Lidwina Charpentier sýnir í Deiglunni á Akureyri

P1100206+Muspellsheim+Edda+genesis+charkool+192+x+128+cm+

Listakonan Lidwina Charpentier dvelur í gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri í desembermánuði. Hún er fædd í Sviss, er af belgískum ættum og býr í Hollandi.
 
Um viðfangsefni sitt segir listakonan: “Ísland er land öfganna. Ég nota Snorra-Eddu til að túlka það í list minni. Til dæmis er fyrsta sagan um hita og kulda. Til að túlka hitann nota ég grófar teikningar sem tjá kraft hraunkvikunnar. Á hinn bóginn nota ég geómetrísk form (origami) til að túlka kaldan ísinn.”
 
Sýningin er opin dagana 21.-23. desember kl. 14.00-17.00.
 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband