Bloggfćrslur mánađarins, júní 2009

Lína sýnir Tilbrigđi í DaLí Gallery

katla_185.jpg
 
Sigurlín M. Grétarsdóttir ( Lína ) opnar sýningu 13.júní kl.14-17 í DaLí Gallery. Sýningin ber yfirskriftina " Tilbrigđi - Variations "
Lína notar blandađa tćkni í verkunum, ađferđ sem hún hefur veriđ ađ ţróa í rúm 2 ár og
notar hún acryl, lakk, pappír, hrosshár og fleira.
Ţennan sama dag útskrifast Lína frá Háskólanum á Akureyri úr kennsluréttindanámi.

Sýningin stendur til 28. júní.

 

DaLí GALLERY BREKKUGATA 9 600 AKUREYRI OPIĐ FÖSTUDAGA OG LAUGARDAGA KL.14-17


Arnar Tryggvason sýnir í Jónas Viđar Galleryi

arnartryggva_600.jpg

Ţetta er ţriđja einkasýning Arnars sem útskrifađist sem grafískur hönnuđur
frá Myndlistaskólanum á Akureyri 1995.

Myndverk Arnars hafa vakiđ verđskuldađa athygli enda sýnir hann ljósmyndir
af landslagi sem er ekki til - ljósmyndir af hugarheimi.

Hvert verk er samsett úr aragrúa ljósmynda. Arnar sćkir búta úr ljósmyndum
héđan og ţađan og rađar saman upp á nýtt - mótar nýtt landslag. Og ţrátt
fyrir ađ myndefniđ hafi yfir sér framandlegan blć er áhorfandinn ţess
jafnframt fullviss ađ hann ţekki myndefniđ, hafi gengiđ ţarna um.

Sýningin opnar laugardaginn 13. júní kl. 15:00 og er öllum bođiđ ađ vera
viđ opnun sýningarinnar. Létta veitingar verđa í bođi.

______________________________________________

Jónas Viđar
sími: 8665021
Heimasíđa: http://www.jvs.is
Jónas Viđar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm


Ađalfundur Gilfélagsins ţann 16. júní

gilfelagid.jpg


Gilfélagiđ kynnir:

Ađalfundur Gilfélagsins verđur haldinn ţann 16. júní klukkan 17:00 í Deiglunni.

Venjuleg ađalfundarstörf.

Kosning nýrrar stjórnar.

Breytingatillögur á lögum félagsins ţurfa ađ hafa borist félaginu 10 dögum fyrir ađalfund.

Eftir fundinn verđur bođiđ upp á léttar veitingar.

Sjáumst í Deiglunni 16. júní klukkan fimm!

Stjórn Gilfélagsins

Heimasíđa: www.listagil.is
Tölvupóstf. : gilfelag@listagil.is


Sirkusinn Shoeboxtour í Verksmiđjunni á Hjalteyri

shoeboxtour.jpg
Verksmiđjan á Hjalteyri kynnir sýningarhópinn Shoeboxtour sem samanstendur af heimsţekktum sirkuslistamönnum, ţau eru á ferđ um landiđ og sýna ljóđrćnan spennandi sirkus. Leikiđ er undir af raftćkjum, unniđ međ form og ćtla ţau ađ spinna af fingrum fram á Hjalteyri. Međ ţeim í för eru einnig sirkuslistamenn frá Finnlandi sem ađ ćtla  ađ taka ţátt í ţessum spuna og frá Reykjavík koma tveir alíslenskir töframenn.
Sýningin verđur laugardaginn 13. júní og hefst kl. 21:00, enginn ađgangseyrir.

Í Verksmiđjunni stendur nú yfir sýningin "Hertar sultarólar"
http://www.verksmidjan.blogspot.com

Gunnar Kr. Jónasson sýnir í Gallerí Borgum Dimmuborgum

Gunnar Kr. Jónasson sýnir í Gallerí Borgum Dimmuborgum

 

Laugardaginn 6. júní opnar Gunnar Kr. Jónasson sýningu í Gallerí Borgum.

Gallerí Borgir er í nýopnuđu ţjónustuhúsi viđ Dimmuborgir í Mývatnssveit.

Gunnar Kr. Jónasson myndlistarmađur býr og starfar á Akureyri. Hann vinnur jöfnum höndum ađ málverki, teikningum og gerđ ţríviđra verka. Gunnar Kr. hefur unniđ lengi ađ myndlist, framan af međfram öđrum störfum og atvinnurekstri, en síđan 2002 hefur hann helgađ sig listinni óskiptur.

Verk Gunnars Kr. hafa vakiđ verđskuldađa athygli, enda hefur hann skapađ sér afar persónulegan stíl sem hann hefur ţróađ markvisst um langa hríđ.

Í Gallerí Borgum sýnir Gunnar Kr. teikningar úr Mývatnssveit. Sýningin er opin frá 6. júní fram í miđjan júlí á opnunartíma Kaffi Borga frá kl. 10:00-22:00.


Gilfélagiđ kynnir međ stolti Listasmiđjur barna 2009

Viđ erum sérstaklega glöđ og ánćgđ međ undirtektir sem Listasmiđjur okkar
hafa fengiđ ţetta áriđ.
Krepputal og annađ slíkt látum viđ sem vind um eyru ţjóta og bjóđum ţađ
besta sem völ er á.

Fyrirtćki, stofnanir og sveitarfélög á svćđinu hafa tekiđ höndum saman og
gert okkur kleift ađ bjóđa börnum og unglingum ađ ferđast međ okkur um
tíma og rúm og heimsćkja framandi heima.

Námskeiđiđ byrjar nćsta mánudag, 8.júní og spannar 11 virka daga og fá
krakkarnir, brauđ drykki, ávexti og grćnmeti alla daga - enginn ţarf ađ
koma međ nesti.

Til ađ koma til móts viđ ţá foreldra sem ekki hafa miklar
ráđstöfunartekjur ţá eru ýmsar leiđir opnar og enginn ţarf ađ sitja heima
sökum fjármagnsskorts.

Sveitarfélög bjóđa niđurgreiđslu fyrir sín börn og velferđarsjóđur kemur
einnig ađ og niđurgreiđir fyrir ţá sem ţađ ţurfa.

Ef ţiđ hafiđ áhuga á ađ vita meira ţá eru hér fylgiskjöl og nánari lýsingu
 má sjá á heimasíđu Gilfélagsins www.listagil.is

Fyrir hönd Gilfélagsins.

Međ ţakklćti og kćrri kveđju,
Vigdís Arna
gsm: 8643054



dagmey_2007.jpg

FERĐALAG UM FRAMANDI HEIMA


Viltu ferđast um framandi heima, kíkja í Lífheim, Bjargheim, Söguheim,
Fornheim, Gođheim, Lesheim, Minjaheim, Umheim, Sköpunarheim og
Reynsluheim.


Gilfélagiđ og samstarfsfélagar munu ferđast međ börn á aldrinum 8 - 12 ára
 í spennandi frćđslu og skemmtiferđ sem lýkur međ sýningu á Jónsmessuhátíđ
í Kjarnaskógi 23. júní.

Ferđalagiđ hefst í Lífheimi á Hjalteyri ţar sem land verđur numiđ.  Ţađan
verđur síđan siglt, ekiđ eđa gengiđ í ýmsa framandi heima s.s. Fornheim,
Bjargheim, Söguheim, Lesheim, Minjaheim, Gođheim og Umheim. Fjöldi
frćđimanna mun taka á móti ferđalöngunum og sjá til ţess ađ allt fari fram
eftir kúnstarinnar reglum.

Á ferđalaginu verđa fornar sögur skođađar, matarsögur smakkađar og nýjar
sögur skapađar. Áhersla lögđ á landnám og pćlt í ţví hvađ felst í
landnámi.
Hvenćr nemum viđ land og hvernig flyst menning milli heima?

Ferđalaginu lýkur međ uppsetningu sýninganna Reynsluheimur og Sköpunarheimur.
Sýningarnar verđa endurteknar á Akureyrarvöku međ viđkomu í Vökuheimi.
Ţá verđur Listagiliđ numiđ af nýbúum og bćjarbúum bođiđ í veislu.

Jónsmessunámskeiđiđ hefst mánudaginn 8.júní og stendur til ţriđjudags
23.júní.
Ferđalagiđ hefst hvern dag klukkan 10:00 og komiđ verđur til baka í Núheim
kl.16:00
Vökunámskeiđiđ hefst fimmtudaginn 27.ágúst og lýkur laugardaginn 29.ágúst.


Verđiđ er varla frá ţessum heimi -  25.000 krónur  og 15% systkinaafsláttur.
Innifaliđ í ţví eru 11 virkir dagar međ kennslu, matur, hressingu,
sigling, rútuferđir og efni.
Ađ auki er ţátttakendum bođiđ ađ taka ţátt í endursköpun Reynsluheims og
nýju landnámi undir nafninu Vökuheimur á Akureyrarvöku.

Fyrir 13-16 ára  unglinga er sérstakur hópur sem sér um ađ skrásetja og
miđla. Fjölmiđlateymiđ Alheimur -  Ađeins er pláss fyrir 6 og verđ er
15.000.-

ATH - viđ tökum á móti Tómstundaávísun Akureyrar

Skráning og frekari upplýsingar eru á vefsíđu Gilfélagsins, www.listagil.is
en einnig í síma 8643054 hjá Vigdísi og 4612609, einnig hjá Maríu í síma
4627000 og međ tölvupósti á gilfelag@listagil.is.


Georg Óskar Manúelsson opnar sýninguna „Lollipopp“ á Café Karólínu

lollipopp.jpg

Georg Óskar Manúelsson

Lollipopp

06.06.09 - 03.07.09


Café Karólína // Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


---
Georg Óskar Manúelsson opnar sýninguna „Lollipopp“ á Café Karólínu laugardaginn 6. júní 2009 klukkan 15.

Lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp
lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipop

Georg Óskar 1985 603 Akureyri S: 847-7891 georgoskar@gmail.com

Nám
2007- 2009     Myndlistaskólinn á Akureyri, Fagurlist
2007-2008      Gestanemi í Lahti Institute of Fine art, Finland
2002-2006     Verkmenntarskólinn á Akureyri, Myndlistarbraut

Samsýningar
2007     Florence Biennale - Flórens
2007     Rósenborg - Akureyri
2009     GÓMS - Georg Óskar & Margeir Sigurđsson - Dalí gallerý, Akureyri

Einkasýningar
2007     Cafe Valny - Egilstađir
2008     Untitled - Deiglan, Akureyri
2008     Cafe Valny - Egilstađir
2009     Lollipopp - Karólína, Akureyri

Sýningin á Kaffi Karólínu stendur til 3. júlí 2009. Allir eru velkomnir á opnun.
Nánari upplýsingar veitir Óskar í síma 8477891 og í tölvupósti: georgoskar@gmail.com

Nćstu sýningar á Café Karólínu:
04.07.09 - 31.07.09    Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09    Ţórgunnur Oddsdóttir
05.09.09 - 02.10.09    Ólöf Björg Björnsdóttir

Umsjónarmađur sýninganna er Hlynur Hallsson


Ný stjórn Myndlistarfélagsins

galleribox_856636.jpg

Á ađalfundi Myndlistarfélagsins ţann 21. maí 2009  var nýtt fólk kosiđ í stjórn og hana skipa nú:
Hlynur Hallsson, formađur, til 2010
Brynhildur Kristinsdóttir, ritari til 2010
Jóna Hlíf Halldórsdóttir, gjaldkeri til 2011
Ţórarinn Blöndal, vararitari til 2010
Ţorsteinn Gíslason, varaformađur til 2011

Varamenn:
Guđmundur Ármann Sigurjónsson til 2010
Ingunn St. Svavarsdóttir til 2010


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband