Dós ex machina í Geimdósinni

1482954_412814768821845_517067854_n

Kaupvangsstræti 12. Listasafnshúsið/gengið inn úr portinu fyrir ofan, baka til.

Opnun föstudaginn 20. desember kl. 20.

Deus ex machina: latína og þýðir guðinn úr vélinni. Upphaflega notað í forngrískum leikritum, þar sem deus kom á sviðið úr vél og leysti harmaþrungnar örlagaflækjur verksins.

En í dag er enginn deus því vísindin frömdu morð. Þó er ekki þar með sagt að kraftaverkalausnir séu úr sögunni. Kraftaverkin búa í dósum. Til að mynda í niðursuðudósum og 17 fermetra kytru sem kallar sig Geimdós.

Að því gefnu vill Geimdósin bjóða þér á sína fyrstu myndlistaropnun. hekill (hekla björt) sýnir þar (krafta)verk sín og sitthvað. Einnig verða léttar veitingar á ballinu, hjartasúpa, kaffi í dós og máski eitthvað gjöfulla.

Allir eru hjartanlega velkomnir
-dósin

https://www.facebook.com/events/183030625239115


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband