Sigríður Huld opnar sýningu í Sal Myndlistarfélagsins

attachment_1153130.png

Verið velkomin á sýningu.

19. maí næstkomandi kl 14:00 mun ég, Sigríður Huld, opna sýninguna TEIKNING.

Sýningin fjallar um teikninguna og þær furðuverur...Skrípi, sem eiga heima í höfðinu á mér og hafa birst í formi teikningar. Sumar þeirra veit ég ekki hvaðan koma, aðrar eiga rætur sínar að rekja til tilfinninga minna og samfélagsins okkar. Þær sýna hálfgerðan martraðar heim og gætu vakið óhug hjá börnum og viðkæmum sálum.
Í okkur flestum býr eitt eða tvö Skrípi en spurningin er hvort þau sleppi út og fái að leika lausum hala allt í kringum okkur?
Er það óhætt?

Meðan á sýningu stendur mun ég teikna myndir sem verða til sölu á lágum prísum. Allt til styrktar listnámi í Svíþjóð sem ég stefni á næsta haust. Skrípin mín verða líka til sölu, spurning hvort einhver þorir að taka eins og eitt með sér heim...

Hlakka til að sjá ykkur sem flest!!! Þann 19. maí verður opið fram eftir kvöldi.
Til að svala þorstanum verður á staðnum ískalt sænkst íste í boði Bakgarðs Tante Grethe.

Sýningin verður opin helgarnar 19.-20. maí, 26.-27. maí og 2.-3. júní.

https://www.facebook.com/events/302506016491023


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband