Síðasta sýningarhelgi í Listasafninu á Akureyri

stefan_mynd1985a05.jpg

ANAMNESIS / SILENCE
Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýningu þeirra Stefáns Boulter og Janne Laine í Listasafninu á Akureyri þar sem henni lýkur sunnudaginn 6. október n.k.
Listmálarinn Stefán Boulter (f. 1970) hefur verið virkur þátttakandi innan hinnar svonefndu Kitsch-hreyfingar, bæði sem einn af boðberum hennar og sterkur áhrifavaldur. Heimspeki listlíkisins (kitsch) hefur haft það að leiðarljósi að skapa hugmyndafræðilegan grundvöll sem leggur m.a. áherslu á vandað handverk með aðferðum gömlu meistaranna, húmanísk viðhorf, hluthyggju og fegurð hins ljóðræna.

Finninn Janne Laine /f. 1970) fæst við náttúruna og nálgast hana með hefðbundnum og nútímalegum hætti í senn. Hann umbreytir ljósmyndum sínum af landslagi með sérstakri tækni (e. photogravure) sem á rætur að rekja til árdaga ljósmyndarinnar snemma á 19. öld og byggist á ætingu.
 
Opnunartími í Listasafninu er alla daga nema mánudaga og þriðjudaga kl. 13-17 og er aðgangur ókeypis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband