Bloggfćrslur mánađarins, desember 2010
23.12.2010 | 09:26
Gestavinnustofa á Spáni
Call for the Artist-in-Residency Program at the Countryside
Inland - art, agricultures and countryside.
Artists of different disciplines will be invited and comissioned, to inmerse and produce in diverse locations of the spanish countryside that represent paradigmatic cases of the current rural milieu.
Selected artists would be from 1st April untill 30 th August in the sites defined within Inland Residencies Program. The will became neighbours for a certain period of time, from a Cantabrian Mountains village, to a colonisation town of Extremadura, the plain lands of Tierra de Campos or a fishing community in Galicia
They will have a local resource person, a training workshop, a work space and accomodation, production resources, curator´s guidance, documentation of the process , with a publication and exhibition at the end of the residency.
The goal of the Inland Residency Program is to put in practice the statements posed during last Inland International Conference, Madrid 21-24 October, and at the same time have a creative investment in the rural question.
On support of experimenting with collaborative, site-specific and process art, where the portrait, the crithic, the transformation or elaboration of the essences and concepts within the rural are possible.
It will be also a chance to contrast the role of art and the artist in a local context.
For any other information, read the rules or download the registrance forms, visit http://www.campoadentro.es
INLAND- CAMPO ADENTRO is a project that examines the role of territories, geopolitics, culture and identity in the relationship between the city and the countryside in Spain today.
Its objective is to launch a cultural strategy in support of rural life over a period of three years (2010-2013), specifically made up of an international conference, artistic production through a residency program, an exhibition and a publication.
16.12.2010 | 18:20
Ađventa í menningu á Akureyri og nágrenni
Ađventa í Populus tremula: Hinn árlegi jólabasar Helga og Beate verđur allar helgar fram ađ jólum og auk ţess síđustu dagana fyrir jól. Allskonar drasl og druslur, meira og minna heimasmíđađ og yfirţyrmandi ţjóđleg hönnun. Ţá verđa ţrćlíslensk jólatré og greinar til sölu frá 11. desember til jóla. Auk ţess munu gestir bjóđa varning sinn. Opiđ frá kl. 14:00-18:00.
Ađventa í Freyjulundi: Listamennirnir Ađalheiđur S. Eysteinsdóttir, Jón Laxdal og Arnar Ómarsson opna vinnustofur sínar og heimili í Freyjulundi ađventuhelgarnar í desember. Opiđ frá kl. 14:00-18:00.
Keramikgallerí Margrétar Jónsdóttur, Gránufélagsgötu 48: Opiđ verđur í desember alla virka daga frá 15:00-18:00 og laugardaga frá 13:00-16:00.
Ađventa í Minjasafninu á Akureyri: "Hvađ var í pakkanum", örsýning í tilefni ađventunnar. Opiđ alla daga frá kl. 13:00-16:00. Kíkiđ líka í jólaglugga Minjasafnsins í versluninni Víking, Hafnarstrćti.
Laugardagur 18. desember.
Ketilhús kl. 14:00: Jólatónleikar tónskóla Roars Kvam. Nemendur skólans munu leika hugljúfa tónlist og jólalögin okkar vinsćlu. Tónlistarflutningur sem gleđur og léttir lund. Allir velkomnir međan húsrúm leyfir og er ađgangur ókeypis.
Populus tremula kl. 14:00: Georg Óskar Manúelsson opnar myndlistarsýninguna This moment is nothing special about nothing - only me and Claude Debussy. Sýningin samanstendur af málverkum, teikningum, textum og kroti. Verkin fjalla um ađ festa niđur vangaveltur líđandi stundar - líkt og ađ halda dagbók. Sýningin er einnig opin sunnudaginn 19. desember kl. 14:00-17:00.
Grćni hatturinn kl: 22:00: Jólastjörnur, útgáfutónleikar. Fram koma Hvanndalsbrćđur, Jana María Guđmundsdóttir, Rúnar eff, Bryndís Ásmundsdóttir, Eyţór Ingi Gunnlaugsson, Margot Kiis, Katrín Arna og Thelma Hrönn Sigurđardóttir ásamt hljómsveit. Miđasala kr. 2.000. Forsala í Eymundsson.
Yfirstandandi sýningar, námskeiđ og annađ:
Café Karólína: Sýning Huga Hlynssonar og Júlíu Runólfsdóttur, It's like living in your own world Sýningin samanstendur af svart/hvítum ljósmyndum. Myndirnar eru teknar ađ hausti til viđ Mývatn og sýna vatniđ og umhverfi ţess viđ einstakar ađstćđur. Sýningin stendur til 8. janúar 2011. Café Karólína er opin frá kl. 17:00 og fram eftir nóttu alla daga nema laugardaga ţá er opiđ frá kl. 15:00 Ţetta er síđasta sýningin á Café Karólínu í bili en ţar hafa veriđ reglulegar sýningar frá opnun áriđ 1993.
Gallerí BOX: Sýning Marjolijn van der Meij og Lind Völundardóttur í sal Myndlistarfélagsins. Sýningin stendur til 19. desember og er opin um helgar frá kl. 14:00-17:00.
Jónas Viđar Gallery: Sýning Kristjáns Eldjárns "Viđ pollinn".
Gallerí Ráđhús - Bćjarstjórnarsalur, 4. hćđ: Sýningin "Óskir til handa akureyringum". Stendur fram ađ áramótum. Nánar á www.visitakureyri.is
Hof - menningarhús: Jólasýning á verkum Hugrúnar Ívarsdóttur en hún sćkir innblástur í laufabrauđiđ, hátíđarbrauđ okkar Íslendinga. Á sýningunni eru skúlptúrverk unnin í plexigler ásamt kynningu á vörulínu sem Hugrún hefur veriđ ađ hanna og ţróa undanfarin ár.Hugrún stofnađi Laufabrauđssetriđ áriđ 2009 en ţar er leitast viđ ađ halda á lofti ţessu fallega handverki og einstöku hefđ. Vörulína sem Hugrún hefur veriđ ađ hanna og ţróa undanfarin ár er fáanleg ţar, auk ţess sem fagurlega skreyttar laufabrauđskökur eru til sýnis.
Milli Ketilhúss og Listasafns: Ljósmyndasýningin "Sjáđu" úr samnefndri bók eftir Önnu Fjólu Gísladóttur og Gísla B. Björnsson.
Gallerí VeggVerk á horni Strandgötu og Glerárgötu: Sýning Jorisar Rademaker.
ATHUGIĐ!
Umsókn um ţátttöku á Listasumri 2011 rennur út 20. desember 2010.
13.12.2010 | 11:43
Georg Óskar Manúelsson sýnir í Populus Tremula
Laugardaginn 18. desember kl. 14:00 opnar Georg Óskar Manúelsson myndlistarsýninguna This moment is nothing special about nothing only me and Claude Debussy í Populus Tremula, í Listagilinu á Akureyri.
Sýning Georgs Óskars samanstendur af málverkum, teikningum, textum og kroti. Verkin fjalla um ađ festa niđur vangaveltur líđandi stundar, líkt og ađ halda dagbók.
Sýningin er einnig opin sunnudaginn 19. desember kl 14:00-17:00. Ađeins ţessi eina helgi.
10.12.2010 | 21:58
Síđasta sýningarhelgi Portrett Nú! í Listasafninu á Akureyri
Ađ sýningu lokinni á Akureyri mun Portrett Nú! halda ferđalagi sínu áfram um Norđurlönd. Í janúar 2011 verđur hún sett upp í Tikanojas konsthem í Vaasa í Finlandi. Ţá taka Norđmenn viđ ţar sem sýningin verđur sett upp í Norsk Folkemuseum í Osló í apríl 2011.
8.12.2010 | 21:35
UMSÓKN UM ŢÁTTTÖKU Á LISTASUMRI Á AKUREYRI 19. JÚNÍ – 27. ÁGÚST 2011
Menningarmiđstöđin í Listagili á Akureyri auglýsir eftir umsóknum um ţátttöku á Listasumri á Akureyri 2011. Umsóknarfrestur er til 20. desember 2010.
Umsóknareyđublöđ og upplýsingar um skilmála fyrir ţátttakendur er ađ finna á vefsíđunni www.listagil.akureyri.is
Umsćkjendur eru hvattir til ađ kynna sér skilmálana.
Nánari upplýsingar hjá Menningarmiđstöđinni í Listagili í síma 466-2609 eđa í netpósti listagil@listagil.is og/eđa ketilhusid@listagil.is
Umsóknir og fylgigögn skulu send á neđanskráđ póstfang, póststimplađ fyrir 20. desember 2010:
Menningarmiđstöđin í Listagili
Ketilhúsiđ
Pósthólf 115
602 Akureyri
Sýningarnefnd Myndlistarfélagsins óskar eftir umsóknum um myndlistasýningar í Sal Myndlistarfélagsins Gallery BOX fyrir tímabiliđ mars 2011 - janúar 2012. Áhugasamir fylli út umsóknareyđublađ og sendi til Myndlistarfélagsins á Akureyri ásamt ferilskrá, myndum af verkum og greinargóđri lýsingu á fyrirhugađri sýningu. Umsóknarfrestur er til 1. janúar 2011.
Umsóknir sendist til:
Myndlistarfélagiđ
Pósthólf 235
600 Akureyri
Eđa í netfangiđ: syningarnefnd@gmail.com
Međ bestu kveđju f.h. sýningarnefndar
Dagrún Matthíasdóttir
6.12.2010 | 09:22
Sýningarými í Listagili til leigu
Sýningarými í Listagili.
Laust er til umsóknar 72 fm. sýningarými í Listagili, Akureyri sem losnar 1. janúar 2011.
Áhugasamir sendi inn skriflegar umsóknir á listagil@listagil.is í síđasta lagi 10. desember 2010.
Í umsókninni ţarf ađ koma fram ítarleg lýsing á ţeirri starfsemi sem umsóknarađili hyggst standa fyrir í rýminu.
Skilyrđi eru fyrir opinni og lifandi ţátttöku í listalífinu í Listagili.
3.12.2010 | 12:42
Marjolijn van der Meij og Lind Völundardóttir opna sýningu í Boxinu, sal Myndlistarfélagsins
Marjolijn van der Meij og Lind Völundardóttir opna sýningu sína í Boxinu, sal Myndlistarfélagsins laugardaginn 4. desember kl. 14.
Sýningin er opin frá 14-17, laugardaga og sunnudaga til 19. desember.
Allir velkomnir.
galleriBOX, salur Myndlistarfélgsins
Kaupvangstrćti 10
600 Akureyri
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugi Hlynsson og Júlía Runólfsdóttir
It's like living in your own world
04.12.10 - 07.01.11
Café Karólína // Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Hugi Hlynsson og Júlía Runólfsdóttir opna sýninguna It's like living in your own world á Café Karólínu laugardaginn 4. desember kl. 15:00. Sýningin stendur til 8. janúar 2011 og eru allir velkomnir. Ţetta er síđasta sýningin á Café Karólínu í bili en ţar hafa veriđ reglulegar sýningar frá opnun áriđ 1993.
Sýningin samanstendur af svart/hvítum ljósmyndum. Myndirnar eru teknar viđ ađ hausti til viđ Mývatn og sýna vatniđ og umhverfi ţess viđ einstakar ađstćđur. Hitinn viđ vatniđ er rétt yfir frostmarki, ţađ er algjör kyrrđ og ţoka, einstaka vatnsdropar falla á vatniđ. Vatniđ er spegilslétt og ţögnin er nánast yfirţyrmandi, náttúran hefur öll völd.
Myndirnar voru fyrst sýndar viđ opnun listahátíđarinnar Jónsvöku sumariđ 2010 og er ţetta annađ skiptiđ sem ţćr eru á sýningu.
Júlía Runólfsdóttir er 17 ára gamall nemi frá Reykjavík međ ást á ţríhyrningum, flćđandi formum og skuggum. Hún stundar nám viđ Menntaskólann viđ Hamrahlíđ og einnig viđ Myndlistaskólann í Reykjavík. Júlía hefur haft áhuga á ljósmyndun síđan hún var bara barn og myndađ af nokkurri alvöru síđastliđin ár. Hún tók ţátt í alţjóđlegri ljósmyndabók fyrir ungmenni áriđ 2008 og myndir eftir hana hafa birst í ótalmörgum tímaritum og blöđum auk ţess sem hún hélt sína fyrstu sýningu, međ Huga Hlynssyni, í sumar.
Hugi er fćddur á Akureyri áriđ 1991 en fluttist tveggja ára til Ţýskalands og bjó ţar til átta ára aldurs ţegar hann fluttist aftur til Akureyrar. Hugi hefur lengi haft áhuga á ljósmyndun og hefur á undanförnum árum reynt ađ marka sér beinni stefnu á áhugasviđi sínu innan ljósmyndunar. Hugi er nemandi á náttúrufrćđibraut VMA og stundar dulin ljóđaskrif ásamt áhuga-verkfrćđimennsku til hliđar viđ ljósmyndunina.
Sjá einnig heimasíđur Huga og Júlíu: hugihlynsson.com og juliarunolfs.com
Nánari upplýsingar veitir Hugi í síma 6633026 og í tölvupósti: hugihlynsson@gmail.com og Júlía í síma 8694456.
Café Karólína er opin frá kl. 17 og fram eftir nóttu alla daga nema laugardaga ţá er opiđ frá kl. 15.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)