningar.
www.arnaromarsson.com
Gallerí Ískápur / Gallery Fridge
Kaupvangstræti 12. (gengið inn að aftan)
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2013 | 11:42
Progression, sýning í Listhúsi, Ólafsfirði
Progression | |
Föstudag | 28. júní 2013 | kl.16~20 | |
Listamenn | Pier-Yves Larouche (Kanada) Thomas Hurter (Sviss) |
It's a show created by two men in contradiction style. Pier shows his smart and brisk by using collage technique. Thomas advocates mystery with dignified and details style. In the exhibition, they will show you the new works of art created in their stay in Listhus. Thomas Hurter: Allir velkomnir.
|
24.6.2013 | 13:13
Debora Alanna sýnir í Populus tremula
Föstudaginn 28. júní kl. 19.00 opnar kanadíska listakonan Debora Alanna sýninguna Hybrid: Lava & Light í Populus tremula.
Debora sýnir verk af ýmsum toga sem túlka út frá ólíkum sjónarhóli hvaða áhrif dvöl hennar á íslandi hefur haft á hana; pappírsverk, skúltúr, innsetningu og videoverk.
Debora, sem dvelur í Gestavinnustofu Gilfélagsins, leitast við að ögra viðteknum hugmyndum um efnisnotkun.
Nánari upplýsingar: www.deboraalanna.com
Einnig opið laugardaginn 29. júní kl. 14.00-16.00.
Athugið óhefðbundinn opnunartíma.
19.6.2013 | 23:18
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar 10 sýningar samtímis á Akureyri
RÉTTARDAGUR
50 sýninga röð
22. júní kl. 22.00 opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir 10 sýningar samtímis í Listagilinu á Akureyri, þ.e. í öllum sýningarsölum Sjónlistamiðstöðvarinnar og sal Myndlistafélagsins, Populus Tremula, Flóru og Mjólkurbúðinni.
Um er að ræða lokin á verkefninu Réttardagur50 sýninga röð sem staðið hefur yfir síðan júní 2008.
Sýnd verða nokkur hundruð verk eftir Aðalheiði unnin á síðustu 5 árum auk verka 15 annarra listamanna sem eru gestalistamenn á sýningunum.
Á opnunarkvöldinu verða lesin upp ljóð, sungið, fluttir gjörningar og tónlist.
Aðalheiður hefur nú þegar sett upp 40 sýningar í verkefninu sem allar fjalla á einn eða annan hátt um íslensku sauðkindina og þá menningu sem henni tengist. Sýningarnar hafa ratað í flesta landshluta og til Danmerkur, Þýskalands, Bretlands og Hollands. Á hverjum stað fyrir sig hefur Aðalheiður kallað til skapandi fólk og aðra listamenn til þátttöku í sýningunum og tengt sýningarnar dagatali sauðkindarinnar svo sem sauðburði á vorin og slátrun á haustin.
Á þessum síðustu sýningum í verkefninu eru það listamenn tengdir Akureyri sem krydda sýningar Aðalheiðar:
Jón Laxdal Halldórsson
Guðbrandur Siglaugsson
Georg Óskar Giannakoudakis
Margeir Dire
Freyja Reynisdóttir
Gunnhildur Helgadóttir
Arnar Ómarsson
Jón Einar Björnsson
Miriam Blakkenhorst
Arndís Bergsdóttir
Níels Hafstein
Arna Valsdóttir
Þórarinn Blöndal
Hlynur Hallsson
Nikolaj Lonentz Mentze
Að kvöldi 22. júní opna í Listasafninu á Akureyri þrjár sýningar:
Réttarkaffi, þar sem sett er upp einskonar kaffihús með öllu tilheyrandi en allt smíðað og unnið úr margvíslegum efnum. Þar taka þátt í verkinu auk Aðalheiðar, Jón Einar Björnsson og Níels Hafstein. Á opnun verður Guðmundur Oddur Magnússon með gjörning.
Réttardagur sem er kindarétt með manni og mús; rúmlega 100 kindur, bændur, börn og bæjarfólk að horfa á. Þá sýningu vinnur Aðalheiður í samvinnu við Arnar Ómarsson. Á opnunarkvöldinu mun kór Myndlistaskólans á Akureyri flytja gjörning, Þórarinn Hjartarson og fl. munu syngja í réttinni og Aðalsteinn Þórsson verður með gjörning.
Slátrun er sýning unnin í samvinnu við Þórarinn Blöndal. Þar verður kindasláturvélafæriband sem gerir útaf við timburkindur. Á opnun verður gjörningur.
Í Ketilhúsinu er sett upp félagsheimili. Þar stendur yfir Þorrablót. Sú sýning er unnin í samvinnu við Jón Laxdal, Guðbrand Siglaugsson, Gunnhildi Helgadóttur, Arnar Ómarsson, hljómsveitina Hjálma og Nicolai Lorends. Á opnun verður Aðalheiður með gjörning, Guðbrandur Siglaugsson les upp ljóð og Þórey Ómarsdóttir syngur.
Á svölum Ketilhússins verður lágmyndasýning sem nefnist Bændur.
Í anddyri Ketilhúss verður standandi smiðja fyrir gesti.
Í Deiglunni verður sýningin Á fjalli sem er unnin í samvinnu við Georg Óskar, Margeir Sigurðsson og Freyju Reynisdóttur. Sýningin fjallar um kindur á fjalli, þoka læðist yfir og hugmyndir um huldufólk og álfa kvikna. Á opnun kveður Kristín Sigtryggsdóttir.
Mjólkurbúðin er gallerí sem hefur stóran glugga að götunni. Þar verður sauðburður, videoverk, hljóðverk og timburverk.
Populus Tremula sem er í kjallara Listasafnsins, hýsir sýninguna Fengitíma sem unnin er með Örnu Valsdóttur. Aðalheiður er þar með skúlptúra og Arna með verkið Kvika. Á opnun munu Norðanpiltar flytja vel valin lög og ljóð.
Í Boxi, sal Myndlistafélagsins verður sýning sem er að kvöldi réttardags. Sú sýning er unnin með Arnari Ómarssyni og fjallar um stemmninguna sem myndast þegar nokkrar kindur eru eftir í réttinni og bóndinn hugar að þeim að kvöldinu. Ríkisútvarpið hljómar úr litlum kofa og eina lýsingin inn á sýninguna eru bílljós. Á opnun les Jón Laxdal upp ljóð.
Flóra er verslun í Hafnarstræti 90. Þar verður sýning á bændum í bæjarferð og mun Hlynur Hallsson taka þátt í einu verkanna þar. Á opnun verður falið verk eftir Aðalheiði í versluninni Flóru, sem einn sýningagesta eignast.
Viðburðir á opnun:
Kl. 22.00 Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, uppákoma neðst í Listagilinu.
Kl. 22.30 Norðanpiltar, tónlist í Populus Tremula.
Kl. 22.30 Guðmundur Oddur Magnússon, gjörningur á gangi um sýningarnar.
Kl. 22.45 Þórarinn Hjartarson og fl. réttarsöngur í Listasafninu.
Kl. 23.00 Nemendur Myndlistaskólans á Akureyri, gjörningur á Listasafninu.
Kl. 23.05. Kristín Sigtryggsdóttir kveður í Deiglunni.
Kl. 23.15 Guðbrandur Siglaugsson, upplestur í Ketilhúsinu.
Kl. 23.30 Jón Laxdal Halldórsson, upplestur í sal Myndlistafélagsins.
Kl. 23.45 Sá á fund sem finnur, gefins verk eftir Aðalheiði í Flóru.
Kl. 23.45 Aðalsteinn Þórsson, gjörningur á Listasafninu.
Kl. 00.00 Þórey Ómarsdóttir , söngur og upplestur í Ketilhúsinu.
Kl. 00.15 Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, gjörningur í Ketilhúsinu.
Aðalheiður hvetur sýningargesti til að mæta í þjóðbúningum og lopapeysum.
19.6.2013 | 22:47
Jónsmessunótt - Film Shoot
Jónsmessunótt - Film Shoot (from Listhús í Fjallabyggð)
Listhus artist, Magdalena Blom, welcomes everyone to - during this one faithful night - celebrate Jónsmessunótt by rolling down the avalanche ramp here in Olafsfjördur. According to the folklore, rolling (naked) in the grass, blessed with the dew gathered after the brightest days of the year- theres a spur of magic, giving health and luck to whoever rolls in it.
We will meet at midnight, the 23rd of June by the avalanche ramp and Magdalena Blom, artist and filmmaker will direct and film the magical event as a part of her residency in Listhus.
About Magdalena: www.magdalenablom.se
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2013 | 22:26
Yst - á milli steins og sleggju - í góðu tómi!
Braggasýningin Yst í Öxarfirði verður framvegis einungis
í tengslum við
Sólstöðuhátíðina á Skerinu
Nú dagana 21. - 23.júní kl. 11-18.
Hjartanlega velkomin - ókeypis inn
Yst
Menning og listir | Breytt 19.6.2013 kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2013 | 12:42
SAGA af masumi hirayama í Listhúsi, Ólafsfirði
SAGA of masumi hirayama
opnun
Laugardag | 15. júní 2013 | kl.14
15.-17. júní 2013 | kl.14-18
Ég var á gangi í þessum bæ, ég gat bara séð hús
Ég mun fara þaðan og aðlagast hérna. Meðal annarra orða, þá upptvötaði ég hákarl
Hér er nálægt sjó, við getum borðað fisk.
Hér er mikill snjór, við höfum mjög lítið grænmeti.
Ó, OK. Ég get jafnvel lifað af.
Fiskur er hér!
OK, ég stofna fyrirtækið mitt
ALLIR VELKOMNIR
Listhús
+354 8449538
3.6.2013 | 18:24
Hlynur Hallsson opnar sýningu í Kartöflugeymslunni
Hlynur Hallsson
Sýning - Ausstellung - Exhibition
08.06. - 12.07. 2013
Kartöflugeymslan, Kaupvangsstræti 29, 600 Akureyri
Hlynur Hallsson opnar sýninguna Sýning - Ausstellung - Exhibition í Kartöflugeymslunni efst í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 8. júní kl. 15. Sýningin er nokkurskonar yfirlitssýning á verkum frá síðustu 10 árum ásamt nýjum verkum. Þetta eru ljósmynda- textaverk, spreyverk, prent og fleira auk þess sem ný bók kemur út í tilefni sýningarinnar.
Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf. Hann hefur verið nokkuð iðinn við að setja upp sýningar og nú tekur hann þátt í sýningum í firstlines gallery og Halle50 í München. Hlynur gaf út bókina MYNDIR - BILDER - PICTURES árið 2011 með 33 ljósmynda- textaverkum. Hann hefur einnig verið sýningarstjóri fjölda sýninga eins og TEXT sem sett var upp hjá Kuckei+Kuckei í Berlín haustið 2011. Hann var einnig meðal stofnenda Verksmiðjunnar á Hjalteyri þar sem settar hafa verið upp sýningar síðustu ár. Hlynur er listrænn ráðgjafi hjá Flóru á Akureyri.
Hlynur hlaut verðlaun Kunstverein Hannover 1997, verðlaun ungra myndlistarmanna í Neðra-Saxlandi 2001 og verðlaun Sparda Bank árið 2006. Hann hefur nokkrum sinnum hlotið starfslaun myndlistarmanna og var bæjarlistarmaður Akureyrar árið 2005. Hlynur vinnur með aðstæður, texta, innsetningar, ljósmyndir, gjörninga og hvað eina, allt eftir því sem hentar í hverju tilfelli. Hversdagslegir atburðir eins og sundferðir, fjallganga eða verslunarleiðangur geta verið efniviður í verkum hans en einnig landmæri, samskipti fólks og viðhorf okkar. Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á heimsíðunni hallsson.de og einnig á bloggsíðunni hlynur.is
Kartöflugeymslan er lítill sýningarsalur sem er rekin í húsnæði arkitektastofunnar Kollgátu. http://www.kollgata.is
Sýningin verður opin alla virka daga til föstudagsins 12. júlí 2013, frá kl. 14-16.
Myndir: Arnar Ómarsson af verkinu "Þetta er München - Das ist München - This is Munich", firstlines gallery, München, 2013. Og mynd af http://www.kollgata.is
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2013 | 17:45