Anna Sigríður Sigurjónsdóttir opnar myndlistarsýningu í Galleri+

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, myndhöggvari, opnar myndlistarsýningu í Galleri+, Brekkugötu 35 á Akureyri, laugardaginn 31.janúar kl. 16.00 Sýningin ber yfirskriftina "Með tvær hendur tómar" og er innsetning í þremur rýmum gallerísins. Opnunartími gallerí+ er um helgar frá kl. 14-17.00 og aðra daga eftir samkomulagi við eigendurna, Joris og Pálínu, í síma 462 7818. Sýningunni lýkur 16. febrúar.
Anna Sigríður útskrifaðist úr MHÍ 1985 og fór í framhaldsnám í myndmótunardeild AKI listaakademíunnar í Enschede í Hollandi til 1989. Anna Sigríður hefur verið starfandi listamaður síðan og sýnt víða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband