Kristinn G. Jóhannsson opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

1560613_10151851468607231_742381180_n

„Angan úr haustmó“ kallar Kristinn G. Jóhannsson sýningu sína sem opnuð verður í „Mjólkurbúðinni“ í Grófargili laugardaginn 18. janúar n.k. kl. 15.

 Í sýningarskrá kemur fram að á þessu ári eru sextíu ár liðin síðan hann hélt sína fyrstu sýningu í „Varðborg“ á Akureyri, þá sautján ára nemandi í 5. bekk MA. Kristinn hóf myndlistarnám á Akureyri ungur en eftir stúdentspróf lá leið hans fyrst til Reykjavíkur í Handíða- og myndlistaskólann og síðan til Skotlands þar sem hann stundaði nám við Edinburgh College of Art. Síðan hófst volkið í veraldarsjónum eins og hann orðar það en auk myndlistarstarfa var hann kennari og skólastjóri í áratugi, lengst við Gagnfræðaskólann Ólafsfirði og síðan á Akureyri við Bröttuhlíðarskóla. Hann á að baki fjölda sýninga heima og erlendis en myndefnið hefur hann jafnan sótt í nánasta umhverfi sitt.

Um verkin sem hann sýnir í „Mjólkurbúðinni“ segir hann:“ Svo er þetta svona núna, allt í uppnámi eins og vera ber, málverkið berskjaldað, litir og form leika lausum hala en jarðtengingin, náttúran, gróðurinn, tiktúrurnar og tilfinningarnar sömu og fyrr. „Angan úr haustmó“ heitir það þetta sinnið og vísar þá ekki aðeins til þess að haustblær er yfir litaflórunni heldur líka hins að nú sígur á seinni hlutann og haustar í öðrum skilningi“.

Sýning Kristins G. Jóhannssonar stendur frá 18. janúar til 2. febrúar.
Opið fös. - sun. kl. 14-17
Allir velkomnir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband