Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar sýninguna „Fagurfræðilegt dundur“ á Café Karólínu

helga.jpg


Helga Sigríður Valdemarsdóttir

Fagurfræðilegt dundur 

04.04.09 - 01.05.09


Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar sýninguna „Fagurfræðilegt dundur“ á Café Karólínu laugardaginn 4. apríl 2009 klukkan 15.

Helga Sigríður Valdemarsdóttir er fædd á Akureyri, 1975 og útskrifaðist frá  Myndlistaskólanum á Akureyri 2003.

Á 19. öld var myndlistakennslu stúlkna ætlað að búa þær undir framtíðarhlutverk sín sem mæður og húsfreyjur. Teiknikennsla stúlkna flokkaðist með handavinnu og markmiðið var að auðvelda þeim að hanna og teikna eigið útsaumsmynstur. Myndlistakennslan átti jafnframt að auka fegurðarskyn og smekkvísi ungmeyja.

Arfleifð þessarar sögu – útsaumurinn – er viðfangsefni Helgu. Á sýningunni koma fyrir sjónir fimm olíumálverk á striga og sækir Helga efnivið sinn í mynstur í púða sem hún fann í fórum föðurömmu sinnar. Sama mynstur er í verkunum en þau eru máluð í ólíkum litum.
Sýningin á Kaffi Karólínu stendur til 1. maí 2009. Allir eru velkomnir á opnun.

Sýningar:
-Unglist, Deiglan á Akureyri haustið 2000
-Samsýning listnema myndlistardeildar, á Akureyri vorið 2002
-Útskriftarsýning í Ketilhúsinu á Akureyri vorið 2003
-Frá konu til konu, Black box gallery í Toronto Kanada veturinn 2006
-Heima er bezt, Minjasafnið að Hnjóti í Örlygshöfn sumarið 2008
-Heima er bezt, Hópið Tálknafirði desember 2008-janúar 2009
-Kappar og ofurhetjur, samsýning Myndlistarfélagsins, GalleríBOX í Listagilinu á Akureyri febrúar 2009

Nánari upplýsingar veitir Helga Sigríður í tölvupósti blackmolly3(hjá)hotmail.com

Næstu sýningar á Café Karólínu:
02.05.09 - 05.06.09    Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09    Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09    Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09    Þórgunnur Oddsdóttir
05.09.09 - 02.10.09    Ólöf Björg Björnsdóttir


Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Hallmundur Kristinsson sýnir í Populus tremula

hallmundurkristinsson.jpg

Laugardaginn 28. mars kl. 14:00 mun Hallmundur Kristinsson opna myndlistarsýninguna GAMALT & NÝTT Í Populus Tremula.

Þar sýnir Hallmundur myndverk af ýmsum toga, unnin með mismunandi aðferðum á löngu tímabili, eða allt frá 1973 og fram á þennan dag.

Einnig kynnir Hallmundur nýtt kver með 60 kreppuvísum.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 29. mars kl. 14:00 - 17:00. Aðeins þessi eina helgi.

Bókatitlar úr útgáfu Populus Tremula verða til sölu á meðan opnun sýningarinnar stendur.


Anna Gunnarsdóttir sýnir á Bókasafni Háskólans á Akureyri

anna.jpg

Anna Gunnarsdóttir opnar sýninguna MIKADO á Bókasafni Háskólans á Akureyri,
laugardaginn 21. mars kl: 13:00.  Sýningin stendur til  4. maí 2009.

Anna Gunnarsdóttir lærði textílhönnun á Íslandi og Danmörk auk þess að hafa
sótt fjölda námskeiða um textíl. Hún hefur síðari ár aðallega fengist við
vinnslu á þæfðri ull og textíl.

Hún blandar saman nytjavöru, myndlist og fatahönnun með þessum miðlum.

Verkin á sýningunni eru unnin út frá japanska spilinu mikado þar sem
leikmenn spila með prik. Öll verkin á sýningunni tengjast á einn eða annan
hátt við textíl. Þetta eru pappahólkar sem lokið hafa hlutverki sínu sem
vafningshólkar fyrir textílefnin og fá nýtt hlutverk í leik sem listaverk á
vegg. Þetta er leikur listamannsins með mikado.

Anna er annar eigandi gallerísins Svartfugls og Hvítspóa í miðbæ Akureyrar.
Hún hefur að baki fjölda sýninga víðs vegar um heim og hefur hlotið verðlaun
og viðurkenningar fyrir verk sín. Anna var valin bæjarlistamaður Akureyrar
árið 2008.

Bókasafn Háskólans á Akureyri er opið alla virka daga frá 8-18 og 12-15 á
laugardögum.

Allir eru velkomnir


Umsóknarfrestur um starfslaun listamanna á Akureyri er til 20. mars

Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum listamanna um starfslaun fyrir tímabilið 1. júní 2009 til 31. maí 2010.


Starfs launum verður  úthlutað til tveggja listamanna og hlýtur hvor um sig sex mánaða laun.


Ætlast er til að viðkomandi listamaður helgi sig list sinni eða einstökum verkefnum á vettvangi hennar á starfslaunatímanum og einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina. Umsækjendur skili, ásamt umsókn, upplýsingum um listferil sinn og greinargóðum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skal notaður. 
Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri ráðhússins að Geislagötu 9.

Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða- og menningarmála hjá Akureyrarstofu í netfanginu huldasif@akureyri.is

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars.


Margeir Dire Sigurðason sýnir á VeggVerki

dire.jpg


    VeggVerk Kynnir
    MARGEIR DIRE SIGURÐARSON
    14.03.2009 - 10.05.2009

    Absorbism.

Verkið er unnið með blandaðri tækni sem ég er enn að þróa. Í vinnslu reyni ég að túlka sama hlutinn á marga mismunandi hætti sem blandast saman með tímanum. Í upphafi er óhlutbundin teikning með einni línu yfir allan flötinn, sem orsakar að öll form verksins tengjast. Myndina læt ég svo sitja um óákveðin tíma og les út úr formunum og nýti allt sem ég sé, heyri og upplifi í mínu daglega lífi til að búa til eina heilsteypta sögu í verkinu.
Þegar sagan er hálfmótuð tjái ég hana með litum og fikra hægt að fígúratífri útfærslu.
Söguna er svo fyrir hvern og einn að lesa úr.


Margeir Dire Sigurðason útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2008 og er búsettur i Madrid þessa dagana.
Margeir hefur sýnt verk sin síðan hann man eftir sér og út um allar trissur. Þar á meðal Akureyri, Reykjavik, Lahti (finnlandi), Barcelona, Alicante (Spáni) og New York.


    Verkefnastjóri Jóna Hlíf Halldórsdóttir
    www.veggverk.org


Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Dögg Stefánsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýna í GalleríBOXi

jona_og_stelpurnar.jpg

Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Dögg Stefánsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir
stofnuðu BOXið 16. mars 2005. Nú er tími til þess að kveðja og þær vilja
bjóða öllum sem hafa komið og átt gleðilegar stundir í BOXinu að gleðjast með
þeim og sjá brot af list þeirra.

Opnaði sýning í galleríBOXi nú sal Myndlistarfélagsins í tilefni þessa laugardaginn 14. mars kl. og  stendur til sunnudagsins 29. mars.

Dögg Stefánsdóttir(1978) býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist með Diploma frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2006.  Dögg sýnir málverkið  STREYMI.

Hanna Hlíf Bjarnadóttir er fædd í Reykjavík 1. nóvember 1965,  fór 17 ára til London og lærði þar snyrtifræði, var við nám í Húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og lauk síðan diploma  hjá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2006.  Sýnir hún verkið FYRIR/EFTIR sem eru útsaumuð textaverk og notar þar gamalt handverk með nýjum tón.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir(1978) er fædd í Reykjavík en býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist með Diploma frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2005 og með Mastersgráðu í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2007.
Á sýningunni mun Jóna Hlíf vera með bókverkið HÉR og veggspjaldið THINK DIFFERENT til sölu.
Einnig mun Jóna sýna innsetningu sem er á tilraunastigi og málverk.

GalleríBOX er opið laugardaga og sunnudaga milli kl. 14:00 til 17:00.


Eiríkur Arnar opnar einkasýningu í Jónas Viðar Gallery

auglysing_jv_gallery_eirikur_arnar_604.jpg

Laugardaginn 14. mars kl. 15 opnar Eiríkur Arnar einkasýningu í Jónas
Viðar Gallery í Listagilinu á Akureyri.

þér og þínum er boðið á opnun

Eiríkur Arnar Magnússon
f. 08.05.1975
Grenivöllum 12, 600 Akureyri
Netfang: eirikurarnar@gmail.com
Sími: 695 2227, 461 1562
Er með vinnustofu í Listagili, Kaupvangsstræti 12.

Námsferill
2008 - 2009 Myndlistaskóli Akureyrar, listhönnunardeild.
2004 - 2007 Listaháskóli Íslands, myndlistadeild.
2006            Listaháskóli Eistlands Tallinn.
2006            Kuno Express námskeið, Muhu-eyja, Eistlandi.
2003 - 2004 Myndlistaskóli Akureyrar, 1. ár fagurlistadeildar.
2004                 Listamiðstöð Akureyrar, námskeið.
2002 - 2003 Myndlistaskóli Akureyrar, fornám.
1998 - 1999 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Listnámsbraut
1996 - 1997 Iðnskólinn í Reykjavík, Iðnhönnunarbraut

Sýningar
2009 einkasýning, Jónas Viðar gallery,
2009 Kappar og ofurhetjur ­ félagasýning
2007 útskriftarsýning Listaháskóla Íslands
2006 samsýning, Viana do Costello, Portugal
2006 samsýning, Gallery Gyllinhæð, Reykjavík
2005 einkasýning, Café Karólína, Akureyri
2003 samsýning, Deiglan, Akureyri
2003 og 2004, vorsýningar myndlistaskóla Akureyrar

Annað
2005 Aðstoðarmaður listamanns, Listahátíð Reykjavíkur, Gabriel Kuri,
Suggestion for taxationscheme.
2006 Aðstoðarmaður listamanns, Sense in Place' Site-ations', Sarah Browne,
A Model Society.

Verðlaun og styrkir
2006 1. verðlaun, málverkasamkeppni, III Bienal Internacional “Artes da
Raya” Casa do Curro Moncao, Portugal.
2006 Erasmus, styrkur.
2006 Kuno Express, styrkur


Sýningaropnun í GalleríBOXi á laugardag

box_810683.jpg

Laugardaginn 14. mars kl. 16 munu stofnendur galleríBOX opna sýningu sína.
Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Dögg Stefánsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir stofnuðu hið upphaflega galleríBOX 16. mars 2005, sem í dag er salur Myndlistarfélagsins.
Nú er tími til þess að kveðja og við viljum bjóða öllum sem hafa komið og átt gleðilegar stundir í BOXinu að gleðjast með okkur og sjá brot af list þeirra. Sýningin stendur til sunnudagsins 5. apríl 2009


galleríBOX

Kaupvangsstræti 10
600 Akureyri


JORIS RADEMAKER sýnir í Populus tremula

JORIS RADEMAKER í Populus tremula 14.-15. mars

MYNDLISTARSÝNING OG BÓK

Laugardaginn 14. mars kl. 14:00 mun Joris Rademaker opna myndlistarsýningu í Populus Tremula á Akureyri. Sýnd verða ný spaghettí/sprey-verk á pappír.

Jafnframt gefur Populus tremula út bókina SAM-SPIL með hugleiðingum Jorisar um samspil orðs og línuteikningar.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 15. mars frá 14:00-17:00

Aðeins þessi eina helgi.

Populus vill einnig minna á að áður útgefnar bækur menningarsmiðjunnar eru til sölu í rýminu þegar opið er.


GÓMS sýnir í Dalí

2628_1094005958026_1462880451_30274118_6147_n_810058.jpg

Sýning opnar Laugardaginn 14. Mars kl. 14:00-17:00 í Dalí Gallerý
 
"Skari!! verðum við ekki að fara gera eitthvað sjitt!
jú klárlega, hvað ertu eiginlega að spá?
Bara eitthvað rúst!"

Þetta voru fyrstu orð samvinnu Georg Óskars og Margeirs Sigurðssonar,
verkin eru unnin á 6 mánaðar tímabili og binda þeir saman sýna ólíku
stíla og sitt svipaða hugarástand í myndlistina GÓMS.

Graffiti? já er það ekki?
Acrýll? já er það ekki?
málverk? já eigum við ekki að segja það?
penni? eeee...kúlupenni þá?
túss? já ég meina?
bílasprautun? já til sprauta bílinn í myndinni þá?
 

Sýning GÓMS stendur til 29. mars og eru allir velkomnir.

 

DaLí GALLERY

BREKKUGATA 9

600 AKUREYRI

OPIÐ FÖSTUDAGA OG LAUGARDAGA Í VETUR KL.14-17


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband