Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013
3.6.2013 | 11:08
Kynning á myndlistartímaritinu Kiosk í Verksmiðjunni á Hjalteyri
KIOSK
http://www.kiosk.clementineroy.com/
http://www.de-lart.org/asso/kiosk.html
Verksmiðjan á Hjalteyri / 8.06. - 23.06.2013 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com
Kynning á Kiosk laugardaginn 8. júní kl. 17:00 / Frá 8 . júní opið alla daga í Verksmiðjunni kl: 14:00 -17:00.
Laugardaginn 8. júní kl. 17 :00 fer fram kynning á myndlistartímaritinu Kiosk í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Kiosk er útgáfuverkefni listafólks sem listakonan Clémentine Roy fór af stað með árið 2009.
« KIOSK er samstarfsverkefni tveggja. Samtal, Ping pong tölvupóstar. Skipti á upplýsingum, myndum, teikningum, textum í heilann mánuð.
Útgáfan DELART tekur þátt í verkefninu og sér um þann hluta þess sem kemur út á prenti.
50 tölublöð hafa komið út á netinu og af þeim hafa 14 komið út í prentaðri útgáfu.
Yfirstandandi í Verksmiðjunni er sýningin RE MEMBER - ICELAND/SOUVENUS DE SI LOIN og lýkur henni 23. júní.
Koma listamanna og sýningar eru styrktar af, Menningarráði Eyþings og Ásprenti en bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCP games, Bústólpi og Hörgársveit.
Nánari upplýsingar veitir Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450.
Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð
http://www.verksmidjan.blogspot.com
https://www.facebook.com/pages/Verksmi%C3%B0jan-%C3%A1-Hjalteyri/92671772828