24.1.2018 | 21:14
Félgasfundur SÍM í samstarfi við Listasafnið á Akureyri
/// Verklagsreglur Listasafns Reykjavíkur
Þann 12. október 2017 samþykkti Borgarráð Reykjavíkur nýjar verklagsreglur Listasafns Reykjavíkur og samþykkti viðbótarframlag til safnsins upp á 8,5 milljónir króna. Greiðslur til listamanna fyrir sýningar árið 2018 eru 12,5 milljónir króna. Viðaukinn sem fylgir Verklagsreglunum verður endurskoðaður á hverju ári í samræmi við breyttar forsendur, t.d. hækkun starfslauna listamanna.
Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM, kynnir verklagsreglur Listasafns Reykjavíkur.
/// Drög að verklagsreglum Listasafnsins á Akureyri.
Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, kynnir drög að verklagsreglum fyrir Listasafnið á Akureyri.
/// Kynning á BHM Bandalagi Háskólamanna
Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM, fer yfir það helsta sem felst í því að vera innan vébanda BHM.
/// Önnur mál
Félagsmönnum og öðrum gestum gefst tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri til stjórnar SÍM, ræða hagsmunamál sín og spyrja spurninga.
Kaffi og kleinur í boði
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.