Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
20.3.2012 | 10:26
ÁLFkonur opna ljósmyndasýningu í Listagilinu á Akureyri
ÁLFkonur opna ljósmyndasýninguna 30 DAGAR
laugardaginn 24. mars
kl. 13.00 sem jafnframt er GILDAGUR í Listagilinu.
Sýningin er á veggjum á LANGA-GANGI sem er á annarri hæð í Kaupvangsstræti 10,
ÁLFkonur er félagskapur kvenna
(ÁhugaLjósmyndaraFélag fyrir konur á Eyjafjarðarsvæðinu) sem hafa ljósmyndun að áhugamáli
og er þessi sýning afrakstur þátttöku í 30 daga áskorun sem fólst í því að taka eina mynd á dag í einn mánuð. Þemað var fyrirfram ákveðið og hérmeð birtist útkoman.
Þetta er fimmta samsýning hópsins en þátttakendur að þessu sinni eru;
Agnes Heiða Skúladóttir, sími : 862-2922 hm22@est.is
Berglind Helgasdóttir, sími : 863-1409 berglindhelga@simnet.is
Linda Ólafsdóttir, sími : 867-8000 fotolind@gmail.com
Hrefna Harðardóttir, sími : 862-5642 hrefnah@simnet.is
7.3.2012 | 19:51
Sýningarlok í Listasafninu og Ketilhúsinu
Nú er runnin upp síðasta vika sýninga bæði í Listasafninu og Ketilhúsi. Sýningarnar tvær eru ólíkar en á milli þeirra liggja þó margvíslegir þræðir. Á báðum sýningum er teflt saman listamönnum í yngri kantinum og vangaveltum þeirra sem eru þó alls ólíkar. Það er spennandi að fá innsýn í sköpun og hugarheim ungra listamanna og sjá gróskumikla hugmyndavinnslu og skapandi anda ráða ríkjum í sölum Sjónlistamiðstöðvarinnar.
Sýningin í Listasafninu ber nafnið Rými málverksins og það er Einar Garibaldi Eiríksson sem er sýningarstjóri. Einar hefur um árabil verið prófessor við Listaháskóla Íslands og hans hugmynd var að setja saman fjölbreyttan hóp listamanna sem sýndi víðtæka nálgun á viðfangsefnið sem var að hugsa út fyrir hið hefðbundna málverk, í efnisvali, framsetningu og myndmáli. Listamennirnir tólf eiga það sammerkt að hafa allir útskrifast frá Listaháskóla Íslands á síðustu tíu árum og það er óhætt að segja að vel hefur tekist við að ná markmiðinu um víðtæka nálgun því verkin eru ákaflega ólík og unnið er með fjölbreytileg efni og útfærslur.
Sýningin í Ketilhúsi nefnist Móbergur Rafsteinn Sæmunkur og er samsýning þriggja ungra myndlistarmanna sem hafa unnið saman í ýmsum verkefnum síðustu árin. Bakgrunnur þeirra er ólíkur hvað varðar myndlistarmenntun og hver fyrir sig skapa þeir sinn hugmyndaheim en eiga um leið sterkan samhljóm. Þeir sækja allir innblástur sinn til annarra heima, fornra leyndardóma og trúarbragða og útkoman er kyngimagnað andrúmsloft fortíðar, nútíðar og framtíðar.
Sjónlistamiðstöðin hvetur Akureyringa og gesti bæjarins til að missa ekki af þessu tækifæri til að opna hugann fyrir myndlist út fyrir rammann.
Nánari upplýsingar veitir
Sóley Björk, safnfulltrúi
461-2610 eða 844-1555
sjonlist@sjonlist.is
Sjónlistamiðstöðin - Listasafn
Kaupvangsstræti 12
600 Akureyri
Sími: +354 461 2610
GSM: +354 844 1555
4.3.2012 | 10:28
Sýningarlok og spjall Guðrúnar Þórsdóttur í Flóru, Listagili
Guðrún Þórsdóttir - spjall í Flóru
þriðjudaginn 13. mars 2012 kl. 20
Sýning Guðrúnar Þórsdóttur Ekkert hlutverk hefur staðið í Flóru frá því í janúar og hefur nú verið framlengd til og með laugardagsins 17. mars. Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýninguna, en gott tækifæri gefst einmitt til þess þriðjudaginn 13. mars en þá er hægt að hitta á Guðrúnu og ræða um verk hennar og pælingar í góðu tómi.
Guðrún hefur verið að skoða heimildaljósmyndun í vetur í Myndlistaskólanum á Akureyri þar sem hún mun ljúka námi úr fagurlistadeild í vor. Hún stefnir á meira nám í myndlist áður en langt um líður. Guðrún hefur unnið við ýmislegt um tíðina og þá aðallega í menningar- og mannúðarmálum og fer það vel með myndlistinni.
Guðrún segir um sýninguna: "Mikið er um fordóma hér á landi og sérstaklega gagnvart asískum eiginkonum. Ég var svo lánsöm að finna fjölskyldu sem var til í að láta mynda sig. Að vera fluga á vegg hjá fjölskyldu sem ég þekki ekkert, að ná tengslum og trausti er gerlegt með gagnkvæmri virðingu."
Flóra, Listagilinu á Akureyri, Kaupvangsstræti 23,
600 Akureyri, s. 6610168 www.floraflora.is
www.facebook.com/flora.akureyri
1.3.2012 | 23:39
Helga Jóseps vöruhönnuður með fyrirlestur í Ketilhúsinu
Fyrirlestur Helgu Jósepsdóttur sem ber yfirskriftina Lífið í Kastalanum, verður föstudaginn 2. mars kl. 15 í Ketilhúsi á vegum VMA og Sjónlistamiðstöðvarinnar
Helga Jóseps er vöruhönnuður og starfar sem yfirmaður Domaine de Boisbuchet, sumarnámskeiða fyrir hönnuði og arkitekta á vegum Vitra Design Museum, í Frakklandi.
Hún mun fræða okkur um sín verk, sitt líf í hringiðu hönnunarheimsins og líf og störf í Boisbuchet, sem í sumar mun bjóða upp á ótrúlegt úrval af námskeiðun stýrðum af heimsþekktum hönnuðum og arkitektum frá öllum heimshornum.
Sumarnámskeið Boisbuchet eru opin fyrir alla áhugasama um hönnun.