Bloggfærslur mánaðarins, október 2013
30.10.2013 | 20:47
Guðbjörg Ringsted og Rannveig Helgadóttir sýna í Ketilhúsinu
Síðasta sýningaropnun ársins í Sjónlistamiðstöðinni verður laugardaginn 2. nóvember kl. 15 þegar Guðbjörg Ringsted og Rannveig Helgadóttir opna sýninguna Mandala / Munstur í Ketilhúsinu.
Guðbjörg Ringsted var bæjarlistamaður Akureyrar 2012 en á því ári voru 30 ár liðin síðan hún hélt sína fyrstu einkasýningu á Akureyri. Það var við vinnu með blýantinn árið 2007 sem lauf og blóm fóru fyrst að birtast í verkum Guðbjargar. Fljótlega skipti hún blýantinum út fyrir pensil og akrýlliti og plöntumunstrin héldu áfram að blómstrar með tilvísunum í þjóðbúning íslenskra kvenna.
Mandalan, sem grundvallast á hringforminu og margþættum munstrum því tengdu, skipar öndvegi í málverkum Rannveigar Helgadóttur. Orðið mandala er ættað úr sanskrít og merkir ,,heilagur hringur eða hringrás eilífðarinnar og táknar alheiminn og eðli hins guðlega. Um þúsundir ára hafa frumbyggjar Norður-Ameríku, hindúar og búddistar notað mandölur við hugleiðslu til að skerpa meðvitund sína og koma á jafnvægi líkama hugar og anda.
Sýningin stendur til 8. desember og er opin alla daga nema mánudaga og þriðjudaga kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis.
Menning og listir | Breytt 2.11.2013 kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2013 | 20:24
Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður með fyrirlestur í VMA
Fyrirlestrar á haustdögum - Listnámsbraut VMA og Sjónlistamiðstöðin.
HALLDORA Eydís Jónsdóttir, SKÓHÖNNUÐUR.
Föstudaginn 1. nóvember næstkomandi verður Halldóra Eydís Jónsdóttir, skóhönnuður með fyrirlestur í stofu M01 í Verkmenntaskólanum á Akureyri, kl. 15.
Halldóra Eydís, er fædd og uppalin í náttúruperlunni Mývatnssveit. Hún lærði myndlist og hönnun í Verkmenntaskólanum á Akureyri áður en hún hélt til London í skóhönnunarnám. Myndlist, hönnun, skór og náttúra hafa ávalt verið aðal áhugamál Halldóru. Hið einstaka umhverfið sem hún ólst upp við hefur alla tíð haft mikil áhrif á hönnun hennar og veitt henni innblástur. Það verður einnig að segjast að líklegt er að skósafn ömmu Halldóru hafi átt þátt í að móta þennan mikla skóáhuga, en henni þótti fátt skemmtilegra en að leika sér með skóna hennar sem stelpa. Halldóra Eydís útskrifaðist árið 2010, með 1. einkunn í BA skóhönnunarnámi frá Cordwainers, London College of Fashion.
Upphafslína merkisins HALLDORA af náttúruvænum, einstökum hátískuskóm var síðan kynnt á tískuvikunni í Boston árið 2011, Handverk og Hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur og New York sýningunni Fashion Footwear Association of New York. Hönnun HALLDORA er yfirleitt innblásin af ósnortinni náttúru, til að minna á fegurð hennar og kraft sem þarf að fara vel með. Hráefnið sem HALLDORA notar er að meirihluta íslenskt leður, fiskiroð, hrosshár og kviku hraunkristallar.
Hönnunin er í heild sinni rómantísk og fáguð en með öðruvísi yfirbragð og þægindi í huga, sem hentar konum á öllum aldri.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir
29.10.2013 | 09:54
NEMENDUR MYNDLISTASKÓLANS Á AKUREYRI SÝNA Í POPULUS TREMULA
FJÓRTÁN SINNUM FJÖLFELDI
NEMENDUR MYNDLISTASKÓLANS Á AKUREYRI SÝNA Í POPULUS TREMULA
Laugardaginn 2. nóvember kl. 14.00 opna fjórtán nemendur af Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri sýningu í Populus tremula. Nemendurnir sýna afrakstur áfanga undir handleiðslu Hlyns Hallssonar myndlistarmanns um fjölfeldi í hinni fjölbreyttustu mynd eins og þrykk, ljósrit, bækur, sprey, stensla, hluti, ljósmyndir og hvað eina.
Sýningin er einnig opin sunnudaginn 3. nóvember kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.
Nemendurnir sem sýna verk sín eru á 1., 2. og 3. ári í Fagurlistadeildinni og eru: Anna Elionora Olsen Rosing, Freyja Reynisdóttir, Karólína Baldvinsdóttir, Kolbrún Vídalín, Sandra Rebekka, Ásmundur Jón Jónsson, Elísabet Ásgrímsdóttir, James Earl Ero Cisneros Tamidles, Jónína Björg Helgadóttir, Margrét Kristín Karlsdóttir, Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, Guðrún Ósk Stefánsdóttir, Heiðdís Hólm og Steinunn Steinarsdóttir.
Populus Tremula
Kaupvangsstræti 12
600 Akureyri
http://poptrem.blogspot.com
https://www.facebook.com/events/489992407765658
28.10.2013 | 23:18
Norðurljósasögur í Deiglunni
Í samvinnu við Sjónlistamiðstöðina
Sýning og Kynning bókar
Opnunartími:
laugardaginn 2. nóvember
sunnudaginn 3. nóvember
kl.13.00 - 17.00
Listhús er stolt af að kynna Norðurljósasögur, samsýningu listamanna um norðurljós. Sýningin samanstendur af ljósmyndum, video myndum, slides myndum, keramik verkum og verkum með blönduðum aðferðum. Þátttakendur eru listamenn bæði innlendir og erlendir, sem koma úr mörgum starfsgreinum.
Við erum jafnframt stolt af að kynna útgáfu bókar okkar Norðurljósasögur frá Tröllaskaga. Bókin inniheldur yfir 80 norðurljósamyndir teknar af 8 ljósmyndurum, ásamt hugleiðingum og minningum þeirra.
Staðsetning:
Deiglan | Kaupvangsstræti, Akureyri | http://www.sjonlist.is/
Upplýsingar: Alice Liu 8449538 eða listhus@listhus.com
Höfundar verka:
AndÄ›l Václav (Tékkland) | Aron Ó. Árnason (Ísland) | Eduard Straka (Tékkland) | Fróði Brinks Pálsson (Ísland) | Gísli Kristinsson (Ísland) | Guðbjörg Ý. Víðisdóttir (Ísland) | Heiðrún S. Jónasdóttir (Ísland) | Hólmfríður Vídalín Arngríms (Ísland) | Hrönn Helgadóttir (Ísland) | Ingibjörg E. Davíðsdóttir (Ísland) | Katrín Elva Ásgeirsdóttir (Ísland) | Kristjana Sveinsdóttir (Ísland) | Lára Stefánsdóttir (Ísland) | Lena M.Konráðsdóttir (Ísland) | Magnús Sveinsson (Ísland) | Ryan Wood (Kanada) | Sigurður Ægisson (Ísland)
sækja:http://www.listhus.com/download/exhibition/1310_northernlights_is_d.pdf
Skipulagt af: Listhús í Fjallabyggð
Samstarfsaðilar: Menningarhúsið Tjarnarborg Í Fjallabyggð og Sjónlistamiðstöðina
Með stuðningi frá: Menningarfulltrúi Eyþings
25.10.2013 | 10:09
Síðasta sýningarhelgi í Ketilhúsi
Næst helgi þ.e. 26. - 27. október, er síðasta sýningarhelgi á sýningunni September / Elska ég mig samt? Í Ketilhúsinu á Akureyri.
Opnunartímar: alla daga nema mánudaga og þriðjudag kl. 13-17
Aðgangur ókeypis
Nánari upplýsingar á www.sjonlist.is
13.10.2013 | 22:39
Norðurljósasögur í Listhúsi í Fjallabyggð
Listhús er stolt af að kynna Norðurljósasögur, samsýningu listamanna um norðurljós. Sýningin samanstendur af ljósmyndum, video myndum, slides myndum, keramik verkum og verkum með blönduðum aðferðum. Þátttakendur eru listamenn bæði innlendir og erlendir, sem koma úr mörgum starfsgreinum.
Við erum jafnframt stolt af að kynna útgáfu bókar okkar Norðurljósasögur frá Tröllaskaga. Bókin inniheldur yfir 80 norðurljósamyndir teknar af 8 ljósmyndurum, ásamt hugleiðingum og minningum þeirra.
Opnunarathöfn verður 18. október kl. 18:00 í Listhús gallerýi og þaðan verður farið í Tjarnarborg á hinn hluta sýningarinnar.
Opnun sýningar og Kynning bókar:
18. október 2013 | kl. 18
Opnunartími:
19. & 20. október 2013 | kl.14-17
26. október 2013 | kl. 16-18
27. október 2013 | kl. 14-18
Staður:
Listhús í Fjallabyggð | Ægisgötu 10, 625 Ólafsfirði | www.listhus.com
Og Menningarhúsið Tjarnarborg Í Fjallabyggð
Höfundar verka:
AndÄ›l Václav (Tékkland) | Aron Ó. Árnason (Ísland) | Eduard Straka (Tékkland) | Fróði Brinks Pálsson (Ísland) | Gísli Kristinsson (Ísland) | Guðbjörg Ý. Víðisdóttir (Ísland) | Heiðrún S. Jónasdóttir (Ísland) | Hólmfríður Vídalín Arngríms (Ísland) | Hrönn Helgadóttir (Ísland) | Ingibjörg E. Davíðsdóttir (Ísland) | Katrín Elva Ásgeirsdóttir (Ísland) | Kristjana Sveinsdóttir (Ísland) | Lára Stefánsdóttir (Ísland) | Lena M.Konráðsdóttir (Ísland) | Magnús Sveinsson (Ísland) | Ryan Wood (Kanada) | Sigurður Ægisson (Ísland)
Upplýsingar: Alice Liu 8449538 or listhus@listhus.com
sækja:http://www.listhus.com/download/exhibition/1310_northernlights_is.pdf
12.10.2013 | 20:08
Jan Voss sýnir bókverk í Alþýðuhúsinu á Siglufirði
Kompan
Alþýðuhúsið á Siglufirði
13. okt. 10. nóv. 2013
Sunnudaginn 13. okt. kl. 15.00 opnar Jan Voss sýningu á bókverkum.
Kompan er opin þegar skilti er úti eða eftir samkomulagi við Aðalheiði í síma 865-5091
Jan Voss
Jan er þjóðverji búsettur í Amsterdam þar sem hann rekur bókverkabúðina Boekie Woekie boekiewoekie.com ásamt Rúnu Þorkelsdóttur og Henriette van Egten.
Bókverk eru listaverk sem notast við bókaformið til túlkunar og framsetningar.
Þessi listgrein á sér meira en hálfrar aldar sögu og má nefna Dieter Roth sem einn upphafsmanna hennar.
Jan hefur gefið út eigin bækur og annarra undanfarin 45 ár, ýmist undir merkjum Fossferlag eða Boekie Woekie.
Um 1971 fór Jan Voss að venja komur sínar til Íslands. Kenndi við Myndlista og handíðaskóla íslands og dvaldi við eigin vinnu, meðal annars í Flatey og Eyjafirði.
1979 keypti hann hús á Hjalteyri og hefur haldið þar annað heimili/vinnustofu síðan.
Jan Voss sýnir bókverk, unnin á mismunandi tímum síðustu áratuga sem gefa áhorfandanum breiða mynd af því listformi.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2013 | 14:25
Freyja Reynisdóttir og Jónína Björg Helgadóttir sýna í Gallerí Ískáp
Fyrsta opnun vetrarins í Gallerí Ískáp, til sýnis verður verkið Ennþá eftir þær Freyju Reynisdóttur og Jónínu Björgu Helgadóttur.
Opið kl: 14:00 - 18:00 Laugardaginn 12. október.
Hvar?
Gallerí Ískápur / Gallery Fridge (Kaupvangsstræti 12. Listasafnshúsið/gengið inn úr portinu fyrir ofan, baka til)
P.S. Vinnustofur annarra listamanna í portinu verða einnig opnar á sama tíma. Samsýning í forstofunni, markaður og heitt á könnunni.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2013 | 16:08
Ljósmyndasýning í Háskólanum á Akureyri
Í tengslum við alþjóðaráðstefnu um heimskautarétt verður opnuð ljósmyndasýning, í húsakynnum Háskólans á Akureyri, frá ferð Peter Kochs landmælingamanns og Wegeners veðurfræðings og kennara við Háskólann í Marburg 1912-1913. Vigfús Geirdal heldur erindi og kynnir leiðangurinn í hátíðarsal skólans. Með í ferð var Vigfús Sigurðsson póstur og trésmiður en það hafði komið í hans hlut að velja 16 íslenska hesta til farar yfir þveran Grænlandsjökul að vetrarlagi. Leiðangursmenn lifðu af jökulhlaup og þurftu að flytja 20 tonn af farangri með sér upp á jökulinn. Vigfús Grænlandsfari fékk tæplega 100 ljósmyndir á glerplötum að ferð lokinni. Veturinn 1914 ferðaðist hann vítt og breytt um Ísland, oftast fótgangandi, hélt fyrirlestra og sýndi skuggamyndir úr Grænlandsferðinni. Myndir á sýningunni eru úr safni hans.
10.10.2013 | 10:14
HÖFUÐVERK opnar í Sal Myndlistarfélagsins
Myndlistahópurinn HÖFUÐVERK opnar í Sal Myndlistarfélagsins á Akureyri, laugardaginn 12. okt. kl.14.00 Allir velkomnir.
Myndlistakonurnar Ásta Bára, Áslaug Anna, Ragney, Hrönn Einars og Telma Brimdís sýna verk sín.