Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013
28.12.2013 | 02:41
Alda Sigurðardóttir sýnir í Gallerí Ískáp
Tilraun til að kæla tímann
Alda Sigurðardóttir opnar dyrnar á Gallerí Ískáp laugardaginn 28. desember klukkan 19.59.
Ekki koma of seint og ekki stoppa of stutt!
Gallerí Ískápur / Gallery Fridge (Kaupvangsstræti 12. Listasafnshúsið/gengið inn úr portinu fyrir ofan, baka til)
Vefsíða Gallerí Ískáps: http://samlagid.portfoliobox.me
https://www.facebook.com/events/240953866072851
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 02:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2013 | 21:21
Dós ex machina í Geimdósinni
Kaupvangsstræti 12. Listasafnshúsið/gengið inn úr portinu fyrir ofan, baka til.
Opnun föstudaginn 20. desember kl. 20.
Deus ex machina: latína og þýðir guðinn úr vélinni. Upphaflega notað í forngrískum leikritum, þar sem deus kom á sviðið úr vél og leysti harmaþrungnar örlagaflækjur verksins.
En í dag er enginn deus því vísindin frömdu morð. Þó er ekki þar með sagt að kraftaverkalausnir séu úr sögunni. Kraftaverkin búa í dósum. Til að mynda í niðursuðudósum og 17 fermetra kytru sem kallar sig Geimdós.
Að því gefnu vill Geimdósin bjóða þér á sína fyrstu myndlistaropnun. hekill (hekla björt) sýnir þar (krafta)verk sín og sitthvað. Einnig verða léttar veitingar á ballinu, hjartasúpa, kaffi í dós og máski eitthvað gjöfulla.
Allir eru hjartanlega velkomnir
-dósin
https://www.facebook.com/events/183030625239115
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2013 | 13:04
Lidwina Charpentier sýnir í Deiglunni á Akureyri
Listakonan Lidwina Charpentier dvelur í gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri í desembermánuði. Hún er fædd í Sviss, er af belgískum ættum og býr í Hollandi.
Um viðfangsefni sitt segir listakonan: Ísland er land öfganna. Ég nota Snorra-Eddu til að túlka það í list minni. Til dæmis er fyrsta sagan um hita og kulda. Til að túlka hitann nota ég grófar teikningar sem tjá kraft hraunkvikunnar. Á hinn bóginn nota ég geómetrísk form (origami) til að túlka kaldan ísinn.
Sýningin er opin dagana 21.-23. desember kl. 14.00-17.00.
Menning og listir | Breytt 17.12.2013 kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2013 | 14:01
Sýningarlok í Ketilhúsinu og Listasafninu
Næsta helgi þ.e. 7. - 8. desember, er síðasta sýningarhelgi á sýningunum Mandala Munstur Í Ketilhúsinu á Akureyri og Einu sinni er... Í Listasafninu á Akureyri
Opnunartímar: alla daga nema mánudaga og þriðjudag kl. 13-17
Aðgangur ókeypis
Nánari upplýsingar á www.sjonlist.is
2.12.2013 | 22:07
Georg Óskar opnar sýningu í Sal Myndlistarfélagsins
Þér er boðið á sýninguna "9 MÁNUÐIR Í ÁGÚST" laugardagskvöldið 7. Desember kl. 20:00.
Kaupvangsstræti 10, 600 Akureyri.
Georg Óskar er skreytihundur með áherslu á málverkið,
hvert verk er sjónræn dagbók af björtum dögum
og andvaka nóttum.
Verður þetta sjöunda einkasýning Georg Óskars.
Á sýningunni má sjá málverk, teikningar og leikföng.
Arnar Ari heldur uppi Delightfully Delicious stemmingu með hinu framandi vynil safni sínu og sjarma.
Léttar veitingar verða á opnun og eru allir hjartanlega velkomnir.
Hér er hægt að kynna sér viðburðinn en frekar https://www.facebook.com/events/753470508002658/
Fyrir áhugasama þá er ítarlegt viðtal við listamanninn í nettímaritinu Peripheral Arteries
sem má nálgast hér.
http://issuu.com/artpress/docs/peripheral_arteries_-_november_2013/30
1.12.2013 | 11:45
Síðasti sýningardagur í sal Myndlistafélagsins
Í sal Myndlistafélagsins sýnir Adda akrýlmyndir sem allar eru unnar á þessu ári. Viðfangsefnið er náttúran í víðu samhengi, bæði umhverfið nær og fjær og fólkið í landslaginu. Í flestum tilfellum er einnig um að ræða leik með línuna, sem flæðir um myndflötinn, margbreytileg og oft óræð. Sýningunni, sem opnaði um síðustu helgi, lýkur sunnudaginn 1. desember.
Hún er opin í dag, sunnudag, frá 14:00-17:00