Málþingið "Listin og atvinnulífið" í Sal Myndlistarfélagsins

4412_listin_atvinnulifid_1_indd.jpg

Fimmtudaginn 8.nóvember kl. 15.00 standa Myndlistarfélagið og Myndlistaskólinn á Akureyri fyrir málþingi í Sal Myndlistarfélagsins sem ber yfirskriftina „Listin og atvinnulífið“.

Um er að ræða samstarfsverkefni Myndlistarfélagsins og Myndlistaskólans sem fellur undir verkefni sem efla á þekkingu og fræðslu á sviði menningar og lista. Verkefnið hefur hlotið styrk frá Eyþingi og er markmiðið að gera listina og hlutverk hennar í atvinnulífinu og samfélaginu, aðgengilega fyrir hinn almenna borgara ásamt því að vera upplýsandi fyrir starfandi myndlistarmenn og listnema.

Helgi Vilberg skólastjóri Myndlistarskólans, Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, Hlynur Hallsson myndlistarmaður og Guðrún Harpa Örvarsdóttir formaður Myndlistarfélgasins fara með erindi á þinginu.

Málþingið er opið öllum sem áhuga hafa og vilja auka skilning sinn á myndlist í víðu samhengi og fer fram í Sal Myndlistarfélagsins að Kaupvangsstræti 10, 2.hæð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband