Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
27.2.2009 | 00:04
Síðustu forvöð að sjá sýningu Hönnu Hlífar í Kunstraum Wohnraum
Sunnudaginn 1. mars 2009 lýkur sýningu Hönnu Hlífar Bjarnadóttur Heima er best í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.
Hanna Hlíf gerði verkið sérstaklega fyrir þessa sýningu og í texta um það segir:
Ísland var í efsta sæti ásamt Noregi árið 2007 í lífskjaravísitölu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna en stofnunin birtir árlega lista þar sem lagt er mat á lífsgæði í 177 ríkjum, svo sem ævilíkur, menntunarstig og verga landsframleiðslu á mann.
Sama ár voru 8410 tilkynningar um vanrækslu á börnun til barnaverndunarstofu.
Hanna Hlíf Bjarnadóttir er fædd í Reykjavík 1. nóvember 1965, fór 17 ára til London og lærði þar snyrtifræði, fór síðan í Húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík en söðlaði síðan um stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan árið 2006. Hún hefur haldið nokkrar sýningar eftir útskrift og staðið að ýmsum menningarviðburðum á Akureyri. Stofnaði hún til að mynda galleríBOX árið 2005 ásamt öðrum og rak það til 2007, en það er staðsett í Kaupvangstræti 10 á Akureyri.
Nánari upplýsingar veitir Hanna Hlíf í hannahlif(hjá)simnet.is og í síma 864 0046
Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýningin er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462 3744.
Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna hér.
HANNA HLÍF BJARNADÓTTIR
HEIMA ER BEST
11.01. - 01.03.2009
Opið samkvæmt samkomulagi
KUNSTRAUM WOHNRAUM
Hlynur Hallsson Kristín Kjartansdóttir
Ásabyggð 2 IS-600 Akureyri +354 4623744
hlynur(hjá)gmx.net www.hallsson.de25.2.2009 | 08:44
Akane Kimbara sýnir í gestavinnustofu Gilfélagsins
Akane Kimbara er fædd og uppalin í Japan, en býr og starfar í Þýskalandi. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hennar www.akanekimbara.net.
Léttar veitingar verða í boði.
24.2.2009 | 22:15
Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýnir í Vordingborg
I was invited by Gitte Nielsen to revive a building in Vordingborg for one week. It was a mental institution before, but now all that's left are the walls and memories. In this installation I am utilizing the building's history. Positive thinking and fresh ideas are the main features of this installation.
I would like to invite you to my opening on 1. March 2009 at 16.00-18:00 Our joyful reception includes food and drink.
24.2.2009 | 09:20
GUÐMUNDUR ÁRMANN SÝNIR Í POPULUS TREMULA
Laugardaginn 28. febrúar kl. 14:00 mun Guðmundur Ármann opna myndlistarsýninguna ÍMYNDIR í Populus Tremula. Verkin á sýningunni, sem öll eru akvarellur, eru ný af nálinni, máluð á þessu ári. Guðmund Ármann þarf vart að kynna enda löngu landskunnur myndlistarmaður. Á síðasta ári kom út vönduð bók um Guðmund og myndlist hans.
Sýningin er einnig opin sunnudaginn 1. mars frá 14:00-17:00 | Aðeins þessi eina helgi.
13.2.2009 | 09:25
Ásdís Spanó sýnir í Jónas Viðar Gallery
Laugardaginn 14. febrúar kl. 15 opnar Ásdís Spanó einkasýningu í Jónas Viðar Gallery í Listagilinu á Akureyri.
Sýningin ber nafnið "Tellus Ictus" og byggist á hugleiðingum listamannsins um hin ýmsu útrænu og innrænu öfl sem áhrif hafa á yfirborð jarðvegs. Í lagskiptingu verkana byggir Ásdís á samspili náttúru og borgar, hinu sjálfráða og hinu rökræna. Leiðarstef verkanna er orkuflæðið sem myndast í sköpunarferlinu.
Tellus Ictus er níunda einkasýning Ásdísar Spanó, en hún hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum síðan hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2003.
Jónas Viðar Gallery
11.2.2009 | 15:26
Sæunn Þorsteinsdóttir sýnir í DaLí Gallery
Sæunn Þorsteinsdóttir opnar myndlistasýninguna Veggskraut í DaLí Gallery laugardaginn 14. febrúar kl. 14-17.
Sæunn vinnur með hringformið sem er henni hugleikið og hefur gamalt íslenskt munstur oft veitt henni innblástur auk þess sem hún reynir að fanga munstur kviksjár. Litagleði og síbreytileg munstur kviksjárinnar eru kveikjan að þessari sýningu Sæunnar þar sem hún leikur sér að því að fanga kviksjá hugar síns. Myndirnar eru unnar á við með blandaðri tækni, túss, vatnslitum, akrýllitum og lakki.
Sæunn um myndverkin:
Ég hef lengi haft áhuga á mynstrum, sérstaklega hringmynstrum, og í einni heimsókn minni á byggðasafnið í Skógum teiknaði ég upp nokkur slík mynstur sem þar prýða útskornar öskjur. Þessar teikningar, ásamt ýmsum öðrum mynstrum sem ég hef safnað í skissubókina mína undanfarin ár, urðu kveikjan að myndunum sem ég sýni núna.
Gamalt íslenskt handverk sem geymir hafsjó af mynstri og alls kyns skreytingum er mér oft innblástur. Mér finnst þetta handverk vitna um þörf fólks fyrir að skreyta og fegra sitt nánasta umhverfi, hvort sem efnin voru mikil eða lítil. Hagleiksfólk liðinna tíma lagði alúð, tíma og vinnu í að skreyta umhverfið með mynstrum og myndum og ég lít til þeirra sem fyrirmynda.
Erlendir listamenn eins og Gustav Klimt, Charles Rennie Mackintosh, hjónin Carl og Karin Larsson, Jockum Nordstrom, og Hundertwasser blása mér líka oft inn nýjar (eða gamlar?) hugmyndir. List þeirra og hönnun þykir mér full af gleði, litum, fallegum línum, formum og skrauti og til þess fallin að láta manni líða vel.
Ég hef alltaf haft gaman af að skreyta og raða litum, formum og hlutum. Ég er heilluð af kviksjám og get gleymt mér tímunum saman við að horfa í litadýrðina og síbreytilegar myndirnar sem þar birtast.
Hringmyndirnar sem ég sýni núna eru tilraun mín til að ná að grípa myndir úr minni eigin kviksjá og koma þeim á pappír eða tré til þess að skreyta umhverfið aðeins.
Sýning Sæunnar stendur til 1. mars og eru allir velkomnir.
DaLí GALLERY
BREKKUGATA 9
600 AKUREYRI
OPIÐ FÖSTUDAGA OG LAUGARDAGA Í VETUR KL.14-17
Menning og listir | Breytt 12.2.2009 kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2009 | 09:16
Akane Kimbara gestalistamaður Gilfélagsins í febrúar
AKANE KIMBARA; Kynning/Introduction
Akane Kimbara er gestalistamaður Gilfélagsins í febrúar. Akane býr og
starfar í Þýskalandi en er upprunalega frá Japan. Hún hefur lagt nám
á myndlist bæði í Tokyo, Japan og Hamborg, Þýskalandi.
,,Nýlega fannst forn beinagrind af kvenmanni í Japan. Nánari skoðun
sýndi að konan hafði verið uppi fyrir 15.000 árum, og þjáðist af
lömun og þá væntanlega frá barnsaldri. Þrátt fyrir það lifði hún til
21 árs aldurs, sem þýðir að annað fólk hefur hugsað um hana allt
hennar líf. Þess konar ummönnun ber vott um mjög svo þróaða manngæsku
í jafnvel svo fornu samfélagi. Ég las þetta einhversstaðar og er
heilluð af því.
Ég held að mannleg samúð og greind hafi verið sú sama þá og hún er nú.
Þörf þeirra hefur einungis breyst. Það breytir engu hvað þú hugsar eða
gerir, hver ásetningur þinn er. Hvað hvetur þig, hvernig þú hegðar
þér, hver tilfinningaleg viðbrögð þín eru, þetta hefur ekkert breyst í
raun undanfarin 10.000 ár.
Í verkum mínum vil ég sýna fólk sem var uppi fyrir 15.000 árum. Ég vil
sjá viðbrögð þeirra. Ég ímynda mér að þau gætu skilið verk mín á sama
hátt og nútímamanneskjan myndi skilja þau."
-Akane Kimbara
Akane Kimbara is the guest artist of the Gil society in February.
Akane lives and works in Germany, but is originally from Japan. She
has studied art both in Tokyo, Japan and Hamburg, Germany.
"Recently, an ancient female skeleton was found in Japan. The
examination showed that the woman had lived at least 15.000 years ago,
and she suffered from infantile paralysis. But still she lived to the
age of 21, which means that other people took care of her for all her
life. This kind of care testifies to the already high level of humane
development of this ancient society. I read about this somewhere and I
am fascinated by it.
I think that human compassion and intellect have been basically the
same then as they are now. Just the necessities have changed. It
doesn't matter what you think or do, what intensions you have. What
motivates you, how you act, and what your emotional reactions are,
this hasn't changed essentially in the last couple of 10.000 years.
I have the wish to show my work to the people who lived 15.000 years
ago. I would like to see their reactions. I imagine they could
undestand my work in the same way as a viewer today."
-Akane Kimbara
4.2.2009 | 15:40
Uppákoma í Listasafninu á Akureyri
Næstkomandi laugardag eða þann 7. febrúar kl. 20.30 mun hópur um 58
listamanna frá yfir 20 löndum kynna verk sín í Listasafninu á Akureyri.
Þessi hópur samanstendur af starfandi listamönnum sem eru um þessar
mundir í mastersnámi við Rijksakademie í Hollandi og er ferðin til
Íslands til þess gerð að verða fyrir áhrifum af nýju og spennandi
umhverfi jafnframt því að hitta íslenska listamenn í óformlegu spjalli.
Rijksakademie er stofnun sem gefur listamönnum kost á að starfa í 2 ár
við bestu mögulegu aðstæður með aðgengi að reyndari listamönnum frá
alþjóða listumhverfinu. Rijks er skrautfjöður listastofnana í Hollandi
en þangað berast árlega 16-1700 umsóknir allstaðar að úr heiminum, í
dag eru þar listamenn frá 25 löndum og meðalaldur er 30 ár.
Hvetjum við alla starfandi listamenn á Akureyri sem og alla sem áhuga
hafa á listum til þess að líta við í safninu á laugardaginn.
Aðgangur ókeypis
Kær kveðja
LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI
AKUREYRI ART MUSEUM
Myndlistarfélagið opnar sína fyrstu samsýningu Kappar og ofurhetjur laugardaginn 7. febrúar kl. 15:00 í GalleríBOXi í Listagilinu á Akureyri. Sýningin er sú fyrsta sem félagið skipuleggur í GalleríBOXi sem nú er í umsjá félagsins eftir nokkrar endurbætur og stækkun. Tilgangur með félagasýningu að þessu sinni liggur fyrst og fremst í því að vera nokkurs konar mót, þar sem hverjum og einum listamanni gefst tækifæri til þess að koma á framfæri sýnishorni úr sinni smiðju og gefur gestum einnig fjölbreytt sýnishorn af því sem myndlistarmenn eru að fást við. Sýningin stendur til 6. mars og er opinn alla laugardaga og sunnudaga milli kl. 13:00 og 15:00
Kappar og ofurhetjur
07.02.09 - 06.03.09
GalleríBOX // Kaupvangsstræti 10 // IS 600 Akureyri // galleribox.blogspot.com
Myndlistarfélagið var stofnað á Akureyri í janúar 2008 og eru félagar um 80. Myndlistarfélagið er aðila á Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Við þetta tækifæri verður sýningardagskráin fyrir GalleríBOX 2009 kynnt.
Akureyrarstofa og Ásprent eru stuðningsaðilar Myndlistarfélagsins.
Nánar upplýsingar veita Þórarinn Blöndal í síma 8996768 og Tinna Ingvarsdóttir í síma 6912705.
2.2.2009 | 09:48
Arnar Sigurðsson opnar sýninguna “Kóngur um kóng” á Café Karólínu
Arnar Sigurðsson opnar sýninguna "Kóngur um kóng" á Café Karólínu laugardaginn 7. Febrúar 2009 klukkan15.
Sýnd verða 14 ný spreyverk en þetta er önnur einkasýning Arnars.
Arnar lauk Grafískri hönnun frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2002.
Nú rekur hann og vinnur sem Grafískur hönnuður á Geimstofuni hönnunarhúsi ásamt öðrum.
Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar.
Sýningin stendur til föstudagsins 6. mars 2009.
Nánari upplýsingar veitir Arnar í síma 899 2295.
Arnar Sigurðsson
Kóngur um kóng
07.02.09 - 06.03.09
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Næstu sýningar á Café Karólínu:
07.03.09 - 03.04.09 Inga Björk Harðardóttir
04.04.09 - 01.05.09 Helga Sigríður Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09 Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09 Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09 Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09 Þórgunnur Oddsdóttir
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson