Bloggfćrslur mánađarins, maí 2009
28.5.2009 | 17:18
Sýningin “Hertar sultarólar” opnar í Verksmiđjunni á Hjalteyri
Verksmiđjan á Hjalteyri loftar út eftir veturinn međ sýningunni Hertar sultarólar og vill međ henni vekja athygli á ađ eftirtalin kunna ađ hafa öđlast nýtt líf, stökkbreytt og endurhönnuđ til framtíđar:
gálgi - ónýt heimilistćki listamađur sígarettur kjóll gildi straujárn - ferskur fiskur frístundafólk markađur blússa - fjársjóđur - úrelt dagatöl langanir - klippimyndir safnarar matarumbúđir dagblöđ pils hönnuđur myndverk vél - ruslakista - hráefni og konsept.
Sýningarstjóri Hertra sultaróla er Ađalheiđur S. Eysteinsdóttir og hefur hún fengiđ 14 listamenn til liđs viđ sig. Ţau eru:
Pétur Kristjánsson
Helgi Ţórsson
George Hollanders
Henriette van Egten
Anna Richards
Jónborg Sigurđardóttir
Haraldur Ingi Haraldsson
Safn Hafdísar Ólafsson
Kristinn Rúnar Gunnarsson
Erika Lind
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir
Laufey Pálsdóttir
Arnfinna Björnsdóttir
Hans Kristján
7. og 8. bekkur Ţelamerkurskóla undir handleiđslu Ađalheiđar S. Eysteinsdóttur
Sýningaropnun er 30. maí kl.15.00. Sýningin stendur til 21. júní og er eingöngu opin um helgar frá kl. 14.00 til 17.00.
Sýningargestir eru hvattir til ađ leggja til hliđar ráđandi verđmćtamat og njóta líđandi stundar.
Rúta fer frá Torfunesbryggju á opnunina kl:14:45 og fer til baka um 17:00.
Miđaverđ er 500 kr.
Ađeins fer ein rúta svo viđ bendum fólki á ađ panta sér sćti hjá Ţórarni Blöndal "thorarinnb(hjá)simnet.is
eđa hjá Hlyni Hallssyni "hlynur(hjá)gmx.net"
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2009 | 09:05
Ásta Bára Pétursdóttir sýnir í Populus Tremula
ÁSTA BÁRA PÉTURSDÓTTIR
málverkasýning
Laugardaginn 23. maí kl. 14:00 verđur opnuđ málverkasýning Ástu Báru Pétursdóttur í Populus Tremula.
Ásta Bára er nýútskrifuđ frá Myndlistaskólanum á Akureyri.
Verkin á sýningunni eru ný olíumálverk, öll unnin á ţessu ári.
Sýningin verđur einnig opin sunnudaginn 24. maí kl. 14:00 - 17:00 | Ađeins ţessi eina helgi
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2009 | 21:26
HUGINN ŢÓR ARASON OPNAR Í KUNSTRAUM WOHNRAUM Á AKUREYRI
HUGINN ŢÓR ARASON
ALLT Í KÚK OG KANIL (OF GOTT TIL AĐ VERA SATT)
17.05. - 21.06.2009
Opnun sunnudaginn 17. maí 2009, klukkan 11-13
Opiđ samkvćmt samkomulagi
KUNSTRAUM WOHNRAUM
Hlynur Hallsson Kristín Kjartansdóttir
Ásabyggđ 2 IS-600 Akureyri +354 4623744
hlynur(hjá)gmx.net www.hallsson.de
Sunnudaginn 17. maí 2009 klukkan 11-13 opnar Huginn Ţór Arason sýninguna ALLT Í KÚK OG KANIL (OF GOTT TIL AĐ VERA SATT) í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.
Á sýningunni í KW er hugmyndin ađ útfćra skissu af Evrópusambandsfána ţar sem stendur "ALLT Í KÚK OG KANIL" í stađ stjarnanna. Hún var upphaflega gerđ af tilefni bókverks Lortsins (óformlegur félagsskapur ýmissa listamanna og skapandi einstaklinga) sem sett var saman af tilefni samsýningar hópsins í Kling & Bang í október 2008. Skissan birtist í hrárri mynd í bókinni. Hugmyndin er semsagt ađ útfćra ţessa skissu í hvítt bómullarefni í stofuglugga . Hćgt verđur svo ađ panta fánann í sinn eigin glugga yfir sýningartímabiliđ gegnum KW. Fáninn verđur skjannahvítur. Á sýningunni verđa einnig tvćr pappírsklippimyndir og kveđjur sem sendar hafa veriđ fjölskyldunni ađ Ásabyggđ 2; ađstandendum KW, frá Ástralíu.
Huginn Ţór Arason stundađi nám viđ Listaháskóla Íslands og framhaldsnám viđ Akademie der Bildenden Künste í Wien. Hann hefur haldiđ fjölda einkasýninga og tekiđ ţátt í samsýningum og unniđ ađ nokkrum samstarfsverkefnum. Nýlega tók hann ţátt í sýningunni ID-LAB í Listasafni Reykjavíkur og North Star/Dark Star í The Narrows Gallery í Melbourne. Hann hefur einnig unniđ ađ sýningarstjórn og starfar í stjórn Nýlistasafnsins og Gallerí Suđsuđvesturs í Reykjanesbć. Hann býr og starfar í Reykjavík
Nánari upplýsingar veitir Huginn í njappnjapp(hjá)yahoo.com og í síma 692 9817
Kunstraum Wohnraum hefur veriđ starfrćkt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Ţađ er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggđ 2.
Sýning Hugins Ţórs Arasonar stendur til 21. júní 2009 og er opin eftir samkomulagi og hćgt er ađ hringja í síma 462 3744.
Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er ađ finna hér.
15.5.2009 | 13:49
SAMSÝNINGIN "Í RÉTTRI HĆĐ" OPNAR Í POPULUS TREMULA
Laugardaginn 16. maí kl. 14:00 verđur opnuđ samsýningin Í RÉTTRI HĆĐ í Populus Tremula.
Ţar sýna verk sín listamennirnir Ađalsteinn Svanur, Arnar Tryggvason, Gunnar Kr., Kristján Pétur, Jón Laxdal og Ţórarinn Blöndal. Verkin á sýningunni eiga ţađ sameiginlegt ađ vera hengd upp í réttri hćđ. Sýningarstjóri er Gunnar Kr.
Viđ ţetta tćkifćri er einnig endurútgefin ljóđabók Jóns Laxdal, sem Populus tremula gaf út 2007 og veriđ hefur ófáanleg um nokkurt skeiđ. Bókin, sem var fyrsta útgáfuverkefni Pt, verđur til sölu á stađnum, eins og ađrar bćkur útgáfunnar, sem nú fylla tvo tugi.
Uppákomur verđa á opnun.
Sýningin verđur einnig opin sunnudaginn 17. maí kl. 14:00 - 17:00
Ađeins ţessi eina helgi15.5.2009 | 09:33
Ari Svavarsson opnar málverkasýningu í Jónas Viđar Gallery
opnun
laugardaginn 16. maí kl 15.00 opnar Ari Svavarsson málverkasýningu
í Jónas Viđar Gallery listagilinu á Akureyri.
ţér og ţínum er bođiđ á opnun
______________________________________________
Jónas Viđar
sími: 8665021
Heimasíđa: http://www.jvs.is/
Jónas Viđar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm
15.5.2009 | 09:17
Sigrún Guđjónsdóttir - Rúna opnar myndlistasýningu í DaLí Gallery laugardaginn 16. maí kl. 14-17
Rúna á langan listferil ađ baki og hefur starfađ í listum allt frá 1950 til dagsins í dag. Rúna hefur sýnt víđa bćđi í samsýningum og einkasýningum og er einn af frumkvöđlum íslenskar leirlistar ásamt manni sínum Gesti Ţorgrímssyni (1920-2003), og er heiđursfélagi Leirlistafélagsins. Áriđ 2005 hlaut hún titilinn heiđurslistamađur Hafnarfjarđar.Međal starfa á sviđi myndlistar var Rúna fyrsti formađur SÍM, Sambands íslenskra myndlistamanna, og sinnti formennsku FÍM, Félagi íslenskra myndlistamanna. Auk ţess sat hún í stjórn Norrćna myndlistafélagsins og Norrćnu listamiđstöđvarinnar á Sveaborg í Finnlandi. Rúna sýnir nýleg verk í DaLí Gallery. Hún sýnir međal annarra myndverka flísamálverk sem hún er ţekkt fyrir og ţjóđhátíđarplattarnir verđa međ í för.
Sýning Rúnu - Sigrúnar Guđjónsdóttur er til 6. júní og eru allir velkomnir.
DaLí Gallery
Brekkugata 9, 600 Akureyri
http://daligallery.blogspot.com
opiđ lau-sun kl.14-17
14.5.2009 | 21:22
Ásdís Sif Gunnarsdóttir opnar sýningu í Kópaskersvita
Ykkur er hér međ bođiđ á opnun sýningarinnar Brenniđ ţiđ vitar! í Kópaskersvita nk. sunnudag 17. maí kl. 15.
Ásdís Sif Gunnarsdóttir er listamađur Kópaskersvita en Ásdís fćst viđ myndbanda og gjörningalist ţar sem hún bregđur sér í ólík hlutverk dulspárra vera. Međ hjálp nýjustu tćkni endurvekur hún fornar gođsagnir og rćđur áhorfendum heilt, sem dćmi hefur hún nýtt sér veraldarvefinn til ţess ađ miđla bođskap sínum persónulega til fólks. Frekari upplýsingar um Ásdísi má finna á heimasíđu hennar: www.asdissifgunnarsdottir.com
Sýningin er samstarfsverkefni Listahátíđar í Reykjavík, Menningarráđs Eyţings og Vitastígs á Norđausturlandi.
Sama dag hefur Ingunn St. Svavarsdóttir Yst opna sýninguna Verk í vinnslu í Fagurlistasmiđjunni Bragganum viđ Öxarfjörđ. Opiđ kl.11-18
14.5.2009 | 09:26
Rósa Kristín Júlíusdóttir og Karl Guđmundsson sýna á bókasafni Háskólans á Akureyri
Afhending hvatningarverđlauna CP-félagsins
Föstudaginn 15. maí klukkan 16:00 opna Rósa Kristín Júlíusdóttir og Karl Guđmundsson (Kalli) sýninguna Himintjöld og dansandi línur á bókasafni Háskólans á Akureyri. Verkin á sýningunni eru unnin međ akrýllitum á bómullargrisju. Viđ opnunina verđa veitt hvatningarverđlaun CP-félagsins. Hugtakiđ CP (Cerebral Palsy) er notađ yfir algengustu hreyfihömlun međal einstaklinga.
Karl og Rósa Kristín hafa unniđ saman ađ myndlist í mörg ár. Samstarfiđ var lengi vel samspil nemanda og kennara en hefur ţróast markvisst yfir í samvinnu tveggja vina, félaga í listinni. Líta má á listir sem samskiptamáta; samtal listamannsins viđ áhorfandann, samspil listamannsins viđ efniđ, en líka samtal eđa samleik listamanna. Rósa Kristín og Karl hafa skapađ verk saman á ýmsa vegu. Karl hefur málađ efni byggt á eigin hugmyndum og Rósa unniđ áfram međ ţađ á mismunandi vegu, oft sem uppistöđu í textílverkum sem byggja á sjónrćnu samtali beggja. Ađ ţessu sinni málađi Rósa efnin fyrst, en Karl tók viđ og málađi sínar dansandi línur. Innsetningin Himintjöld og dansandi línur er afrakstur ţessa samtals eđa samspils listamannanna.
Viđ sýningaropnunina verđa veitt HVATNINGARVERĐLAUN CP félagsins á Íslandi en félagiđ hefur árlega afhent hvatningarverđlaun til ţeirra sem eru góđar fyrirmyndir fyrir félagsmenn. Hvatningarverđlaunin í ár hljóta ţau Brynhildur Ţórarinsdóttir lektor og rithöfundur og listamannatvíeykiđ Rósa Kristín Júlíusdóttir lektor og Karl Guđmundsson. Ţriđjudaginn 5. maí sl. opnađi Karl Guđmundsson sýninguna KALLI25 og ţykir félaginu viđ hćfi ţegar Karl og Rósa opna ađra sýninguna á tveimur vikum ađ hittast viđ opnunina og afhenda hvatningarverđlaunin í ár.
Dagskrá:
Karl Guđmundsson og Rósa Kristín Júlíusdóttir opna sýninguna Himintjöld og dansandi línur.
Ávarp: Ţorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri.
Ásdís Árnadóttir afhendir hvatningarverđlaunin fyrir hönd CP félagsins.
Brynhildur Ţórarinsdóttir les kafla úr bók sinni Nonni og Selma; fjör í fríinu.
Hljómlist flytja Ţórgnýr Inguson, Bjarni Helgason og Egill Logi Jónsson.
Léttar veitingar í bođi CP félagsins.
14.5.2009 | 00:26
Sýningin "Viltu leika?" í GalleríBOXi
Viltu leika?
GalleríBOX
Kaupvangstrćti 10
600 Akureyri
opiđ 14:00 - 17:00 laugardaga og sunnudagaOpnar á laugardaginn 16. maí kl.15.00.
Nemendur Oddeyrarskóla og Brekkuskóla ásamt kennurum sínum unnu sérstaklega fyrir ţessa sýningu. Er afrakstur ţeirra vinnu til sýnis og er ćtlađ ađ vera einskonar leiđarvísir fyrir áframhaldandi vinnu.
Ţví ţetta er bara byrjunin, ţessari sýningu er ćtlađ ađ vaxa og breytast. Öllum er heimilt ađ koma međ verk á sýninguna eđa gera verk á stađnum. Sérlega er horft til ţess ađ fullorđnir og börn vinni saman verk og skilji ţau eftir. Einnig heimilt ađ vinna áfram ţau verk sem eru á stađnum og halda áfram međ ţau. Ţetta er lifandi sýning og hún gćti ţróast í hvađa ţá átt sem henni ţóknađist. En mikilvćgast er, ađ myndlistin er sá samrćđugrundvöllur sem allir mćtast á.
Umsjónarmenn sýningarinnar eru; Brynhildur Kristinsdóttir, Joris Rademaker og Ţórarinn Blöndal.
Sýningin stendur til 7. júní.
13.5.2009 | 20:08
Ingirafn Steinarsson sýnir á VeggVerki
VeggVerk
Strandgötu 17
600 Akureyri
Ingirafn Steinarsson
Rauđ teikning
15.05 - 28.06 2009
Ingirafn Steinarsson sýnir verkiđ Rauđ teikning á VeggVerki föstudaginn 15. mai 2009.
Verkiđ er teikning unnin međ "kalklínu". Frjálsflćđandi stranglínu og
tćkniteiknun sem myndar óskiljanlegt ţekkingarform.
Ingirafn Steinarsson er útskrifađur úr Myndlista og Handíđaskóla
Íslands 1999 og Listaháskólanum í Malmö 2006. Hann vinnur međ
innsetningar og hluti sem eru oft tilraunir til ađ velta fyrir sér
fagurfrćđi og virkni ţekkingar.
this.is/ingirafn/
Verkefnastjóri: Jóna Hlíf Halldórsdóttir
sími: 6630545
veggverk.org