4.6.2009 | 21:23
Gilfélagið kynnir með stolti Listasmiðjur barna 2009
Við erum sérstaklega glöð og ánægð með undirtektir sem Listasmiðjur okkar
hafa fengið þetta árið.
Krepputal og annað slíkt látum við sem vind um eyru þjóta og bjóðum það
besta sem völ er á.
Fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á svæðinu hafa tekið höndum saman og
gert okkur kleift að bjóða börnum og unglingum að ferðast með okkur um
tíma og rúm og heimsækja framandi heima.
Námskeiðið byrjar næsta mánudag, 8.júní og spannar 11 virka daga og fá
krakkarnir, brauð drykki, ávexti og grænmeti alla daga - enginn þarf að
koma með nesti.
Til að koma til móts við þá foreldra sem ekki hafa miklar
ráðstöfunartekjur þá eru ýmsar leiðir opnar og enginn þarf að sitja heima
sökum fjármagnsskorts.
Sveitarfélög bjóða niðurgreiðslu fyrir sín börn og velferðarsjóður kemur
einnig að og niðurgreiðir fyrir þá sem það þurfa.
Ef þið hafið áhuga á að vita meira þá eru hér fylgiskjöl og nánari lýsingu
má sjá á heimasíðu Gilfélagsins www.listagil.is
Fyrir hönd Gilfélagsins.
Með þakklæti og kærri kveðju,
Vigdís Arna
gsm: 8643054
FERÐALAG UM FRAMANDI HEIMA
Viltu ferðast um framandi heima, kíkja í Lífheim, Bjargheim, Söguheim,
Fornheim, Goðheim, Lesheim, Minjaheim, Umheim, Sköpunarheim og
Reynsluheim.
Gilfélagið og samstarfsfélagar munu ferðast með börn á aldrinum 8 - 12 ára
í spennandi fræðslu og skemmtiferð sem lýkur með sýningu á Jónsmessuhátíð
í Kjarnaskógi 23. júní.
Ferðalagið hefst í Lífheimi á Hjalteyri þar sem land verður numið. Þaðan
verður síðan siglt, ekið eða gengið í ýmsa framandi heima s.s. Fornheim,
Bjargheim, Söguheim, Lesheim, Minjaheim, Goðheim og Umheim. Fjöldi
fræðimanna mun taka á móti ferðalöngunum og sjá til þess að allt fari fram
eftir kúnstarinnar reglum.
Á ferðalaginu verða fornar sögur skoðaðar, matarsögur smakkaðar og nýjar
sögur skapaðar. Áhersla lögð á landnám og pælt í því hvað felst í
landnámi.
Hvenær nemum við land og hvernig flyst menning milli heima?
Ferðalaginu lýkur með uppsetningu sýninganna Reynsluheimur og Sköpunarheimur.
Sýningarnar verða endurteknar á Akureyrarvöku með viðkomu í Vökuheimi.
Þá verður Listagilið numið af nýbúum og bæjarbúum boðið í veislu.
Jónsmessunámskeiðið hefst mánudaginn 8.júní og stendur til þriðjudags
23.júní.
Ferðalagið hefst hvern dag klukkan 10:00 og komið verður til baka í Núheim
kl.16:00
Vökunámskeiðið hefst fimmtudaginn 27.ágúst og lýkur laugardaginn 29.ágúst.
Verðið er varla frá þessum heimi - 25.000 krónur og 15% systkinaafsláttur.
Innifalið í því eru 11 virkir dagar með kennslu, matur, hressingu,
sigling, rútuferðir og efni.
Að auki er þátttakendum boðið að taka þátt í endursköpun Reynsluheims og
nýju landnámi undir nafninu Vökuheimur á Akureyrarvöku.
Fyrir 13-16 ára unglinga er sérstakur hópur sem sér um að skrásetja og
miðla. Fjölmiðlateymið Alheimur - Aðeins er pláss fyrir 6 og verð er
15.000.-
ATH - við tökum á móti Tómstundaávísun Akureyrar
Skráning og frekari upplýsingar eru á vefsíðu Gilfélagsins, www.listagil.is
en einnig í síma 8643054 hjá Vigdísi og 4612609, einnig hjá Maríu í síma
4627000 og með tölvupósti á gilfelag@listagil.is.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Ferðalög, Menntun og skóli, Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.