Steinn Kristjánsson
Hugrenningar
02.02.08 - 29.02.08
Velkomin á opnun laugardaginn 2. febrúar 2008, klukkan 14
Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Laugardaginn 2. febrúar 2008, klukkan 14 opnar Steinn Kristjánsson sýninguna "Hugrenningar", á Café Karólínu á Akureyri.
Steinn Kristjánsson útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2007. Hann stundar nú nám við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hann segir um sýninguna á Café Karólínu:
"Umræðan í þjóðfélaginu fer fram á ólíkum stöðum. Mörgum sýnist sem hefðbundið kaffihúsaspjall sé á hröðu undanhaldi fyrir spjallrásum og bloggsíðum. Fólk er að eiga í orðaskiptum á netinu sem það myndi ekki eiga undir fjögur augu.
Sýningin Hugrenningar er tilraun listamannsins til að færa umræðuna aftur inn á kaffihúsið undir formerkjum bloggsins. Hann setur ekki upp sýningu sem á að hanga vikum saman á staðnum. Heldur er það listamaðurinn sjálfur sem hangir á kaffihúsinu og gerir eitthvað nýtt og spennandi á hverjum degi. Í stað þess að blogga um eitthvað hengir hann upp renning, s.k. hugrenning. Á hann skrifar hann sínar hugrenningar um það sem honum liggur á hjarta hverju sinni, límir á hann teikningar, ljósmyndir og úrklippur. Öllum er heimilt að kommenta á renninginn. Í stuttu máli er þetta tilraun um mannleg samskipti. "
Nánari upplýsingar veitir Steinn í steinn52(hjá)visir.is og í síma 8490566
Sýningin á Café Karólínu stendur til 29. febrúar, 2008. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 2. febrúar, klukkan 14.
Sýning Brynhildar Kristinsdóttur á Karólínu Restaurant hefur verið framlengd til 29. febrúar 2008. Þann 1. mars opnar Jón Laxdal nýja sýningu á Karólínu Restaurant.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Matur og drykkur, Vefurinn | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.