Valérie Boyce með opið hús í gestavinnustofu Gilfélagsins

valerie-boyce-1810-2.jpg

Franska listakonan Valérie Boyce er gestur maímánaðar

í gestavinnustofu Gilfélagsins.

 

Valerie býður gestum og gangandi í heimsókn á vinnustofuna í Kaupvangsstræti 23 (gengið inn að vestanverður),  laugardag 19. júní og sunnudag 20. júni kl. 14:00-17:00.

 

Listakonan dvaldi í Listamiðstöðinni Straumi í Hafnarfirði árið 1999. Hún hefur ferðast um landið og sótt innblástur víða í íslenskri náttúru. Myndirnar sem Valerie sýnir eru flestar af íslensku landslagi en einnig sýnir hún nokkrar húsa- og hafnarmyndir m.a. frá Dalvík.

Valerie Boyce er frá Verville í Frakklandi. Hún stundaði nám við Ecole nationale Supérieure des Beaux Arts de Paris og School of Visual Arts í New York.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband